Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 4
if Sumir menn geta verið ó- trúiega miklir hrakfallabálkar, en sennilega slær þó einn ungur iönnemi í Rípum í Danmörku flest met. Hann slasaðist alvar- lega um daginn, þegar þrír bíl- ar óku yfir hann hver á fætur öðrum. Fyrsti bíllinn hélt áfram án þess að ökumaðurinn tæki eftir slysinu. Næsti bíll komst ekki hjá árekstrinum, og meðan beðið var eftir sjúkrabifreiðinni var leigu- bíl lagt á vegarbrúnina til þess að ljósin frá honum gætu verið til aðvörunar. En ekki tókst þó betur til en svo, að ekið var á leigubílinn, svo að hann rann til og fór yfir hinn slasaða mann, þar sem hann lá. Gabríel Axel er Islendingum að góðu kunnur, siðan hann stjómaði myndinni „Rauða skikkjan", sem gerð var hér á landi um áriö. Hann er ekki að- gerðalaus og mikið ber á honum í Danmörku. Núna nýlega hefur honum verið sýndur sá virðing- arvottur, að honum hefur verið boðið að koma til Cannes, þar sem alþjóðleg kvikmyndahátíð • fer fram til þess að taka þar sæti f dómnefnd. Skoðanakönnun, sem nýlega var gerð í meðal kjósenda í Vest- ur-Þýzkalandi hefur leitt í ljós, að sextíu af hundraði íbúanna á- líta, að Konrad Adenauer hafi verið mesti stjórnmálamaður, sem uppi hefur verið í Þýzkalandi. Adenauer lézt í hárri elli 25. aprfl í fyrra. • • • Það er hægt að verja sumar- leyfinu sínu á margan hátt, til ciesmis væri hægt að fara suður í lönd til þess að skoða eitt- hvað annað, en hótel og baðstrend ur á Mallorku. Jafnvel væri ekki úr vegi að skoða einna mestu furðuverk veraldar, pýramídana i Egvptalandi. Þá eru hæg heima- tökin. Maður flýgur til Kaíró, tekur strætísvagn númer S, ekur 14 km til áuðvesturs og hafnar í Gizah í eyðimörkinni vestan við Níl. Þar eru þrír stórir pýramfd- ar: Mykerfnos, Khefren og Khe- ops, og sá síðasttaldi er stærstur þeirra. Kheops faraó lét byggja hann, en Kheops var uppi um það bil 2600 árum fyrir Krists burð, og réði ríkjum í um 30 ár og á þeim tíma var pýramídinn reist- ur. Grunnflötur pýramídans er ferningur og hver hlið er 230,35 metrar á lengd, Nákvæmnin í byggingunni er ótrúleg, þar skeikar hvergi meira en 10 sm, <s> og pýramídinn snýr nákvæmlega [ f höfuðáttirnar. Grunnflöturinn er 53.000 fermetrar og menn hafa skemmt sér við aö reikna út, að ef hann væri allur holur inn- an gæti hann í einu rúmað Pét- urskirkjuna í Róm, dómkirkjurn- ar f Flórens og Mílanó, Sankti Pálskirkjuna í London og West- minster Abby, án þess að tum- spírur þeirra rækjust nokkurs staðar utan í. Ekki er þó (gott að segja, hvort hann rúmaði metrana. Eins og gefur að skilja Hallgrímskirkju til viðbótar með fór talsvert efni til að byggja góðu móti. annað eins mannvirki og laus- Pýramfdinn var upphaflega 147 lega reiknað hefur þurft til 2,3 metrar á hæð, en tímans tönn milljónir kalksteina, sem samtals hefur nagað af honum tíu efstu vega um 6,5 milljón tonn. □ Maðurinn, sem á að leika Che Guevara í kvikmynd, Hughues Nonn, er næstum því alveg eins og Che. Hann er að vísu 12 árum yngri, en fólk, sem hittir hann á götu, snýr sér við og heldur, að þarna sé Che Guevara kominn. GUEYARA ■ Che Guevara er dáinn, það vita allir, þvf að dagblöð og sjónvarps- stöðvar í öllum löndum hafa sýnt myndir af líki hans, en hann á að rísa upp aftur. ftalski leikstjórinn Francesco Rossi á að gera kvikmynd um hann á Kúbu. Fidel Castro hefur heitið stuðningi sínum og hann ætlar að greiða mikinn hluta kostnaðar við gerð myndarinnar. En það veittist erfitt að finna hentugan mann i hlutverkið. Það var auglýst eftir tvífara 1 belgískum, frönskum, ítölskum og kúbönskum blöðum. 3000 umsókn- ir bárust. Nú hefur einn maður féngið vilyrði fyrir hlutverkinu, Hughues Nonn, bóksali frá París. Nonn er ekki aðeins líkur Che i útliti, heldur er hann einnig mikill aðdáandi hans og kommúnismans, og hefur mikinn áhuga á að hitta Fidel Castro að máli. Nonn hefur aldrei komið nálægt kvikmyndum áður, og hann segir að þetta sé eina myndin, sem Lann hefur áhuga á að leika í. Ég er bók- sali en ekki leikari, segir hann. íþróttirnar Áhugi á íþróttum er mikill á íslandi. Má bezt slá á blöð- unum hversu mikið rúm fþrótta- fréttir oe umræður um fþróttir taka af síðum blaðanna. íþrótta- áhugi er auðvitað ágætur og æskilegur, en það versta er, hve áhuginn er bundinn við áhuga áhorfandans eingöngu, en sá hópur er miklu minni, sem stundar sér til hressingar og ánægju einhverja fbrótt. Helzt eru það þeir, sem stundn sund- ið eða skíðaferðir á sunnudög- um. Þetta byrfti að breytast, ef þess væri nokkur kostur, og gera íþróttirnar almennari fyrir alia þá, sem einhverja hreyfingu þurfa sér til upplyftingar. Margur viil kenna fþróttafé- Iögunum um þessa stefnu, sem íþróttamálin hafa tekið, að í- þróttirnar ná aöeins til takmark aðra hópa. En of oft skeður það, að þjálfarar einbeita starfskröft- um að þeim eiristaklíngum, sem is eða vegna þess að ekki er til fyrir þá, tími eða aðstaða. staða. Mjög æskilegt væri, áð hinn almenni iþrótta-áhugi þróaðist i Gangstéttimar Þættinum hefur borizt bréf frá ágætum kunningja 'sfnum, serh oft hefur látið frá sér heyra líklegir eru til afreka J keppn- um, en minni áherzla því lögð á bað, að púkka upp á hina, sem síður eru líklegir til af- rekanna. „01d-boys“-fIokkar sem skutu upp kollinum á tfma- bili heyrast vart nefndir, hvort sem það. er vegna þátttökuleys- þá átt að gera sem flesta að virkari þátttakendum aö ein- hverju levti til hressingar og ánægju, en ekki bara mcð keppnir og utanferðir í huga, þó slíkt sé að siálfsögðu ágætt með. En hitt væri meira viröi, ef á- huginn næði til breiddarinnar. um margar ágætar áréttingar og tillögur um eitt og annað til úrbóta. Þangað til við eigum ráðhús, en ekki bara apótek fyrir borg- arstjórnaraðsetur, þá þurfum við að láta laga þar fyrir fram- an, segir bréfritari. Gangstétt- arhellumar eru slæmar þar, sem og víðar í borginni, og þarf borgarstjórinn okkar að láta laga til fyrir framan hjá sér, sem og víðast annars stað- ar, sem allra fyrst. í niðurlagi segir bréfritari, vegna aðfinnsla slnna, að f íslenzku sé smámunasemi hálf- gert skammaryröi, samt eru smámunirnlr ekki alltaf þýðing arminni, en stóru verkin. Við þökkum bréfritara bréfið, sem ekki voru tök á að birta í heild, og vonum að okkar á- gæti borgarstjóri geri það sem mögulegt er til að láta lagfæra hjá sér gangstéttarhellumar. Þrándur i Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.