Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 3. apríl 1968. Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson RitsríOri: Jónas Kristjánsson ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Frettastjón: Jon Birgir Pétursson Ríístjornarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis - Edda hf. Samtvinnað atvinnulíf Ríkisstjórn Ólafs Thors, eða viðreisnarstjórnin, eins og hún er jafnan nefnd, hafði þá fyrirhyggju að huga aö fjölþættara atvinnulífi í framtíðinni til þess að treysta öryggi og afkomu landsmanna. Bjarni Benediktsson, sem þá var iðnaðarmálaráð- herra, setti á laggirnar stóriðjunefnd til þess að kanna til hlítar möguleika okkar til stóriðjuframkvæmda. Aðrir höfðu hugsað á sömu lund áður, en til fram- kvæmda hafði aldrei komið. Það féll síðan í hlut núverandi iðnaðarmálaráð- herra, Jóhanns Hafstein, að ljúka stóriðjusamning- unum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en á þeim grund- vallast stórvirkjun í Þjórsá við Búrfell, álverksmiðju- byggingar við Straumsvík og hinar miklu hafnarfram- kvæmdir þar. Ráðagerðir og framkvæmdir byggðust á því raun- sæja mati, að svipull er sjávarafli og að mjög einhæft atvinnulíf er lítilli þjóð í örum vexti hættulega ótryggt. Þetta hefur síðan komið greinilega á daginn. Þegar verið var að undirbúa og koma samningum um stór- iðju á lokastig, var mjög gott árferði, góður sjávar- afli og síhækkandi verðlag á erlendum mörkuðum. Þetta reyndu skammsýnir og miður sanngjarnir stjórnmálaandstæðingar að nota sem vopn gegn á- formum ríkisstjórnarinnar. Talað var um vantrú á íslenzku atvinnuvegunum, einkum sjávarútvegi, og nú ætti að eyðileggja hann með því að soga vinnu- aflið frá honum í aðrar atvinnugreinar. Þetta þótti hljóma allvel þá og margir máttarstólpar í íslenzkri útgerð bitu á agnið. Auðvitað gat aldrei hugsazt, að nýjar atvinnugreinar yrðu hinum eldri fjötur um fót, þvert á móti. Fyrir stjórnarandstöðunni vakti líka, sannast bezt að segja, aldrei annað en að tefja málin, ef vera kynni, að hún síðar meir gæti orðið með í spilinu og þakkað sér verkin. Það er kaldranalegt að segja svo, eh þetta er umbúðalaus sannleikur. Nú er framhald stóriðju og hvers konar nýrrar iðju og iðnrekstrar það, sem mestu máli skiptir. Bretar hafa skuldbundið sig'til þess að greiða úr ríkissjóði 40% stofnkostnaðar við byggingu álverksmiðju, ef er- lend fyrirtæki gætu þá freistazt til slíks framtaks í landi þeirra, til eflingar atvinnulífi og framleiðslii. Aðrar þjóðir hafa slegið stórlega af fyrra rafmagns- verði í sama tilgangi. Allt gerir þetta aðstöðu okkar miklu erfiðari hér eftir en áður, en staðfestir um leið, hversu hagstæðum samningum við náðum við sviss- neska fyrirtækið og að þeirri samningagerð varð lok- ið á elleftu stundu. Iðnþróun landsins í framtíðinni er eitt mikilvægasta málefni þjóðarínnar. í senn treystir iðnþróunin öryggi þjóðarinnar og eflir hinar atvinnugreinar landsmanna, sem þjóðin hefur byggt upp og verður enn að byggja á. Listir--Bækur-Mermingarmál Loftur Guðmundsson skrlfar leiklistargagnrýni: HIIÍÍiÍilÍÍÍIiÍ: i' : Atriði úr Pésa prakkara. Barnaleikhúsið oð Tjarnarbæ: Pési prakkari eftir Einar Loga Einarsson Leikstjóri: Inga Laxness /^róskan í íslenzkri leiklist er mikil um þessar mundir. Sennilega verður ekki tölu á þá komið, sem leggja að einhverju leyti stund á leiklist um þessar mundir, ný leiksviðsverk leljast , ekki lengur til tíðinda, nýir og efnilegir höfundar eru að verða álíka fjölmennur hópur og ljóð- skáldin áður. Þetta er gott og blessað, jafnvel þótt ekki sé allt fyrir ofan meðallag, þessi al- menni áhugi, þessi almenna til- raun, ef svo mætti að orði kom- ast, leiðir fyrr eöa síöar fram á sjónarsviöið hæfileikamikla ein- staklinga, sem vinna eftirminni- leg afrek. >eir geta risið upp þegar minnst varir og öllum aö óvörum, en þeir geta líka klifið brekkuna hægt og smám saman upp á tindinn. Þannig er það : aliri list. Aðalatriðið er það, að öllum, sem hafa löngun og hæfi- leika, gefst kostur á að afla sér þekkingar, þjálfunar og reynslu, og að þeir eigi að mæta skilningi, áhuga og sanngirni. Með til'ljti tll þessa ber aö fagna þeirri tilraun nokkurra ungra áhugamanna um leiklisjt að stofna hér bamaleikhús. Að vísu hefur bæöi Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavikur munað eftir yngstu kynslóöinni og sýnt barnaleikrit áflega aö undan- fömu — við mikla aðsókn, og fögnuð hinna ungu áhorfenda. En bamaleikhúsið á fullan rétt á sér engu að síður, ekki hvað sízt vegna þess, aö þar er á ferðinni ungt fóik, sem virðist hafa sett sér það markmið að gefa yngstu kynslóðinni ekki að- eins kost á aö sitja á áhorfenda- bekk, hfeldur að koma fram á leiksviði sem virkir þátttakend- ur. Verði framhald á þessari starfsémi, og vonandi er aö svo veröi, þá er aldrei að vita nema að einhverjir þeirra, sem þar stíga sín fyrstu skref á leiklist- arbrautinni, eigi eftir að láta þar til sín taka svo um munar — hvernig svo sem til tekst í fyrsta skiptið. Frá þessu sjónarmiði finnst mér að líka beri að lfta á frum- raun hins nýstofnaða bamaieik- húss. Fáir eru smiðir í fyrsta sinn, og mikilvægast aö ásetja sér að gera betur næst, en missa ekki móöinn. Fyrsta viðfangsefn- ið, „Pétur prakkari", eftir Ein- ar Loga Einarsson, er ekki galla- laust verk, enda mætti minna gagn gera, en sem slíkt hefur það þann kost, sem allt veltur á — það er vel við hæfi yngstu kynslóöarinnar; fjörmikiö, alltaf eitthvað kátbroslegt að gerast. Leikritið er sett saman úr stutt- um myndum, sem hver um sig gæti verið sjálfstætt atriði — eins konar „revýa“ — og fyrir það verða hvergi dauðir punkt- ar, því að hvert atriði hefur sína spennu og lausn. Sennilega er þetta einmitt æskilegasta formið fyrir yngstu leifchúsgest- ina; ekkert sem dregst á lang- inn, alltaf ný og ný mynd. Að- alleikararnir eru sjálfir böm að aldri, en standa sig af mikilli prýði, og leynir sér ekki að leik- stiórinn, frú Inga Laxness, hefur leiðbeint þeim af elju og lagni. Þau höfðu sjálf ákaflega gaman af að leika, og öll framkoma 15. maí 1943 var Færeyinga- félagið í Reykjavík stofnað. Tilgangur félagsins var og er sá, að fá Færeyinga á íslairdi til að vinna saman að sameiginleg- um áhugamálum, varöveita þjóð ernið og vera tengiliður milli íslenzku og færeysku þjóðar- innar. í tilefni afmælisins mun fé- Iagið gangast fyrir veizlu að þeirra var frjáls og óþvinguð, og tóku þeim heldur eldri leik- urum, sem þama fóru með hlut- verk, f rauninni fram um flest. Guðmundur Þorbjömsson leik ur Pésa, aðalprakkarann. Fram- sögn hans er mjög skýr o^ skil- merkileg, og sama er að segja um félaga hans, Gunnar Birgis- son sem leikur Fríssa og Ragnheiði G. Jónsdóttur, sem leikur Sollu, og sýnir það enn vandvirkni leikstjórans. Guðjón Bjamason leikur Þorgeir heldur vitgrannan náunga, og tekst sómasamlega. Lilja Ol&- dóttir leikur þvottakonu, en þeir Hannes Ragnarsson og Grétar Hjaltason, stæðilega lögregh*- þjóna. Mér fannst leikur þeirra þriggja ekki eins vel unninn og prakkaranna þriggja. Ég þykist áður hafa séð þess merki, að ungu fólki láti yfirleitt ekki sem bezt að leika fyrir böm. Hins vegar tekst eldri leikurum það oft með ágættim — eldri leikur- um og bömunum sjálfum. Skýr- ingin á því fyrirbæri er kannski nærtækari en margur heldur. Ungu fólki hættir við að líta á böm sem „krakka“, til að full- vissa sig um aö þaö sé sjálft orðið fullorðið. Ég er ekki í neinum vafa um að „Pési prakkari** á vinsældir fyrir höndum. Vonandi veröur sömu sögu að segja um hið ný- stofnaða bamaleikhús. Hug- myndin er góð og timabært aö hrinda henni f framkvæmd, og svo vel er að mörgu leyti af stað farið, aö það vekur góðar von- ir um framhaldið. Hótel Borg næstkomandi laug- ardagskvöld 6. apríl. Heiðursgestur félagsins verð- ur prófessor Ohr. Matras og frú. Prófessor Matras mun meðan hann dvelur hér á landi halda fyrirlestur í Félagl lsienzxra fræöa. Félagið hefur gefið út lítið af- mælisrit, þar sem bæði íslend- ingar og Færeyingar minnast stofnunar félagsins svo og sam- skipta Færeyinga og íslendinga. / Færeyingafélagið í Reykjavík 25 ára

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.