Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 7
£ VlSIR . Þriðjudagur 23. aprfl 19G8. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Kynþáttamálin á Bretlandi orðin gíóandi pólitískt deilumál" //, Árlegur innflufningur 50.000 kvenna og barna „elns og að safna viði / eigin bálköst" íhaldsflokkurinn brezki er klof- inn um afstöðuna til kynþáttamál- anna (sbr. skeyti í blaðinu í gær um frávikningu Enochs Powells fyrrv. ráðherra úr flokksforustunni, vegna ræðu hans í vikulok síðustu um þessi mál), en í dag tekur neðri málstofa þingsins fyrir frum- varp stjómarinnar, sem miðar að því að afnema allt kynþáttamis- rétti f landinu, og sannfæra allar þjóðir um einlægni Breta f þessum efnum. Til þessa hefir þess veriö vand- lega gætt, að kynþáttamálin yröu ekki ágreiningsmál milli flokkanna, en nú eru þau á svipstundu vegna ræöu Powells orðin „glóandi stjórn- máialegt deiluefni", þrátt fyrir að formaöur íhaldsflokksins Edward Heath og leiötogi stjórnarandstöð- u'nnar, gripi þegar til þess ráös að víkja Powell úr skuggastjórninni, og legöi kapp á aö eining næöist í flokknum. Málum er einnig svo komiö, vegna klofningsins, aö flokksforustu Heaths er teflt í hættu, en hann hefir verið leiötogi flokksins í tvö ár, og berst hann nú til þess aö halda forustuvaldi sínu og áhrifum. Powell, segir í NTB-frétt, er yzt til hægri í Ihaldsflokknum. Hann hélt því fram, aö það væri „brjál- æöislegt" — „bókstaflega brjál- æðislegt", að leyfa daglegan inn- flutning 50.000 kvenna og barna til innflytjenda, sem þegar vætu setztir að í landinu — og hann líkti þessu við það, að þjóðin safn- aði viði í sinn eigin bálköst. STJÓRNARFRUMVARPIÐ. Sumir þingmenn í Verkalýös- flokknum, sem óttast aö æsingar út af kynþáttamálum geti orðið á borð viö þaö, sem reyndin hefir orðið í einstökum bandarískum borgum, játa opinskátt aö sumar | stoöir hins nýja lagafrumvarps séu j veikar, og það geti oröið erfitt aö | framfylgja lögunum, en þeir halda því hinsvegar fram, að öll kyn- þáttamismunun sé röng og for- i kastanleg og mikilvægt, aö allt sem Robert Kennedy er á stöðugu kosningaferðalagi. Þegar kosningar eru framundan fara leiðtogar vestra sem víðast að heilsa upp á fólk í fátækrahverfum og annars staðar þar sem það býr viö erfið kjör. — Hér er Bobby í heimsókn í búðum Rauðskinna í Pine Ridge, Suður-Dakota, en þeir búa þar við fádæma bág lífskjör. sé gert til að fjarlægja múrana milli hvítra og hörundsdökkra eigi að fara fram á grundvelli laganna. Þeir halda því fram, að sam- þykkt frumvarpsins með yfirgnæf- andi þingmeirihluta muni fiafa mikil áhrif til vemdar réttindum innflytjendanna, sem eru komnir til landsins, en þeir eru um ein milljón talsins. (Um afstöðu íhaldsflokksins hefir áöur verið getið, en flokkurinn er henni mót- fallinn á þeim grundvelli, að til- ganginum meö þeim verði ekki náö, og jafnvel, aö þau kunni aö gera meira illt en gott), en flokkurinn heldur fast við þá afstööu, aö hann sé algerlega mótfallinn öllu kyn- þáttamisrétti, og Heath reynir nú að fá vinstri fylkinguna og þá til | hægri, sem styöja Powell, til þess 1 aö sameinast um þessa afstöðu. Álit stjórnmálafréttaritara er, að þetta „viðkyæma jafnvægisatriði“ í flokknum kunni að veikja aðstöðu Heaths sem flokksleiðtoga. Powell sþrifaði í gær stutt en hvassyrt bréf til Heaths, og vísaði algerlega á bug ásökun- um um, að kynþáttafordómar hafi komið fram í ræðu hans, og hann Edward Heath gaf óljóst í skyn, að ummæli Heath’s bæru ekki fullri einlægni og hreinskilni vitni. Hann lýsti samt yfir, að hann styddi Heath áfram sem flokks- leiðtoga og hann mundi verða for- sætisráðherra framúrskarandi duglegur forsætisráðherra, ef til vill mikill forsætisráðherra“. Fólkið flýði til Saigon vegna oröróms um nýja stórsókn Vietcong Fólk úr nágrannahéruðum Saígon flýði þanga ðí stórhópum I gær vegna orðróms um sókn Vietcong til borgarinnar, en enn var þar allt kyrrt í morgun. — Clark Clifford, bandariski landvamaráðherrann, sagði í gær, að með því að gera her Suður-Víetnam hæfari til þess hlut- verks að verja landiö, væri verið að ryðja brautina til þess að unnt yrði er fram liðu stundir að fækka smám saman í liði Bandaríkjanna í Suð- ur-Víetnam. Kvað hann þetta hafa veriö til rækilegrar athugunar á undangengn um sjö vikum, sem liðnar væru síð- an er hann tók við embætti land- varnaráðherra. Sá tími væri að baki, er aö æ meira heföi verið krafizt af Bandaríkjamönnum, M.a. væri nú verið aö búa ,her Suöur- Vietnam fulikomnari vopnum. Clifford lét í ljós það álit, að Norður-Víetnam og Vietcong heföu ekki getu til þess að vinna úr- slitasigur í Vietnam. Barizt var á ýmsum stöðum í Suður-Vietnam í gær nálægt Khe B—> 10 siða # Það var opinberlega til- kvnnt I gær í Khartoum I Súdan, að hvítu málaliðarnir, sem flýðu frá Kongó til Rúanda, verði flutt ir loftleiðis í dag til Genf (þriðju dag). — Ismail al Azhari forseti Súdans er formaður afrískrar nefndar, sem tók að sér að leysa vandann. Málaliðarnir eru 123. Það verður flugvél frá Alþjóða rauða krossinum, sem sækir þá. # Skilnaðarhreyfingin í Quebec er nú að taka til starfa sem sérstakur stjórnmálaflokkur og hefur verið boðað til landsfundar eftir misseri. • Boigny ríkisforseti Fílabeins- strandarinnar hefur boriö mikið lof á Nyerere forseta Tanzaníu fyrir hugrekki og stjórnvizku með viöur- kenningunni á Biafra (Austur-Níg- eríu). Fílabeinsströndin viðurkennir þó ekki Bíafra aö svo stöddu. • Kenneth Kaunda forseti Zam- bíu segir að sambandsstjórn Níg- eríu ætti að gera sér ljóst, að deil- an um framtíð Nígeríu yrði aldrei Ieyst með vopnum. Hann gagnrýndi Sovétríkin og Bretland fyrir stuðn- ing við sambandsstjórnina í borg- arastyrjöldinni. • U Thant situr nú mannrétt- indaráðstefnuna í Teheran. Hann sag(öi í gær, að kynþáttavandamálin væru að verða langsamlega mesta vandamál heims. • I fréttum frá New York segir, að svo virðist 'sem rannsóknarlög- reglan þar í borg hafi glataö slóð manns þess, sem hún grunar um 'morðið á dr. Martin Luther King, en það er sem fyrr var getið stroku- fangi að nafni James Earl Wray, sem hún hefur grunaðan. Er nú aft- ur að vakna trúin á, að leigumorð- ingi hafi myrt dr. King. # Eldfjallið Mayon á Filipseyjum hefur gosið. Það er 3240 metra hátt. Hraunflóð veltur niður hlíðarnar og þorp eru í hættu, en ekki hafa enn borizt fréttir um manntjón. # Tilkynnt er í London, að blað- ið London Times verði eftirleiðis til sölu í öllum Intourist — gistihúsum í Sovétríkjunum. # Ludvik Svoboda, hinn nýi for- sætisráðherra Tékkóslóvakíu, hefur skipað Karel Rubov sem yfirmann hersins, en Alexander Mucha var skipaður landvarnaráðherra. # Plægingakeppni á að fara fram í Rhodesíu og hefur verið reynt aö fá keppnisþjóðir til að hætta við þátttöku. Meðal landa sem taka þátt, eru Bretar, Bandaríkjamenn, Vestur-Þjóðverjar, Norður-I’rar, Kanadamenn, Hollendingar, Belgiu- menn, Finnar — en Norðmenn, Sví- ar og Danir afturkölluöu tilkynn- ingu um þátttöku. Ekki var tekið fram, hvort þetta var samnorræn ákvörðun eða hvort hvert landið um sig tók ákvörðun í málinu. # Singapore hefur verið Iýst „kól eru-svæöi“. Seinast kom upp kól- era þar 1963. # Súharto forseti hefur afnumið 1. maí sem „dag verkalýðsins" í Indónesíu, — það sé ekki réttlæt- anlegt að hafa slíkan dag miðað við núverandi aðstæður í landinu. # Forvextir í Bandarfkjunum eru nú hinir hæstu um nærri 40 ára skeið, — eru nú komnir upp í 5%%. Seðlabankinn hækkaði þá með þeim rökum, aö þess væri þörf til að halda veröbólgu í skefjum og treysta dollarann. # Couvé de Murville utanríkis- ráðherra Frakklands sagði nýlega, að afhending 50 Mirage-þota, sem ísrael pantaði í Frakklandi, óg er nú búið aö borga, geti ekki fariö fram, að óbreyttu, og er það vegna afstööu de Gaulle og stöðugra á rekstra á. landamærum Jórdaníu De Gaulle vill ekki, ef til ófriðar kemur, að hægt sé að saka Frakk land urn að hafa lagt ísrael til vopnin, en það er de GauIIe mikið kappsmál að gott sanrkomulag sr milli Frakklands og arabiskra þjóöa. — Afhendíng sú á Mirage þotum, sem frak hefur samið um í Frakklandi, fer fram á npestu ár um. # Alsírska stjórnin hefur Moise Tsjombe'enn í gæzlu, en nýlega va; skilað flugvélinni, sem* flutti han■- þangaö. Hún er brezk og voru flua mennirnir neyddir til að breyta um stefnu. Þ?ir voru í haldi í Alsir 12 vikur. # Innanrikisráðherra Brazilíu — Alfonso Albuqueraue Lima — hefur sent dómsmálaráðuneytinu lista með nöfnum 29 manna, sem grun aðir eru um aö hafa staöiö aö bniri fjöldamoröum á indiánum vio Ama zonfljót, eöa verið með í að fram- kvæma þau. Talið er, að allt að 90.000 manns af indíánastofni hari verið útrýmt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.