Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Þriðjudagur 23. apríl 1968. w Avarp forseta Islands við þinglausnir: Forseti þarf jafnan að vera viðbúinn þar sem samstarfsstjórnir myndast □ Þinglausúr 88. löggjafarþings Islendinga voru að því leyti sögulegri en lausnir annarra þinga, að þá sleit forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, fundum Alþingis líklega í síð- asta sinn. — Við það tækifæri flutti hann alþingismönnum ræðu þá, sem hér fer á eftir. „TTæstvirt ríkisstjóm og for- setar Alþingis. Háttvirtir alþingismenn! Ég læt aö þessu sinni nokkur orð fylgja þinglausnabréfi mínu. Ég tilkynnti hæstvirtri ríkis- stjóm fyrir jól og alþjóð í ný- ársávarpi, að ég myndi ekki verða i framboöi við þær for- setakosningar, sem fara í hönd. Ég hefi ekki sagt af mér em- bætti eins og sumum hefir skil- izt, heldur læt ég af því, þegar umboð mitt er útrunniö um mánaðamótin júlí—ágúst á sama hátt og alþingismenn og aðrir, sem bundnir em við kjörtíma- bil. Þetta er ekki ný ákvöröun, heldur hefir mér verið ljóst síð- ustu árin, hve erfitt það er að vera einn og einmana á Bessa- stöðum. Ég veit að allir, sem þekktu mína ágætu eiginkonu, vita, hve ríkan þátt hún átti í lífi og störfum forsetans. Ég hefi reynt eftir mætti að halda í horfinu. Á Bessastöðum þarf að halda uppi rausn og reisn eins og jafnan hefur verið á ís- lenzkum heimilum, sem þess hafa verið umkomin, og hvorki kallað prjál né sóun heldur met ið að veröleikum. Risna er fast bundin í fjárlögum, og hefir þó aldrei fylgt dýrtíð né vaxandi skyldum til fulls. Hirði ég ekki að rekja það nánar, enda hafa allir, sem vilja vita rétt, að- gang að ríkisreikningum og bók haldi. Þó má nefna opinberar heimsóknir erlendra þjóðhöfð- ingja og tilsvarandi heimsóknir Forseta íslands erlendis, sem hófust með heimsókn Sveins Bjömssonar til Bandaríkjanna og hvarvetna eru taldar sjálf- sagðar milli vinveittra þjóða. Ég þakka háttvirtu Alþingi og ríkisstjórnum samstarf og full- kominn skilning, ágreiningslaus- an, í þessum efnum. Nýir menn á hverju strái Ég tel að mér sé nú rétt að láta staðar numið fyrir aldurs- sakir. Þó ég kvarti ekki um elli, þá reynast mörgum þau árin, sem nú eru næst framundan, ótrygg. Og ekki síður hitt, að mér er fullljóst, aö þekking mín og kunnugleiki á mönnum og málefnum fer nú minnkandi ár frá ári. Þeim hefir óðum fækkað sem sátu mér samtímís á þing bekkjum, atvinnulíf er fjöl- breyttara og afskipti ríkisins af málefnum þegnanna sívaxandi. Nýir menn á hverju strái, a.m.k. í augum þess, sem fyrst var kjörinn á þing fyrir fjörutíu og fimm árum. Ég veitti því athygli, að eftir hina fyrri heimsstyrjöld misstu sumir stjórnmálamenn tökin, sem höfðu lifað sitt bezta skeið fyrir styrjöldina. Eins fer mér sjálfum nú, aö mig fer að skorta þann kunnugleik á mönnum og málefnum, sem ég tel forseta nauðsynlegan og mér hefir áunn izt á löngum tíma í samstarfi við framámenn þjóðarinnar í at- vinnu-. félags- og stjómmálum. Ólíklegt að embættið verði lagt niður Ég mun ekki í þessu stutta á- varpi lýsa nánar reynslu minni á forsetastóli, enda er svo um Bær með vaxtarverki Kópavogur, barnabærinn mikli, þar sem nær helm- ingur íbúanna er undir 16 ára aldri telst ekki sér- lega fjáður kaupstaður í þessa heims gæðum. Það er tiltölulega stutt síðan þetta bæjarfélag myndað- ist eins og einhvers konar „svefnborg" Reykjavík- ur, því að þarna eru að langmestu leyti íbúðahverfi frá Reykjavík, en í höfuðborginni stunda flestir hús bændanna vinnu sína á daginn og eflaust flestir langt fram á kvöld. Tyfaöurinn, sem stendur hvað mest á oddinum varöandi þau óþrjótandi verkefni, sem framundan eru í Kópavogi er til tölulega ungur maður, eins og flest þar í bæ, en þetta er Ólafur Jensson, bæjarverkfræð- ingur. Ólafur viðurkennir strax við blaðamann { stuttri ökuferö um bæinn aö þau séu mörg og margvísleg verkefnin, sem bæjarfélagið á eftir að leysa af hendi við þegna sína. Aöalmálið í dag og einnig hið fjárfrekasta hefur vakið feikna athygli manna, en það er hið mikla vegarmannvirki, um- ferðarbrúin yfir Kópavogsháls- sumt, sem töluverðu máli skipt ir, aö bezt er sem minnst um aö tala of snemma, og sízt um að hælast. Þar á forseti skylt við þá aðra ,sem fyrir sáttum standa. Ég mun ekki heldur drepa á neinar tillögur um breytingar á starfs- og valdsviði forseta, sem vafalaust koma síð ar til umræðu, þó síðar geti komið til greina aö leggja orö í belg. En það tel ég harla ó- líklegt, svo ekki sé kveöið fast ar að orði, að forsetaembættið verði lagt niöur um fyrirsjáan- lega framtíð. Þaö liggur í eöli þingræðisins, að flokkar skipi sér til stjórnar- fylgis og stjórnarandstööu. Ut- anflokksmenn eru oftast undan- tekning á þjóðþingum. Forseti þarf jafnan að vera viðbúinn, ekki sízt þar sem samstarfs- stjórnir tíðkast. „Samsteypu- stjóm“ er ekki réttnefni, því flokkum er ekki steypt saman, þó þeir starfi saman. Ég er ekki viss um að samstarfsstjórnir gef ist verr en þar sem tveir flokk- ar skiptast einir á um stjórnar stuöning og stjórnarandstöðu. Því innan stórra flokka er jafnt um málamiðlun að ræða og í samvinnu minni flokka. Þing- ræði byggist á málamiðlun milli ólíkra hagsmuna og hugmynda. Flokkar skyldu því fara var- lega i það að telja hvern annan óalandi og óferjandi. Á tuttugu og fjórum árum vors unga lýö- veldis hafa allir þingflokkar starfað meö öllum öðrum, og það oftar en einu sinni hver flokkur, enda þarf sundiö á milli þeirra, sem taldir eru standa vinstra megin í einum flokki og hinna, sem teljast Vera hægra megin í öðrum, ekki að vera svo breitt, að þeir séu ekki i kalifæri hver við annan. 'Og öllum flokkum á aö vera þaö sameiginlegt, að íslendingsheit ið sé hverju flokksnafni stærra þegar í harðbakka slær, og einn- ig á mestu hátíðarstundum þjóð arinnar. Hins vegar veröur jafnan á- greiningur- og hagsmunaátök með mönnum og flokkum, en lýðræði og þingræöi byggist á þeirri trú og reynslu, vil ég bæta við, að frjálsar umræöur gefi að lokum bezta raun. Þeg ar vér lítum til baka í sögu Alþingis, þá er það eftirtektar- og aödáunarvert, hvað málalok hafa oft gefizt vel, og staðizt tímans tönn, þó aö átök líðandi stundar hafi veriö hörð og jafn vel illvíg. Þaö er lygnt að horfa aftur um stafn, þó öldur hins ókomna tíma rísi hátt framund- an. Þingræði gefst betur en nokkuð annað Lýðræðisþjóðir gera sér ljóst, að enginn er' óskeikull, og þá ekki heldur neitt kenningakerfi jafnvel ekki heldur lýöræöið sjálft og þingræði, þó það gef- ist betur en nokkuö annað, þeg- ar það hefir náð festu og þroska Hinn kosturinn er einræöi, sem jafnan byggist á vopnuöu valdi f einhverri mynd. Hjá oss er eng inn ágreiningur um það, að vér kjósum heldur aö telja höfuðin eh að kljúfa hausana. Vér íslendingar byggjum á langri sögulegri þróun, þó ekki hafi hún verið ótrufluö af er- lendum yfirráðum. Landnám ls- lands var stórfellt fyrirtæki Þúsundir manna, sem leita sér á nokkrum áratugum farborða og frjálsræðis í óbyggðu landi og laga Sig eftir iandkostum. Stofnun Alþingis var o>’ míkið stjórnmálaafrek, sem vér njót um fram á' þennan dag. Þjóðin kynnist sjálfri sér bezt af sög- unni, bókmenntunum og menn ingu þeirra, sem á undan eru gengnir. í þeirri fylkingu er margur þingskörungurinn. Þessi stofnun, háttvirt Alþingi, sem er nær jafngömul sjálfri þjóð- inni, hefir komiö mörgum, sem hér hafa átt eða eiga enn sæti til nokkurs og öðrum til mikils þroska. Þjóðin á nú við mikla erfið- leika að stríða, Hún hefir séð framan í landsins forna fjanda, hafísinn, sem vonandi hverfur á braut fyrir páskablíðunni og sunnanblænum. En hann hefir minnt á sig. Mikiö veröfall og minnkandi þjóöartekjur fá þingi og stjórn erfitt viðfangsefni í hendur. Vér skulum vona að vel ráðist fram úr með viturra manna ráði og skilningi almenn- ings. Það eitt er víst, aö þjóðin verður aldrei aftur sú sama og var f óáran eldri tíma. Bættur húsakostur, samgöngur. raf- væöing og tækni atvinnuveg- anna, samtök og samhugur fólks ins og forsjá Alþingis sér um það. Ég slít nú innan stundar fund um þessa þingseftirnærfjörutíu og fimm ára samveru við fjölda ágætra forustumanna þjóðarinn ar, óg á væntanlega ekki hingað afturkvæmt á fund með háttvirtum þingmönnum. Með hrærðum huga þakka ég inni- lega hverjum og einum, sem nú skipa hér sæti, samveru og samstarf, minnugur fjölda ann- arra þingmanna, sem einnig hafa reynzt mér góðir félagar og vinir. Ég óska alþjóð árs og friðar og Guðs blessunar.“ inn, sem mun losa bæinn við þá „kransæðastíflu“, sem farin er að myndast og virðist vera að veröa aö hreinni ógnun meö auknum umferöarþunga, en dag- leg umferð þarna er talin 20 þús. bílar. Ólafur segir það nú stefnuna varðandi þetta mannvirki að lán verði tekiö, en samtals er ætlunin að unnið veröi fyrir 24 milljónir í ár, en 40 milljónir næsta ár, heildarkostnaður verksins er nú áætlaður 120 milljónir, en í upphafi. þ. e. fyr- ir gengisfeliingu var kostnaðar- áæltunin upp á 70 millj. króna. Er þá ætlað að vegurinn fáist ÓLAFUR JENSSON — í baksýn sést miðbæjarsvæði Kópavogs og vegarstæði nýja vegarins á hálsinum fullunninn frá bæjarmörkum að noröan suður fyrir Kársnes- braut þegar í sumar. Er búizt við að útboð veröi auglýst í þessum mánuði, ef samþykki fæst hjá æöri stöðum. Ur skrifstofu Ólafs í félags- heimili Kópavogs blasir við stórt autt svæði með nokkrum gömlum byggingum, sem senn eiga að hverfa. Meö tilkomu um- ferðarbrúarinnar verður fyrst hægt aö halda áfram hugmynda- samkeppninni um miöbæ í Kópavogi. miðbæjarsvæöið ligg- ur beggja vegna núverandi Reykjanesbrautar, en þegar mannvirkiö er komið í gagniö verður fyrst hægt að koma á snurðulausri umferð milli bæjar- hluta í Kópavogi. Nokkrar byggingar hafa þó þrátt fyrir að endanlegt skipulag liggur ekki 13. slða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.