Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 12
12 VISIR. Laugardagur 17. febrúar 1968. EFTIR A- 3- QOTHRIE 3r- um fannst heil eilífð óð hann upp á eyrina með konuna í fangi sér. Það var nokkurn veginn jafn snemma, að nautin ösluðu i land og drógu á eftir sér vagninn, sem einhvem veginn hafði komizt aft- ur á rétt hjól, og enn hékk Byrd við hann. Fólkiö, sem yfir var komið, þyrptist aö, þegar Evans lagöi kon- una niður í grasið á fljótsbakkan- um. Byrd grét. „Ruth ... Ruth ...“ andvarpaði hann. Evans var lafmóður eftir sund- ið og bardagann við strauminn. „Hún getur ekki hafa drukknað", sagði hann. „Hún var ekki svo lengi í kafi“. Dick bar að. „Róleg“, sagði hann við þá sem hjá stóðu, um leið og hann sneri konunni á grúfu z tók undir mitti henni og hóf hana upp, svo að vatnið rynni upp úr henni. „Ertu ómeiddur, Lije?“ spurði Rebecca. Hann þóttist sjá ásökun í augnatilliti hennar, og gat ekki gert sér grein fyrir af hverju hún kynni að stafa. „Það gengur ekkert að mér. Bara eilítið móður", svaraði hann stutt- ur í spuna, því að honum fannst annað skipta meira máli eins og á stóð. Dick Summers reyndi að lífga konuna við, sem bezt hann kunni. „Það fær allt góöan endi“. taut- aði hann. „Ég finn greinilega lífs- mark með henni strax ...“ Hún opnaði augun. Maöur henn- ar laut að henni og dró um leið niður pilsfald hennar, svo pkki sæist í fótleggina. „Ertu lifandi, Rut’. spurði hann. Hún svaraði ekki strax. Virti fyr- ir sér þá, sem hjá henni stóðu og augnaráð hennar var spyrjandi, eins og hún gæti alls ekki gert sér grein fyrir því, hvers vegna hún lá þarna á bakkanum og hvers vegna allir stóðu yfir henni og störðu á hana. Og allt í einu setti að henni grát. Ruth Byrd var ómeidd, það hafði í rauninni ekkert komið fyrir hana sem hún mundi eftir; hún stóð á fætur með aðstoð eiginmanns síns og séra Weatherby, og grét án þess hún vissi hvers vegna. Þeir studdu hana yfir að vagninum. Konurnar fylgdu á eftir, og þegar þangað kom, tók Rebecca við stjórninni. Konan varð að hafa fataskipti, leggjast fyrir og hvíla sig eftir þessa þrekraun. „Hvað um nautin?" Evans sneri sér að Dick, þegar hópurinn haföi tvístrazt. „Hver hefur sinnu á aö telja naut, þegar svona stendur á“, svar- aði Dick og glotti. „Þau komust öll heilu og höldnu á land,“ sagði Higgins. „Jafnvel vagninn er lítið sem ekkert lask- aður, þótt undarlegt megi virð- ast“. . Byrd kom til þeirra. „Er nokk- uð að?“ spurði Evans, þegar hann var kominn það nálægt þeim. „Nei“, svaraði Byrd. „Ég gleymdi að þakka þér fyrir. Kom til þess, þótt ég fái aldrei þakkað það, sem skyldi". „Ekkert að þakka“, sagði Evans. „Ekki öörum en forsjóninni, að ihún skuli hafa séð svo um, að ég lærði ungur að synda“. „Þú mátt vera viss um, að ég 'minnist þín þakklátum huga á meö- an ég lifi“, sagði hann. Hvarf að svo mæltu til baka. „Undarlegur náungi", varö Dick að orði. „En hann er þér þakklátur, þaö máttu bóka“. „Við tjöldum hér á bakkanum", sagöi Evans. „Við eigum eftir aö koma hinum vögnunum yfir, það þarf að lagfæra skemmdirnar á vagni Byrd, og áreiðanlega í nógu að snúast. Skepnurnar hafa heldur ekki nema gott af því að fá að standa í grængresi aðra nótt til. Viö eigum enn eftir drjúgan spöl til Oregon ...“ „Þú manst það, aö þú ert mér meira viröi en öll Byrdfjölskyld- an“, hafði Bebecca sagt, þegar þau voru gengin til rekkju, seint um síðir. Þá fyrst skyldi Evans ásök- unina í augnaráði hennar, þegar hann kom meö Ruth upp úr fljót- inu. Hann sofnaði yfir sig þreyttur og þegar hann var að festa svefn- inn, fannst honum sem straum- iðan væri að lokast yfir höfði sér. Vissi ekki hve lengi hann hafði sofið, þegar hann hrökk upp viö það, aö hann heyrði sig nefnd- an meö nafni. „Evans ...“ „Hver er það?“ spurði hann milli svefns og vöku. „Byrd“. Evans vaknaði og reis upp við dogg. „Er eitthvað að?“ „Konan mín ...“ Ósjálfrátt fann Evans að Reb- ecca var vöknuð og hlustaði, þótt hún gæfi það ekki á neinn hátt til kynna. „Ég held að hún hafi tekiö jóð- sóttina", mælti Byrd, „en það er langt fyrir tímann ...“ „Rebecca" mælti Evans. „Ég er vakandi“, sagði Rebecca og settist upp. „Kem eftir andar- tak.“ „Þakka þér fyrir", sagði Byrd. „Við komum bæði“, mælti Evans og settist fram á. „Fariö þið báðir, kveikið upp eld og verið fljótir", ságði Rebecca og var farin að klæða sig. „Hvað er hún komin langt á Ieið?“ spurði Evans á leiðinni á milli tjaldanna. „Sex mánuði", svaraði Byrd. „Þetta verður því andvana fæö- ing“. „Hræðslan, sem hún hefur orðið fyrir, býst ég við“, varð Evans að orði. „Kannski hefur hún líka orð- ið fyrir höggi, þegar hún féll i fljótið . .. rekizt í vagninn ...“ „Það held ég ekki“, sagði Byrd rólega. „Að minnsta kosti hefur hún ekki minnzt á neitt þess hátt- ar. Og þótt hræðslan kunni að eiga sinn þátt í þessu, þá held ég aö orsökin sé fyrst og fremst sú, að ferðin hefur þreytt hana um of. Þeir komu í tjaldið, Byrd fann kertistubba og kveikti á þeim. — Þetta var stórt tjald, enda ekki vanþörf, þar sem varð að koma fyrir fjórum rekkjum. Börnin láu í flatsængum, yngsta barniö lá við hlið móður sinnar. Rebecca kom inn í tjaldið og gustaði af henni. Hún laut að Ruth, þær hvísluðust eitthvað á. Svo leit hún á þá, karlmennina. Byrd var að ganga frá kertistubb- unum í flöskustútum. „Farið með börnin og komið þeim undir sæng í hinum tjöld- unum“, sagði Rebecca. „Hjá Mack eða Fairmann ...“ „Komið ykkur fram úr, börn“ sagði Byrd. „Elizabeth ... mamma er veik. Þið þurfið ekki að klæöa ykkur. Fljót nú ... Börnin hrööuðu sér af stað, fóru hljóðlega, og einhvem veginn skild ist Evans það af augnatilliti þeirra, að þau vissu betur en þeir full- orðnu gerðu ráö fyrir. Bvrd fór sjálfur með þeim, en Rebecca tók yngsta barnið og lagði þaö í eina flatsængina. Þegar Byrd kom aftur, settu þeir Evans vatnskatla yfir eldinn, sem Evans hafði kveikt upp aftur, með því að kasta sprekum á glæðurnar. Evans gekk inn í tjaldið á meðan Byrd skaraði í eldinn. „Vatnið fer að sjóöa, Rebecca", sagði hann. „Þær koma svo hinar konurnar, ef með þarf. Nokkuð annað sem við getum gert?“ Hann hafði ekki sleppt orðinu, þegar kvaladrættir komu á and- lit Ruth og líkami hennar engdist eins og í krampaflogum. Rebecca kinkaði kollk „Jú, það er ekki um aö efast“ sagði hún. Hríðinni lauk, andlit konunnar varð þreytulegt. Hún opnaði augun og leit þangað, sem Evans stóð. Það augnatillit var þrungið trausti, RYÐVÖRN Á BiFREIÐINA Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvörr, undírvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 Alryðvörn. Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðvamarstöðin Spitalastig 6 FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. ÓDÝR 0C GOÐ ÞJÓNUSTA no, m, Bem_ 3UST BATHE h-r HIM VMTH M W/ATEk- J§ HE MEAMT THAT fWOOM TO B6 7HE MEANS Of SETT|NÉ» RK5 Cí THE AUSSION W AMt> MOW M StíOULD X GIVE HIM SQME OF tws stuft Tue WITCH POCTCXL 7 BRoUGHT? X IMSTEAO WPLL USE H/M RIP OF GET íy Edgaa Rjce THIS BOV IS REAU-Y BURHING UP, TARZAM.'.- „Drengurinn virkilega að brenna upp tii agna. A ég>að gefa honum eitt- hvað af því sem læknirinn færði honum.“ „Nei, nei, Beth. Settu aðeins kalt vatn á hann.“ „Þetta þýðir að hann ætlar að Iosna við drenginn, trúboðsskólann og nú — okkur — „1 staðinn munum við iosna við hann.“ FráJfshSa txB4 Eldhúsið, sem allar húsmœður dreymir um Hagkvœmni, stílfegurð og vönduð vinna á öllu. Skipuleggjum og gerum yður fast verðtilboð. Leitið upplýsiiíga. -4J-JILZX; 3J ■ l !l' l-H !> M IAUBAVEQI <133 ■ItT)! 117B5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.