Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 16
Svanir í stereo I Lúðrablásarar úr Svani eru um þessar mundir að búa sig undir sumarfríin eftir annasaman vetur. Undanfarið hafa meðlimir lúðrasveitarinnar, alls 27 karlar og ein 14 ára stúlka, 1 haft mikið aó gera. Konsert, sjónvarpsupptaka, upptaka á ! stereóplötu, - allt á stuttum tíma. Það hefur því verið tals- vert tnikið álag fyrir áhugamenn í hljómlistinni, því að þeir fé- I lagar fá ekki svo mikið sem krónu í eiginn hlut, en verða að fórna þeim mun meiru sjálfir. I dag var áætlað að stereóupp taka þeirra félaga á 5 lögum færi utan til Englands, og eftir um það bil 2 mánuöi má vænta þess að plata þeirra komi á markaðinn hér heima, eh Fálk- inn gefur út. Það var Pétur Steingrímsson, sem stjórnaöi af mikilli natni upptökunni, að því er þeir Sæbjörn Jónsson, for- maður lúðrasveitarinnar og Hall dór Sigurðssön tjáöu blaða- manni Vísis í gær. Þessi plata verður merkileg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta platan sem hér kemur út með lúðrasveit frá 1930, en ein mitt það ár voru Svanir stofn- aðir. Ekki er vitað hvaða lúðra flokkur lék á plötunni, og plat- an mun hvergi vera til nú. »-»■ 10. síðu. Islenzk frímerki fóru á góðu verði í London □ Mikið frímerkjauppboð var hald ið í Lundúnum sl. föstudag. Þar voru meðal annars boðin upp is- lenzk frímerki, sem voru númer 8-16 á uppboðinu. Gott verð fékkst fvrir merkin, en á hæstu verði voru seld frímerkin „Hópflug ftala 1933“, sem fóru á £140. Þar var fyrsta boð £90 en síðan hækkuðu boðin um 5 pund í hvert sinn unz komið var upp í 140 pund. □ Verðið, sem fékkst tyrir hin merkin var frá 10 punduni og upp í 24 pund. Sérfræðingar álíta að hér sé um mjög góða sölu á íslenzkum frímerkjum að ræða, sem sýni hátt verðgildi þeirra. □ Þess ber að geta, að í seríunni „Hð-ríngi ítala“ var verðmesta merkið gallað, og flest þau frí- merki sem boðin voru upp, voru á umslögum, en beir safnanar sem leggja stund á söfnun slíkra 10. síða. i — segja forráðamenn Dvalarheimilis aldraðra sjómanna i upphafi nýs happdrættisárs ■ Nýtt happdrættisár er að hefjast hjá Happdrætti DAS og verður starfsemi þess með Bankaráðs- maður glataði 10-krónunum — ekki ráðuneytisstjórinn □ Nýlega kom í blöðum og sjón varpi frétt um hvarf á sýnishorni 10 króna penings, sem sleginn hef ur verið, en ekki ennþá settur i umferð. Hefur nú komið í ljós, að umrætt sýnishom glataðist úr vörzlu Sigurjóns Guðmundssonar bankaráðsmanns, en ekki Birgis Thorlacius, ráðuneytisstjóra. sama sniði og nú er, þ. e. verð óbreytt, kr. 75.00 á mánuði, og 3000 stórir vinningar frá kr. 5.000.00 upp í kr. 2.000.000.00. Veitir happdrættið jafnmarga möguleika til stórhapps og bæði hin flokkahappdrættin til sam- ans, og er þó ódýrast. Verkefni þau sem happdrættiö vinnur að, að búa í haginn fyrir aidraöa fólkið, fara ekki minnk- andi þrátt fyrir byggingar undan- farinna ára, heldur vaxandi og kalla á frekari og örari fram- kvæmdir. „Um s.l. áramót var hópur hinna I 67 ára og eldri 15000 manns og sýnt að um 10% þessa fólks þarf á elliheimilisvist að halda. Nú eru á öllu landinu 1050 ellivistarpláss . og vantar því í dag um 500 elli- j vistarpláss og áö 5 árum liðnum I 300 til viðbótar. Bara í Hrafnistu einni eru nú yfir 300 manris á bið- lista. Þessi höpur fólks, 65 ára og eldri, fer hlutfallslega einna mest vaxandi með þjóðinni”, segja for- ráöamenn DAS. Þetta sýnir glögglega þörfina fyr ir örari framkvæmdir í býgginga- málum aldraðra um allt land á næstu árum, en nýlega var lögum Byggingasjóðs Aldraðs Fólks breytt á þenn veg að byggingar elliheim- ila og éllideilda út um land ættu aðgang að lánum úr þeim sjóði. En einu tekjur þess sjóös eru 40% hagnaður Happdrættis DAS. Næstu verkefni Hrafnistu, þegar létt hefur verið af mestum skuldum og lóð lagfærð, eru byggingar lít- illa sjálfstæðra íbúða fyrir görnul hjón sem geta hugsað um sig sjálf og sótt mat i eldhús Hrafnistu. Er einnig mjög mikið spurt um þess ar íbúðir og beðið eftir fram- kvæmdum. „Sfórmál og VELJBÐ ÍSLENZKT — Umf. Hruaiamanna vill styrkja ísl. iðnað: Hver félagi gefur Félagi íslenzkra iðnrekeada 25-100 kr. ■ Á 60 ára afmæli Umf. Hrunamanna, 17. apríl sl. hélt stjórn félagsins fund, þar sem samþykkt var ályktun til að hvetja menn til að styrkja íslenzkan iðnað eftir mætti. I ályktun fundarins segir m. a.: „Iönaðarárið nefnum við sam- tök þess fólks, sem með undir- ritun sinni binzt samtökum um eftirfarandi: 1. Aö leitast við í eitt ár, eða frá 1. 5. ’68 til 30. 4. ’69, að stuðla með öllum hætti að auknum íslenzkum iðnaði... 2. Til áherzlu á vilja okkar og samstöðu, málefninu til stuðn- ings, leitum viö samstarfs við Félag íslenzkra iðnrekenda ... 3. Við Ieggjum fram eftir efn- um og ástæöum viö undirskrift 25.00, 50.00, 75.00 eða 100.00, sem óskipt afhendist Félagi ís- lenzkra iðnrekenda Ssamt meö- limaskrá. Óskast fé þessu varið til upplýsinga og fræðslustarf- semi varðandi innlendan iönað og til útgáfu á þátttakenda skirteinum og kvittunum handa væntanlegum styrktarmeðlim- um. 4. Viö álítum, að miðað við árferði og ástand í efnahagsmál- um, sé frambærilegt, að almenn- ingur tjái hug sinn og vilja á þennan hátt, ef vera mætti til hagsbóta íslenzku fjölskyldunni, en svo viljum við nefna okkar litlu þjóð. 5. Ennfremúr látum við okkur skipta allar íslenzkar fram- leiösluvörur á neytendamark- aðnum til sjávar og sveita ...“ Þessi ályktun er mjög í anda þeirra hreyfinga, sem nú eru uppi í Bretlandi og Danmörku til dæmis, og hafa þar lagt mik- ið af mörkum til að efla fram- leiðslu landa sinna. Birnan senn ísl. „rikishorgarí ? HTLA BIRNAN var hálf vegalaus „farþegi“ í tvo sólarhringa á Reykjavíkurflugvelli en í gær sögðum viC frá henni á forsíðu og vakti myndin af henni mikla athygli. Skátamir í Hafnarfiröi, eig- endur hennar, fluttu hana suður í Fjörð ' gær eftir aö munnleg leyfi höfðu fengizt og var hi'n sett í 6 fermetra búr, og var strax í gærkvöldi orðin hin spakasta og ánægðari með lífið en í iitla trékassanum. „Við vonum að hún veröi innan skamms orðin is- lenzkur rikisborgari“, sagði einn af forystumönnum skátanna við Vísi i morgun, en þeir hafa í hyggju að leyfa bömum landsins að sjá birnuna litlu cinhvem tíma á næstunni og er ekki örgrannt um að talsverð eftirvænting sé ríkjandi hjá börnunum, enda ærið fátt sem hægt er að «ýna börnura hér á landi af dýrum sem þessum. stjörnur vefrarins" Islenzkur skemmtihátfur fluttur i sjónvarpinu „Stórmál og stjömur vetrarins" nefnist íslenzkur skemmtiþáttur i umsjá Flosa Ólafssonar Ieikara, sem íluttur verður í sjónvarpinu annað kvöld, síðasta vetrardag. Þáttur þessi tekur um þaö bil klukkutíma og koma fram í hon- um auk Flosa Ólafssonar, Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristín Anna Þór- arinsdóttir, Árni Tryggvason, Egill Jónsson og fleiri. Stjórnandi er Þrándur Thoroddsen, og tónlist annast Magnús Ingimarsson. Mynd in er tekin skömmii áður en upp- taka á einu atriðinu hófst í gær í sjónvarpssal, og á myndinni eru þau Kristín Anna Þórarinsdóttir og Egill Jónsson. „500 VANTAR PLÁSS Á ELLIHEIMILUM í DAG" uaagur aprfl 1968.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.