Vísir - 10.01.1968, Side 13

Vísir - 10.01.1968, Side 13
VlSIR. Miðvikudagur 10. janúar 1968. 13 Það vandaðasta verður ávallt ódýrast. Kynnið yður uppbygg- ingu DANFOSS hita- stillta ofnventilsins áð- ur en þér veljið önnur tæki á hitakerfi yðar. Konsúllinn í Jóhannesarborg Hr. ritstjóri! T Tndirritaður áskrifandi dagblaðs- ins Vísi er einn þeirra, sem ekki trúðu sínum eigin augum, þegar þeir lásu fréttina um skipan íslenzks „konsúls" i Jóhannesar- borg. Sú skipan hefur verið gagn- rýnd m. a. i Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. Einhverra hluta vegna hefur Vísir talið sér skylt að verja þetta embættisverk hlut- aðeigandi ráðherra. Ég vil ekki að óreyndu trúa þvi, að eina ástæðan sé sú, að Vísir birti viðtal við hinn nýbakaða „konsúl" þ. 12. des. s.l.; a. m. k. virðist mér fráleitt að dag- blöð telji sér skylt að taka sið- ferðilega ábyrgð á öllum þeim, sem þau birta viðtöl við. Mættum við fá meira að heyra? Mér er ekki kunnugt um að Vísir hafi birt neinar leiðréttingar né skýringar á þessu viðtali, fyrr en Hilmar Kristjánsson var útnefndur fulltrúi íslenzku þjóðarinnar í Jó- hannesarborg. Af því dreg ég þá ályktun, að allt í viðtalinu sé rétt eftir haft. í þessu viðtali eru tvenn ummæli, er sýna svart á hvítu, að þessi maður er allsendis óhæfur sem fulltrúi íslenzku þjóðarinnar og skipan hans i slíkt embætti ekki bara mistök hlutaöeigandi ráð- herra, heldur vægast sagt afglöp. Hilmar Kristjánsson lætur þess getið í viðtalinu, að hann hafi valið sér hiö nýja föðurland eöa hvað maður á nú að kalla það, að vand- lega hugsuðu máli. Manni leyfist því að álykta að dvöl hans þar sé atf honum hugsuð til frambúðar. En — og hér kemur hið stóra en, — hann vill ekki gerast þegn þessa lands. Hann tilgreinir eina aðeins eina — ástæðu til þessa. Suðurafríkanskt vegabréf hefur sums staðar viss óþægindi í för með sér. Hann vill sem sé njóta allra þeirra gagna og gæða, sem landið honum einhverjum óþæg- indum. Svona hugsunarháttur er hvorki runninn updan þessari né hinni skoðuninni á stjómmálasvið- inu; hann er annars eðlis og á sér sín heiti. En hvað um ríkið í norðri, hvers vegabréf Hilmar Kristjánsson vill af þægindaástæðum halda í. Blaðamaðurinn Þráinn Bertelsson telur sig hafa „enga ástæðu til að draga í efa vilja hans né getu til að verða ættjörð sinni til gagns og sóma“. Þetta kemur hvergi Danfoss hitastýrður ofnlöki er lykillinn að þagindum VELJIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA fram í viðtalinu! Það hlýtur því að skoðast sem eftirá tilbúningur blaðamannsins og afgreiðist sem slíkt. Hilmar Kristjánsson lætur hvergi í það skína að hann vilji gera íslandi handarvik til gagns eða sóma. Þvert á móti telur hann óbúandi í landinu fyrir sig og sína líka og kveðst munu í framtíðinni forðast það eins og heitan eldinn. Aðeins vegabréfið vill hann varðveita, af fyrmefndum ástæðum. Það væri napurt háð að óska Suður-Afríku til hamingju með þennan nýja fósturson. Hr. Þráinn Bertelsson lætur þess getiö, að þetta „konsúls“embætti hafi verið veitt Hilmari Kristjáns- syni „af þeim, sem almenningur íTandinu hefur falið vald til slíkra hluta“. Ég vil í fyllsta bróðemi benda þessum blaðamanni á, að almenningur kýs ekki ríkisstjóm, heldur þing, og þingið myndar síð- an ríkisstjóm, en embættisverk ráðherra eru á ábyrgð ráðherra eins og einskis annars, og þau eru sem betur fer ekki ennþá hafin yfir gagnrýni almennings. Ég tel þetta embættisverk óhæfu, og verði hér ekki gerð lagfæring á, skal hlutaðeigandi ráðherra krafinn skila á þeim vettvangi, þar sem ráðherrar verða að standa reikning gjörða sinna. Pólitískar skuldir einstakra ráðherra við ein- hverja ákveðna liðsmenn sína skulu ekki mótmælalaust verða greiddar með þjóðarheiöri. Með þökk fyrir birtinguna. Ólafur Haukur Ólafsson, læknir. Óskast strax Þriggja herbergja íbúö meö húsgögnum (sem næst miðbænum). Upplýsingar í síma 16115. Húsmæður í Árbæjarhverfi og nágrenni Get tekið börn í gæzlu á aldrinum 3-5 ára. Uppl. í síma 19366 kl. 6 —8 í dag. börn af 59, sem slösuðust í umferðinni í Reykjavík á s.l. ári, voru 6 ára og yngri. Á morgun tekur til starfa umferðarskóHnn „UNG- IR VEGFARENDUR“. Skólinn er bréfaskóli, og er þátttaka heimil öllum bömum í Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði, Garðahreppi, Seltjamarneshreppi og Mosfellssveit, á aldrinum 3, 4, 5 og 6 ára, for- eldrum þeirra að kostnaðarlausu. 1 vetur munu þau böm, sem gerast þátttakendur, fá.tvær til þrjár sendingar frá skólanum, og auk þess smá gjöf á afmælisdaginn. Þátttökueyðublöð liggja frammi á morgun og föstu- dag í mjólkurbúðum og öðrum þeim verzlunum, sem selja mjólk á höfuðborgarsvæðinu. Allar nánari upplýsingar veitir fræðslu- og upplýs- ingaskrifstofa umferðamefndar Reykjavíkur, sími 83320. Eyvindur, Una Collins og Arnar komin til Akureyrar til þess að setja upp Gísl. = HÉÐINN = ^^VÉ^VERZLUN-S!MI^426^^^ ir Seinni hluta vetrar er jafna blómatími leikhúsanna hér i borg. Átta leiksýningar eru nú í gangi í Reykjavík. Lei'kfélag Reykjavíkur sýnir: Indíánaleik, franskættaöan gamanleik, sem gerist raunar í „Villta vestrinu — Snjókarl- inn okkar, nýtt íslenzkt bama- leikrit, sem Oddur Bjömsson samdi í samvinnu við böm úr Myndlistarskólanum — Koppa- logn — Tvo einþáttunga í gamansömum tónum eftir Jón- as Ámason, alþingismann og rithöfund. — Auk þess er í uppsiglingu hjá Leikfélaginu nýtt leikrit eftir Jökul Jakobs- son og Hedda Gabler Ibsens. Þjóðleikhúsið sýnir. Jeppa á Fjalli þann kunna heimagang í islenzku leiklistar- lífi og eitt vinsælasta verk Hol- bergs — I'talskan stráhatt, gáskafullan gamlan, enskan gamanleik — Þrettándakvöld, einn kunnasta gamanleik Shakespeares — Auk þess er von á íslandsklukkunni á fjal- ir Þjóðleikhússins, „Leikflokkur Litla sviðsins", sem er eins konar útibú frá Þjóðleikhúsinu sýnir Billy lyg- ara í Lindarbæ. Það leikrit var frumsýnt i London fyrir fáum ámm og hefur hlotið góðar viðtökur víða. Auk þess er í uppsiglingu hjá „Litla Leikfélaginu", sem er hins vegar útibú frá Leikfélagi Reykjavíkur, Ieikþáttur eftir Bergman, með meim, í Tjamar- bæ. Þessir tveir siðamefndu leikflokkar em nýmæli í leik- listarlífi borgarinnar, en þá skipa verðandi leikarar, sem út- skrifuðust úr leikskólum leik- húsanna í vor sem leið. Mikið líf er auk þess I leik- listinni úti um land. Þarf raun- ar ekki að fara lengra en til Kópavogs, þar em „Sexumar" (Boeing Boeing) gamanleikur að vestan, sýndar með miklu fjöri. Akureyringar munu auk þess vera að hressa upp á leiklist- arlíf sitt með því að setja upp Gísl, sem kunnur er af sviði Þjóðleikhússins frá því á ámn- um. Aðalhlutverkið fyrir norð- an mun enginn annar en Amar Jónsson leika, en hann gat sér einmitt fyrst frægðarorð sem leikari í sýningu Þjóðleikhúss- ins á þessu kunna írska stykki. Leikstjóri verður Eyvindur Er- lendsson og leikbúnað sér Una Collins um. Virðast Akureyr- ingar ætla að vanda vel til þessarar sýningar. II _’f.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.