Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 8
8 V1 S IR . Þriðjudagur 23. apríl 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Óhjákvæmileg óhægindi pólkiö í landinu hefur ekki nema aö litlu leyti orðið vart við öll áföllin, sem efnahagslíf landsins hefur orðið fyrir að undanförnu. Þess vegna hefur mörgu fólki þótt, að af hálfu þeirra, sem fást við vandamálin, hafi of mikið verið gert úr þessum áföllum. Þessi af- staða fólks var eðlileg, þegar enn var ekki komið í ljós, hve mikil áföllin voru í krónutölu. Nú er hins vegar komið í ljós, að tjónið á árinu 1967 einu nam um 1700 milljónum króna, mælt í útflutningstekjum. Þetta tjón kom einkum fram á tvennan hátt. Ann- ars vegar þrengdist mjög fjárhagur atvinnufyrir- tækja, einkum í sjávarútvegi. Hins vegar minnkaði gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar um rúmlega helm- ing. Á þessa tvo staði kom höggið fyrst og fremst. Tekjurýrnun almennings var aftur á móti sáralítil og kom aðallega fram sem minnkun á eftir- og nætur- vinnu. Hin óhagstæða efnahagsþróun hefur nú staðið yfir í rúmlega hálft annað ár. Allan tímann vonuðu menn, að ástandið mundi batna bráðlega aftur, aflabrögð mundu aukast og útflutningsverðlag hækka. Vegna þessarar bjartsýni gripu opinberir aðilar ekki til svo róttækra aðgerða, að kjör almennings mundu skerð- ast verulega. Litið var svo á, að gjaldeyrisvarasjóður- inn og atvinnuvegirnir gætu tekið á sig áföllin um takmarkaðan tíma, enda er það eitt meginverkefni gjaldeyrisvarasjóðsins. Gengislækkunin er dæmi um, hve varlega var farið i sakirnar. Sumir hafa sagt, að hún hafi ekki verið nógu mikil. En meiri gengislækkun hefði hækkað verðlag innfluttra neyzluvara enn meira. Stjórnvöld vildu ekki efna til meiri kjaraskerðingar en nauðsyn- legt væri. Enda vonuðu menn þá, að hin óhagstæða þróun mundi ekki halda áfram. Svo fór þó, að hin ytri skilyrði héldu enn áfram að versna, og er nú ekki sjáanlegt, að þau batni neitt aftur á næstunni. Almenningur hlýtur því að bera í vaxandi mæli byrðarnar af áföllunum. Atvinnuveg- irnir hafa þegar tekið á sig hættulega miklar byrðar og geta því ekki aukið við sig. Gjaldeyrisvarasjóður- inn hefur nú í hálft annáð ár sýnt gagnsemi sína í áföllum af þessu tagi, en nú er hann svo saman dreg- inn, að ekki er ráðlegt að leggja miklu meira á hann. Því virðist ekki lengur verða hjá því komizt, að þjóðin lagi neyzlu sína að hinum óhagstæðu aðstæð- um, þótt því muni fylgja ýmis óþægindi. Neyzla þjóð- arinnar verður að breytast til samræmis við lægri tekjur þjóðarinnar. Þessi umskipti verða ekki sárs- aukalaus. En við getum þá minnzt þess um leið, að samt verður þjóðin áfram ein hinna tekjuhæstu í heimi. E Listir.-Bækur-Menningarmál Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Sviðsmynd úr „Vér morðingjar“. Frá vinstri ungfrú Susan Dale (Sigríöur Þorvaldsdóttir), hr. Mclntyre (Gunnar Eyjólfsson) frú Norma Mclntyre (Kristbjörg Kjeld) og frú Lillian Dale (Guðbjörg Þorbjarnardóttir). Þjóðleikhúsið Yér morðingjar eftir GUÐMUND KAMBAN Leikstjóri: Benedikt Arnason jjjóðleik>húsiö minnist þess aö Guðmundur Kamban ætti nú áttræðisafmæli, væri hann á lífi, og með því að efna til flutnings á því leikriti hans, sem hann varð kunnastur fyrir erlendis, „Vér morðingjar“, og var það frumsýnt sl. laugardags kvöld. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Guðmundur Kamban samdi leikrit þetta eftir aö hann haföi dvalizt um skeið í Bandaríkjun- um. og var setztur að aftur í Danmörku. Hann hafði þá sam- ið annað leikrit um bandarískt mannlif, „Marmara“, stórbrotn- asta verk sitt fyrir svið. Guð- mundur hafði sitthvað við bandarískt mannlíf að athuga, og reyndist þar sem oftar glöggt gestsaugað. í „Marmara" deildi hann hart á almætti auö- valdsins og auðvaldsáróðursins vestur þar. í þessu seinna leik- riti sínu dregur hann upp mynd af bandarískri miðstéttakonu af köldu miskunnarleysi. Þegar leikritið kom fram, lézt enginn þekkja eða vita við hvað væri átt — nú draga bandarískir rit- höfundar, og þó einkum banda- rískir sálfræöingar upp svipaða mynd af þeirri gerð bandarískra kvenna, sem þeir telja allt of fjölmenna og áhrifamikla þar i landi, og munu margir þeirra fátt telja ofsagt í þessu leikriti Kambans. Kamban var skapmikill mað- ur, og það bitnaði á sumum verkum hans að því leyti til, að andstæðumar, sem hann tefldi þar fram, voru dregnar hvítu og svörtu og ekkert þar á milli Dýrlingar annars vegar, djöflar hins vegar. Þessa gætir einkum í þeim tveim leikritum, sem hann skrifaði úr dvöl sinni vestra sem gert hafði honum heitt í hamsi. I f.vrra leikritinu fór hann þeim hamförúm, að hann virti viðtekin sviðstak- mörk að vettugi, í þessu leik- riti beitir hann hins vegar til hlítar hinni miklu kunnáttu sinni sem alhliða leikhúsmaður enda var það sýnt víða um lönd á sínum tima — en „Marm ari“ komst hvergi á svið. Þjóð- leikhúsið velur þá leið að tíma binda leikritið með búningum, og er það aö vissu leyti rétt- mætt, en dregur þó ef til vill um of athyglina frá sjálfu efn- inu í fvrsta þætti. Annars ber öll sviðsetningin þvi vitni, að mjög vel er til sýningarinnar vandað. Gunnar Eyjólfsson leikur verkfræðinginn, Ernest Mc Intyre, Kristbjörg Kjeld Normu, eiginkonu hans. Það gerir þeim báðum túlkunina erfiðari hve hlutverk hans er að öllu leyti jákvætt, hennar að sama skapi neikvætt, — hvítt og svart. 1 samvinnu við leikstjóra tekst þeim þó báðum að draga nokk- uð úr þessum andstæðum og gera persónurnar mannlegri. Þannig verður þetta hlutverk Ernests áhrifamikið í túlkun Gunnars, að hann gerir „sann- leikskröfur" hans að nokkru leyti sjúklegar, og auðveldar um leið Kristbjörgu raunina meö því að afla Normu vissrar samúðar af hálfu áhorfenda. Kristbjörg dregur aö sfnu leyti úr svarta litnum með því að leggja áherzlu á hið óræða i fari Normu, og mvndast þann- ig mildara iafnvægi Ijóss og skugga á sviðinu. Sigríður Þorvaldsdóttir leik- ur Susan Dale. Hún sýnir hana eins og hlutverkið liggur fyrir, mildar það ekki neitt og nær eflaust fram því. sem höfund- urinn ætlaðist til. Sama máli eegnir um leik Guðbjargar Þor hiarnardóttur í hlutverki móður innar, frú Dale. Þær eru báð- ar uppmáluð hræsnin og glys- gimin, og um leið heimskari en áhorfandinn á auövelt með að trúa — í leikriti, þar sem höf- undur tekið viðfangsefnin þó alvarlegum tökum. Erlingur Gíslason fetar sömu slóðina i hlutverki Rattigans, þegar hann kemur inn á sviðið eins og klipptur út úr bandarískri „þeirra tíma“ kvikmynd. Aftur á móti revnir Gísli Alfreðsson að ná sem mestri dýpt 1 hlut- verki McLeans, og tekst að minnsta kosti að gera hann mannlegan. Anna Guðmunds- dóttir leikur Kate, þernu á heim ili þeirra Mclntyre-hjóna. Þaö fer vel á því, að Þjóð- leikhúsiö skuli minnast þessa afmælis Guðmundar Kambans. Hann var einn af litrfkustu rithöfundum, sem við höf- um átt, og það bíöur næstu kynslóðar að meta hann hlut- laust og rekja lífsferil hans sem skálds og manns, þannig að hvorugt veröi á kostnað hins. Hann ætlhði sér mikinn hlut og tefldi djarft, og það var oft, að hann ætlaði sér ekki af. en stolt hans var slíkt að hann kaus heldur tvísýna baráttu en átaka- lítinn sigur. Hann var stórhuga. skapmikil! og sást ekki fyrir, fyrirleit hræsni, yfirdrepskap og óréttlæti og meðalniennskuna þó mest, enda var hann hvergi meðalmaður. Fvrir þessa skan- gerð sfna sem maður og skáld varð hann mjög umdeildur, átti aðdáendur, sem voru þess full- vissir aö hann væri fæddur til frábærra afreka og andstæðinpa sem unnu honum hvorki sann- mælis né viðurkenningar. Fiöl- hæfni hans sem skálds og lista- manns var óveniuleg. — hann samdi leiksviðsverk, skáldsögur og ljóð jöfnum höndum, ann- aðist leikstjórn og kom siálfur fram á sviði. Hann dvaldi er- lendis öll sín manndðmsár og birti verk sfn á erlendri tuneu en frumsamdi bau flest eða öll á sfnu móðurmáli. Hann vaidi leik ritum sfnum möreum „albióð- legt“ svið og krufði viðhorf o» vandamál til mergiar frá sjó"- armiði heimsmannsins — en orti eitt hið fegursta lióð, sem kveðið hefur verið á fslenzkn tuneu við kliðmiúka strenei vik; vakans. Lff hans var mótað sterkum andstæðum og þannig er um verk hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.