Vísir - 16.12.1967, Side 9

Vísir - 16.12.1967, Side 9
V í SI R . Laugardagur 16. desember 1967, ■s 9 AÐ SKOTÆFINGUM MEÐ AGLI STARDAL að er sagt, aö íslendingar séu stundum dálítið seinir til og taki nýjungum með tor- tryggni. Hægð og varfæmi bónd ans á kannski einhver ítök í okkur ennþá, þrátt fyrir bítla- músik og sjónvarp. Ýmislegt hef ur löngum átt hér erfitt upp- dráttar, eins og til dæmis íþrótt ir, sem sumir vildu telja hjóm og hégóma — að glímunni ef til vill undanskilinni. Ekki er langt síðan menn fóru að fást við veiðar hér sem dægrastyttingu og sport, en ekki í þeim tilgangi að drepa sér til hagnaöar eða til að tryggja afkomu sína, Hér á landi var gengið að veiðunum með alvöru og not- aðar sem stórtækastar veiði- aðferðir, laxar veiddir með net- um og sprengingum og fuglar 1 snörur eða með sem stórvirk- ustum byssum. Hér var enginn aðall, sem stundaði dýraveiðar eingöngu sér til dægrastytting- ar. x Nú fer það aftur á móti tals- vert í vöxt, að menn stundi dýra eöa fuglaveiðar sem íþrótt og átyllu til útiveru. Egill Star- dal heltir maður, sem er all- kunnur fyrir störf sín í Skot- félagi Reykjavíkur. en hann er kennari viö Verzlunarskóla Is- lands. Við snerum okkur til hans og báðum hann að kynna okkur lítillega skyttirí og veiðiskap hér á landi. Hann brást vel við, og það varð úr að viö héldum saman upp á skotæfingasvæði Skotfélagsins við Grafarholt. Ferðin uppeftir gekk erfiölega, það var allt á kafi í snjó, og bíilinn brauzt um í stærstu sköflunum. Jggill var hinn reifasti, spjall- aði margt og kom víða við. Hann minntist á samtök, sem kalla sig „Fegurð án grimmdar", en þau hafa það á stefnuskrá sinni meðal annars að kvenfólk hætti að ganga í minkapelsum, því að ekki er hægt að bíða eftir því að minkamir verði sjálfdauöir til þess að ná af þeim skinninu. „Eigum við ekki líka að hætta að drepa síld og þorsk? Eigum við ekki líka að hætta að slátra sauðfé, ha?“ Við spvrjum Egil, hvers vegna hann hafi áhuga á skytt- iríi. „Borgarbúar þurfa að komast út í náttúruna, og hreyfa sig. Ég bjó í sveit og lærði að meta útivist. en sumir menn t. d. í Reykjavík fara ekki milli húsa nema f bil. Enda sagöi Bene- dikt heitinn Jakobsson, að það Leirdúfu skotiö á loft og blaðamaður reynir skotfimina, „Dáfa“ slapp. lægi nærri, að tvítugur Islend- ingur heföi það þrek, sem eðli- legt væri að sjötugur maður hefði. Hér fara menn helzt ekki út fyrir hússins dyr, þegar þeir eiga frí frá vinnu. Sumir kjósa helzt að liggja f bælinu um helgar og fara ekkert út nema á skemmtistaði. Sumir segja, að fslenzk veðr- átta sé ekki til þess fallin, að hér sé stunduð mikil útivist. Við þessu er einfalt ráð, og það er að fá sér regnkápu í stað þess að bfða endalaust eftir þvf, að sólinni þóknist að skfna. Ég hef oröiö var við, að hér ríkir víða afskapleg væmni og kerlingabækur f sambandi viö dráp á dýrum — en það er stór naunur á atvinnuveiði og sportveiði. Þeir sem stunda veið ar sér til skemmtunar gæta þess vandlega að útrýma engri tegund. Laxveiðar hér voru stundaðar eingöngu meö netum, unz sport veiðimennskan kom til skjal- anna, þá hófust menn þegar í stað handa um laxaklak og aukningu og verndun stofns- ins.“ A7ið spyrjum, hvort ekki sé ' jáfngótt og miklu mannúð- legra að reika um fjöll og firn- indi með myndavél eina að vopni. „Veiðihvöt og veiðigleði er þáttur af mannlegri náttúru, einhverri frumstæðri hvöt — það eiga allir fyrir höndum að deyja. Það vita þeir sem reynt hafa, að það er meira gaman að borða þá fæöu, sem maður hefur sjálfur aflað. Veiðamar eru líka hagræns eðlis — það er t. d. skynsam- legra að drepa gæsimar hér, sem hingað koma, í stað þess að láta Bretann einan um hit- una. En það má aldrei ganga of nærri stofninum — við eig- um að hirða uppskeruna, en halda sjálfum stofninum við.“ i^4g við erum komnir á staö- ^ inn, sjálft skotæfingasvæö- ið. Eigill baukar í bílnum við að talca til vopnin. Á svæðinu standa tveir litlir skúrar andspænis hvor öðmm. „Nú ætla ég að kynna þér í- þrótt, sem er ný hérlendis, þótt hún njóti mikilla vinsælda í öðmm löndum“, segir Egill. „Þessi fþrótt er svonefnt „skeet ing“, en það er í því fólgið, að sérstök tæki eins og em í þess- um skúrum slöngva á loft leir- töflum, sem sfðan er skotið á með haglabyssu. Þetta er svip uð íþrótt og að skjóta fugl á flugi, en það er atriði, sem ég vildi gjaman minnast svolítið nánar á.. Erlendis þykir það hrein og klár villimennska að skjóta á sitjandi fugl, svo ekki sé minnzt á fuglahópa. Fugl á flugi er það eina sem þeir telja sér samboð- iö að skjóta á erlendis. Eitt skot á einn fugl, annað er talið ó- hæfa — eins og mannsmorðið sjálft. Það skyldi enginn láta sér detta í hug að skjóta á stóran sitjandi rjúpnahóp, þaö væri svipað og að veiða lax með dýnamíti.“ Þegar Egill er búinn að ganga illiii * L \ Egill hleður framhlaðninginn. frá öllum tækjum, taka „leir- dúfumar“ að svffa út í loftið. Hann hæfir í hverju skoti og þær splundrast og falla til jarð- ar. inn merkilegan grip, fomleg- an nokkuð, hefur Egill með- ferðis, framhlaðning eins og al- gengt var að skjóta með hér á landi ekki alls fvrir löngu. Hann hellir púðri í hlaupið, setur síðan forhlað, því næst koma höglin og þá annað for- hlaö. Byssan er spennt og hvell hettan sett á sinn stað — og nú er hægt að hleypa af — einfalt mál það. Egill ber byssuna upp að kinninni og hleypir af. Ógurleg- ar þórdrunur heyrast og blossar og reykur stendur fram úr hlaupinu. „Ég hefði síöur viljað vera með svona verkfæri í stríði,“ segir Egill „Þeir sem voru leikn astir að fara með framhlaðniriga voru um þaö bil mínútu að hlaöa þá.“ Það er fariö að skyggja, og tilgangslaust að vera lengur að skjóta. Við stígum upp í jepp- ann og höldum heim á leið. Rjóöir og matlystugir eftir úti- vistina. Veiðigleðin fær útrás í Ieirdúfuskytterfi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.