Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 2
2 v tr i x>, • Jmojudagur 23. apríl 1968. Víðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta: ,0G ÞÁ HEFST TÍMABIL FRJÁLSÍÞRÓTTANNA • Á sumardaginn fyrsta kl. 2 e. h. verður 53. víða- vanpshlaup Í.R. látið fara fram og má segja, að það sé jafnframt opnun á sumar- keppnistímabili frjálsíþrótta- manna. Víðavangshlaup Í.R. hefur und anfarin ár ekki verið eins fjöl mennt og oft hér áður fyrr þegar keppendur skiptu stund- um mörgum tugum og er kanski ein aðalástæðan fyrir því að flestallir bæir í nágrenni Reykjavikur hafa slík hlaup innan sinna vébanda. Hefur þessi ráöstöfun valdið forráðamönnum víðavangs- hlaupsins miklum vonbrigðum því að þeim finnst þetta vera sögulegur viðburður og aö allir hlauparar eigi að keppa aö þvi að taka þátt í því. Leggja þeir því til að fullorðnir hlauparar úr öðrum byggðarlögum fjöl- menni í næsta hláup og að að- eins verðí höfð hlaup fyrir ung- linga annars staðar utan Reykja víkur,.: Að þessu sinni veröur keppt um þrjá veglega bikara sem ým- is fírmtji í Reykjavík hafa gefið. Bikar fyrir sigur þriggjá manna sveitar gefin af Hagtryggingu h.f. Bikar fyrir sigur fimm rnanna sveitar gefinn af Gunn- ari Ásgeirssyni h.f. og bikar fyr ■ir sigur 10 manna sveitar gefinn af Olíufélagihu Skeljungi h.f. Einnig fá þrír menn verölauna- pening. . . Allir þessir .bikarar voru gefn ir í fyrra en þá gekk aðeins þriggja manna bikarinn út og var það sveit frá K.R. sem vann, hann. Þarf að vinna þrisv- ar í röð eða fimm sinnum alls til þess að vinna bikar til eignar. Að venju verður lagt af staö f hiaupið kl. 2 e.h. vestan litlu tjarnarinnar og hlaupið með henni að Hljómskálanum og síö an sem leið liggur út í Vatns- mýrina fyrir neöan Háskólann (verður leiðin merkt með flögg um og að auki mun verða geng iö með hlaupurunum kl. 10 um morguninn til þess aö kynna þeim leiðina). Hlaupið mun síð- an út á Njarðargötuna og eftir henni inn í Hljómskálagarðinn aftur og út á Fríkirkjuveginn og endar hlaupið viö norður- enda Miðbæjarskólans. Búið var að ákveða frest til þess að skila tilkynningum fyrir 19. þ.m. en hann veröur lengdur tii 21. og skal þeim skilað til Karls Hólm sima 38100 og 36075. Eftír hlaupið verður keppend um og starfsmönnum boðiö að þiggja veitingar í Í.R. húsinu við Túngötu. Halidór Guðbjörnsson æfingar í vetur. hann hefur ekki slegið slöku við Boðmerki Akstursstefnumerkí Akbrautarmerkí NÝ UMFERÐARMERKI Nvtrmerki Bonnmerki s - Bonnivið framtirokstri iokiö BíC\tt mn ’ Aðvörunnrmerki Ban.nmerki j Hringakstur 4mMí!íM(ýétá/!i^sásSsýs/sssss/./ssss/ssíy/ss%-%vss?//ss/.yy/--/ B4 B12 Bann við Sérstakri tnkmorkun m frtmiúrakstri homarkshraöa iokiö ÍR AFTUR í 1. DEILD ÍR-ingar eru aftur í 1. deild í handknattleik. Það var greinilegt 1. deildarliðin unnu æfinga- leikina Um helgina fóru fram tveir æf- ingaleikir í knattspymu sem okkur h*fa borizt spurnir af. Á Háskóla- vellinum unnu KR-ingar með Þór- ólf Beck, liö Þróttar með 3 mörkum gegn 2, en Vestmannaeyingar unnu yíking með stórri tölu, 6:1. Var það góð byrjun hiá nýliðunum í 1. . deiid, því að KR gekk ekki sér- , lega vel með Víking á dögunum I eins og menn hafa e.t.v. lésið í iþróttafréttum fyrir viku. Kaupum hreinor léreftstuskur Dagbiaðið VÍSIR Laugavegl 178 í úrslitaleik þeirra gegn Ármenning um á sunnudaginn og þeir „eiga meira erindi“ í 1. delld, ef svo má segja, með nokkra unga og mjög efnilega leikmenn, en Ármannslið ið virtist allt miklu þyngra og svifa seinna. ÍR virtist hafa öll tök á leiknum en þó virtist á smátima í seinni hálfleik að Ármenningum ætlaði að takast að jafna metin. ÍR hafði byrj að vel komst i 5:0 áður en Ár- mann skoraöi sitt fyrsta mark eftir 24 mínútur í fyrri hálfleik. Úrslit sins urðu . þau að ÍR sigraði mto 15:1’ ÍR hefur verið í 2. deild í 3 keppnistímabii. Drengjahlaup Ármanns n.k. sunnudag Drengjahlaup Ármanns verður háð fyrsta sunnudag í sumri 28. apríl kl. 2 eftir hádegi. Hlaupið byrjar í Hljómskálagarðinum, hlaupið verður suður í mýrina og siðan inn í garðinn aftur og endað við Hljómskálann. Öllum félögum innan ÍSÍ er heimil þátttaka Keppt í 3 og 5 manna sveitum. Keppt verður um tvo bikara gefn- um af Jens Guðbjörnssyni og Gunn ari Eggertssyni. Þátttaka tilkynn- ist fyrir föstudagskvöld til Jóhanns Jóhannessonar síma 19171.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.