Vísir - 14.11.1967, Side 4

Vísir - 14.11.1967, Side 4
Ein tlzkusýningarmær tízku- kóngsins Diors hefur stefnt tvít- ugri grískri stúlku fyrir rétt í Aþenu fvrir að ræna hana ást eiginmanns síns. Luisa, en svo heitir sýningarmærin, ’krefst af Aþenustúlkunni 150 þúsund króna skaðabóta vegna þessa þjófnaðar. Luisa er gift 28 ára gömlum dönskum blaðamanni og stefnu sína grundvallar hún á því, að hún hafi öðlazt einkarétt á ást þessa manns síns, þegar hún giftist honum. Hinn fagri gríski keppinautur hennar hafði hins vegar á ósiðlegan og ólög- legan hátt seilzt í einkaeign henn- ar og það beri hún að bæta sér. Eiginmaður Luisu mun hafa hitt grísku stúlkuna I sumar, þegar hjónin voru á ferðalagi í Grikk- landi. í stefnu sinni segir Luisa, að hún hafi verið alveg grunlaus um, hvaö væri að gerast með eginmanni hennar, þar til hann hvarf og var I burtu I 24 daga I júní. VILDI ANNA-MARÍA FLÝJA LAND? Sænsk bl'ób birta kafla úr bréfum, sem sögb eru skrifuð af grisku drottningunni Þegar herinn tók völdin I sín- ar hendur I Grikklandi, reyndi Anna-María, drottning að telja Konstantín á að flýja land, en hann veigraði sér við því. Þetta þykjast sænsk blöð hafa upplýst, en þau bera fyrir því nokkur sendibréf, sem drottning- in hefur skrifað vinkonu sinni I Danmörku, og birzt hafa í sænsku kvennablaði að undan- förnu. Bréf þessi eru eins og örvæntingarfull neyðaróp. — Þú hefur enga hugmynd um, hvernig þetta er hérna. Stundum óska ég .þess að ég fengi að deyja! — segir í þessum bréfum, sem eiga að vera skrifuð af hinni tuttugu og eins árs gömlu drottningu. •Áöðrum stað birtir Svensk Damtidning kafla úr bréfi, þar sem drottningin lýsir örvæntingu sinni yfir því, að konungurinn skyldi velja aö sitja kvrr í land- inu. — Það beið okkar heimili í Danmörku, — skrifar hún, — en móðir hans (konungsins) skipaði honum að vera kyrrum og fékk talið honum trú um. að það væri skylda hans. Hvað, sem það kost- aði, yrði hann að sitja kyrr í þvi hásæti, sem hann hefur hlotið í arf. — Ég hefði mikið heldur vilj- að að Tino (svo kallar hún Kon- stantín) hefði yfirgefið hásætið og lagzt með mér í útlegð. Við hefðum getað flúiö til Danmerkur og ég er viss um að Tino hefði getað séð fyrir okkur þar. Eftir þessum köflum bréfanna og öðrum virðist, sem drottningin eigi enga sældardaga. — Ég óska þess innilega, að ég gæti stillt klukkuna aftur I tímann og byrj- að upp á nýtt. en það er of seint... — Ég imyndaði mér að ég væri sú hamingjusamasta í heimi hér, og ekkert illt gæti hent Grikk- land, en nú sé ég, að það voru bara dagdraumar. — Þegar foreldrar minir sögðu mér, að ég skyldi gæta æsku minnar og njóta hennar meðan þess væri kostur, þá áttaði ég mig ekki til fulls á því, hvað þau áttu viö, en nú ... í grein þessari í sænska kvenna blaðinu, sem skrifuð er af konu sem heitir Stella Zilinskas, er hvergi vikið aö því, hver danska vinkonan er, sem bréfin eiga að vera skrifuð til, greinarhöfund- ur fullyrðir, að þau séu ófölsuð og skrifuð af Önnu-Maríu. Tekur hún til fleiri bréfakafla sem eiga að sýna, hve litlu hin unga drottn ing fái ráðið um gang mála í ríki sínu, og hvemig kóngsmóðirin Fredrika ráðskist með son sinn. — Tino gerir ekkert án þess fyrst að ráðfæra sig við móður sína. Sjálf fæ ég engu ráðið, Mér er stjakað fram og til baka og verö að hlýða þeim skipunum sem mér eru gefnar. Það er ekki að sjá, að ég sé drottning í þessu ríki. Ég fæ ekki einu sinni að ráða neinu á mínu eigin heimili. Sumir kaflar bréfanna eru þannig, að greinilegt er að les- andanum er ætlað að lesa milli línanna, hvernig Anna-María er umkringd njósnurum hersins. — Nú orðið er eina ánægjan mín að fá bréf send frá vinum að heiman. Bréf, sem hefur verið smyglað til mín, hreinskilnislega skrifuð og ófölsk. Ekki sundur- klippt og brengluð af eftirlitinu. Ég les þau aftur og aftur, fel þau, eða les inn á segulband, svo þau verði ekki frá mér tekin. Loks er á einum stað hægt að skilja, aífFriðrik. Danakonungur og drottning hans, Ingrid, for- eldrar Önnu-Maríu hafi lagzt gegn hjónabandi hennar og Konstantin. — Ég hefði átt að bíða þar til ég var það þroskuð, að ég skildi, hvað mín beið. Ég hefði átt að skilja, að foreldrar mínir höfðu rétt fyrir sér. Konstantín konungur. Anna María. ---M h niiiiliofmid.; *í.iírfu,-j5 t 1 i6l: ' Konstantin, Henry, Anria María og Margrét prinsessa. Uppspretta hins illa? Um helgina varð mér á, þeg- ar ég var að fletta nokkrum dagblöðum, að taka eftir aö nokkuð er algengt, að bréfrit- arar, sem skrifa til blaðanna hneykslast yfir ósæmilegum kvikmyndum (serii þeir sjálfir hafa jafnvel ekki getað stillt sig um að fara að siá) og enn- fremur yfir ósæmilegum kvik- \ myndum, sem sýndar eru í sjón varpinu. Vandlæting bréfritar- anna er mikil og þeir telja að Íþessar ósiðlegu kvikmyndir ali upp f unglingunum snillta hegð- an, og vitna jafnvel í hlutfalls- tölu óskilgetinna barna, sem er óhæfilefta há hérlendis. Hins vegar hefur þetta hlutfall ver- ið svo Iengi óhagstætt, að þeir spiiltu unglingar eru jafnvel orð ið ráösett fólk á miðjum aldri, sem gerðu þetta hlutfall óhag- stætt og ósiðlegt í fyrstu.og hin óskilgetnu afkvæmi eru iafnvel izt að vega þar upp á móti. Fjárhagssjónarmiðið ræður því að þessu leytinu, sem svo. mörg um öðrum. Að loknum biaðalestri bar til sögunnar hvað sem getur hafa ruglað siðferði hinnar á- gætu eldri kynslóðar, sem aldr- ei sá ósiðiegar kvikmyndir. Og ekki batnar lifnaðurinn eftir því einnig orðin skilgetin, bví hin- ir spilltu foreldrar hafa gift sig. Því siðleysi, að svo mörg börn eru óskilgetin, sem raun ber vitni, er að sumu levti skatta- kerfinu að kenna. En almenn- ingsálitinu, hvort sem það telst gott eða vont, hefur ekki tek- upp í hendur minar ættartölu með ýmsum upplýsingum um frændur og kunningja. Við lest- ur slíkra bóka getur mann rek- ið í rogastanz vegna upplýsinga um náungana allt um kring. Faðerni er ruglað og virðist hafa verið gert löngu áður en sjónvarp og kvikmyndir komu sem maður flettir lengra aftur í ættir, því jafnvel áttu hinir miklu bændahöfðingjar börn með vinnukonum sínum, hvem- ig sem slíkt getur hafa átt sér stað. Það er ekki aö furða, þó þeir eldri hneykslist á hlnum yngri. Hins vegar get’ur maður ver- ið sammála því, að ekki sé rétt, að unglingar hafi greiðan aðgang að svokölluðum „djörf- um“ myndum, því unglingar á áhrifagjörnum aldri hafa ekki gott af slíku, en hins vegar er hitt óhæfa lö kiippa myndir, sem eingöngu eru ætlaðar full- orðnum. Fullorðið fólk hiýtur að méga láta það eftir sér að horfa á „djarfar“ myndir ef þaö langar til og tela- sig hafa „þörf“ fyrir slíkt. En hitt er staðrejmd að ekki hefur alltaf þurft ósiðiegar kvik myndir til að hegðan fólks hafi verið á annan veg en æskilegt er talið, svo þó að allir séu sammála um, að ekki eigi með slæmum kvikmyndum ?.ð eggja unga til ósómans, þá ætti ekki að gera úlfalda úr mýflugu, að því er orsakimar snertir. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.