Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 17.02.1968, Blaðsíða 13
V í S í R. Laugardagur 17. februar rSóo. 13 msss Tllð árlega skákmót í Hast- A ings olli að þessu sinni niikl inn vonbrigðum. Boðið hafði ver ið til mótsins fjórum skák- meisturum, Stein, Suetin, Hort og Gheorgiu. Áttu þessi frægu nöfn ásamt ungum og efnileg- um enskum skákmönnum, að vera trygging fyrir jafnri og skemmtilegri keppni. Jöfn varö keppnin óneitanlega, en ekki að sama skapi skemmtileg. Stór- meistaramir fjórir gerðu allir jafntefli innbyrðis, um eða inn an við 20 leiki og unnu síðan skák og skák af neðri mönnum. Enginn af fjórmenningunum tók á sig neina áhættu og eins og eftir þegjandi samkomulagi uröu þeir, allir jafnir og efstir með 6 vinninga af 9 mögulegum. Skák- mótið olli nokkmm úlfaþyt, m. sl sagöi stjómandi mótsins, F. Rhoden, af sér í mótmælaskyni við hin svoköiluðu stórmeistara- jafntefli. Rhoden féllst þó síðar á að draga afsögn sina til baka, en Rhoden hefur unnið ómetan- legt starf í sambandi við Hast- ingsskákmótin. Eins og kunnugt er varð Bent Larsen efstur í Mallorca-skák- mótinu, % vinning fyrir ofan Botvinnik og Smyslov. Þótt Lar- sen yrði Botvinnik hlutskarpari að þessu sinni, hafði Botvinnik ánægjuna af því að sigra Larsen í skák þeirra. Fer skákin hér á eftir. Hvítt: Botvinnik • Svart: Larsen lw.«4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. 0-0 0-0 6. b3 Botvinnik velur hér leið sem hann hefur oft teflt á skákmót- um í Sovétríkjunum með góð- um árangri. 6.... c5 Annar möguieiki var 6 ... d4 7. Bb2 Rc6 7. Bb2 Rc6 8. e3 b6 9. Rc3 Bb7 10. d3 Hc8 11. Hcl Hc7 12. De2 Hd7 Svartur er hér í nokkrum vand- ræðum. Svarta drottningin á fárra góðra reita völ og hrók- urinn á d7 er ekki vel settur. 13. Hedl He8 14. cxd Rxd Larsen hefur líklega óttazt eftir 14.. . exd 15. Bh3 d4! 16. Re4 Hc7 17. exd cxd 18. Dd2 og hvítur stendur betur. 15. RxR HxR 15 ... exR 16. d4 Bf8 heföi ver- iö öruggari leið fyrir svartan. 16. d4 Da8 17. dxc HxHt 18. HxH Bxc 19. Rg5 h6 20. Re4 Bf8 21. Hd7 f5 22. Rd6? Hér missir Botvinnik af skemmti legum vinningsleiðum. T. d. 22. Rf6t! gxR 23. Dh5 He7 24. BxR BxB 25. Dg6t Hg.7 26. HxHt BxH 27. Bxf Df8 28. BxB DxB 29. Dxet Eða: 22. Dh5! He7 23. HxH RxH 24. Rd6 BxB 25. Df7t Kh7 26. Bxg! 22.. . BxR 23. HxB Rd4! 24. HxR BxB 25. Hd7 Bh3? 26. f3 Hd8 27. Hxgt Hér var Dd2! fljótlegri vinnings- leið. T. d. 27... HxH 28. DxH Df8 22. Dxa. 27 ... Kf8 28. Hh7 Dd5 29. Kf2 Ddl 30. Hh8t Kf7 31. HxH DxH 32. Dc2 Dd5 33. Dc7t Ke8 34. Db8t Kd7? 34.. . Dd8! 35. DxDt KxD 36. g4 fxg 37. Kg3 h5 38. Kh4 hefði gefið svörtum meiri von. 35. Dxat Kc8 36. Da6t Kc7 37. Dc4t! DxD 38. bxD Kc6 39. Bd4 h5 40. a4 Kc7 41. c5 bxc 42. Bxc Kc6 43. Bb4 Kb6 44. g4 hxg 45. Kg3 e5? 46. e4 fxe 47. fxg. Og hér gafst Larsen upp. FRÁ TAFLFÉLAGI REYKJAVÍKUR Ungur færeyskur skákmaður, Rubek Rubeksen, er væntanleg- ur hingað til lands £ boði T.R. 1 sambandi við komu Rubeks gengst T.R. fyrir 7 umferða Mon rad móti. Leiknir verða 36 leik- ir á 1 y2 tíma og skal skákinni síðan lokið á y2 tíma. Mótið hefst 20. febrúar og er öllum meistaraflokksmönnum T.R. heimil þátttaka. Þátttaka í mót- inu tilkynnist stjórn T.R. sem , allra fyrst. Nokkur atriði varðandi ir Jóhann Sigurjónsson. / 7.V.V.V.V.V.V.V.,.V.VAV.VAV.V.V.V.,i Vegalengd sú, sem bifreið fer frá því ökumaður skynlar skyndi- lega þörf á hemlun og þar til hún hefur numið staðar, er kölluð stöðvunarvegalengd. Stöðvunarvegalengd bifreiðar er misjafnlega löng eftir aðstæöum Auðvelt er að gera sér grein fyrir því, aö stöðvunarvegalengdin eykst viö aukinn hraða bifreiöarinnar, en minnkar við minni hraða bifreiðar. Sem dæmi má t.d. nefna, aö stöðv- unarvegalengd bifreiðar sem ekið er með 70 km. hraða á klst. eftir þurrum malarvegi er GGl/2 m, en sé hraði bifreiðarinnar aftur á móti helmingi minnl, eða 35 km á klukkustund, er stöðvunarvega- lengdin „aðeins“ 21 m. Stöðvunarvegalengd = viðbragðs- vegalengd + hemlunarvegalengd. Stöðvunarvegalengdinni er venju lega skipt £ tvo hluta, þ.e. við- bragðsvegalengd og hemlunarvega lengd. Viðbragðsvegalengdin er raunverulega mælikvarði á við- bragðsflýti eða snarræði öku manns. Allir ökumenn vita aftur á móti, að það eru margvisleg og margs konar atriði, sem hafa áhrif á snarræði þeirra. Þreyta, áfengis- nautn o. fl. sljógvar öll skilningar- vit og dregur stórlega úr athygl- inni, sem aftur dregur stórlega úr snarræði ökumanns. Þekking manna á umferðarreglum og gott likamlegt ástand þeirra, eykur snar ræði og athvglisgáfu og minnkar þar með viðbragðsvegalengdina. At huganir eftir árekstra hafa leitt í ljós, að alít að 9 sek. geta liðið frá þvi ökumaður skynjar hættu og þar til hann stígur á fóthemil. Gott líkamlegt ástand ökumanna, ásamt hugariafnvægi þeirra minnk- ar þvi viðbragðsvegalengdina. Hemlunarvegalengdin er aftur á móti mælikvarði á hæfni og út- búnað bifreiðarinnar og ástand vegarins. Ýmis augljós atriði hafa áhif á hemlunarvegalengdina og má þar m. a. nefna hraða ökutæk- isins, er hemlun hefst, halla vegar- ins, gerð hemlabúnaðar, tala þeirra hjóla sem hemlað er, gerð hjól- barða etc. Nú á þessum tíma árs- ins eru það einkum þrjú atriði, sem ökumenn ættu að athuga gaumgæfi lega varðandi hemlun og hemlunar- vegalengdir. Eitt þessara atriða á reyndar bæði við vetrarakstur og sumarakstur, en það er hraði öku- tækisins. Með auknum hraða ökutækis- ins eykst hemlunarvegalengd, en hún minnkar, sé hraði ökutækis- ins minnkaður. Sem dæmi má nefna, að sé bifreið ekið með hraö- anum 70 km. á klst. er hemlunar- vegalengd hennar undir ákveðnum kringumstæðum 49 m, en sé hrað- inn minnkaður um helming, niður í 35 km á klst., en aðrar aðstæður haldast óbreyttar minnkar hemlun arvegalengdin í 12,25 m. Samband hraða bifreiðarinnar og hemlunarvegalengdar hennar ættu ökumenn því ávallt að hafa í huga. Ástand vegar hefur mjög mikil áhrif á hemlunarvegalengdir bifreið ar, sem eftir honum ekur. Auðvelt er að gera sér í hugarlund, að bif- reið stöðvast á skemmri vegalengd á þurru malbiki en t.d. ísuðum + 10. síðu. Greinileg hemlaför á þurru malbiki. Góöur ökumaður metur rétt vegalengd þá, sem nauðsynleg er til að stöðva bifreiðina. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.