Vísir - 14.11.1967, Blaðsíða 10
1
10
VÍSIR . Þriðjudagur,14. nóvember 1967.
/
a
Efri deild
Dómsmálaráðherra mælti í gær
fyrir stjórnarfrumvörpunum um
iögræði og stofnun og slit hjú-
skapar, sem neðri deild afgreiddi
í síðustu viku. Þeim var vísað til
2. umræðu og allsherjarnefndar.
Gils Guömundss. (Ab) mælti
fyrir frumvarpi sínu, Björn Jóns-
sonar (Ab) og Karls Guðjónssonar
(Ab) um togarakaup ríkisins. Um-
ræðu var frestað.
deild
Bragi Sigurjónss. (A) mælti fyrir
frumvarp: sínu um gjöld til hol-
ræsa og gangstétta i kaupstöðum,
öðrum en Reykjavík og Akureyri.
Því var visað til 2. umræðu og
heiibrigðis- og félagsmálanefndar.
Halldór E. Sigurðsso. (F) mælti
fyrir frumvarpj sínu og fleiri þing-
manna Framsóknarflokksins um
breytingu á vegalögunum og skipt-
ist síðan á nokkrum athugasemd-
um við samgöngumálaráöherra.
Frumvarpinu var visað til 2. um-
ræðu og samgöngumálanefndar.
Tv b'npskiöl
Stjórnarfrumvarp um lækkun
kosningaaldurs til sveitastjórna
niður í 20 ár.
Þingsályktunartillaga um náms-
kostnað, sem Ingvar Gíslas. flytur
ásamt þrem öðrum þingmönnum
Framsóknarfl.
Sitt hvort nefndarálitið frá ann-
ars vegar meiri hluta og hins veg-
ar minni hluta fjárhagsnefndar,
um stjórnarfrumvarpið um efna-
nagsaðferðir.
Breytingatillögur meiri hluta
fjárhagsnefndar við stjórnarfrum-
varpið um efnahagsaðgeröir.
Franih al bls 16
reykháfa) til örvggis fyrir flugum-
ferð, og skorað var á trillubátasjó-
menn að sigla ekki á ljóslausum
Mtum eftir að liósatími er kominn.
Stjórn karladeilrlar Slysavarnafé-
lagsins á Siaiufirði skipa nú eftir-
taldir menn:
Skúli Jónasson. Bragi Magnús-
son. Guðlaugur Henriksen, Jón
Dýrfjörð, Páll Kristjánsson, Pétur
^orsteinsson og Þórður Þórðarson.
EFTA-ceðiid —
Fram1- n »!s 6
eftir að talað hafði verið við þá
aftur í gær, var ákveðið að skipa
nefndina. I nefndina voru skipaðir:
T úðvík Jósefsson (Alþýðubandalag-
inu), Helgi Bergs (Framsóknar-
flokknum). dr. Gylfi Þ Gíslason
TAlþýðuflokknum) og Pétur Bene-
diktsson (Sjálfstæðisflokknum).
bórhallur Asgeirsson ráðuneytis-
stjóri hefur verið skipaður ritari
nefndarinnar. — Nefndin mun
hefja störf innan tíðar og fær hún
M upp í hendurnar allmikið efni
=em unnið hefur verið í ráðuneyt-
inu á undanförnum árum viðvíkj-
tndi þróun viöskiptabandalaganna
'veggja i Evrópu. sérstaklega frá
srunum 1061 —62, begar þetta mál
var fyrst tekið til alvarlegrar at-
hugunar.
Ráðherrann kvað það vera skoð-
ríkisstjórnarinnar. að mjög
•ýnt væri að kanna hvernig fs-
land getur tengst þessum tveimur
viöskiptabandalögum I Evrópu.
^rfiðleikarnir við að standa utan
þeirra væru sívaxandi enda er yf-
ir 60% af milliríkjaverzlun íslands
við lönd innan þessara viðskipta-
bandalaga (yfir 40% viö EFTA-
löndin og yfir 20% viö EBE-lönd-
in. — Þetta mál er svo mikilvægt
og mundi snerta svo marga, ef
gengið yrði inn 1 EFTA og gerður
viðskiptasamningur við EBE, að
ríkisstjómin telur það sjálfsagt að
fjallað verði um málið fyrir utan
venjulega stjómmálasviðið. Æski-
legt væri að allir stjórnmálaflokk-
arnir gætu komizt að sameiginlegri
niðurstöðu um málið svo og hin
ýmsu hagsmunasamtök, en ef það
getur ekki orðið, mun ríkisstjórn-
in telja þaö skyldu sína að fara
j eigin leiöir, sagði viðskiptamála-
; ráðherra.
Aðspurður um hvort það gæti
i ekki orðiö lítilsvirði fyrir ísland að
gerast aðili að EFTA, ef EFTA-
löndin flest eöa öll gengju inn í
Efnahagsbandalagiö, sagöi ráöherr-
ann, að allir raunsæir menn álitu
það nú, að minnst liðu 2—3 ár,
þar til Bretland og fleiri lönd
gengju inn í Efnahagsbandalagið og
i ísland hefði ekki tima til að bíða
' eftir því. — Ráðherrann sagði að
nokkur ákvæði Rómarsáttmálans,
eins og t. d. frjáls fjármunaflutn-
ingur og vinnuaflsflutningur gerði
það að verkum, að ekki kæmi til
mála fyrir Island að gerast aðili
að Efnahagsbandalaginu. Það væri
þó von margra að stækkað Efna-
hagsbandalag yrði ekki þaö sama
og nú er, þannig að viðhorfin til
þess gætu breytzt ef EFTA-löndin
fengju inngöngu í það.
Um aðild Islands að EFTA, sagði
ráðherrann, að ísland vrði að gera
sérstaka samninga viö EFTA ef
það sækti um aðild. — Viðskipta-
samningur EFTA-landanna er um
tollfrjálsa verzlun á iðnaðarvörum,
sem freðfiskur og aðrar fiskafurð-
ir heyrðu ekki undir. Þessu yrði
að breyta. Þá yrði að semja um
sérstakt aðlögunartímabil ‘eins og
t. d. Pólland gerði, en það fékk
ár til aö afnema verndartolla.
Ráðherrann tók það sérstaklega
fram, að engar viðræður hafi far-
ið fram um aöild Islands að EFTA
erlendis. — Fundur sá sem hann
sótti í Osló ásamt viðskiptamála-
ráðherrum hinna Norðurlandanna
á föstudaginn, hefði verið haldinn
að ósk Efnahagsmálanefndar Norð-
urlandaráðs, en fundurinn var hald
inn til undirbúnings næsta fundar
Norðurlandaráðs í Osló I febrúar
næstkomandi, þar sem efnahags-
málin verða ofariega á baugi.
Framhald at bls. 1.
á Keflavíkurflugvelli keypt
mjólk í þessum umbúðum, en
ekki hefur enn verið unnt að
selja umbúðirnar til anmytra fyr
irtækja sem hafa áhuga á þeim,
svo sem Loftleiða í Keflavík,
bar sem verð á umbúðunum er
ekki ákveðið ennþá,
Innan skamms munu Aust-
firðingar allt norður til Þórs-
hafnar geta fengið mjólk í 10
lítra umbúðakössum, en þegar
hafa slíkar umbúðir verið tekn-
ar f notkun á Akureyri, Sauðár:
króki og Húsavfk. Er þá svo
komið að mjólk í 10 lftra um-
búðum er fáanleg á öllu Norður
og Austurlandi. Hafa umbúð- i
irnar líkað miög vel. Mjólkur- j
kassamir fra Egilsstöðum verða I
sendir niður á alla firðina og l
mun síldarflotinn væntanlega
kaupa miólk eingöngu f slíkum
umbúðum.
Fvrir nokkru voru pantaðar
frá Þórshöfn og Egilsstöðum vél
ar til að tappa m.iólkinni í kass-
ana, en þeir verða keyptir frá
Kassagerðinni í Reykjavík. Er
gert ráð fvrir að hægt verði að
hefja sölu á mjólk í 10 lítra
umbúðum á þessum stöðum f
ianúarlok.
Framhald af bls. I.
flestar myndirnar frá gangi stríðs-
ins ytra þýzkar að uppruna og
hafa lítið verið sýndar áður.
Fyrri hluti myndarinnar, sem
tekur um eina og hálfa klukku-
stund að sýna, lýkur með komu
Churchills til Islands í ágúst 1941,
en í seinni hluta myndarinnar er
sýnd saga hernámsins út allt stríð-
iö og vikið nokkuö að íslandi nú-
tímans.
1 fyrri hluta myndarinnar hefur
höfundur sett nokkur atriði á svið,
en einnig styðst hann nokkuð við
gamlar ljósmyndir og viðtöl við
menn, sem skýra frá ýmsu sérstöku
í sambandi við hernámsdaginn og
einstaka liði hemámsins. Þessir
's.
menn eru: Jón Eyþórsson, Oddur
Kristjánsson, Örn Johnson og
Njörður Snæhólm.
Textann við myndina sömdu
Reynir Oddsson, Thorolf Smith,
Gunnar M. Magnúss og Ævar R.
Kvaran. — Þessir sömu menn á-
samt leikurunum Helga Skúlasyni
og Helgu Bachmann flytja textann,
en auk þess koma leikararnir fram
í myndinni.
Framhald af bls. 1.
svo illa merktar. Þótt gangandi beri
að fara varlega, er það mest á
valdi ökumanna, hvort slys verður
eða ekki, og verður að beina þeim
tilmælum til þeirra, að þeir gæti
ýtrustu varúðar þegar leiðir þeirra
liggja vfir gangbrautir.
HÁSKÓLABÍÓ
Hátíðarfrumsýning
HERNAMSARIN «« im
FYRRI HLUTI
STJÓRNANDI: Reynir Oddsson.
TEXTAHÖFUNDAR: Thorolf Smith, Gunnar
M. Magnúss, Ævar R. Kvaran og Reynir
Oddsson.
FLYTJENDUR: Helga Bachmann, Helgi
Skúlason, Ævar R. Kvaran, Thorolf Smith
og Reynir Oddsson.
hAtíðasýning kl. 9.
/
Nokkrir frumsýningarmiðar verða seldir í Háskólabíói
eftir kl. 4 í dag.
DÖKK FÖT
Herbergi til leigu
Matstofa Náttúrulækningafélags Reykjavíkur hefur
nokkur herbergi til leigu að Kirkjustra=ái 8, meö eða
án húsgagna. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 12465.
a
2 . Þú sem hefir fengið til láns
J hjá mér stiga, gerðu svo vel að
a skila honum undir eins. svo ég
a losni við að láta sækja hann.
® Jón Jónsson
a beykir.
jo Vfsir 14. nóv. 1917.
BELLA
j TILKYNNINSAR
9
a Óháði söfnuðurinn.
2 Kvenfélag og bræðrafélag safn
• aöarins. Munið félagsvistina í
1 kvöld 14. nóv. kl. 8.30. Góð verð-
J laun. Allt safnaðarfólk velkomið.
e Bræðrafélag Langholtssóknar.
J Fundur í safnaðarheimilinu
J þriðjudag 14. nóvember kl. 8.30.
e Ólafur Oddur Jónsson stud. theol.
J flytur erindi um um alkirkjuhreyf
a inguna og margt fleira.
O
•
J Fermingarbörn Óháða safnaðar-
• ins sem eiga að fermast l'968
2 eru beðin að koma til viðtals
• í kirkju Óháða safnaðarins kl. 5
a e. h. n. k. fimmtudag 16. þ. m.
2 Safnaðarpresturinn.
a
2 Kvenfélag Ásprestakalls heldur
2 basar í anddyri Langholtsskólans
a sunnudaginn 26. nóv. Félagskon-
2 ur og aðrir. er vilja gefa muni
• vinsamlegast hafi samband við
2 Guörúnu, sími 32195, Sigríöi,
2 sími 33121, Aðalheiði, sfmi 33558.
» Þórdísi, sími 34491 og Guðríði.
2 sími 30953.
o _______________________________
2 Jæja, nú máttu fara að hringja
o á leigubíl. Segðu honum samt
2 að koma ekki fyrr en eftir svona
J þrjú korter.
• Veðrib
‘ dag
e
• Norðaustan stinn
a ingskaldi í dag
2 og léttir smám
• saman til og læg-
2 ir í nótt.
a