Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 1
ÓVENJUMIKIÐ SAUÐFÉ
VANTAR í KJÓSINNI
58. árg. - Laugardagur 17. febrúar 1968. - 41. tbl.
180 tonn eftir 12 sólnrhringa
Togarinn Neptúnus, eitt af skip
um Júpiters og Marz hf., kom inn
til Reykjavikur í gær með 180 tonn
af góðum fiski, sem hann fékk við
suðurströndina, en þar hafa togar-
arnir aflað vel undanfarna daga.
Neptúnus fór út óveðursnóttina
þann fyrsta þessa mánaðar og hef-
ur því verið tæpa þrettán sólar-
hringa í túrnum, og varlajnema 12
sólarhringa á veiðum.
Neptúnus mun selja afla sinn í
Þýzkalandi og heldur þangað um
helgina. Sölur togaranna erlendis
hafa verið góðar það sem af er
vetri og afli þeirra á heimamiðum
sæmilegur, þegar miðað er við veð-
urfar.
— Hélt nú eiginlega að sauðaþjófnaður væri
úr sögunni sagði húsmóðirin á Reynivöllum
i Kjós, þar sem 26 kindur hurfu sl. haust
■ Eiginlega hefði maður
haldið, að sauðaþjófnað-
ur væri úr sögunni, en við
fréttirnar af hinu dularfulla
hvarfi góðhesta í Reykjavík
og nágrannasveitum fara
menn ósjálfrátt að endur-
skoða skýringártilraunir á
hinu óvenjulega hvarfi kinda
hér á bænum, sagði húsmóð-
irin á Reynivöllum í Kjós,
Guðrún Guðmundsdóttir, en
26 kindur hurfu á bænum i
nóvember s.l. Víðar í sveit-
inni vantar kindur, t. d. 6 hjá
öðrum bóndanum á Möðru-
völlum, en hvarf kindanna
hefur ekki þótt neitt grunsam
legt annars staðar í sveitinni,
þó að meiri brögð hafi verið
Hæstiréttur dæmir arkitekta ábyrga
fyrir galla á íbúð
Fyrsta skipti, sem arkitektar sæta ábyrgð
fyrir galla, sem fram kemur á húsi
■ Það eru mikil tímamót að arkitektar séu gerðir
ábyrgir fyrir húsum þeim, sem þeir teikna, en með
því eru þeir gerðir ábyrgir fyrir frantkvæmdum, en
ekki aðeins fyrir teikningunum eins og verið hefur,
sagði einn af lögfræðingum borgarinnar, þegar
Hæstiréttur hafði fellt dóm í prófmáli fyrir Hæsta-
rétti um ábyrgð arkitekta. Arkitektarnir hafa tekið
arkitekta á Norðurlöndum sér til fyrirmyndar um
alla vinnutilhögun, en þeir gleymdu að gera ráð fyr-
ir þeirri ábyrgð, sem arkitektar þar hlíta, sagði
lögfræðingurinn ennfremur.
göllum, sem fram komu á íbúö,
sem byggð var á vegum Bygg-
ingasamvinnufélags Reykjavik-
ur. — Múrarameistarinn, sem
hafði verkið meö hendi, sem mál
ið spannst af, var einnig gerður
ábyrgur fyrir göllunum.
í dómnum kemur fram, að
skaðabóta var krafizt vegna
galla, sem fram komu á vikur-
einangrun í gólfum íbúðarinnar,
en vikureinangrun var notuð við
geislahitalögn og var þessi aö-
ferð Iítt kunn áður, eins og
tilraunir arkitektanna og múr-
arameistaranna báru með sér,
áður en verkið hófst.
Engu að síður fylgdust arki-
tektarnir ekki með framkvæmd
verksins sem skyldi frá upphafi
og hvernig einangrunin reyndist,
þegar á hólminn kom. Engin
sérteikning var gerð af gólfinu,
3. síða.
SAS vill lækkun far-
gjalda yfir Atlantshafið
Hæstiréttur kvað upp úrskurð
sinn í arkitektamálinu svo-
nefnda s.l. þriðjudag, en þar
voru arkitektamir Gunnlaugur
Halldórsson og Guðmundur Kr.
Kristinsson gerðir ábyrgir fyrir
Dagens Nyheter sagði frá því
í eær að SAS mundi flytja fram
tiiiögu um stórkostlega lækkun
á fargiöldum yfir Atlantshafið
á IATA-ráðstefnu, sem haldin
verður í New York í næstu
viku. Talað er um 25% lækkun
fargjalda á flugleiðum frá Evr-
ópu til Bandarikjanna og munu
þetta eiga að verða aðgerðir
gegn skatti þeim sem Johnson
forseti hefur í hyggju að setja
á farmiða til Evrópu.
Blaðið segir að möguleiki sé
á þvi að sænsk ungmenni geti
þegar í vor eða sumar fengið
farmiða fram og til baka til
Banda. kjanna fyrir 1500 sænsk
ar krónur, en miðar þessir
munu gilda allt sumarið.
Rætt um vísitöluuppbætur á laun
Fyrsti fundur vinnuveitenda og 18 manna
nefndar ASI haldinn i gær
Fyrsti samningafundur vinnu-
veltenda og nýkjörinnar 18
manna nefndar ASÍ, sem mið-
stjóm Alþýðusambandsins hef-
»<r knsið t.i» að ræða við atvinnu-
rekendur, var haldinn á Hótel
Sögu í gær. Af hálfu atvinnu-
rekenda sækia fulltrúar Vinnu-
veitendasambands íslands, Fé-
lags ísl. iðnrekenda og Vinnu-
málastofnunar samvinnufélag-
anna samningafundi þessa.
Aðaiágreiningsefnið milli at-
vinnurekenda og verkalýðsfélag
anna nú er hvort greiða eigi
fulla vísitöluuppbót á laun, en
verkalýðsfélögin krefjast fullra
visitöluuppbóta samkvæmt nýja
vísitölugrundvellinum. Numin
hafa verið úr lögum ákvæði um,
að greiða skuli fullar vísitölubæt
ur, en það gert að samnings-
atriði inilli launþega og atvinnu-
rekendla.
Fundarmenn lögðp málin fyrir
á fundinum í gær, en engar
meiri háttar ákvarðanir voru
teknar, enda ekki við því búizt.
Næsti fundur þessara aðila verð
ur sennilega haldinn næstkom-
andi miövikudag.
Verkalýðstelögin hafa nú hót
að vörkföllum ! marz n. k. fáist
vísitölubætur c-kki á laun og
hafa nokkur félaganna þegar
viitt verkfallsheimild.
„Vísir í
vikulokin"
fylgir blaðinu i dag.
til áskrifenda
að því að kindur vanti en
venjulegt hefur verið.
— Við höfum verið hér í 18
ár, sagði Guðrún, en það hefur
aldrei komið fyrir áður, að
kindur hafi horfið í þessum
mæli. Það er búið að leita á
öllum þeim slóðum, sem kind-
urnar gætu haldið sig, eða getað
misfarizt, en ekki hefur fundizt
tangur né tetur af þeim. Það
undarlega við hvarf kindanna
er, að margar þeirra höfðu hald
ið sig hér heima við, áður en
þær hurfu. Um það leyti, sem
kindurnar hurfu, geröi'að vísu
byl, en þaö er mjög ótrúlegt að
kindurnar hafi allar misfarizt af
■■eim sökum.
Það væri ósköp vel hægt að
taka kindurnar að næturlagi,
jafnvel hér við bæinn, ef menn
hafa útbúnað til þess.
Annar bóndinn á Mööruvöll-
um sagði, að hvarf kindanna
/ekti óneitanlega nokkrar grun-
-,emdir, en hann sagðist hafa orð I
ð fyrir því fyrir fjórum árum,
aö hryssa, sem hann átti hvarf.
Sagöist hann sannfærður um að
hún hefði horfið af mannavöld-
um, en hún hefði verið tekin frá
folaldi, sem hún hefði aldrei yf-
irgefið af frjálsum vilja.
: „Kútir krakkar## -
: skemmta ;
• •
• Þetta er Jón O. Jónsson, stór •
• söngvari, sem koma mun í heim t
^ sókn á barnaskemmtunina „Kát •
J ir krakkar“ í Austurbæjarbíói •
• á morgun kl. hálf tvö, og syngja J
^ fyrir börnin. Annars er það Ket- •
• ill Larsen, sem leynist bak við •
• gervið. J
J S.l. sumar ferðuðust „Kátir •
• krakkar“ um landið og •
• skemmtu víða. Hlutu þau mjög J
J góðar undirtektir alls staðar, •
• þar sem þau komu. •
• •