Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 2
V1 S IR . Laugardagur 17. febrúar 1968. TÁNINGA- SÍÐAN Gagnrýnendur telja Jimi Hendrix andríkt tónskáld Sjálfur vill hann taka sér fri til að læra að setja saman l'óg 'C'nskir listdómarar telja Jimi Hendrix snilling, sem söngv ara og gítarleikara. Manninn, sem hefur skapað nýja vídd í „beat“-hljómlistinni. Manninn sem tekur áheyrendur með sér í „þrívíddar-allsherjamætur- svall“. Sjálfur segir hann: „í rauninni get ég vel hugsað Vinsælda- listinn 1 EVERLASTING LOVE Love Affair. 2 THE MIGHTY QUINN Manfred Mann 3 JUDY IN DISGUISE John Fred And His Playboy Band 4 AM I THAT EASY TO FORGET Engelbert Humperdinck 5 BEND ME SHAPÉ ME Amen Corner 6 SUDDENLY YOU LOVE ME Tremeloes 7 BALLAD OF BONNIE AND CLYDE Georgie Fame 8 GIMME LITTLE SIGN Brenton Wood 9 SHE WEARS MY RING Salomon King 10 EVERYTHING I AM Plastic Penny 11 I CAN TAKE OR LEAVE YOUR LOVING Herman’s Hermits 12 PICTURES OF MATCH- STICK MEN Status Quo 13 DON’T STOP THE CARNIVAL Alan Price 14 WORDS Bee Gees 15 DARLIN’ Beach Boys 16 DAYDREAM BELIVER Monkees 17 TIN SOLDIER Small Faces 18 MAGICAL MYSTERY TOUR Beatles 19 I’M COMING HOME Tom Jones 20 WALK AWAY RENEE Four Tops 21 NIGHTS IN WHITE SATIN Moody Blues 22 FIRE BRIGADE Move 23 BACK ON ME FEET AGAIN Foundations 24 PARADISE LOST The Herd 25 BEST PART OF BREAKING UP Symbols. mér að stinga af frá öllu sam- an í hálft ár og aðeins hugleiða hljómlist. Ég er orðinn dauð- þreyttur á að semja lög og komast alltaf að þeirri niður- stöðu, að ég geti það ekki.“ En aðdáendur hans eru á allt annarri skoöun. I september 1967 hlýddu meira en 100.000 unglingar á hann í Svíþjóð, og aftur í janúarmánuði síðast liðnum tók hann sér ferð á hendur um Eystrasaltslöndin. Heitasta ósk Jimi Hendrix er aö gera fyrsta „beat“-lagið á Venusi. Að hugsun hans beinist einkum að félagsskap háloft- anna, er auðveldlega hægt að sanna meö því að benda á þær tvær „LP“-plötur, er hann hefur Gitte Hænning með tvö lög á „Topp-20" sent frá sér, „Are You Experi- enced“' og „Axis: Bold As Love“ Jimi Hendrix hefur flaumósa tak á hinu jarðneska „blúsi“ og bæði í gítarleik hans og söng hrífast unglingar um allan heim af hugkvæmni hans. Eins og vellandi eldfjall með samblönd- un hljómmynda, sem málaðar eru með grófum dráttum. Jimi Hendrix fæddist I Se- attle í Bandaríkjunum árið 1945. Eftir að hann lauk herþjónustu lék hann m. a. með B.B. King, Sam Cooke og Jackie Wllson. Um tíma var hann gítarleikari hjá Little Richard, sem rak hann, vegna þess að framkoma hans á sviðinu var of eggjandi. I New York heyrði í honum Chas Chandler, sem fyrrum lék með „Animals". Tókst honum að telja Jimi á að fara til Eng- TTin dansk-þýzka söng- og x A leikkona Gitte Hænning er um þessar mundir með tvö lög á danska vinsældalistanum. Ann að syngur hún með Ullu Piu og Grethe Sönck, en hitt, „Kærlig- hed er ingen leg“, syngur hún ein. „Satt að segja man ég ekki hvenær ég var síðast á vinsælda iistanum danska, en þaö eru að minnsta kosti mörg ár síð- an,“ sagði Gitte Hænning í við- tali á mánudaginn. „Það er að vísu orðið þannig, að ég vinn öðru fremur í Þýzka- landi og Svíþjóð. Það er gam- an að ferðast, en þó er alltaf skemmtilegast að koma heim til Danmerkur." Ákveðnar framtíðaráætlanir hefur Gitte ekki á prjónunum. Hún hefur ekki i hyggju að helga sig kvikmynda- og leik- listarlífinu að fullu. Gitte kýs fremur „poppið". „Eins og stendur er svo margt að gerast í „popp“-hljómlistinni, að ég get vart fylgzt með. Ég tel mig ekki eiga að leggja árar i bát, þess vegna reyni ég sífellt að finna hið rétta.“ lands með sér, hvað hann gerði. Er til London kom var Chas ekki lengi að finna væntan- lega samspilara Jimi Hendrix. Voru það bassaleikarinn Noel Redding og Tyrkinn Mitch Mitchell á trommur. Eigi liðu vikur margar þar til unglingar fóru að veita Jimi Hendrix eftirtekt. Oftast kom hljómsveitin fram í Londons Speakeasy Club. Án þess að missa ,,blús"-áskynjunina lék Jimi Hendrix á gítarinn með öllum líkamanum — með að núa strengina með höndum, fót- um og tám. Auk þess bítur hann í strengina þegar við á, og seg- ist hann gera það til þess að fá smeltið eða glerunginn á tönn- unum til að glamra. Jimi Hendrix er fremur lágur í loftinu og eru hreyfingar hans yndislegar, að dómi bftilóðra ungmenna. Hárið er „túberað" og teygist eins og þreifihorn skordýra í allar áttir. Klæðnað- ur hans er einstakur út af fyrir sig: skyrtur með rykktum borð um og fellingalíni, vesti útflúr- að gulli og glingri og þröngir flauelisjakkar og gamlir brezkir herjakkar. Fólk heldur, að ég sé önugur og fúll náungi. Það er aðeins vegna þess, að ég hugsa um hljómlist og ekkert nema hljóm- Iisf. Ef ég yrði allt f einu róleg- ur og alvarlegur, hvað mundi fólk segia þá???? íslenzkir ungl i morgum — Nemendaskipti Þjóðkirkjunnar ingar eiga nu löndum kost á ársdvöl Cíðan 1961 hefur Þjóðkirkja íslands verig aðili að stofn- un, sem hefur það markmið að stuðla að auknum kynnum og skilningi þjóða í milli, með því að gefa ungmennum tækifæri til að dveljast um árabil f fram- andi landi. Þessi stofnun nefn- ist International Christian Youth Exchange. í upphafi voru þessi nemenda- skipti einskoröuð vig Bandaríki Norgur-Ameríku, en undanfarin þrjú ár hafa fslenzk ungmenni einnig dvaliö f öðrum löndum. Þannig eru islenzkir unglingar á vegum Þjóökirkjunnar f Banda ríkjunum, Þýzkalandi, Sviss og Brasilíu. Nemendaskiptum er hagað þannig, að unglingamir dveljast eitt ár á erlendu heimili, ganga í sköla þar, taka þátt í félags- lífi skólans og kirkjulegu starfi fyrir ungt fólk o. s. frv. Nú í ár eiga 28 þjóðir þátt i þessum skiptum, og gefst fs- lenzkum unglingum kostur á að sækja um dvöl í mörgum þeirra. Þjóðkirkjan auglýsir nú eftir umsóknum um nemendaskiptin, og er umsóknarfrestur til 15. desember n.k. Umsækjendur þurfa ag hafa undirstöðuþekkingu i ensku, vera félagslyndir og á allan hátt verðugir fulltrúar lands og kirkju. Þeir þurfa að vera orðn- ir 16 ára 1. september 1968 og ekki eldri en 19 ára sama dag, til þess að þeir komi til greina. Einnig óskar Þjóðkirkjan eft- ir umsóknum frá fjölskyldum, sem vildu taka unglinga til árs- dvalar frá einhverju af þessum 28 löndum. (Allar nánari upplýsingar um nemendaskiptin gefur æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj- unnar, Klapparstfg 27, Rvfk (Bjskupsstofu), sími 12236).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.