Vísir - 02.12.1967, Blaðsíða 9
/
VlSIR . Laugardagur 2. desember 1967.
9
Viðtal dagsins er við Jón Atla
Guðmundsson ffró Gautshumri
■Dlessaður Steingrímsfjörður-
inn var gullkista og á von
andi eftir að verða það aftur.
Tjað hafá ýmsir það á orði, að
ævi þeirra manna sem
sömu atvinnu stunda sé oftast
áþekk og sjaldan séu ný tíð-
indi, sem fást frá hverjum ein
um. Vel má vera að eittíivað sé
rétt í þessu, en þó mun það
svo, að svipmynd af lífi tveggja
manna veröur aldrei eins. Hver
einstaklingur hefur sín sérkenni
sem jafnan mun gæta í við-
brögðum og viöhorfum til lífs-
ins. — Þess vegna er það að ég
fæ þennan aldraða sjósóknara
til að rabba við mig eina dag-
stund. Starfsvettvangur hans
hefur ekki verið vítt um höfin
breið og blá, lengi ævi sinnar
hafa það verið miðin sem sótt
verður til á vestanverðan Húna
flóa frá Gautshamri og Draugs
nesi og verferðir vestur að Isa
fjarðardjúpi, sem hann hefur
sótt tll, og fleytan, opið ára-
skip eða lítill vélbátur — en
allar þessar sjóferðir hafa lán-
azt sem nokkuð eru orðnar
margar um hálfrar aldar skeið.
var einhversstaðar fjarverandi
og Ragnheiður kona hans hef-
ur orð á því að stormurinn
muni í aðsigi svo að við för-
um og setjum sig á galtana
bárum grjót að og bjuggum um
sem við bezt kunnum. — En
ekki löngu síðar en við höfðum
lokið þessu kom rokið, tók galt
ana hvem af öðmm og feykti
þeim út í gil og það varð heldur
lítiö úr þeim heyfeng, enda þótt
reynt væri að skrapa saman þaö
sem hægt var.
— Fyrsti báturinn sem ég réri
á með Guðmundi hét VtKING-
UR og var stórt og erfitt fimm
manna far, og sá erfiðasti bátur
sem ég hef lagt ár út á.
— En var hann þá ekki gott
sjóskip?
— Jú, þó var hann heldur
stokkreistur á barka og skut
og gætti þess til hins lakara
þegar mikið var komið á hann.
En svo lagaði Guðmundur
þessa galla sjálfur síðar.
T^ar nú ekki sjósókn erfið á
’ Húnaflóa á þessum árum?
— Jú, það má óhætt segja.
Lending á Draugsnesi var ekki
góð, hún var svo afskaplega
þröng, þaö varð eiginlega að
leggja upp á síöustu bátunum.
— En því verður ekki neitað
. V ' v ■ . " :
.JVIér hefur alltaf fundizt hann vera gullkista, blessaður Steingrímsfjörðurinn.“
gerð frá Steingrímsfirði. Þegar
þið byrjuðuð róðra þar?
— Jú, þetta voru bara einn
og tvéir bátar fyrstu árin — og
segja mátti að það væri björgu
legt að sækja sjó, menn höfðu
vel í sig og á, en þetta var
mikið strit, það þarf ekki að efa.
TTvað viltu segja um Stein-
grímsfjörð, sem útgerðar
stað?
— Mér hefur alltaf fundizt
hann gullkista blessaður Stein
grímsfjörðurinn — þó nú megi
segja að í þvi efni hafi hlutim-
togum, að þegar við erum bún-
ir að draga niðristöðuna og
part af lóð, þá er komið ofsa-
rok og sjórinn að sama skapi
mikill, og getum ekki snúið
bátnum upp í heldur verðum
að slá undan.
— Þetta er þaö fljótasta á-
hlaup sem ég man eftir og
okkar eina ráð var aö slá undan
skáhallt inn fjörðinn og náðum
landi í Hólmavik. — Þá var
kominn sími svo við gátum látið
vita um afdrif okkar. Annars
munu nú ýmsir hafa taliö þau
tvísýn.
sjómannskona en sjómaður?
— Ég veit ekki, sumar konur
lifa f sífeldum ótta um menn
sína, aðrar hugsa öðm vísi. Ég
var aldrei hrædd um Jón, ég
treysti honum alveg og það var
ekki heldur nein kvíðatilfinn-
ing eftir að drengirnir fóru aö
róa.
— Ég minnist þess ekki, segir
Jón, að hafa þekkt mann sem
var öllu hræddari um menn sína
á sjó. en Guömund bróður
minn, væri hann ekki sjálfur
með. Hann var því nær friölaus
væri eitthvað aö veðri. — Ég
Jön AtK Guðmundsson er
fæddur að Hlíðarseli í
Steingrfmsfirði, en það var hjá
leiga frá Tröllatungu, þar voru
foreldrar hans um stund. Jón
átti þar þó ekki dvöl, þvi þeg
ar hann var misserisgamatí
missti hann móður sína, og fór
þá að Smáhömrum, en þar var
hann að vissu leyti í skjóli eldri
konu sem Jónmn hét Pálsdóttir
enda þótt húsráðendumir væru
Bjöm Halldórsson og Matthild
ur kona hans, sem þar bjuggu
lengi rausnarbúi.
— Ég get eiginlega sagt að
hún hafði verið nokkurs konar
fóstra mín eða gengdi ömmu
hlutverki. Þarna var ég þó ekki
lengi heldur fór suður að Kleif-
um í Gilsfirði, og var þar í 3 ár
— svo aftur norður að Heydalsá
í Steingrímsfirði og var þar
til 13 ára aldurs, en þá fór ég
norður að ReykjaAesi tii Guð
mundar bróður míns sem þar
var þá búsettur. Útræði hafði
hann venjulega frá Gjögri —
því ag lending heima var frem-
ur ill.
\7ar nú ekki fremur erfitt til
fanga þarna norður frá á
þessum árum?
1— O-jæja, læt ég það vera.
Ég tel að Reykjanes sé mjög
hæg og þægileg búskaparjörð.
Reykjaneshyma að vestanverðu
er öll grasi vaxin allt fram í
Árvikurdalsbotn og út undir
Kjörvogsmúla — Trjáreki er
þar líka til góðra nýtja.
— Ég byrjaði ekki að róa fyrr
en hann var fluttur inn til Drang
ness. — Þar byggöi 'hann sér
sjóbúð og hafði fast' aðsetur þar
til hann flutti að Bæ á Sel-
strönd.
Það sem ömurlegast var við
lífið norður i Víkursveitinni
voru óþurrkarnir á sumrin, og
svo þegar loksins stytti upp
og þurrkur kom, þá var það
venjulega vestan átt, þá voru
rokin svo mikil að allt fauk. —
— Einhverju sinni vorum við
búin að galta hey þar niðri á
Reykjanestúninu — Guðmundur
Áður var fjörðurinn gullkista -
en nú hafa hlutirnir snúizt við
að það var oft dreginn drjúgur
hlutur að landi. Stundum var
nokkuð iangt sótt, eöa fullkom-
inn tveggja klukkustunda róður
ef logn var og engin mótbára.
— Ekki man ég eftir að nema
einu sinni henti það að við næö-
um ekki heimavör, en þá gerði
ofsaveður af suðvestri. — Við
vorum þá út f Palli og náðum
undir Hörsvíkina inn í Bjarnar
fjörðinn og landi þar, og þar
settum við upp.
— Hve lengi rérir þú með
Guðmundi bróður þínum?
— Það munu hafa verið 19 ár,
þá byrjaöi ég að róa sjálfur
frá Gautshamri — og ég held
að ég hafi verið 69 ára þegar
ég fór alfarinn í land, eða það
megi telja svo. Og frá því ég
var 15 ára og til þess tíma kom
ekkert ár sem ég ekki stundaði
eitthvag sjó, stundum allt árið
aðra tíma minna.
Tjú fórst oft til róðra vestur
að Djúpi?
— Já, ég réri þar margar ver
tíðar, bæði á árabátum og
mótorbátum.
— Ég hef heyrt sagt að Guð
mundi bróður þínum hafi látið
ver formennzka á mótorbátum
en áraskipum?
— Já, það var ekkert undar-
legt því að þá var hann svo
veðurvondur að hann sótti
ekkert.
Hins vegar varð ég aldrei var
við að hann sækti verr á ára-
bát en þeir sem voru með vél-
báta. Og hann var alltaf mikill
aflamaður á áraskipi.
— Var ekki fremur lítil út-
ir snúist við — En ég er að
vona að þetta fari að lagast aft
ur þetta eru alltaf áraskipti
að aflabrögðum og veðráttu, og
mun held ég lengst af verða.
VIÐTAL
DAGSINS
— En ég minnist þess aö
mjög erfitt var með beitu, og
einu sinni fórum við norður
á Reyðarfjörð til að vita hvort
þar væri fengs von, en fengum
þá þær fréttir að þar væri enga
bröndu að hafa, við vildum þá
sumir snúa heim hið skjótasta.
— Nei — rétt að leggja net-
in fyrst norður var komið — og
veiztu hvað, við gátum ekki
tekið upp, svo mikil síld var
þegar við drögum upp.
— Dftir að þú fórst að róa
■*“4 sjálfur, lentir þú þá
aldrei í slarki?
— Nei, jæja, jú, ég fékk einu
sinni mjög vont veður á firðin-
um. Það er það alfljótasta veður
sem ég man eftir að yfir skylli.
— Við lögðum um morguninn
í sæmilegu veðri, fórum svo í
land og fram aftur til að draga
og þá er farin að koma talsverð
blika í loftið. Svo ég segi við
Einar Sigvaldason, annan mann
inn sem með mér var : —
— Ég held hann ætli að fara
að gera kafald.
— Já, svarar Einar. Það er
útlit fyrir það.
— Og það skiptir engum
— TVTannst þú eftir mann-
sköðum'á Steingrlms-
firði?
— Jú, ég held ég muni nú
eftir því, það var nú ömurlegt
að horfa upp á slíkt og fá
hvergi aðgert. — Einn bátur
fórst á siglingu út með grund-
unum á Drangsnesi en við stóð-
um á Forvaðanum í landi. —
Formaður á þeim bát hét Sig-
urður Kárason.
— Þegar drengirnir þinir uxu
þá fóru þeir aö róa með þér?
— Já, strax og við töldum
að þeir gætu orðið sæmilega
liðtækir.
— Þegar þú berð saman
fyrstu vélbátana og árabátana,
sem vel búnir voru að seglum
og öðrum útbúnaði. Var nokkuð
meiri hætta að vera á árabát-
unum?
— Nei, það held ég ekki, því
fyrst eftir að vélamar komu
voru menn svo fákunnandi í
meðferð þeirra. — Þetta lagað-
ist þó furðu fljótt. \
— ■'Darst þú strax ungur
” hneigður fyrir sjó?
— Nei, ég held ef ég segi
þér alveg satt, þá hefði ég helzt
aldrei viljað stunda sjó. — Og
ég hygg að, ef ég hefði átt jafn
margra kosta völ og ungt fólk
nú, þá herði ég valið mér eitt-
hvert annað hlutskipti.
K°
■ ona Jóns Atla er Anna
Guðmundsdóttir. Hún
hefur setið hér og hlustað á
rabbið í okkur og mig langar
til að leggja fyrir hana eina
spumingu.
—• Er öllu auðveldara að vera
minnist þess að einu sinni kom
maður vestan frá Ólafsdal að
sækja fisk og við fluttum hann
yfir fjörðinn til baka, en feng-
um vestan sperru, og Guð-
mundur hefur sjálfsagt óttazt
um að eitthvaö gæti hent, því
ég minnist þess, aö hann tók
sprettinn þegar hann sá mastrið
hverfa út fyrir Forvaðann.
— Já, svona er lífið. — En
ég trúi því að okkar heima-
byggð Strandir, eigi eftir að
byggjast að nýju ágætu og at-
hafnasömu fólki.
— Það geri ég líka — Fórstu
aldrei neinar erfiðar landferðir
áður?
— Jú, stundum læknisferðir.
Ég minnist einnar ferðar suður
að Miðhúsum. Þá var þar Oddur
læknir. Þetta var vegna konu
í bamsnauð, en þegar ég kom
suður kvaðst læknirinn alls ekki
geta komið, en meðöl skyldi ég
fá og yrði að fara tafarlaust til
baka, þó yrði ég að hvíla mig,
stundarkom. Ég fór svo til
baka, og þegar ég kom án
Iæknisins vildu þeir, sem hlut
áttu að máli ekki trúa því að
ég hefði rekið nógu vel mín
erindi og fóru tveir af staö, en
komu jafnnær aftur. — Þá var
bamið fætt, og lifir enn góöu
lífi sem myndar húsmóðir. —
Já, það er margt hægt að rifja
upp á Iangri leiö þegar litið er
til baka. — En fátt hefur þú
nú haft merkilegt af þessu
rabbi við mig.
— Það er þitt sjónarmiö,
en ekki mitt, Jón. — Hvor okk-
ar er þar á réttri leið verður
samtíð og framtíð að dæma.
Þ. M.