Vísir - 14.11.1967, Side 3
VISIR . ÞnujuUagur 1%. n cinber 1967.
3
Áætlunarvagninn, er flutti ráða- og blaðamenn frá flugvellinum við Sauðárkrók, kemur í gegnum jarð-
göngin.
Ingólfur Jónsson samgöngunjáiaráðherra flytur vlgsluræðu sína.
Séð inn í jarðgöngin. Takið eftir vírnetinu, sem strengt er f loftið.
Stefán Friðbjamarson, bæjarstjóri á Siglufirði, flytur ræðu.
Cennilega hafa papar orðið
fyrstir til þess hér á landi
að búa til jarðgöng, en verks-
ummerkin við Ægissíðu bera
með sér, að þeir hafi unnið að
' gerö slíkra gangna til að stækka
híbýli sín, en þeir tóku sér m.
a. bólfestu í hellunum þar, og
enn þann dag í dag eru hellarn-
ir í notkun, sem fjárhús eða
heyhlöður bændanna austur
þar.
Meö aukinni tækni og vél-
væðingu hefur jarögangnagerð
af mörgu tilefni farið vaxandi
og nú láta ábúendur jarðarinn-
ar sig lítt muna um að grafa sig
gegnum fjöll, tré, hæöir og hóla
til að stytta sér leiðir og nægir
í því sambandi að minna á hin
geysimiklu jarðgöng sem lögö
voru gegnum ítölsku Alpana
og tekin voru í notkjun fyrir
nokkrum árum, þau .lengstu á
jarðkringlunni.
Flest jarðgöng miöast að því
að stytta leiðir, en sum eru
gerð af bráðri nauðsyn vegna
ófærra fjallvega, sökum bratta
eða snjóalaga og segja má að
nýju göngin um Stráka við
Siglufjörð séu gerð af síðast-
töldu ástæðunum. Göngin um
Stráka voru sem kunnugt er
formlega vígð síðastliðinn föstu
dag og fjölmenntu Siglfirðingar
að sjálfsögðu til athafnarinnar,
enda eru göngin fyrst og
fremst gerð sem samgöngubót
fyrir þá, én þeir hafa til þessa
orðið að fara um hið illræmda
Siglufjarðarskarö, ef þeir hafa
ætlað aö komast aö heiman,
landveginn. Oft hafa liðið vikur
og mánuðir að vetrinum til að
þeir hafi ekki komizt um Skarð-
ið, vegna snjóalaga og stundum
hefur það teppzt af sömu á-
stæðu á miðju sumri.
Árin 1963 og 1964 fóru fram
umfangsmiklar jarövegsrann-
sóknir til að kanna hvar hent-
ugast væri að leggja jarðgöngin
og veturinn 1964 var verkiö
boðið út. Efrafall h.f. reyndist
eiga lægsta tilboð í verkið ög
var því tekið. Framkvæmdir
hófust strax næsta sumar og
voru jarðgöngin vígð sl. föstu-
dag og opnuð til umferðar eins
og fyrr er frá sagt.
Lengd jarðgangnanna er 795
metrar og komu 25.000 tenings-
metrar af jarövegi út úr þeim.
Upphaflega tilboð Efrafalls h.f.
var kr. 1,8,2 millj., en sé vegar-
lagningin talin með kostaði
verkið sjötfu milljónir.
Petta þýðir að hvert manns-
bam á íslandi hefði mátt greiða
kr. 350.00 ef fjárveitingu hefði
verið þannig háttað.
150 metrar af göngunum eru
fóðraðir með steinsteypu og er
akbrautin 3,2 metrar á breidd
með steyptum kanti og eru
fjögur útskot í göngunum fyrir
bifreiðir að mætast, Vegalengd
in frá Hrauni í Fljótum til Siglu
fjarðar, um Strákagöng, er 19
kílómetrar og tekúr það bifreið
um 15 til 20 mínútur að aka
þá leið, en gera má ráð fyrir
að það taki bifreið þrjá til
fjóra stundarfjórðunga að aka
Siglufjarðarskarðið milli fyrr-
greindra staða, en álitið er að
skarðið sé að meðaltali aðeins
fært 6 til 8 mánuði á ári hverju.
Mvndsjáin vill óska Siglfirðing-
um til hamingju með hina nýjú
samgöngubót og heiðra þá I
dag með því að birta nokkrar
myndir frá vígslunni.