Vísir - 17.02.1968, Side 8

Vísir - 17.02.1968, Side 8
8 V1SIR. Laugardagur 17. febrúar 1968, VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Verzlunarfrelsi \ Blöð stjórnarandstöðunnar hafa oft deilt á ríkis- ) stjórnina fyrir það, hve mikið væri flutt inn af óþörf- \\ um varningi, sem þau nefna svo. Allir vita, hve kexið (( hefur verið mikill þyrnir í augum ritstjóra Þjóðviljans, /f svo að eitt dæmi sé nefnt. En af innflutningsfrelsi leið- /# ir óhjákvæmilega, að ýmsar vörutegundir, sem hægt væri að komast af án, eru keyptar inn. í því er mun- urinn á verzlunarfrelsi og höftum m. a. fólginn. Þegar (( innflutningur er frjáls eru lífskjör fólksins að sama // skapi betri, og þar af leiðandi veitir það sér meira. Það ) vill hafa úr miklu að velja. En þétt þar slæðist með ) sitthvað, sem kalla má óþarfa, sparast líka oft nokkur \ gjaldeyrir við það, að innfytjendur geta leitað fyrir ( sér og keypt þar sem verðið er hagstæðast og varan ( bezt. / Það er rétt, að innflutningsfrelsi getur komið illa ) við sumar greinar innlends iðnaðar, en auðvitað fyrst ) og fremst þær, sem ekki eru samkeppnisfærar um \ gæði við erlendan iðnað. í því sambandi er þó rétt að \ minna á, að íslendingum hættir enn allt of mikið til ( þess að trúa því, að útlendar vörur hljóti alltaf að ( vera betri en innlendar. Þetta er stundum rétt, en ekki ) nándar nærri alltaf. Margar greinar íslenzks iðnaðar ) standast fullkomlega samanburð við þær útlendu. \ Sé verzlunarfrelsið misnotað, er það fyrst og fremst \ sök almennings í landinu. Enginn neyðir fólk til að ( kaupa óþarfa, og innflytjendur munu fljótlega kippa ( að sér hendinni um innkaup á vörum, sem ekki seld- / ust. ( Sagan sannar að það er alltaf vandfarið með frelsið. ( Mörgum þjóðum, og ekki sízt okkur íslendingum, / hættir til að gleyma því, að góðæri varir ekki nema ) skamman tíma. Þar skiptast á feitar og magrar kýr, \ eins og í draumi Faraós forðum. Og það er orðinn \\ þjóðarlöstur hér, hve gáleysislega er farið með pen- (í inga, þegar fólki finnst það hafa nóg af þeim. Spar- (( semi er orð, sem allt of margir telja úrelt hugtak, og sú )/ fáránlega skoðun er mjög útbreidd meðal yngri kyn- slóðarinnar, að það sé þýðingarlaust að vera að leggja (í fyrir fé. Þvert á móti sé rétta leiðin að velta sér áfram (j á víxlum! En þegar við hin eldri deilum á unga fólkið ) fyrir þessa skoðun, skulum við þó minnast þess, að ) það erum við sjálf, sem höfum alið það upp. \ Það fellur sjálfsagt ekki í góðan jarðveg hjá ölium ( þorra fólks, að segja að núverandi erfiðleikar hafi ver- ( ið orðnir tímabær reynsla fyrir þjóðina. En sannleik- ( urinn er sá, að góðærið var að leiða hana á villigötur. ) Hafði raunar þegar gert það. Manneðlið breytist furðu ) lítið, þótt aldir renni. Það er a. m. k. svo að sjá, að \\ við íslendingar þolum ekki öl'lu meira en sjö „feitar (( kýr“ í samfellu. (( morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlc . X . . ■X’W'. .. . . . v.v...v.v.'.-.\. WAWWW.fev Flóttafólk I Hue. Orustan um Hue — borg ógnanna — stendur enn • í gær var ekkert lát á skot- hríð á stöðvar Norður-Víet- nama í Hue — borg ógnanna — eins og hún er kölluð í fréttun- um, þar sem fólk flýr í skelfingu og reynir að finna sér éitthvert skjól. Herskip úr Sjöunda flotanum halda áfram skothríð sinni, en varnir Norður-Víetnama hafa ekki bilaö. Það eru nú 18 dagar síðan þeir náðu gamla borgar- hlutanum á sitt veld. Varncrlið- inu er mikil hlífð í hinum þykku virkismúrum, sem éru um 2 metrar á þyki^, en skoLúr risa- stórum^faflbyssum orustúskípa hafa ekki enn rofið skörð í þá. En Norður-Víetnamar halda einnig uppi skothríð á stöðvar Bandaríkjamanna, einkanlega á svæði nálægt brú yfir Parfume- ána, en yfir þetta svæði hefur bandaríska liðinu verið sendur liðsauki. Ekki hefur þess orðið vart, að Norður-Víetnamar í þessum borgarhluta hafi fengið liðsauka. Bandarískur talsmaður telur, að 22.504 Noröur-Víetnamar hafi fallið í bardögunum I borg- inni, en skýrsla um manntjón Bandaríkjamanna verður ekki birt fyrr en orustunni um Hue er lokið. Parísarviðræðunum lokið Samkomulag milli Kiesingers og de Gaulle leiðir til að hjálpa Bretlandi að uppfylla skilyrði til aðildar að EBE — Með jbv/ er „sópað til hliðar" áætlun Beneluxlandanna ♦ Viðræðum de Gaulle Frakk- landsforseta og dr. Kiesing- ers forsætisráðherra Vestur- ÞýzkalandS og ýmissa helztu ráðunauta þeirra var haldið á- fram í gær. 1 fyrradag var byrjað að ræða vestur-þýzkar tiMöguleiðir til þess að auðvelda aðild Bret- lands að Efnahagsbandalaginu (EBE), er þar að kemur. Fundir i gær stóðu 3 V5 klst. og var þvi lýst yfir, að tillögurnar væru í samræmi við skoðanir de Gaulle forseta. De Gauile gerir sér vonir um, segir í NTB-frétt frá París, aö samkomulag geti náðst um eitt- hvert aðildar-form fyrir Bret- land, írland, Noreg og Dan- mörku, þar ttl þessi lönd geti fengið fulla aðild. Þeir, sem vinna að þessum málum, halda því fram, að nánari tengsli Bret- lands og hinna landanna þriggja að EBE mundi leiða til aukinna viðskipta og tollaiækkana, en franskir embættismenn véku að þvf, að bráðabirgðaskipan á þess um grundvelli ætti að vera Bret- um í hag, ekki kæmi til mála, að ur að ekki kæmi til mála, áð Bretland tæki (á þessu stigi) nokkum þátt í samkomulagsum- leitunum við sammarkaöslöndin. Af hálfu brezku stjórnarinnar hefur verið tekið fram, að hún hafi ekki áhuga á auka-aðild, heldur fullri aðild, og það, sem fram kemur hér að ofan, sýnir í rauninni það eitt, að franska stjðrnin hefur faliizt á að ræða við þin aðildarlönd EBE um eins konar aukaaðild áður- nefndra ríkja að bandalaginu, en að undanfö.mu hafa EBE-löndin rætt þessi mál, og sat fulltrúi Frakklands ekki þá fundi. Viðræöunum var svo haldið áfram síðdegis í gær. SAMKOMULAG I framhaldsfréttum frá París síðdegis 1 gær var sagt, að dr. Kiesinger hefði tiáð fréttamönn- um, að þeir hefðu náð einingu hann og de Gaulle, um leiðir til þess að hiálpa Bretlandi til þess að uppfylla fyrr en ráð hefur verið fyrir gert skilyrðin til aðildar að EBE — hér væri um að ræða sameiginlega stefnu beggja landanna til þess að Bret- land gæti nálgazt það mark, að fá aðild að EBE. Samkvæmt yfirlýsingu um þetta samkomulag eru þeir ein huga um útfærslu bandalagsins og einkum gildi þetta um Bret land — „Og áframhald ætti að verða á þeirri þróun, sem þa> er hafin.“ Fundur þeirra um þetta stóó 3 klukkustundir. ..Frakkar og við óskum eftir að aðrar þjóðú taki þátt í samstarfinu," sagð dr. Kiesinger. Hann lét og orf' falia sem sýndu, að hið sama að gilda um þau lönd, sem einn ig hafa sótt um aðild, þ. e. Nor eg, Danmörk og íriand, þ. e. um stefnuna á breiðum grundvei til efnahaaslegrar hagræðinga- í samskiptum bessara ianda o*-’ EBE. Greinargerð verður lögð frai fyrir hin fjögur EBE-löndin 0" vestur-þýzka stiórnin mun senda sériegan sendjmann ti’ London til þess að gera greir fyrir samkomulaginu og Wili- Brandt mun gera grein fyrir mr- um á fundi EBE í Brussel 2' þ. m. „SÓPAÐ TIL HLIÐAR“ Stjórnmálaathugendur i Par ís segja, að með þessu samkom lagi sé „sópaö til hliöar“ áæt! un Benelux-landanna (Hollands. Bélgiu og Luxemborgar) um stjórnmálalegt og efnahagslegt samstarf EBE og aöildarland- anna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.