Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 17. febrúar 1968. 9 Hafsteinn Markússon. „það er víða misjafn SAUÐUR í MÖRGU I !>• ® VIÐTAL DAGSINS ER VIÐ HAFSTEIN Á mi Böðvarsson er maöur nefndur. Frá 27 ára aldri hefur hann verið búsettur á Akranesi og verið þar atkvæöa- maður allmikill. T. d. hefur hann rúman hálfan fimmta áratug veitt forstöðu Sparisjóði Akra- ness. Þá hefur hann einnig af- myndað fólk í stórum stíl, að ýmsu öðru ótöldu, sem mað- urinn hefur lagt á gjörva hönd, og að því er kunnugir menn hér segja mér, hefur hann af flest- um störfum sínum nokkrar vinsældir hlotið og tiltrú þeirra, sem til hans þekkja. — En það er alls ekki tilefni þessa þáttar' að ræða um afrek Árna Böðvars- sonar, en því get ég hans hér að nokkru, að ég hafði hlerað það, að ef til vill ætti hann í dag erindi inn að Vogatungu, hvar hann forðum sleit barns- skónum og ólst upp til fullorð- ins ára. — Og ég hef mikinn hug á að fá að skjótast með honum þessa ferö. Jú, ekki stendur á þeirri fyrirgreiðslu mér til handa, og að leiðarlok- um kemst ég nú raunar að því, að erindi Árna var ekki svo mjög stórvægilegt, að það hefði ekki geta beðið, hins vegar beiðni mín um að fá að vera með, ráöið nokkru um feröina. þá erum við f Vogatungu. ^ Móti okkur kemur glaðleg- ur miðaldra maður vel á sig kominn, býður okkur að ganga í bæ sinn og til stofu. Vel má heyra að áöur hafa þeir Ámi átt tal saman, og öllu finnst mér húsbóndinn svipmildari en menn þeir hinir austrænu er skreyta veggi hans. Sá er háttur minn að leita jafnan nokkurra frétta hjá hús- bóndanum, hvar mig ber að garði. Oft fæ ég þau svör að ég gangi þar í „geitarhús og leiti u!lar“. Því fátt eitt kunni hann mér að segja, er til fróðleiks eöa tíðinda verið talið. En venjulega er það svo, að það sem sögu- manni finnst lítilsvert, og lítt til frásagnar, kemur mér á ann- an veg fyrir eyru. Og þá fylgjumst við stutta stund með Hafsteini Markússyni bónda í Vogatungu. l^oreldrar mínir voru Markús Benjamínsson og Svein- björg Halldórsdóttir. Hún var ættuð úr Hrútafirði. Föður- bróðir hennar var Jósef Björns- son á Hólum í Hjaltadal. Allan sinn búskap bjuggu foreldrar mínir í Kolbeinsstaða- hreppi á Snæfellsnesi. Byrjuðu búskap á Hafursstöðum, þar er ég fæddur, svo fluttu þau að Krossi en síðast að Yztu-Görðum og þar lézt faðir minn. Þessi ár öll vann ég á búi foreldra minna, sem bjuggu upp á „gamla rnóðinn" eins og það er stundum orðað þegar talað er um fyrri tíma búskaparhætti. Tvær vertíöir var ég til sjós, aðra á árabát suður á Stafnesi, hina á trillu frá Grindavík. — — Var það áður en lend- ingabætur voru gerðar í Grinda- vík? — Já, við þurftum að setja aílann á seil utan við lending- una, draga svo að landi, og bera hann í snærisólum á bakinu upp MARKÚSSON á skiptavöll, og sami háttur var á þessu í Stafneshverfinu. — Voru ekki oft góð afla- brögð á þessum árum? — Ekki held ég þeim hafi nú fundizt það, minnsta kosti alloft hátt kaupið, sem við fengum. — Voru þið ráðnir upp á kaup? — Já. — Hve hátt var þá kaupið? — Ég hafði kr. 300 þegar ég var í Stafneshverfinu, og þá var ég 20 ára. — Hve löng var vertíöin? — Frá miöjum janúar til 11. maí. — Hvað þyrftir þú að hafa háan hlut 1 dag, til þess að það jafngilti þessum 300 krónum? — Ég gæti trúað, að ég þyrfti að hafa minnst 60 þúsund. Fyr- ir þessar þrjú hundruð krónur keypti ég tvö gæðingsefni og að því mér skilst, þá eru þau býsna hátt metin í dag, en þó ég nefni þetta til samanburðar, þá er sjálfsagt hægt aö nefna margt fleira, er ef til vill sannar þetta ennþá betur. Þegar faðir minn. dó fór ég að hokra í Yztu-Görðum, flutti svo þaðan og inn á Skógar- strönd, þar sem ég bjó á Keis- bak. a í átta ár, og fluttist að síðustu svo hingað að Voga- tungu og hef verið hér í því nær 20 ár. — Kú hefur þekkt séra Árna á Stóra-Hrauni? — Já, já, hann skírði mig, fermdi og uppfræddi að öllu leyti, að siðvenju þeirra tíma. — Hvað vilt þú segja mér um lífsmynd þá, sem Þórbergur Þórðarson dregur upp af séra Árna? — Þórbergur. Ég vil segja séra Ámi sjálfur, og ég held að það sé að mörgu leyti sannleik- ur, sem gamli maðurinn dregur þar fram. Annars tel ég að hann hefði orðið mikið skáld hefði hann lagt bað fyrir sig, en það þarf þó ekki að þýða það, að bækumar séu ó- sannar. Það er misjafn sauður f mörgu fé á Snæfellsnesi eins og annars staðar, og ég segi fyr- ir mig, að ég er mjög ánægður með þá lýsingu, sem hann gefur af okkur, þvf það er eiginlega rauði þráðurinn gegnum bæk- umar, að viö höfum verið „part- iskir", baldnir og farið okkar eigin götur, en aftur á móti Árnesingar, þeir hafa bugtaö sig fyrir mönnum eins og þér og Árna Böðvarssyni. Það kann ég ekki, og vil heldur vera Snæfell- ingur. Ég þakka séra Áma fyrir það, hvem hlut hann velur okk- ur. Og það vil ég segja um Sig- urð, son séra Árna, að hann er mannval og með afbrigöum skemmtilegur. — Tæja, hvað svo um lífið " eftir að þú komst hing- að? — Ja, það get ég sagt þér, að hvorki á Skógarströnd eöa í Leirársveit hef ég fundið neinn Sigurð Árnason, og þá finnst mér vanta mikið. — Hvemig hefur svo búskap- urinn gengið hér f Vogatungu? — Þetta hafa verið slíkir vel- gengnistímar að það hafa allir drullusokkar. eins og ég, getað komizt áfram. — Velgengnistímar — Er ekki búskapurinn alltaf tómt strit. — Auðvitaö er hann alltaf strit, því bó vélarnar séu komn- ar, þá aukast bara bústörfin. — Geriö þið nú ekki of mikiö úr þessu striti? — Nei, það er helmingi meira en f gamla daga og á kreppu- árunum, og nú er komið svo, að þreytan er orðin það mikil, að maður vaknar nær jafnaumur að morgni og maöur leggst fyr- ir að kvöldi. Þegar ég var unglingur, þá voru bændur í mínu héraöi flest ir með þetta 50—70 ær og tvær kýr, kannski með hóp af uppkomnum börnum, sem öll voru heima. — Þeir ríkustu voru þá með allt að 300 ær og 4—5 kýr. Höfðu þrjá vinnumenn og þrjár vinnukonur. Þeir stóöu lfka á stéttinni fyrir utan dyrn- ar og vöppuðu bar með hendur f vösum allan daginn. — En nú eru aðrir tfmar. Nú er bóndinn með 250—300 ær óg 20 kýr, aleinn, með krakka til að vera á ökutækjunum. Öll erfiðustu verkin veröur hann að gera sjálfur. Moka öllu heyinu sem moka þarf og svo þegar því er lokið, þá er að hirða fjósið kvölds og morgna, enda er þaö svo, að flestir bændur eru famir aö láta á sjá, þegar þeir eru fertugir. — Er nauðsynlegt fyrir bónda, sem ekki hefur mjög stóra fjölskyldu að hafa þetta mikið bú, sér og sínum til framfær- is? — Ég segi bara mfna eigin reynslu. Ég þarf helmingi stærra bú núna en fyrir 10 árum, til þess að geta lifaö og staðið i skilum framkvæmdalaust. — 300 ær og 20 nautgripir svara nú talsverðum tekjum. — Já, en fóðurbætis og áburö arkaup eru geysilegir kostnaðar- liðir og vaxandi dýrtfð reynir bóndinn að mæta með því að fjölga búpeningi. — En gerir hann sér þá ekki jafnframt grein fyrir því, að sú fiölgun komi fram f auknum arði, sé það ekki, viröist mér hún aðeins skapa aukin umsvif og tilgangslaust erfiði. En er það nú ekki svo, að þessi mikli munur, sem þú talar um liggi að stórum hlut f auknum kröf- um til lífsþæginda og ýmissa þeirra hluta, sem engum datt f hug að veita sér þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann en 10—20 ár? — Jú, því verður ekki neitað, að við fáum ekki fólk til aö sætta sig við það í dag, sem áður var talið hverjum manni fullkosta, og dettur engum f hug. Og ég held að ef framund an sé ástand svipað 'því sem var á kreppuárunum, þá verði eitthvað sögulegt með unga fólkið. — Það er ég ekkert viss um. Og trúað gæti ég því, að það tæki jafnvel betur á móti erfið- leikunum. en þeir sem uxu upp og duttu niður í gulldýki her- námsáranna, og sköpuöu sér lífsvenjur í samræmi við það. — Já, það má vera, en ungt fólk í dag veit f fæstum tilfellum hvað það er að skorta fé og þurfa að spara. Það er mjög ungt þegar það bindur sig sam- Iífsböndum. — Og hvað verður svo um heimilisánægjuna þegar allt í einu verður fjár vant. Áöur geröu menn sig ánægöa með lítið, og ég get enn þann dag í dag stillt mínum kröfum mjög við hóf. — Hvað ert þú með stórt bú í Vogatungu nú? — Það er nú ekki stórt, ég er einn af þeim minni. Héraðið hér sunnan Skarðsheiöar er mjög gott og flest allir efna- bændur. Þó ég hafi aldrei getað orðið meðalmaður í þeirra hópi. — Þú telur þig þá ekki efna- bónda? — Nei, síður en svo. — Hvaö þarf bóndinn að eiga til aö telja sig efnabónda? — Hann þarf að eiga þaö sem hann hefur handa f milli svo aö segja skuldlaust. — Hvað heldur þú að það sé stór hluti af þjóðinni, sem á skuldlausar þær eignir, sem tald ar eru hverjum einstaklingi? — Ég get svo sem trúað að þeir séu ekkert ýkja margir, og ég veit það eru mörg héruð, sem eru ekki eins vel stæö og þetta hérað hér, og það er bara fyrir ræktunina, áður en hafizt var handa í þvf efni, áttu bænd- ur hér ekki málungi matar. — Fátækt var mjög mikil. Beiti- löndin hér eru mjög léleg. — 'p'rtu nokkuð svartsýnn á framtíöina? — Já, ég held þetta sé allt að fara til fjandans. — Er nú ekki búið að hag- ræða svo ýmsu í þjóðfélaginu, að auöveldara sé aö mæta á- föllum en áður var? — Ja, ég þekki bónda, sem búinn er að búa mjög vel í hag- inn fyrir sig hvað snertir allar verklegar framkvæmdir, en hann er flosnaður upp og allt tekið af honum vegna skulda. Hann á ekki heima sunnan Skarðsheiðar, en tilheyrir samt fslenzkri bændastétt. — Þess háttar dæmi er hægt að nefna úr öllum stéttum og hefur verið á öllum tímum. — Já, hvað einstaklinga snert ir, en ég er hræddur um heild- ina, óttast um þjóðarhag, nema á verði stórfelldar breytingar frá því sem nú er, og mér finnst þjóðarbúskapurinn sýna mér allt aö því sömu mynd og ég var að gefa af þessum bónda. — En þjöppum við okkur þá ekki betur saman, bítum á jaxl- inn. og göngum í fylkingu til móts við örðugleikana? — Það verðum við að vona í lengstu lög.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.