Vísir - 14.11.1967, Blaðsíða 7
VIS IR . Þriðjudagur 14. nóvember 1967.
morgun útlönd í ", , • • •: .-„riy . .-i ...; ' !>-i.. -t '! •*>.vV*::*fcsí’ •>• "V /''•.V morgirn útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd
EBAN endurtók í gær kröfuna usn
beinar samkomulagsumleitanir
Abba Eban utanrikisráðherra
ísraels endurtók í gær í ræðu, sem
hann flutti á fundi Öryggisráðs,
kröfurnar um beinar samkomulags-
umleitanir við Arabalöndin og kvað
ísrael með einiægum huga myndu
leggja fram tillögur af raunsæi.
Hánn sagði, að þessar tillögur
mundu verða til gagns hagsmunum
allra ríkjanna, sem hlut eiga að
máli, og aö sjálfsögðu rhundu full-
trúar ísraels fúslega hlýða á til-
lögur annarra, íhuga þær og ræða.
ísrael telur beinar samkomulags-
umleitanir við arabísku löndin ekki
aðeins gerlegar, heldur blátt áfram
óhjákvæmilegar.
Eban vitnaði til ummæla Wilsons
fyrir tveimur árum, að „þeir sem
ekki vildu semja væru fjendur
friðarins".
Þá gagnrýndi hann þá framkomu
ráðsins, að honum var meinað á
fundi ráðsins í fyrri viku, aö taka
til máls þegar að lokinni ræðu Ri-
ads utanríkisráðherra Israels, en
nafn Ebans var hið sjöunda á lista
yfir þá, beðið sem höfðu um orðiö.
Eban gekk af fundi í mótmælaskyni
svo sem fyrr hefur verið aö vikið.
Kenndi hann fulltrúa Sovétríkjanna
um, að brugðið hafði verið við-
teknum venjum, og væri þessi fram
koma ráðinu til vansæmdar.
Eban sagði, að ísrael mundi ekki
hafa samvinnu við sáttasemjara frá
Sameinuðu þjóðunum, ef til kæmi,
nema þannig væri frá umboöi hans
gengið, að það gæti ekki skaðað
stefnu fsraels eða samkomulags-
möguleika.
Gríska stjómin birti tilkynningu
um það í gær, að enginn fótur væri
fyrir fregn um þaö, að grísk her-
þota hefði skotið niður tyrkneska
flugvél um síðastliðna helgi. Ann-
ars hefur sambúðin milli Grikkja
og Tyrkja versnað að undanfömu
og eru m. a. enn deilur uppi varð-
andi Kýpur og klögumálin ganga á
víxl varöandi skerðingu lofthelgi.
JOHNSON FORSETIRÆBIR VID
BUNKER OG WESTMORELAND
Gin- og
V ' /'*
NLF
PELAGSLIF
K.k. — Knattspyrnudeíld.
Aðeins 23 af hundraði Bandarikjabjóðarinnar
fylgir nú forsetanum oð málum
Traust Bandarikjamanna á John-
son forseta hefur dvínað svo, að
það hefur aldrei verig jafnlítið og
nú og kemur þetta fram f úrslitum
seinustu skoðanakönnunar, sem
gerð er af þeirri stofnxm, sem talin
er birta áreiðanlegastar kannanir.
Það eru sem sé aðeins 23 af hundr-
aði kjósenda, sem styðja hann.
Hinn 1. júní studdu hann 42 af
hundraði og í september 32 af
hundraði. — Louis Harris skoð-
anakönnun birti skoöanakönnun þá
sem hér um ræðir, og sýnir að 77
af hundraði kjósenda telja hann
ekki hafa hæfileika til þess að á-
vinna sér og halda trausti þjóðar-
innar.
Um sama leyti og þetta er birt
hefur birzt grein í tímaritinu LOOK
eftir Robert Kennedy fyrrverandi
dómsmálaráöhér.ra, þar sem hann
héldur því fram, að Johnson hafi á
árinu sem leið glatað bezta tæki-
færinu, sem komiö hefur, til þess
að fá stjóm Norður-Víetnam til
Mál Debray tekið
fyrir í rétti á ný
Réttarhöld eru hafin af nýju í
máli Frakkans Regis Debray, að
því er segir í frétt NTB frá Kamiri
í Bolivíu.
Við réttarhöldin var lesið upp úr
dagbók Che Guevara útdráttur, sem
benti til, að Debray hefði verið
fengið það hlutverk í hendur, að
skipuleggja evrópska aðstoð við
skæraliða í Bolivíu. Þá er sagt, að
útdrátturinn bendi til, að argentíska
listamanninum Ciro Bustos hefði ver
ið falig að skipuleggja vamarstöðv-
ar skæruliða í norðurhluta Argent-
ínu. Debray og Bustos og 4 Bolivíu-
menn era ákærðir fyrir uppreist,
dráp og vopnað ofbeldi, í tengslum
við starfsemi skæruliða. Dagbókin
fannst er Guevara særðist í bar-
daga viö stjórriarhermenn fyrir
nokkru, en hann lézt sem kunnugt
er af sárum sínum nokkru síðar.
þess að setjast að samningaborði.
Bandaríkjastjórn vanrækti þá ekki
aðeins að grípa tækifærið heldur
kann einnig að hafa eyðilagt
möguleikann á, að reynt yrði í
framtíðinni að fara samkomulags-
leiðir.
Bretar ræða við
Westmoreland.
Johson er nú nýkominn heim úr
ferðalagi til herstöðva, þar sem
^ hann flutti ræður og reyndi að
; þagga niður í gagnrýnendum, en
| þag virðist ekki hafa borið neinn
j árangur. Gagnrýnin fer harðandi.
j Forsetinn er nú að byrja nýjar
! viðræður við helztu trúnaðarmenn
j sína í Suður-Víetnam. Er hann þeg-
ar byrjaöur að ræða viö Bunker
ambassador Bandaríkjanna í Saíg-
on og Westmoreland hershöfðingi
kom í riótt viö á Hawaii á leig til
I
NLF-þjóðernissinnasamtökin i
Suður-Arabíu hafa nú snúið sér
til brezku stjómarinnar og farið
fram á viðræður innan viku um
sjálfstæði landsins.
pær munu hefjast í Genf næstu
aasa oa verður Shackleton lávarður
aóaisamningamaður Breta.
Sendu samtökin brezku stjórn-
inni skeyti um þetta i gær og
stungu upp á Kairó, Algeirsborg
eða Genf sem viðræðustað.
Stjórnmálafréttaritari brezka út
avrpsins telur, að svar brezku
stjórnarinnar muni verða jákvætt,
þar sem hún hefur vonaö, aö geta
rætt við ábyrgan meirihluta áður
en hún verður farin með allt sitt !
lið úr landinu fyrir mánaðarlok.
Alveg fram að þeim tíma, sem
skeytið var sent, héldu hermdar-
verkamenn áfram árásum á brezka
hermenn, og í þeirri seinustu særð
ist brezkur hermaöur og þrír Arab
ar voru drepnir.
ÆFBMGATAFLA.
5. flokkur:
Sunnudaga kl. 1.
Mánudaga kl. 6.55.
Föstudaga kl. 6.55.
4. l'Iokkur:
Sunnudaga kl. 1.50.
Fimmtudaga kl. 7.45.
3. flokkur:
Sunnudaga kl. 2.40.
Fimmtudaga kl. 8.35.
2. t'lokkur.
Mánudaga kl. 9.25.
Fimmtudaga kl. 10.15.
Washington til nýrra viöræöna.
Á Hawaii sagði hann, að andstæö-
ingarnir í Vletnam fengju nú að
kenna á hemaðarlegum mætti
Bandaríkjanna og Suður-Víetnam,
og nefndi einkum átökin í miðhá-
lendinu.
Úrslit eru þó ekki fengin þar, að
því er seinustu fréttir herma. Báð-
ir aðilar hafa orðið fyrir miklu
manntjóni og orðið aö senda liðs-
auka á vettvang.
klaufaveikin
54.000 gripum slátrað
Um helgina voru skrásett á Eng-
landi 42 ný tilfelli af gin- og klaufa-
veiki á Englandi og í Wales og eru
þau nú alls orðin 272.
Alls staðar þar sem veikin kemur
upp er öllum gripum slátrað og er
nú búið að slátra 54.000 nautgrip-
um og sauðkindum.
Brúin yfir Jordan
í grennd við Allenby-brúna, sem laskaðist í styrjöldinni,' og bráðabirgða
brúna, sem myndin er af, hafa iðulega orðið átök, en þegar þessi mynd
var tekin var allt friðsamlegt. Landamæraverðimir eru bara að skiptast
á blöðum, Sá með hjábninn er ísraelskur, hinn jórdanskur.