Vísir - 19.01.1968, Síða 12

Vísir - 19.01.1968, Síða 12
12 VÍSIR . Föstudagur 19. janúar 13B». kvikkyndasasa eftir A' £> 0OTHR1E 3r- m m 9 táSwSwSS «Sí •; A...: Evans varð litið þangað sem Rebecca stóð ... Og loks »ipphóf séra Weatherby rödd sína. Evans átti einhverra hluta vegnrt erfitt me3 aö veita oröum hans athygli í samhengi. — Vegir guðs voru órannsakanlegir . . það sagöi hann satt, garnii maður- inn. Evans fann til sárrar breytu og átti örðugt með aö hemja hugsanir sínar. Rebecca stóö hjá honum, ó- bifanleg eins og jaröf-'stur k'etíur. Evans varð litið þangað, sem Rebecca stóð og bar hönd aö vanga. Eflaust varð henni þessa stundina hugsað til litla drengsins, sem þau höfðu sjálf misst. Rebecca haföi saknaö hans mjög, þótt hún færi dult með það eins og annað. Eftir það hafði hún lagt meira ástríki á Brownie en áður. Annars var sem ekkert fengi bifað henni eöa hagg- að. Hún var tekin í andliti eftir ■anga vókunótt, en stóö teinrétt og það var sem kraftur og þrek staf- aði frá henni. Judith Fair sat viö gröfina. Hún grét ekki, það var því líkast að hún sæti í dapurri leiðslu og gerði sér ekki fyllilega grein fyrir því hvað fram færi. Kannski var henni bað fyrir beztu, hugsaði Evans, ann- ars hefði hún ekki getað risið und- ir ofurþunga sorgarinnar. Brownie stóð hinum megin við gröfína. Svip- ur hans lýsti undrun fyrst og fremst. Hvernig gat annaö eins og þetta átt sér stað? Hvernig var líka hægt aö finna þá skýringu, sem unglingar á hans reki gátu látið sér iynda? Að þetta væri guðs vilji og aö hans vísdómsráði — sem eflaust vai rétt og satt. En þaö var sama og að segja að maður skildi þetta ekki, skildi ekki vilja guös. Hvað var líka hverju orði sannara. Mað- ur var fáfróður og skilningslaus gagnvart tilverunni og ekki þess umkominn að leiðbeina öðrum, ekki einu sinni sínum eigin syni. Kannski sízt houm. Séra Weaterby baö til guðs, að han sendi syrgjendum huggun sína. Gæfi þeim trú og auðmýkt til að beygja sig undir vilja Hans. Hon- um gekk ekki annað en gott tíl, og vafalaust trúði hann sjálfur öllu sem hann sagöi. En samt fannst Evans sem orð hans skorti sann- færingarkraft. Hann var undarlega langorður, en nú hlaut ræðu hans að Ijúka þá og þegar. Og þá var ekki eftir annað en að syngja sálm inn. En einmitt þegar Evans gerði ráð fyrir að ræðunni væri aö ijúka, rétti séra Weatherby skyndilega úr sér og teygði fram sinabera hönd sína, hækkaði hrjúfa röddina og augun leiftruðu. „Guð hefur skapað alla hluti," mælti hann og rödd hans fékk ann- arlega hljómfyllingu. „Og allt, sem hann hefur skapað er gott, nema þú, eitumaðran. Og því skaltu vera bölvuð og bölvun og fordæming guðs hvíla á þér og öllu þínu kyni um allan aldur . ..“ Ritningagrein eða tilvitnun í Biblíuna? spurði Evans sjálfan sig. Hann var ekki svo vel aö sér í hin- um helgu fræðum, að hann vissi það. Ef til vill hafði Adam bölvað höggorminum með þessum orðum. Eða var þetta særing, annars staðar að, sem fóik trúði að drægi kraft úr eitri nöðrunnar eða hrekti hana á brott. Hvað um það, þessi skelii' neðra gerði engum mein framar Brownie hafði reiðzt svo, þegar hann vissi hvað orðið var, aö hann greip öxi leitaði uppi nöðrubæliö og hjó af henni hausinn; kom svo með halann með beinhringjunum í lófa sér sem eins konar tákn um að morðinginn væri að velli iagöilr. Evans hafði ki-ikað kolli til hans í viðurkenningarskyni. Að bölbænunum loknum tóku við aðrar bænir og innilegri, en vafa- samt hvort kraftur þeirra var eins mikill. Það var eins og séra Weat- herby hefði fundiö réttlátri reiöi sinni útrás I þessum særingum, en reiði sinni gagnvart hverju eða hverjum? Ef til vill vissi hann það ekki sjálfur. Að endingu var sunginn sálmur. Séra Weatherby hafði valið hann sjálfur og hóf sönginn hriúfri röddu sem virtist þagna um leíð og hóp- urinn tók undir. Og vindurinn bar óminn af söngnum út yfir enda- lausa víðáttu sléttunnar. Þegar sálmasöngnum var lokið, dreifðist hópurinn. Eftir var að taka niður tiöldin, annars var allt búið undir að leggja af staö. Þeir Evans og Dick stóðu síðast einir eftir við gröfina. Dick hristi höf- uðið „Ef guð er eins góður og af er látið", mælti hann lágt og þyrrk- ingslega, „þá koma þau gæði und- arlega fram við mann.“ „Ég býst við að annað hvort veröi maður að trúa á hann eða ekki. Það getur víst aldrei orðið neitt málamiðlunaratriði", varð Evans að orði. „Þú mátt trúa á hann mín Vegna. Ekkert hafði þessi drengur af sér brotið...“ Evans lét það gott heita. En það var eins og hann þekkti Dick betur eftir en áður. Hann var í senn bljúgur og viðkvæmur og skapmikið hörkutól. Þetta skýrði viðbrögð hans, þegar að var gætt. „Þú getur farið að taka niður tjaldið. Þaö er bezt að ég gangi sjálfur þannig frá leiðinu, að Indí ánar sjái þar ekki nein verksum- merki...“ „Þú um það“. Evans hélt heim að tjöldunum. Hann var kominn hálfa leið, þegar Brownie kom til móts við hann. Virtist eiga eitt- hvað vantalað við hann. „Pabbi“, kallaði hann til hans, þegar nokkur skref skildu þá enn. „Já, drengur minn?“ „Ég er búinn að taka niður tjald- ið, leggia aktygin á nautin og spenna þau fyrir“, „Það var vel af sér vikið“. „Og það er ekki dagurinn minn að reka hjörðina . ..“ „Hvað er þaö þá, sem þú hefur í huga?“ „Mér var að detta í hug hvort ég mætti ekki skreppa upp að klett inum ■ og meitla þar nafnið mitt?“ „En þú hafðir nægan tíma til þess í gær ...“ „Nei, einmitt ekki. Ég stóð fyrst yfir hjöröinni í haganum, og á eftir fór ég og leitaði uppi nöðr- una ...“ „Það er ekki hættulaust, sonur sæll“. „Leyfðu mér að skreppa. Þetta tekur mig ekki langa stund, svo að lestin verður ekki komin úr augsýn. Það getur ekki verið hættu legt“. „Hvernig stendur á því, að þú verður gripinn þessari löngun, svona allt i einu?“ spurði Evans. Það kom hik á drenginn. „Ég veit það ekki. Mig langar bara til að eiga nafnið mitt þarna á klett- inum eins og þið hinir". Honum vafðist tunga um tönn. Evans tók eftir því, að hann leit undan, drengurinn. Það var eitthvað, sem hann leyndi. Ein- hver fáránleg hugdetta, sjálfsagt, en sem var honum kær engu að síður, og hann gat ekki trúað öðru,m fyrir henni, ekki einu sinni föður sínum. Eitthvað sem þeir fullorðnu, sem alltaf héldu sig svo gáfaða og allt vita, máttu ekki eyðileggja og gera hversdagslegt með alvizku sinni. Hann gat ekki varizt brosi. „Jæja, drengur minn“, mælti Evans ástúðlega. „Þú stendur full- orðnum fyllilega á sporði til allra verka, svo að ég geri ráð fyrir að þú sért þeim jafnfær að sjá um þig sjálfur. Vertu samt ekki lengi að þessu, mér er ekki um aö láta þig eftir einan“. „Þakka þér fyrir, pabbi“, sagði Brownie og andlitið ljómaði af a- nægju. „Ég verð ekki lengi“. „Og hafðu gát á Indíánunum". „Ég geri það“. Evans gekk að tjáldi þeirra Fairmanshjóna. Það var eina tjald- ið, sem enn stöð uppi. Og það var enn eftir að leggja aktygin á nautin og spenna þau fyrir. Þeg ar hann leit inn fvrir skörina, sá hann hvar Judith sat og fól andlitið í höndum sér, en Fairman stjó hjá henni, hlj'ðður og úrræða- laus. „Er Rebecca ekki héma?“ spurði Evans. Þurfti raunar ekki að spyrja, Iþví að hann sá að hún var þar ekki. Hvorugt svaraði. „Get ég lagt þér eitthvert lið, Poirman?" Það leið.drjúgt andartak áður en Fairman svaraði. „Hún rankar við sér innan stundar. Þá sé ég um þaö, sem þarf“. ,.Ég gæti. Iagt aktygin á nautin eg spennt bau fyrir... Sjálfur er ég búinn að ganga frá ö’llu". „Það varð þögn. Evans heyrði lág ekkasog Judithar, en þó voru ekki nein tár í augum hennar. ,,Ég sé um það sjálfur, þegar .til kemur". „Við verðum að halda af stað. Þú skilur, að við getum ekki beð- ið neitt að ráði. . . „Ég veit það ..." Þá kipptist Judith við. hart og snökkt. „Nei, nei... ekki strax", kveinaði hún og leit biöjandi aug- um á Evans. „Við getum ekki lagt af stað strax#... við getum ekki skilið hann einan eftir". og það var eins og einhverjar viðjar féllu af henni, því að nú tóku tár að streyma niður vangana. „Við týnum gröfinni, og finnum hana aldrei aftur“. Fairman varp þungt öndinni. „Toddie ...“ kjökraði Judith og tárin streymdu af augum hennar. „Vesalings Toddie ...“ „Og á eftir höfum við ekki einu sinni hugmynd um hvar hann hvílir" hreytti Fairman út úr sér. „Þú hlýtur að skilja hvemig okk- ur er innanbrjósts ...“ Evans skildi það. Skildi það allt of vel. Honum varð þungt fyrir hjarta gagnvart harmi þeirra. í svipinn hafði hann ekki hugroynd um hvaö hann átti að segja eða hafast að. 4* Þá stóð Dick við hliö honum. Hann leit inn fvrir tjaldskðrina, alvarlegur á svipinn og það var sem móöu drægi á augun. „Ég veit hvar g'röfin er“, mælti hann lágt. „Ég get fundið hana aftur hvenær sem er...“ SPfiBlfl lÍMfl^^TBG FYRtfiHBFN f / —za/lAUÆÆM Sölubörn éskasf Hafið samband við afgreiðsluna Hverf'sgötu 55. VÍSIR „Jæja, Beth, farðu nú í fötin, sem vís- „Á meðan ætla ég að finna handa þér „Tarzan.“ - Nú byrjar hún aftur! uðu mér leiðina til þín.“ ávexti að borða.“ - „Tarzan, sérðu eftir , að hafa bjargað mér?“ - „Nei.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.