Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 17. febrúar 1968. KIRKJAN Odr Þ OLAFUR OLAFSSON: HUN ER MER KÆR SU BLESSUÐ BÓK // ■: // Cagt hefur verið: Biblían er ^ bók Jesú Krists. Er þá ekki átt viö það eitt að hann las rit Gamla testamentisins, sem var hans Biblía, og sagði um þau, líkt og sín eigin orð, að þau mundu „alls ekki undir lok líða“. Biblían er bók Jesú í þeim skilningi fyrst og fremst að hún fjallar um hann. ,,— Ritning- amar, þær eru það, sem vitna um mig“, sagði hann um Gamla testamentið. Fyrirheiti og spá- dómar um hann skapa samhengi í því mikla ritsafni. Og í Nýja testamentinu gnæfir hann yf- ir allt svo að það snýst um hann, frá upphafi til enda. — Þvi má líkja við einkennilega mynd, sem Ameríkumenn hafa gert af Georg Washington, höf- undi stjórnarskrárinnar. Stjórn- arskráin hefur veriö prentuð þannig, að mynd hans kemur skýrt fram á sjálfu lesmálinu. IÞannig má að sínu leyti sjá mynd Jesú á hverri blaðsíðu Nýja testamentisins. Af því verður það ljóst, sem guðspjallamaðurinn segir: „Eng- inn þekkir Föðurinn nema Son- urinn og sá, er Sonurinn vill opmbera hann“. —: Mt. 11, 27. Samfélag mitt við aðra menn byggist á gagnkvæmum skiln- ingi með því að tjá hugsanir, tilfinningar og vilja í orði. Þann ig talar Guð til mín fyrir Son- inn og á þann hátt, aö mér gefst „speki til sáluhjálpar fyrir trú á Krist Jesú“. Guðleg opin- berun í sköpunarverkinu og í sögu þjóða heims, nægði mér ekki. Þrátt fyrir hve dásamleg sú opinberun Guðs er, mundi ég ekki þekkja hann af henni einni, ekki fremur en ókunnan mann, sem ég hef aldrei heyrt segja stakt orð. Þekkingu á Guði öðlast ég að sama skapi og orð hans hef ur áhrif á mig. — „Þú hefur talað um fyrir mér,“ segir Jerem ía, „og ég lét sannfærast." Slík sannfæring byggist ekki á rökfærslum fyrir því að Bibl- ían sé Guös orð. Þótt óvggjandi rannanir gæfust fyrir því, að Biblían sé frá upphafi til enda óvefengjanleg, er þar með ekki sannað að hún sé Guðs orð. En nú hefur „Guð til vor talað fyr- ir Soninn". Hann er lykillinn að Biblíunni, lausn allra vanda- mála -í sambandi við hana. Þá opnast augu okkar. er við tök- um „Guðs óumræöilegu gjöf sem Biblían réttir að okkur. Biblíudagurinn er á morgun Þá verður minnzt starfsemi Hins íslenzka Biblíufélags og aðkallandi þarfar fyrir með- limafjölgun og aukinn styrk til útgáfunnar. Nú er keppt að því að koma útgáfumálum fé- lagsins í það horf að Biblían og Nýja testa- mentið verði jafnan á boðstólum alls staðar á landinu. Hélt hún fagnandi heimleiðis Um aldamótin 1800 var unglingsstúlka í smáþorpi nokkru í Englandi. Hún átti enga Biblíu. En oft fór hún langa leiö til kunningja sinna, sem áttu bókina. Þar fékk hún að lesa í henni í tómstundum sínum. Sú gleði- fregn barst aö eyrum stúlkunnar, að í bænum Bala i Wales væri hægt að fá keypta Biblíu. Fór hún þangað fótgangandi — 50 kílómetra leið. Hún kom til sóknar- prestsins og bar upp erindið. En þá var henni sagt, að búið væri að selja allar Biblíurnar. Til allrar hamingju átti presturinn eitt aukaeintak. Gaf hann stúlkunni það, og helt hún fagnandi heimleiðis meö hinn dýra fjársjóð. Frá þessu sagði presturinn á fundi í London, og þetta atvik flýtti fyrir því, að stofnað var áriö 1804 hið öfl- ugasta félag til útbreiðslu Biblíunnar, svo að nú er hin heilaga bók á þúsund tungum, og útbreiðsla hennar fer sívaxandi um allan heim. Bj. J. „Guð hefur til vor talað fyrir Soninn". Sá sem þannig þekkir Jesú kemst jafnframt að raun um að Biblían er vissuleaa Guðs orð, sannfærist um að hann er sá, sem hann sagði sig vera: Vegurinn, sannleikurinn og líf- ið, — vegurinn til Guös, sann- leikurinn um Guð og þess vegna lífið i Guði. Hann, sem „gaf sjálfan sig fyrir syndir“ mínar, varð mér vegurinn, leið til sátta við Guð. Hann opinberaði mér sannleik- ann um heilagleika og kærleika Guðs. Fyrir trú á hann öðlað- ist ég eilífa lífið, með gjöf Heilags Anda. Upp frá því hneykslaði mig ekki hin mannlega hlið Biblí- unnar. Þeir sem hneyksluðust litu svo á aö hún væri aðeins ófullkomnar hugsanir manna um Guð, en ekki boðskapur frá Guði til mannanna, guðleg opin berun í mannlegum búningi, — líkt og Guðs Sonur kom fram að ytra hætti sem maður. Þaö sem máli skintir er óskeikul- ieiki Krists en ekki einstakra orða Biblíunnar. Ég veiti honum rúm í h'fi mínu í sama mæli og orði hans. TT'ji 11 i; m ftVKSjt . í 1 Guðbrandsstofu, bækistöð Hins ísl. Biblíufélags í Hallgríms- kirkju, hitturr við hínn ötula starfsmann að útbreiðslu Guðs orðs, Ólaf Ólafsson kristniboða. Hann skrifar hugvekjuna fyrir Kiikjusíðuna í dag. — Ólafur er Borgfirðingur, f. 14. ág. 1895, stundaði nám í Hvítárbakkaskóla, útskrifaður úr kristniboðsskóla í Noregi 1920 eftir P vetra nám, síðan stund- aði hann framhaldsnám í Ameríku. Árin 1921 — 1937 var hann kristniboði í Honauhéraði í Kína, fyrstur íslendinga sendur og kostaður til kristniboðs. — Ólafur hefur ritað í blöð og samið bækur og unnið mikið að kristilegum félags- og líknar- málum. Kona hans er Herborg Josefsdóttir Eldevik bónda í Orkdal í Noregi. Vitnisburður Ofstopafullur uppreisnarmað- ur gegn þjóðfélaginu hafði tekið út ianga refsingu í New York. Hann hraðaði sér á fund fyrri glæpafélaga. Á leiðinni stal hann úr vasa vegfaranda eins peningaveski — að hann hélt, laumaðist inn á milli trjáa í Central Park og kannaði feng- inn. Þetta var þá Nýja testa- menti. Þrátt fyrir vonbrigði og gremju fór hann að lesa það. Og hann las lengur en hann hafði ætlað sér, gleymdi stað og stund — og las þangað til á- form hans breyttust, breyttust um alla framtíö. Hann leitaði uppi bækistöðvar aðalpaura glæpaflokksins og sagði: „Ég er kominn til þess aö kveðja ykkur.“ Ebenesar Henderson. Með prestum í Skaftárþingi Jþegar Ebenesar Henderson fór um Vestur-Skaftafellssýslu síðsumars 1814 hitti hann flesta presta héraðsins. Hann kom austan yfir Skeiðarársand að Kálfafelli til sr. Jóns Jónssonar, tengdasonar sr. Jóns Steingríms sonar, sem „tók mér hið bezta. Tjaldaði ég skammt fyrir sunn- an kirkjuna." „Hann virðist meir lifandi og starfandi i trú- arlegum efnum en fjöldinn af, stéttarbræðrum hans. Framtak Biblíufélaganna vakti aðdáun hans, og hrós hans og þakklæti til þeirra var mælt af djúpri tilfinningu." Úr Fljótshverfi lá leið Hend- ersons út Síðu, suður Landbrot, í Meðalland, að Hnausurrí. Þar býr annar sr. Jón Jónsson, bróð- ir Steingríms biskups. „Hann hafði þegar fataskipti, -söðlaði hest sinn og kom með mér til að vísa mér veg yfir Kúðafljót. Á leiðinni snerist samtalið aö vonum um það, hvernig ástatt væri um Biblíuna meðal sóknar- fólks hans. Var mér raun að heyra það, aö enda þótt mann- fjöldi í sókninni sé yfir hálft þriöja hundrað er ekki Biblían til á nema sex heimilum." — Á Mýrum í Álftaveri býr sr. Sigurður Thorarensen (síðar í Hraungerði). „Þar tjaldaði ég á grænni flöt að húsabaki. Við- tökurnar, sem ég fékk, voru svo alúðlegar að af bar, og mér var bví nær undir eins færð volg mjólk, en hana kaus ég mér á- vallt hvar, sem ég kom að kvöldi dags. . Sr. Sigurði var þaö mikið gleðiefni að eiga það í vændum, að þörfum sóknar- barna hans yrði fullnægt, og hann fullvissaði mig um, að hann mundi brýna það fyrir þeim, hve. mikilvægt þag væri að þau læsu Ritninguna og sömu leiðis hvetja þá, er á því hefðu efni, að kaupa hana handa sér og börnum sínum .. . Um hádegi daginn eftir lagði ég upp frá Mýrum í fylgd meö tveim prestum (sr. Jón hafði gist þar), sem báðir vildu endi- lega fara með mér til Víkur. Reyndist þetta ennþá ánægju- legra fyrir þá sök, að skemmti- Iegar samræður tókust um það hve mikilvægt hirðisstarfið «sr. hvílík ábyrgð hvílir á prestin- um að rækja það vel, og hve nauðsynlegt það er, að hann sé trúaður og stöðugur í bæninni til þess að hann geti réttilega gert sér von um árangur." (Ferðahók Hendersons) !■■■■■! I ■ ■ ■ ■ • I ,.V.V.V.V.,.VAV.V.V.,.VÁ.,AVAVA,.W1V.V*>.,ÁV.VV.,.,.,.V.,,V.,.V.V.W.,.V.V.V.V.V.,.V.V,V.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.