Vísir - 14.11.1967, Side 9

Vísir - 14.11.1967, Side 9
(nrr° v 15 i k . pnojaaagur i%. novemoer iööv. Tnrw—wriníii—ffMiimi rrimi ........... REYNIR G. KARLSSON FRKSTJ. ÆSKULYÐSRAÐS „ÆSKULÝÐSRÁÐ STEND- UR NÚ Á TÍMÁMÓTUM" Mikið hefur verið rætt um æskulýðsmál að undanförnu, bæði á Alþingi og víðar, og ýmsar tillögur komið fram varðandi endurskipulag æskulýðsmála. Sá maður, sem hvað mest hefur borið hita og þunga æskulýðsstarfsins hér í Reykjavík á síð- ustu árum er Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, og átti blaðið viðtal við hann um starf- semi Æskulýðsráðs og framtíðaráætlanir, svo og um ýmis- legt er varðar unglingana. Ckrifstofa Æskulýðsráðs er til ° húsa á Fríkirkjuvegi 11, og hittum við Reyni þar í vistlegu skrifstofuherbergi, og var greini legt að húsnæðið hafði veriö gert upp ekki alls fyrir löngu. „Já, þegar ég tók við þessari stöðu fyrir nokkrum árum, þurfti að gera geysilegar end- urbætur á húsinu. Fékk ég unga menn til hjálpar og var allt húsið málað og gert upp. Voru stofnaðir ýmsir klúbbar, sem hafa nú orðið misjafnlega langlífir. Við höfum opig hús hérna á kvöldin, og höfum enn þá opið fjóra daga í viku frá kl. 8—11. Unglingamir geta komið hér og sinnt ýmiss konar tómstundaiðju, spilað plötur o. fl. Stofnsett voru ýmiss konar námskeið í tómstundavinnu og fer mikill þáttur þeirrar starf- semi fram í skólunum. Hefur þetta orðið mjög vinsælt, og nú eru um 3000 unglingar, sem taka þátt í þessari starfsemi vfir veturinn.“ „Hver eru nú næstu stórátök í æskulýðsmálum?" „Það má segja að Æskulýös- ráð standi nú á nokkurs konar “ tímamótum. Undanfarið hafa farið fram vfðtækar umræöur um skipulag æskulýðsmála og komið fram ýmis ný og breytt viðfangsefni. Það merkasta í þessu sambandi , er ef til vill bygging æskulýðsheimilis, en nú hefur Æskulýðsráö lagt fram þá tillögu, aö í stað eins stórs æskulýðsheimilis, verði byggð 4 minni, eitt til áð byrja með hér við Tjamargötu, þar sem fyrirhuguð, var bygging hins stóra heimilis og síöan þrjár nokkurs konar miöstöövar í fjarlægari borgarhlutum. Jafnframt viljum við að skól- amir verði nýttir á kvöldin til félagsstarfa og tómstundaiðju. Mundi Æskulýðsráð hafa aðset- ur og skrifstofur í Æskulýðs- heimilinu við Tjarnargötu, og þar yröi stór salur, sem notaður yrði fyrir dansleiki og fjölmenn- ar skemmanir." „Hvert telur þú vera hlut- verk æskulýðsráða og nefnda í landinu?" „Það er í fyrsta lagi að styðja og styrkja æskulýðshreyfing- una sem fyrir er og að sinna síðan eins og mögulegt er mál- efnum hinna ófélagsbundnu og fá þá til samstarfs. Einnig þarf að sinna öllum þeim verkefnum, sem hin frjálsa æskulýðshreyf- ing hefur ekki haft á stefnu- skrá sinni eða ekki haft bol- magn til að framkvæma. Ég álít að nú þurfi aö skipuleggja fastmótaða heildarstefnu í æskulýðsmálum sem nái yfir landsbyggðina og tengi þannig saman æskulýðsstarfið um land allt. Vonandi samþykkir alþingi frumvarp það um æskulýðsmál, sem nú liggur fyrir, en þar er komið mjög ýtarlega inn á þessi atriði.“ „Hvernig er starfsemi ung- mennafélagahná háttaö f dag? Eru það jafn starfsöm og hér áður fyrr?“ „Sums staðar eru þau það, en víðast hvar hafa þau misst frumkvæöiö að ýmsum málefn- um, og önnur félög og samtök, sem áöur þekktust ekki, hafa tekið við. Má t. d. nefna fþrótta- félögin, skógræktina og ferða- félögin, sem nú standa fyrir miklum hluta þeirrar starfsemi, sem ungmennafélögin byggðust á áður fyrr. Nú, svo eru breytt- ir tímar sem ráða f þessu sem öðru. Ungmennafélagshreyfing- in var ^jóðarvakning þegar hún kom fyrst fram." N „Nú starfrækið þið marga klúbba fyrir unglinga innan Æskulýðsráös, hvaða klúbbar hafa reynzt vinsælastir og starfsamastir?" „Þetta er nú allt nokkuð tfmabundið, og getur jafnvel verið tilviljunum háö aö ein- hverju leyti. Stundum taka heilu bekkimir sig saman í skólunum og innritast í ein- hvern tómstundaklúbbanna. Flestir klúbbanna hafa reynzt mjög starfsamir og má t.d. nefna radíóvinnuna sem er geysi vinsæl i' > þessar mundir. Einnig hefur ljósmyndaiöja not- ið mikilla vinsælda bæöi af stúlkum og_.piltum og eru nú hátt á annað hundrað unglingar í þessum klúbb. Sjóvinnunám- skeiðin hafa líka gengið vel, þó að einhver samdráttur sé í þeim í augnablikinu. Við höfum haft um 60 unglinga á sjóvinnunám- skeiöum og hafa þeir reynzt mjög vel, og eru margir þegar komnir á sjóinn. Nú, svo eru ýmsar nýjar greinar, t.d. snyrt- ing, sem er geysivinsæl hjá stúlkunum, en því miður hefur okkur ekki gengið nógu vel að fá kennara til að leiðbeina stúlkunum. Viö höfum haft leiklistarklúbba, sem hafa verið mjög starfsamir undanfarin ár, og fórum við í sumar í ferðalag til Þýzkalands í boði þýzkra æskulýðssamtaka. Leiklistar- klúbbarnir hafa haft kennara í framsögn og leiklistarkynningu,, en ég vil taka fram aö ég tel tímabært að tekin sé upp fram- sagnarkennsla í skólum, sem skyldunámsgrcin." „Reynist ykkur ekki erfitt að hafa starfsemina nógu fjöl- breytta fyrir unglingana, þannig að þeir fái ekki leið á öllu sam- an?“ „Ég tel nauösynlegt aö endur- skipuleggja alla starfsemina á 2—3 ára fresti. Það er alveg nauðsynlegt að fylgjast vel meö tímanum og taka inr í starf- semina alla þá nýju og fjöl- breyttu þætti í tómstundaiðju og áhugamálum unglinganna á hverjum tíma.“ „Hvað með sjónvarpið, hefur það ekki tekið talsvert af tíma reykvískra unglinga og dregiö úr áhuga þeirra á tómstunda- iðju?“ „Það hefur efalaust haft sitt að segja, og um tíma voru greini leg áhrif frá sjónvarpinu á starfsemina. Ég tel það raunar ágætt aö unglingar sitji heima hjá sér með foreldrum sínum og horfi á sjónvarp. En núna held ég að þessi áhrif séu hverf- andi, og þá ekki sízt vegna þess að mér finnst sjónvarpið alls ekki gera nógu mikið fyrir ung- lingana. Sú fjölþætta starfsemi sem á sér stað um allan bæinn á vegum ýmissa klúbba og fé- laga ætti að vora tilvalin sem sjónvarpsefni, og höfum við t. d. boðið þeim efni frá okkur, sem þeir hafa ekki þegið.“ „Nú stofnsetti Æskulýðsráð nýjan klúbb í sumar, siglinga- klúbb. Hvemig hefur starfsemi hans gengið?" „Viö erum mjög bjartsýnir á framtíð Róðra- og siglinga- klúbbsins. og eru meðlimir nú tæplega eitt hundrað, bæði piltar og stúlkur. Hafa ýmiss fyrirtæki gefið okkur eða lánað báta, og við höfum fengið mjög gott húsnæði í Nauthólsvík, sem í vetur verður notað til að smíða í báta. Ætlum við að smíða litla báta, svokallaðar Optimis-jullur, sem mikið eru notaðar á Noröurlöndunum. Eigum viö þegar tvo slíka báta og vonumst til að geta smíðað nokkra i viöbót í vetur." „Hvaö getur þú sagt um framtíð og áætlanir í sambandi viö helgarskemmtistaðinn í Salt vík, sem þið opnuðuð í sumar?“ „Við erum mjög ánægöir með þær skemmtanir, sem haldnar voru í Saltvík í sumar, og ef þetta á eftir að takast til hlítar, þá veröur það að teljast mikill sigur, þar sem staðurinn • VSÐTAL DAGSINS er allmiklu frjálsari en almennt gerist erlendis með hliðstæöa skemmtistaði. Við vonumst til að unglingarnir eigi eftir að vera verðir þess trausts sem við berum til þeirra, og í vetur munum við gera ýmsar breyt- ingar og aðstöðubætur fyrir næsta sumar, þannig að dans- leikurinn verði ekki aðalatriðið, heldur verði hægt að velja úr ýmsum leikjum og þrautum. Eins og allir muna þótti það annálsvert hversu prúðir og þægilegir unglingarnir voru í sumar á þeim hátíðum og- skemmtunum sem haldnar voru, og þá ekki sízt í Saltvík, þar sem um enga sérstaka um- gengnisreglugerð var að ræða, né refsiaðgeröir gagnvart brot- legum unglingum." „Að lokum, hver skyldi vera ástæðan fyrir þcssum skyndi- legu stakkaskiptum í umgengn- isvenjum unglinganna?" ■ „Það er eflaust ýmsu að þakka, en ég tel að betri skipu- lagning helgarhátíða og skemmtana ásamt miklu betri aðstöðu, hafi haft hvað mest að segja í þessum efnum. Sú fjöl- þætta samvinna lögreglu, sýslu manna, æskulýðsfélaga 02 ýœ- issa annarra, t.d. Hjálparsveitar skáta, hefur greinilega borið mjög mikinn árangur." Á kvöldin koma unglingarnir saman á loftinu á Frikirkjuvegl 11, hlusta á plötur, tala saman, spila á spil og gera sér ýmislegt til skemmtunar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.