Vísir - 03.02.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 03.02.1968, Blaðsíða 8
V í S IR . Laugardagur 3. febrúar 1968 8 ••íaiaseng&sae Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Ulfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Sníðum stakk eftir vexti Stjórnarandstæðingar, einkum Framsóknarmennirn- ir, hafa haldið því mjög á lofti í áróðri sínum, að verð- fallið á útflutningsafurðunum sé ekki nema að litlu ieyti orsök þeirra erfiðleika, sem sjávarútvegurinn og starfsgreinar, sem eru í tengslum við hann eiga nú við að etja. Annað var þó að heyra á forsvarsmanni frysti- iðnaðar S.Í.S. í útvarpsviðtali fyrir nokkrum kvöldum. Hann fullyrti að verðfallið væri megin ástæðan fyrir erfiðleikum hraðfrystihúsanna. Þetta er vitaskuld öll- um ljóst, sem ekki vilja snúa við staðreyndum. Fjármálaráðherra sagði í viðtali sem birt var hér í blaðinu nú í vikunni, að bráðabirgðatölur um greiðslustöðuna við útlönd, bentu til að útflutnings- tekjur þjóðarinnar árið 1967 hefðu orðið um 2000 milljónum króna minni en árið áður. Er það nálega þriðjungs lækkun frá árinu á undan. Þessi lækkun er nærri öll á tekjum sjávarútvegsins, og þarf því engan að undra þótt þess sjáist merki á afkomunni. Ekkert er talið benda til þess að verðlag útfluttra sjávarafurða hækki á þessu ári. Sumir halda jafnvel að það eigi eftir að lækka enn. Við getum því ekki gert okkur vonir um að þjóðartekjurnar vaxi aftur í bráð. Við verðum því að sníða okkur stakk eftir vexti, sætta okkur við óhjákvæmilega kjaraskerðingu um stundarsakir og leggja fram hver sinn skerf, eins og fjármálaráðherra sagði, í réttu hlutfalli við getuna. Mál málanna er að reyna að tryggja framleiðslugrein- unum viðunandi starfsgrundvöll. Atvinnuleysi er böl, sem íslendingar hafa ekki þurft við að stríða síðustu 30 árin. Þeir, sem nú eru á bezta aldri vita ekki af eigin raun hvílíkt böl það er. En margir af eldri kynslóðinni muna það vel, þegar menn voru þakklát- ir fyrir að fá eitthvað að gera, þótt kaupið væri lágt. Við skulum vona að þeir tímar komi aldrei aftur, en jafnframt vera einhuga um að stilla kröfunum í hóf, þegar þjóðarnauðsyn krefst. Þeir menn hafa valið sér illt hlutverk, sem ala á metingi og togstreitu milli stétta og hagsmunahópa. Þeir vinna gegn þjóðarhag. í þess stað ættu nú allir stjórnmálaflokkar og forustumenn hinna mörgu hags- munasamtaka að leggjast á eitt um að sigrast á erfið- leikunum með raunsæju mati á öllum aðstæðum. Við höfum miklu minna til skiptanna nú en áður og verð- um að miða kröfumar við það. Engin svartsýni má þó komast að. Við verðum að írúa því, að aftur komi betri tímar, eins og þaðivar óskynsamlegt að gera ráð fyrir að góðærið, sem við höfum búið við undanfarið, tæki ekki enda. Við erum þessum óviðráðanlegu sveiflum háðir, þótt okkur hætti of oft til að gleyma því, þegar allt leikur í lyndl Sókn Vietcong forleikur að stórorrustu við Khe Sahn Hver sem úrslitin verða syðra mun áhrifanna gæta þar £itt helzta viðfangsefni þeirra, sem flytja erindi erlendis í útvarp um það sem er að gerast athyglis verðast í heiminum með tilliti til gangs heims- mála, svo og þeirra sem skrifa ritstjómargreinar um sérstök efni, hefir að undanfömu verið að gera sér grein fyrir horf- unum, á þeim tímamót- um, sem eru í Vietnam- styrjöldinni. En mönnum ber í rauninni saman um, að þar sé um tíma- mót að ræða, vegna þess, að 6- umdeilanlega séu Víetcong-menn og Norður-Vietnamar komnir i sókn. í henni hefir komið í ljós, að sókr.armáttur Víetcong er marg- falt meiri en menn almennt héldu. Öllum ber samati p,m hið stórkostlega áfall, sem'það hlýt- ur að vera fyrir Johnson forsetá stjóm hans, herstjómina og alla þjóðina hversu komið er: Ekki annað sýnna en að barizt verði til þrautar með óhemju mann- fómum og kostnaði, í algerri ó- vissu um sigur að Iokum, og að því er vonimar um samkomu- lagsumleitanir í bráð varðar, má segja að þær séu að engu orðn- ar í bili — eða í mesta lagi að þær hangi á bláþræði. Þegar þetta er skrifað hefir sókn Vietcong staðið 3 daga og ekkert lát á árásum víða — barizt um marga bæi, og þar sem Vietcong-liðar hafa verið hraktir burt eru þeir óðara komnir aft- ur. Og eftir fréttum að dæma — flestum a.m.k. — virðast það vera Bandarikjamenn, sem bera hita og þunga dagsins í bardög- um, en stundum er þó getið suður-vietnamskra hersveita. — Hvar er stjórnarherinn? Oft skýtur þessari spurningu upp í huganum. Hér er þó um her að ræða, sem er nærri þrír fjórðu úr mill jón. Er það rétt að hann skorti baráttuvilja? En sjálfur McNamara landvamaráð- herra sagði, er hann hafði lagt fram greinargerð um Víetnam- styrjöldina 1967: Við getum ekki lagt hersveitum Suður-Víetnam til baráttuvilja. Og I Hanoi er sagt, að liðsforingjar í stjómar- hemum hafi veitt Víetcong ýmsa aöstoð eða gengið hreinlega í lið með þeim, enda bíði Bandaríkj- anna og stjómar Suður-Víetnam nú aiger ósigur í styrjöldinni. Vit anlega er hér um áróður að ræða — en í vestrænum Iöndum gætir þeirrar skoðunar að það sé ein- mitt þetta sem gæti gerzt, eins og komið er. Sennilega fer þaö ekki fram- hjá þeim, sem lesa fréttir eða hlusta á þær, að um leið og sagt er frá greinargerð McNamara, þar sem segir ekki þörf meira lierliðs i Vietnam, berast aðrar um, að Johnson forseti hafi rætt við þingleiðtoga um „sérlegar ráðstafanir", er hann kunni að verða að gripa til. Telja stjórn- málafréttaritarar. að hann hafi farið fram á, að mega kveðja meira varalið til vopna og fram- lengja herskyldutimann, sem nú er 2 ár. En Johnson fer vitanlega einnig fram á heimildina vegna Pueblo- málsins. En líklegt mundi mörg- um þykja og er raunar farið að koma fram í fréttaaukum erlendis, að Bandaríkjamenn verði tilneyddir ag auka lið í Víetnam. Og sumir bæta við, að það verði ekki aftur snúið, það verði að sýna árangur — á kosn- ingaári. Og vfkjum nú nánar að grein- argerð McNamara, og því, sem hann hafði að segja þingnefnd og síðar fréttamönnum. Hann kvað Víetcong hafa beð ið tífalt meira manntjón nú í vikunni á 3 dögum en Banda- ríkjamenn og Suður-Víetnama. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að tilg. þeirra væri: í fyrsta lagi aðvlnna hemaðarlega sigra og í öðru lagi, að vinna sér fylgi, þvi ag þeir myndu nota ávinninga sér til áróðurs og fylgisaukninga, og þeir legðu ekki minna upp úr hinum sálrænu áhrifum á ibúana en að vinna hemaöarlega sigra. Eéfflé 1 Wheélef1 heröhöfðingi, yfirmaðúr hihá sámeinaða herfor - ingjaráðs Bandaríkjanna, sat fund hemaðamefndar öldunga- McNamr.ra. Westmoreland. deildarinnaar með McNamara. Wheeier sagðist vera nýbúinn að eiga viðtal við Westmoreland hershöfðingja og liti hann sömu augum á og McNamara að því er varöaði tilganginn með sókn Víetcong. McNamara sagði á fundi nefndarinnar, að hann sæi ekki þörf á ag senda aukið banda- rískt lið til S.V. og kvað hann Westmoreland sömu skoðunar — hið mikla manntjón Víetcong seinustu 3 daga sýni, að nægur mannafli sé fyrir hendi tíl þess að hrinda árásum Víetcong og „mistekizt hafi“, að koma þvi tö leiðar , að herlið yrði flutt burt frá hinum miklivægu Khe Sanh vígstöðvum, en þar séu 5.000 bandarískir hermenn til varnar og biði stóráhlaupa 30.000 N- Víetnama (þessi tala hefir aHt í einu hækkað um 10.000 frá þvi sem verið hefir dagana á undan). Samtlmis og þetta var birt var sagt á þessa leið í NTB-frétt: Höfuðborg S-Víetnam er nú undir sprengjuregni þeirra flug- véla, sem eiga að verja hana. — Blóðugir bardagar eru háðir á götunum og andstæðingar teknir þar af lífi fyrir allra augum. Þetta er samkvæmt frásögn James Pringle, fréttaritara Reut- ers-fréttastofunnar heimskunnu. Og hann segir að Bandarikja- Framhald á bls. 10. Johnson ræðir v/ð frétta- menn um ástand og horfur í Vietnam Johnson Bandaríkjaforseti sagði í gær, að Bandaríkjastjóm heföi vitag fyrir mörgum mán- uðum, að kommúnistar áform- uðu vetrarsókn, sem rætt hafi verið um jafnframt sem almenna uppreisn, og væri sú staðreynd athyglisverðust, að þessum til- gangi hefði ekki veríð náð. Johnson sagð þetta á fundi meö fréttamönnum, sem boöað- ur hafði verið skyndilega. Forsetinn sagði og, að horfast yrði í augu við það, að fram- undan kynni að vera af hálfu komúnista stórsókn á Khe Sanh svæðinu og við afvopnuöu spild una á mörkum Norður og Suður- Víetnam. Hann kvaðst hafa rætt horf- urnar við_jterusiH*KD:ai:árráðu nauta stjómarinnar, og væri sú skoðun þeirra yfirleitt, að sókn in hefði mistekizt. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, aö kommúnistar hefðu gert ráð fyr ir „sálrænum sigri“ eða að þeir myndu vinna sigra, sem öfluðu þeim almenns fylgis, en sín skoð un væri, að þetta myndi mistak ast. Horfurnar sagöi hann enn á því stigi, að það ylli áhyggjum og hann kysi fremur að tala var lega en af of miklu öryggi. Þró- unina kvað hann ekki hafa leitt til þess, að Bandaríkin þyrftu að breyta hemaðarlegum aðferðum eða stefnu í Víetnam, né heldur að fara fram á heimild þjóð- þingsins til aukins valds og myndugleiks til ag heyja styrj- öldina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.