Vísir - 19.01.1968, Page 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristiánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hf.
Heilbrigðiseftirlit
]\fargir halda, að þingmenn geri ekki annað en að
þjarka um pólitík á Alþingi og að allt þeirra starf
sé frekar þarflítið. Þetta er misskilningur. Mikill hluti
þingstaifa er fólginn í að fjalla um almenna umbóta-
löggjöf, sem allir geta verið sammála um, að sé nauð-
synleg.
Á liðnum áratugum hafa sífellt aukizt verkefni Al-
þingis í ópólitískri umbótalöggjöf, og þrefið hefur
horfið æ meira í skuggann. Þessi þróun tók töluverð-
an kipp, þegar núverandi stjórnarsamstarf hófst fyrir
um það bil átta árum. Ríkisstjórnin hefur verið sér-
staklega iðin við að hlaða á þingmenn almennum um-
bótafrumvörpum. Á hverju þingi hefur hún lagt fram
frumvörp að umfangsmiklum lagabálkum.
Svipuð undirbúningsvinna einkennir flest þessi
frumvörp. Fyrst gerir ríkisstjórnin sér ljósa þörfina á
samningu laga um ákveðið efni, ýmist að eigin frum-
kvæði eða að frumkvæði áhugamanna og áhugahópa.
Sérstök nefnd sérfræðinga er skipuð til að fjalla um
málið og semja síðan frumvarp til laga. Ríkisstjómin
endurskoðar síðan frumvarpið og leggur það fyrir Al-
þingi. Þessi fmmvörp eru yfirleitt sérstaklega vand-
lega unnin.
Nokkur slík frumvörp hafa verið lögð fyrir Alþingi
í þessari viku. Þeirra viðamest er frumvarp heilbrigð-
ismálaráðherra um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit,
sem marka mun alger tímamót í þeim efnum, ef það
verður samþykkt.
Fmmvarp þetta er þannig til komið, að heilbrigðis-
yfirvöld hafa haft þungar áhyggjur af ástandinu í
þessum efnum. Löggjöf um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit er nú bæði úrelt og hefur ekki verið
framfylgt. Lítið samræmi er í lögum og reglum um
þessi efni. Heilbrigðisfulltrúar em of fáir. Almennu
hreinlæti er víða ábótavant, sérstaklega í meðferð
neyzluvöm.
í marz s.l. skipaði heilbrigðismálaráðherra fjögurra
manna sérfræðinganefnd til þess að endurskoða öll
þessi mál og semja um þau lagafmmvarp. Nefndin
hefur starfað mjög vel og gengið frá frumvarpi því,
sem lagt var fyrir Alþingi í vikunni.
í því em mörg nýmæli. Gert er ráð fyrir, að stofnað
verði sérstakt heilbrigðis ef tirlit ríkisins á vegum land-
læknis, og hafi það umsjón með heilbrigðiseftirliti á
öllu landinu. Þessari nýju stofnun er falið mikið vald,
til þess að heilbrigðiseftirlitið megi verða sem virk-
ast. Þá em ströng ákvæði um skyldu sveitarfélaga
að hafa heilbrigðisfulltrúa. Einnig er í frumvarpinu
gert ráð fyrir, að gefin verði út heilbrigðisreglugerð
fyrir allt landið.
Oft er hljött um ljöggjafarstarf af þessu tagi. En í
slíkri löggjöf em oft stigin stærstu framfaraskrefin.
V í S I R . Föstudagur 19, janúar 1968.
^ Félag fslendinga í London. Jólatrésskemmtun, fimmtudaginn 28. desember 1967, aö: „The Danish
Club“, í Knightsbridge. Jólasveinn: Bjöm Bjömsson.
Hjá íslendingum í London
,Hin árlega jólatrésskemmtun
Félags íslendinga í London, var
haldin að „The Danish Club“
Knightsbridge, fimmtudaginn
28. desember síðastliðinn.
Þátttakendur voru um 90 böm
og fullorðnir. íslenzkir jólaleikir
og sálmar. Gengið kringum jóla-
tréð. Jóhann Tryggvason var við
píanóið. „UNCLE“ (trúðleikari)
skemmti bömunum, en jöla-
sveinn (Bjöm Bjömsson) gekk
með bömin kringum jólatréð og
gaf þeim síöan gjafir, sælgæti
og blöðmr.
Þessar jólatrésskemmtanir fé-
lagsins byrjuðu 1948 og verður
því sú tuttugasta haldin næst-
komandi jól, 1968. Mörg af
„börnunum" sem þátt tóku i
fyrstu jólatrésskemmtuninni,
em nú fullorðin og gift og koma
með sín eigin böm.
Þetta er orðinn einn af aðal-
liðum í skemmtanastarfi félags
ins og verður svo óefað áfram-
haldandi, ef dæma má eftir hinni
stöðugu og góðu þátttöku í jóla-
trésskemmtununum.
Ársafköst skipsins jafnmikil og ver
tíðarafköst íslenzkra frystihúsa
Tjróun markaðsmála hefur
valdiö íslenzkum sjávarút-
vegi þungum búsifjum. Seinasta
reiðarslagið er sölusamningur
fslendinga og Rússa um fisk-
kaup, sem verið er aö ganga frá
um þessar mundir. Kemur þaö
einkum niður á hraðfrystiiðn-
aðinum, sem þegar er lamaður
vegna markaðsörðugleika og
getur eins og nú standa sakir
ekki starfað við gildandi fisk-
verð — nema stórkostlegir
styrkir komi til.
Mörg viðskiptalönd okkar
hafa stóraukið fiskframleiöslu
sína, ekki sízt á frystum fiski.
Bretar og Þjóðverjar hafa til
dæmis haldið úti stórum verk-
smiðjutogurum og fryst óhemju
magn af fiski um borð f þeim.
— Rússar hafa stóraukið veiðar
sfnar á flestum sviöum.
Rússar eru nú að smíða risa-
skip, sem á trúlega fáa eða enga
sína líka í fiskveiðiflota heims.
Þetta er 43 þúsund lesta verk-
smiðjuskip og móðurskip. Vo-
stok heitir það, er í smíðum í
Admiralteislcy-skipasmfðastöð-
inni í Leningrad og verður til-
búið á næsta ári.
Þetta skip á að geta skilað
21 þúsund lestum af frosnum
f'ski á einu ári. Til samanburð-
ar má geta þess að framleiðsla
Islendinga á frosnum fiski á
tímabilinu janúar—júní 1967
var 29 þúsund lestir. Liggur
því við að þetta eina skip Rússa
sé fært um að afkasta vetrar-
vertíðarframleiðslu allra hrað-
frystihúsa okkar. Auk þess á
þessi fljótandi risayerksmiðja
aö geta framleitt 20 milljónir
dósa af niðursoðnum fiski, svo
og mjöl og lýsi eftir þörfum.
Vostok mun flytja meö sér
á miðin 14 litla togara, sem
eiga að fiska í skipið. Þetta
verða litlir togarar úr „fiber-
glassefni" og veröur fimm-
manna áhöfn á hverjum þeirra.
Þessir „fiberglass“-togarar
veröa ýmist aö veiöum eða á
sínum stað á dekki móðurskips-
ins, en það á ekki að taka nema
mínútu að vippa þeim um borö
með sérstökum lyftitækjum.
Og þetta er ekki eina nýjung-
in um borð í Vostok. Þar verða
einnig þrjár þyrlur, sem notað-
ar verða við leit að hentugum
fiskimiðum.
Þessi gífurlega tækniþróun í
fiskveiðum Rússa lofar ekki
beinlínis gulli og grænum skóg-
um hvað snertir sölu islenstks
fisks í Sovétríkjunum.