Vísir - 28.12.1967, Side 4

Vísir - 28.12.1967, Side 4
Hann er ekki mát i Vibtal v/ð Bent Larsen, stórmeistara ☆ Raul Castró, bróðir einræðis- herrans og varamaður hans, hef- ur boðið hundruðum mennta- manna víðs vegar að úr heimin- um að koma til Kúbu til fundar og viðræðna 4. til 11. janúar. Um- ræðuefnið á að vera „Áhrif Bandaríkjanna í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku“. Meðal þeirra sem búizt er við, eru frönsku rit- höfundamir Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir Michel But- or og Anne Philippe, hinn þýzk- æítaoi leikritahöfundur Peter Weiss (Marat-Sade), brezki rit- höfundurinn Alan Sillitoe 02 kvik mvndastjórarnir Richard Lester og Peter Brooks. ☆ Hin nýgiftu Charles og Lynda Bird Robb em komin heim úr brúðkaupsferð sinni til Meyjar- éyja, og ætla nú að setjast að í húsi sínu í Arlington, sem er útborg Washington. I ☆ Somir Nóbelsverðlaunahafans Johns Steinbeck, hefur verið sýknaður af ákærum fyrir eitur- lyfjaneyzlu. Steinbeck yngri hélt þvf fram, að hann starfaði að rannsóknum á lyfinu „marijuana" vegna þess að hann hefði ' í hyggju að skrifa um það tíma- ritsgrein. Kæmmar vom bornar upp, vegna þess að lögreglan hafði veður af því, að eitthvað væri óhreint á seyði í íbúð hans í Washington. ☆ Leikkonan Elizabet Taylor seg ir, að feitlagnar konur séu alveg eins kynæsandi og þær grann- vöxnu. Hún segir að bóndi sinn, Richard Burton, vilji gjarnan hafa sig „svolítið þybbna“. Um bessi mál skrifaði hún í síðasta hefti McCall’s, og sagði að bezta leiðin til að viðhalda æskunni væri að njóta lífsins — líka með því að borða. — Emð þér nú mát. Bent Larsen? — Nei, en ég er orðinn þreytt- ur á að tefla, sagði hinn frægi, danski skáksnillingur, Bent Lar- sen, þegar hann kom heim til Kaupmannahafnar eftir síðasta stórsigur sinn á skákmótinu í Palma. | Þreytan er skiljanleg. í fjóra mánuði hefur Bent Larsen setið við skákborðið andspænis nokkr- um beztu skákmönnum heims, og hann hefur verið sigursæll á öll- um skákmótum. Síðast ávann hann sér rétt til þátttöku í næsta kandídatamóti — og nú er heims- meistaratignin kannski innan seilingar. Hann á „aðeins“ eftir að bera sfgurorö af sjö skák- meisturum, sem allir eru á toppn- um. Spurningin er — tekst honum þetta? — Það efast éE ekkert um, segir hann. Ég er fyrir löngu bú- inn aö leggja á hilluna yfirdrep- skap og falskt lítillæti, því að það hefur mikið að segja, sál- fræðilega, að maður segi við sjálf an sig fvrir hverja keppni: — Þessa hnot skalt þú örugglega brjóta. — Ekki getið þér brotið þær allar? — Auðvitað ekki, en ef maður nær beztum árangri samanlagt, þá er það nægilegt. í Palma lék ég reglulega klaufalega undir lok- in. Ég var sá þátttakenda, sem notaði stytztan umhugsunartíma, en það er þreytu að kenna, — Hvenær var frammistaða yðar bezt? — í Havana gegn Gligoric, en lakast stóð ég mig, þegar Medina mátaði mig. Mér hafði beinlínis sézt yfir hættuna, sem vofði yfir. — Annars segja menn, að þér getið hugsað tuttugu leiki fram í tímann? — Já, í endatafli þegar ekki er um mjög margt að ræða, en þreytan getur ruglað ' mann í ríminu. Þegar Bent Larsen hélt heim eftir móttökuna í flughöfninni, biðu hans þar nokkur hundruð bréfa, alþjóðleg skáktímarit og ógrynni af blaöaúrklippum. — Fyrstu dagarnir fara í að komast í gegnum staflana. sagði hann, og svo þarf ég að skrifa fáeinar greinar, og kannski at- huga nokkur boð á skákmót í náinni framtíð. — Svo að það verður ekki mikill tími til hvíldar? — Jú, fyrsta eiginlega skák- mótið, sem ég tek þátt í, er í Mónakó frá 3. til 18. apríl. ,Þang- að til ætla ég að velta fyrir mér ýmsum aðferðum í byrjunartafli, ekki sízt aöferðum Ungverjans Portischs, sem veröur sá fyrsti, sem ég tefli við á kandidatamót- inu, sem hefst í Holstebro í júní. Ég ‘ætla að finna veilurnar í byrj- unum hans og hafa síðan eitthvað óvænt i pokahominu handa hon- um. Mikilvægast af öllu er að gera andstæðinginn óstyrkan. — 1 Portisch þekkir allar venju- legar flækjur, sem nú eru notað- ar, en ef maður blæs rykið af byrjunartafli, sem hefur lengi verið halfgerður safngripur, þá fer Portisch kannski að hrukka ennið, og svo læt ég náttúrlega kné fylgja kviði með nokkrum brellum, sem ég hef sjálfur fund- ið upp. — Ég geri það, og er að hugsa um að halda því áfram í mörg ár enn. — Hvað höfðuð þér upp úr fjögurra mánaða þátttöku í skák- mótum? — Ferðir og uppihald, margt skemmtilegt bar við, og í veskið söfnuðust um 200 þúsund kr. (ísl.). Það er ekki hægt að verða milljónamæringur af því að tefla, en úr því að það er hið eina, sem maður hefur raunvemlega gaman af að fást við, er ágætt að hægt skuli vera að lifa af því. (Snarað úr B. T.). — Er hægt að lifa á því aö tefla? Legið á meltunni. Jóladagamir eru náðugir dag- ar, jafnvel fullnáðugir vegna alls þess mataræðis, sem þykir tilhlýða að fylgi jólahaldinu. Jólin eru eins konar matarhátið, enda keppast flestir við borð- haldið og raða í sig kræsingum bæði heima hiá sér og rneðal vina og kunningja, svo að segja má að maður standi á blístri. Þetta mun vera bókstaflega það sem maður getur kallað að lifa í vellystingum praktuglega. En jóladagamir eru mörgum kær- komin hvild frá annasömum dögum rétt fyrir jólin, því marg ar annir kalla að rétt fyrir slíka stórhátíð, þegar allir gera sér dagamun í fæði og klæði. Þó að við gerum okkur ljóst," að iólahaldið sé að nokkru bú- ið aö taka á sig öfgafullar mynd ir aö ýmsu leyti, þá vilium við hafa þetta svona til tilbreyting- ar frá lifnaðarháttum á öðrum árstímum, enda mundi okkur lítt henta að hafa alla tíma eins. Við kannski þurfum að hafa allt þetta vesen og vafstur til aö geta virkilega notið hvíldar á eftir. Þeir sem alltaf hafa það náðugt, þeir munu vafalaust ekkl njóta þess rólega hátíð- leika, sem jólin veita, þegar önn unum skyndilega sleppir, og kirkjúklukkurnar hringja til há- tíðar. En öfgafyllstar hljóta þó að vera jólahugmyndir barnanna, því að fyrir hugskoti þeirra blasa við fullar búðir af freist- andi leikföngum, dansandi jóla- sveinar, grýlur. jólakettir og svo frelsarinn sjálfur, hvernig svo sem börnin koma þessu öllu heim og saman. En kannski hjálpar það til, áð þau gera sér ekki svo mikla rellu út af því hvers vegna við höldijm jól, ef þau bara fá margar jólagjafir. Enda er tfminn nógur til alvar- legra þanka um jólahald og eðli jólahátíðarinnar, þegar þau vaxa úr grasi og þroskast. Að þessu sinni átti sjónvarp stóran þátt í jólahaldi fólks, því jóladagskráin var talsverð að voxtum og áreiðanlega var þar eitthvað fyrir alla. Einnig þótti jóladagskrá útvarpsins ágæt og heyrðist sú skoðun. að hún væri betri en mörg undan- farin jól. Og við skulum bara vona, að sem flestir njóti þess að liggja á meltunni fram að nýárinu, þegar upphefst annatfmi reikn- ingsskila og skattauppgjörs, og auðvitað einnig tími góðra fyrir- heita á nýju ári. Þrándur í Götu. Ijfr&mGöta /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.