Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 03.04.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Miðvikudagur 3. apríl 1968. Miklar umferðarbreytingar á Akureyri vegna H-umferðar Talsverðar breytingar verða gerðar á akstursstefnum á göt- um Akureyrarkaupstaðar, vegna hægri umferðarinnar og hefur skipulag breytinganna nú verið endanlega ákveðið og munu þær hinar mestu 1 íslenzkum kaup- stað. Akstur inn í bæinn úr norð urátt, verður nú mun eðlilegri en áður, en vegfarendur geta ek- ið Glerárgötu og Hólabraut að Ráðhústorgi og síðan suður Hafnarstrætið, sem er aðalverzl unargata bæjarins, en áður var einstefnuakstur á þeirri götu úr suðri og urðu þeir vegfarendur sem komu úr norðurátt (t. d. frá Reykjavík), að aka Glerár- götu, Geislagötu, Skipagötu og Kaupangsstræti til þess að kom- ast inn í Hafnarstræti og aka það í norðurátt og urðu þar af leiðandi að fara stóran hring um bæinn, ef þeir ætluðu áfram suður Eyjafjörð eftir viðkomu í bænum. Margar fleiri breyting- ar verða að sjálfsögðu gerðar á akstursstefnum t bænum, en of langt mál yrði að telja þær upp. Lesendur Vísis geta væntanlega áttað sig á kortinu sem fylgir þessum lfnum, en þess má að lokum geta, að óhjákvæmilegar framkvæmdir, sem ráðast þarf í eða flýta, vegna H-umferðarinn- ar á Akureyri, eru áætlaðar um 2,2 milljónir aö kostnaði. Þar af leggur H-nefndin fram kr. 600 þúsund og lánar 1 milljón. McCarthy — 1. stðu. og Wallace 3.193 atkvæði og Humphrey 2.383. Republikanar: Nixon 371.432 (80%) Reagan 48.968 (11%) Stassen 27. 281 (6%) og Rockefeller 6.939 og Wallace 1.305 (Harold Stassen fyrrverandi ríkisstjóri er vanur að fara af stað I hvert sinn sem lagt er út í kosningabaráttu, enda stund um kallaður „eilífðarkandídatinn") 31. f.m, var birt yfirlýsing frá skrifstofu Roberts Kennedy í Wash ington þess efnis, að hvetja kjósend ur í Wisconsin til þess að kjósa Eugen J. McCarthy í forkosning- unum. 1 þessari yfirlýsingu sagði Robert Kennedv: Það yrði að mínu viti, áhrifaríkast til framdráttar hinni nýju stefnu sem stefnt er að í kosningabaráttu minni. Isinn — m-> i. síðu Straumnesi og frá Straumnesi er ísinn landfastur um 5 sjómílur út og nær lengra út eftir því sem f jær dregur. .'rá Dalatanga segir að ís- spangir og jakahrafl sé frá Glett- inganesi allt suður að aust-norð- austri frá vitanum um 8—10 km frá landi. Stakir jakar á siglinga- leið eins langt og sést. 1 Grímsey er ísinn óbreyttur, en þess má geta að hann barst nokkuð frá eyjunni í fyrrinótt með straumnum, en færðist svo aftur nær eyjunni i gær. Frá Siglunesi í morgun segir að ísinn sé það þéttur að siglinga- Ieið virðist ófær. Viö Hrauntanga hefur ísinn lítið breytzt, en þó gliðnað lítilsháttar. Frá Kvígindis- dal fréttist f gærmorgun að hafís- inn væri farinn. Engin breyting er á ísnum við Hornbjarg, en frá ‘Galtarvita hefur ísinn borizt undan landi og eru þar strjálir jakar á siglingaleið. Fóðurkorn — m-> i6. síðu. — Þessa lækkun er hægt að framkvæma vegna þess, að við flytjum komið inn laust, í stað þess að flytja það inn í sekkjum, eins og áður var gert, sagði Leifur. Lækkunin á hveitikorni nemur nú rúmum 1100 krónum pr. tonnið, en áður höfðum við lækkað bland- að hænsnakom og einnig maískurl. Mjólkurfélag Reykjavíkur rekur nú kornmyllu, fóðurbiöndun og köggl- unarverksmiðju og gera þær sitt til að gera verðlækkunina mögu- lega. — Hvaðan er kornið flutt inn? — Við flytjum það aðallega frá Bandaríkjunum og Rotterdam. Fyr- ir ári var innflutningurinn á komi gefinn frjáls, en áður hafði kom verið flutt inn frá Bandaríkjunum eingöngu, vegna viðskiptasamninga landanna. Með þessu móti hefur okkur tekizt að komast aö betri kaupsamningum, þar eð samkeppn- isaðstaðan er betri. Verðið má nú heita það sama á komi frá Banda- ríkjunum og Evrópulöndunum. Bridge — i6. siðu. Medica og sigurvegurunum afhent verðlaunin. 10 sveitir munu spila í meistaraflokki og 20 í fyrsta flokki. Eftir tvímenningskeppnina munu 10 efstu pörin í fyrsta flokki öðl- ast sæti í meistaraflokki og í sveitakeppninni 4 efstu sveitirnar sæti í fyrsta flokki. Þátttakan er sú langmesta sem verið hefur í lslandsmóti og áberandi margir þátttakenda eru meðlimir í Bridgefélagi Revkjavík- ur, en alls taka 13 félög þátt í mótinu víðsvegar af landinu. Mótsstjórnin hefur þegar verið skipuð og mótsstjóri verður Ragn- ar Þorsteinsson, aðalkeppnisstjóri verður Guðmundur Kr. Sigurðsson, en útreikningsstjórar verða þeir Tyrfingur Þórarinsson og Þórður Sigfússon. BÍLASALINN V I Ð VITATORG SÍMAR: 12500 & 12600 Austin Mini station ’62 Morris Mini ’67 fólksbíll Morris 1000 station ’62 Morris ’63 sendiferða 'Opel ’55 til ’66 model Daffodil ’62 til ’65 B.M.W. „1600“ ’67 Cortina ’65 Cortina ’64 Volkswagen ’55 til ’67 Citroen ’65 Prins ’62 og ’63 Renault ’62 til 67 Skoda Sport ’63 Skoda Oktavia og Skoda Combi Taunus ’54 til ’66 de luxe 17M station og 2ja dyra fólksbílar Trabant ’64 til ’66 SAAB ’64 ’65 Vauxhall Viva, Vauxhali Victor Vauxhall Festa Vauxhall station. • Enskir Ford Zodlak, Zephir og fl. Simca Arian ’63 og fl. 6 manna bílar amerískir Jeppar og fleiri tegundir framhjóla- drifs-.bfla. Gamlir og nýir vörubllar. Sendiferðabílar m/leyfum VW rúgbrauð og Micro bus með sætum fyrir 8 manns. Mercedes Benz með sætum fyrir 17. manns. Vantar bíla fyrir skuldabréf. Nýir pg gamlir bílar. Bílaskipti við allra hæfi. Höfum kaupendur vantar seljendur Akið í eigin bfl f páskafríinu. Opið alla daga frá 10—10 Laugardaga frá 10 til 6. Atvinna í boði Viljum ráða ungan mann til verzlunarstarfa. Þarf að hafa bílpróf. MELABÚÐIN Hagamel 39. Atvinna Mann til afgreiðslustarfa vantar nú þegar Verzl. Axels Sigurgeirssonar Barmahlíö 8. -------------------- t ------------------------- Hjartkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, sonur, tengdafaðir og afi HARALD RAGNAR JÓHANNESSON er lézt 28. fyrra mánaðar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 3 e.h. Blóm og kransar afþakkað, en þeim er vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Sveindís Sveinsdóttir og aörir vandamenn. BELLA Ég er öll í rusli, enda vantar mig bæði gerviaugnahárin mfn og varalitinn. Veðrið 1 dag Norðaustan gola, léttskýjað. Frost 1-3 stig f dag, 5-8 stig f nótt. HLKYNNINGAR Kvennadeild Flugbjörgunar- jveitarinnar. Fundur verður f fé- lagsheimilinu miövikudaginn 3 aprfl kl. 9. Kvikmynd, kaffi- drykkja og fleira. Mætiö vel og stundvfslega. VISIR 50 fyrir árum Tapað —fundið. —Köttur blá- hosóttur kettlingur hefur tapast frá Laugavegi 76. Fundarlaun í boði. — Vísir 3. apríl 1918. MESSUR Laugameskirkja. Föstuguös- þjónusta kl. 8.30. Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja. Föstuguðsþjónusta kl. 8.30. Séra Frank M. Halldórs- son. Dómkirkjan. Föstuguðsþjónusta kl. 8.30. Séra Óskar j. Þorláks- son. Hallgrímskirkja. Föstumessa i kvöld kl. 8.30. Séra Ragnar Fjal ar Lárusson. MINNINGARSPJQLD Minningarspöld Kvenfél. Laug- arnessóknar fást í bókabúöinn' Laugamesvegi 52, sími 37560 hjá Sigríði Ásmundsdóttur Hof- teig 19, simi 34544, Ástu Jóns- dóttur, Goðheimum 22, sími 32060 og hjá Guðmundu Jónsdóttur, Grænuhlfð 3, sími 32573.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.