Vísir - 28.12.1967, Page 8

Vísir - 28.12.1967, Page 8
/ 8 V1 SIR . Fimmtudagur 28. desember 1967. VISIR utnefaAdi: Blaðaútgatan vuu> rramkvæmdastjðrl: Oagur Jónasson Ritstjórt: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgú Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 AÍgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjórn: Laugavegi 178 Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr 100.00 6 mánuði innanlands I lausasölu ttr 7.00 eintakið Prentsu.iðj£ Visis — Edda b.f. Að sýnast fyrir fólkinu {Jndirbúningur að hægri umferð á íslandi er í fullum gangi. Umferðarmerki hafa verið færð, bæði í Reykja- vík og úti á landi. Kaup á nýjum strætisvögnum og áætlunarbílum eru nú miðuð við hægri umferð, og eru slíkir bílar þegar farnir að koma til landsins. Verið er að stórfjölga götuvitum í Reykjavík og nýju vitamir allir ætlaðir fyrir hægri umferðina. Þá er vel á veg kominn undirbúningur að skipulagi yfirfærslunnar 'á H-daginn, sem svo er nefndur. ( Hægri umferðin er umdeild hér á landi. Andstaðán gegn henni hefur gengið svo langt, að stofnað hef- ur verið sérstakt félag. Þessi ágætu menn hefðu raun- ar átt að taka til sinna ráða þegar á árunum 1964 og 1965. Þá voru mikil blaðaskrif um hægri umferð, og leiddu þau til þess, að hún var ákveðin með lögum. Þá heyrðust fá andmæli, þótt allar upplýsingar væru komnar fram í málinu. Þá var auðveldara að hætta við hægri umferðina heldur en nú, þegar búið er að leggja fram mikla vinnu og kostnað við undirbúning hennar. Því miður er það landlægt á Alþingi, að vissir þing- menn þykjast þurfa að sleikja upp allt nöldur, sem fram kemur hér á landi. Fimm þingmenn hafa nú lagt fram frumvarp um, að framkvæmd hægri umferðar verði frestað um eitt ár og málið athugað betur. Láta þeir mjög sérstæða greinargerð fylgja frumvarpinu. Þeir segja þar, að fólk sé almennt á móti hægri um- ferð og þvf sé rétt að fresta henni um ár. Hefði verið rökréttara að leggja á þeim forsendum til, að hætt yrði við hana. Þá segja þeir, að framkvæmdin verði of dýr og því sé rétt að fresta henni um ár. Hefði sömuleið- is verið rökréttara að leggja á þeim forsendum til, að hætt yrði við hana, því frestun eykur aðeins kostnað. Skemmtilegt er að lesa í greinargerðinni, að auka- kostnaður við löggæzlu vegna hægri umferðar muni nema 250 milljónum króna á einu ári. Til samanburð- ar má nefna, að löggæzla kostar nú um 80 milljónir króna á ári. Þingmennirnir telja sem sagt, að lög- gæzlukostnaður muni fjórfaldast við breytinguna og byggja það á mati félags andstæðinga hægri umferð- ar. Svona þingmenn er náttúrlega ekki hægt að taka alvarlega. Greinargerðin ber öll einkenni flausturs, enda ligg- ur ekki sannfæring að baki henni. Ef þingmennirnir hefðu áhuga á málinu, hefðu þeir reynt að vanda mál- flutninginn. En þeir eru aðeins að sýnast fyrir fólkinu, að reyna að afla sér vinsælda meðal þeirra, sem eru óánægðir með hægri umferðina. Það er eðlilegt og heiðarlegt, að menn stofni félag gegn hægri umferð, þótt þeir verði vissulega gagn- rýndir fyrir að vera seint á ferðinni. Hins vegar er trumvarp þingmannanna bæði óeðlilegt og óheiðar- legt. Þeir leggja til, að sparað verði fé, sem þegar er búið að nota, og þeir leggja til frestun, sem mundi að- eins stórauka kostnaðinn. Kona Washkansky’s var mjög slegin, þegar hún frétti lát manns síns. Það voru iungun, sem brugð hjartað — segir dr. Barnard, sem stjórnaöi fyrstu hjarta græðsiu sögunnar— Þegar Washkansky voru gefin hvit blóökorn, var dánarvottorðið undirritað, segja franskir læknar sem hefði valdið því, að líkami Washkansky’s gat ekki sigrazt á lungnabólgunni. AÖrir hafa gagnrýnt inngjöf á hvítum blóö- komum, sem hefur dregiö úr framleiðslu hans sjálfs á hvít- um blóökornum. — Þegar hon- um voru gefin inn hvít blóð- T-jað var ekki hjartað heldur lungun, sem brugðust í Louis Washkansky, Suður-Afríkumann inum, sem fyrstur manna lifði með hjarta annarrar manneskju. Þegar hann lézt, kl. 3 aðfara- nótt 21. desember s.l., hafði heimurinn fylgzt með lífi hans í hálfan mánuð, eða frá þeim degl, þegar heimspressunni var tilkynnt um hinn stórkostlega uppskurð í Höfðaborg 2. des- ember s.l. 4. desember voru frá- sagr’. um uppskurðinn á for- síðum flestra stórblaða heims og síðan þá hefur konuhjartað í brjósti Washkansky’s verlð eitt aðalumræðuefnið um heim ali- an. — Þegar Washkansky sagöi sína fyrstu setningu: „Ég er svangur“ urðu menn fyrst veru- lega bjartsýnir um árangur s: ðaðgerðarinnar, en sú bjart sýni hélzt, þar til Washkansky fékk heiftarlega lungnabólgu 16. desember. Þrátt fyrir mikið magn af fúkkalyfjum varö ekki viö lungnabólguna ráöiö, og það var hún, sem dró hann til dauða, sagði dr. Christian Bamard, læknirinn, sem stjórnaöi skurð- aögeröinni, á blaöamannafundi daginn eftir aö Washkansky lézt. Viö krufningu varö ekki séð, aö likami Washkanslcy’s hefði myndað mótefni gegn að- skotahjc.rtanu, en hjartað, sem var grætt x hann var úr 25 ára gamalli konu. Þaö var tekið úr konunni tveimur tímum eftir að hún haföi látizt af völdum um- ferðarslyss. Dr. Barnard sagði, að þaö hefði flýtt fyrir dauöa sjúklings- ins, aö hann var haldinn sykur- sýki, sem heföi valdið minnkandi mótstööukrafti. Einnig heföi hann haft ígerð á fæti. Læknar víös vegár um heim hafa hrósað dr. Barnard mjög fyrir þessa skurðaögerð, þó aö margir þeirra hafi gagnrýnt rrr.rgt í sambandi við skurðað- geröina og þær ályktanir, sem hann hefur dregið af krufning- unni. — Nokkrir franskir lækn- ar hafa bent á, að kobalt-geislun sú, sem átti að draga úr fram- leiöslu mótefna gegn aöskota- hjartanu, hefði jafnframt lamað framleiöslu hvítu blóðkomanna, Siðasta myndin, sem tekin var af Washkansky, kvöldið áð- ur en hann fékk iungnabólguna. Dr. Christian Barnard kom, gáfu læknamir djöflinum vopn í hendur, sögöu þeir. Þeir undirskrifuðu dánarvottorö Washkansky’s meö því. Margir læknar halda þvi fram, að ekki sé enn tímabært að græöa hjarta í menn. Of mikið sé á huldu um mótaðgerðir lík- amans gegn slíku aðskotahjarta. Þeir segja, að dauði Wash- kansky’s hafi ekki komið þeim á óvart. Hitt hefði aftur á möti komið þeim á óvart, ef hann hefði lifað. Dr. Barnard er þó ekki af baki dottinn. Hann hefur til- kynnt, aö hr.nn muni reyna aft- ur og þegar hafa tveir sjúk)- ingar boðizt til aö iáta græöa í sig nýtt hjarta. Fyrri sjúkling- urinn bauð sig fram áöur en Washkansky lézt, en hinn eftir aö hann lézt. Dr. Barnard hsf- ur einnig lýst þvi yfir, að hann muni framkvæma flutning á lif- ur f sjúkling úr látnum manni á næstunni, en slík aögerð hefur aldrei áður verið framkvæmd. Sögusagnir eru uppi um það, að brátt fari aö verða hver síö- astur fyrir dr. Barnard að standa við skurðarboröið. Hann þjáist af ólæknandi sjúkdómi, liðagigt f höndum, sem muni koma í veg fyrir allar frekari skurðað- y'rðir. Gagnrýni sú, sem höfö hefur verið í frammi á skurðaðgerð dr. Bamard, hefur ekki aftrað borg- aryfirvöldum í Höfðaborg frá því aö gera hann að heiðurs- borgara og það hefur ekki dreg- ið úr vinsældum hans í S.-Af- ríku og raunar um heim allan. Hann er nú mestumtalaði mað- urinn í S.-Afríku. Þeir em stolt- ir af honum þar suður frá og álfta að hann hafi sáö í þann akur, þar sem margir sigrar á svæði heilbrigðismála verða upp skornir i framtíðinni. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.