Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 13
V1 SI R . Þriðjudagur 23. apríl 1968. 13 Innstæðulausum ávísunum fjölga Laugard. 20. þ. m. fór fram skyndikönnun á innstasðulausum tékkum við banka og sparisjóði i Reykjavík og nágrenni. Niðurstáða skyndikönnunar þessarar var sú, að 231 tékki reyndist án innstæðu að fjárhæð samtals kr. 1.509.000,— ,og er það 0,79% af heildarveltu dagsins við ávisanaskiptadeild Seðlabanka íslands. Er þetta í 17. skipti sem Seðla- bankinn stehdur fyrir skyndikönn- vem || un innstæöulausra tékka á rúmum 4 árum. Hér eftir fara niðurstöður allra skyndikannana, sem fram hafa far- ið til þessa: HEILBAB- YELTA ÍINNIST. /LAUST VELTA /LAUST PSÓMILLE (millj.kr.) (aillj.kr.) af veltu PJÖlLI TÉKKA 9. nóvember '63 133 5.8 43.61 210 21. februar '64 162 1.3 8.02 127 4. júlí '64 131 1.4 10.69 158 18. júlí '64 117,9 0.808 6.85 105 24. október '64 122,5 1.092 8.91 131 £5. febrúar '65 113,9 0.557 4.89 91 14. septemb. '65 213 1.487 6.98 133 4. nóverber '65 235 1.525 6.49 168 20. '65 190,8 1.179 6.17 164 19. marz '66 169,2 0.906 5.35 133 25. júflí '66 213,8 2.247 10.50 200 7. októbor '66 292,6 2.071 7.08 207 26. nóvember '66 214,6 1.863 8.68 178 18. febrúar '67 202,5 2.712 13.34 210 19. júlí '67 261 1.693 6.49 344 9. nóvember '67 255,7 0.939 3.07 180 20. apríl '68 189,2 1.509 7.92 231 Vaxtnrverkir — -? 9. síðu. fyrir, risið á svæðinu myndar- legt félagsheimili, sem hýsir gróskumikið leikfélag, unglinga- starfsemi á vegum bæjarins, kvikmyndahús og veitingahús. Þá er að rísa ráðhús og þar virð- ast Kópavogsmenn ætla að slá Reykvíkingum yið, og myndar- , legt hús pósts og síma. er fyrir alilöngu búið að taka í notkun. Ólafur segir talsverðan áhuga hafa komið í ljós varðandi lóðir á þessu miðbæjarsvæði Kópa- vogs, en engu enn hægt að sinna í þeim málum vegna þess ástands, sem Reykjanesbrautin skapar í dag. Það getu. auga leið að í bæ þar sem 27% íbúanna eru undir skólaskyldualdri og 47% undir 16 ára aldri, þarf mikið átak að gera í fræðslumálum. Sum und- anfarin ár hefur viðbótin í Kópavógsskólana verið eins mik il og í höfuðborginni, enda þótt íbúar þar séu níu sinnum fleiri en í Kópovogi. Byggingar skóla og rekstur skólanna hefur því kostað mikið fé, enda þótt ríkið greiði sinn hluta. Á síðasta ári voru bæjartekjurnar 96 milljón- ir kr., en þar af greiddi bærinn 13 millj. kr. til skólamála. Þær framkvæmdir sem nú eru á döf- inni við skólana í Kópávogi er stækkun á Digranesskölá, þar sem tvær kennslustofur koma, aðstaða fyrir skólastjórn og anddyri, þar sem samkorpusalur nemenda verður f framtiðinni. Þá er nýbyrjað að grafa grunn fþróttahúss við Kársnesskóla og mun þar rísa salur 18x33, metrar á stærð við Holtagerði. Verður salurinn tvískiptur við kennslu, en á kvöldin verður salurinn notaður fyrir fþrótta- menn Kópavogs, sem lengi hafa beðið eftir þessari aðstöðu. Sagði Ólafur að ætlunin væri að ljúka þessu mannvirki á þessu ári. Sundlaug fengu skólarnir til afnota, svo og almenningur allur í Kópavogí, núna rétt fyrir jólin, og hefur það mannvirki reynzt afar vinsælt af ungum sem öldnum. Árir) framundan kvað Ólafur verða betri varðandi skólabyggingar, nú þyrfti vænt- anlega að bæta færri kennslu- stofum við á ári hverju, en lögð yrði áherzla á að bæta aðstöðu skólanna,„að. öðru.-f,;teyti. Hins vegar stæðu menn gagnvart þvi vandamáli að byggja yrði gagn- fræðaskóla í vesturhluta bæjar- ins. eða þá að tekinn yrði upp sá háttur að bæta 13 ára bekk við barnaskólana, eins og farið er að tíðkast víða. Af málefnum yngstu borgara Kópavogs er það helzt að frétta að við Bjarnhólastíg er áætlað að reisa leikskóla og hefur sú bygging verið boðin út og fljótlega verð- ur gengið frá samningum um bygginguna, sem er á fjárlögum þessa árs. Varla verður svo skilið við Kópavogskaupstað að ekki sé minnzt á götumar. — Ólafur segir það í upphafi hafa verið ögæfu Kópavogs hversu dreift bærinn byggðist. Holræsi og götur kosta gríðar- lega mikið fjármagn, ekki sízt vegna þessa hversu erfiður jarðvegurinn er víðast og mik- illa sprenginga þörf. Merkileg tilraun var gerð í Kópavogi með olíumöl sem varanlega lausn 1 gatnagerð. Við spurðum Ólaf um hver reynsla undanfarinna ára iiefði verið af oliumölinni. Sagði hann að greinilegt væri að mölin væri ekki lausnin varðandi aðalumferðargötur og :ekki þar sem vatnsrennsli væri að nokkru ráði. Þá reyndist olíu- 'mölin illa á gatnamótúm. Hins vegar væri vel hugsanlegt að nota olíurriölina á húságötur, þar sem umferð er minni og léttari. Ólafur kvað litla mögu- Kennsluhúsnæði ca. 500 ferm, óskast sem fyrst handa Heym- ieysingj askólanum. Skólastjórinn. leika á að unnið yrði að varan- legri gatnagerð í sumar, að minnsta kosti hefði ekkert slíkt verið ákveðið ennþá, — í sumar yröi það umferðaræðin gegnum Kópavog, sem menn einbeittu sér að, verkefnið, sem er án efa mest aðkallandi allra þeirra mörgu verkefna, sem að næstsærsta bæ landsins steðja. — J - d J .» r llhttl . >. myndsfa — 3. síðu. Hallsson óperusöngvari, Ómar Ragnarsson og undirleikari hans, Jón Möller. Jóhann Tryggvason lék undir söng' Kristins Hallssonar. Þessum ágætu skemmtikröftum var afar vel tekiö og eftir hvert skemmti atriði marg kallaðir fram. Minni félagsins fiutti ambassa dor íslands í London, herra Guð- mundur í. Guðmundsson, en svarræður fluttu þeir Jóhann Sigurðsson, Björn Björnsson og Karl Strand, en þeir tveir síð- astnefndu eru heiðursfélagar F.Í.Í.L. Heillaóskaskeyti barst frá forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, sem er verndari fé- Iagsins. Margar aðrar árnaðar- óskir bárust félaginu bæði frá Bretlandi og Islandi. Fyrir hönd nokkurra eldri meðlima, afhénti Björn Björnsson formanni fé- lagsins, mjög smekklegan borö- fáná með gullofnu merki félags- ins og ártölin 1943—1968. Nokkr ar félagskonur útbjuggu glæsijeg ;ar skreytingar með vorblómum, er komið var fyrir á borðunum. Salúrinn var alskreyttur íslenzk- um fánum, er „17. júnf npfndin" í Reykjavík, hafði góðfúslega lánað félaginu. Rétt fyrir mið- nætti var borin inn í salinn, stór og myndarleg afmæliskaka fyrir félagið, en það vakti sér- staka athygli, að á eftir fylgdi önnur kaka með sjö logandi kertum, en hún var frá félaginu «1 heiðurs Birni Björnssyni, fyrsta formanni þess, sem átti sjötugsafmæli, einmitt þennan dag. Einnig átti afmæli annar viðstaddur meðlimur félagsins, frú Ágústa (Hallgrímsson) Dew- ar-Brown. Skemmtunin fór hið bezta fram og var til rriikils sóma, bæði fyrir félagið og eins ís- lenzka þjóðarbrotið í London. SKRIFAR GLUGGANA Hr. ritstjóri. J blaði yðar föstudaginn 19. apríl er myndarleg grein er nefnist: „Gluggárnir ‘í Xollstöðina ogJ Lands símahúsið, Axei í Rafha deilir á verkefnaveitinguna". Við greinina vil ég gera þessar athugasemdir: Völundur átti sjálfur tilboð í Toll stöðina og hefði því átt að táka því, fyrst trégluggar urðu fyrir valinu, þrátt' fyrir útboðslýsingu sem gérði ráð fyrir viðhaldsfríum veggjum, ástæðulaust var að þvinga erlend- um aöila upp á Völund, hann hefði án efa getað keypt efnið erlendis frá án miiligöngu hins danska fyr- irtækis. Tilboð Rafha og Perspektiva eru alls ekki sambærileg, annars veg- ar eru málmveggir viöhaldsfríir, hins végar tréveggir að nokkru málmklæddir, verðmunur er í ná- grannalöndum okkar talinn 15— 20%. Samanlagt verö Perspektiva og Völundar er talið um 7 milljönir, samningar hafa enn ekki veriö gerðir og liggur því ekki fyrir endanleg uppKæð, hins vegar er til- boð Rafha talið véra 8,5 milljón í skýrslu fjármálaráöuneytisins, þetta verð lækkar um ca. 400 þús- únd végria tollalækkana á alumíní- um-prófílum og skyldi maður ætla að fjármálaráöuneytiö hefði um þá lækkun vitaö, en þar með veröur tilboð Rafha í viðhaldsfría veggi að- eins- um þaö bil-15% hærra en á- ætlað yerð timburveggja, sem varla verða viðhaldsfríir, og því, ef tekið er tillit til efnis, ekki hærra en erleijda timburtilboðið. Reynt er að láta líta svo út sem tilboö Rafha sé á vegum erlendra aðila, að sjálfsögðu kaupir Rafha efnið erlendis frá, það gerir næst- um allur íslenzkur iðnaður, í tilboöi Rafha er erlendur kostnaður um 50% (helmingur) en ekki % eins og Vísir leggur áherzlu á. I eftirmálanum skýrir Vísir sjón- armið hinna opinberu stofnana: „Þegar á allt er litið í þessurh máÞ um, kernur í ljós að hagsmunir Rafha og hagsmunir rikisins eigá ekki samleið, þar sem tilboðið er ekki hagstæðara en þau tilboð serri gengið hefir verið að, og svo fer því fjarri að hjá því fyrirtæki sé um alíslenzkt tilboð að ræða, því að fram kom við opnun tilboða í Toll- stöðvarhúsið að ekkert þeirra var íslenzkt að meira en y3 hluta — Rafha ekki undanskilið.“ Eins og ég hefi skýrt frá hér að framan er erlendur kostnaður Rafha í báðum þessum tilboðum, og raunar kemur það einnig fram i skýrslum aðila, um 50% ekki y3, þar er um hreinan mis- skilning að ræða, sem upphafsmenn þessarar tölu ættu að leiðrétta, hins vegar á ríkið % hluta af hlutabréf- um Rafha og á þar sjálfkjörinn fulltrúa í stjórn, þótt það hafi ekki séð ástæðu til að hlynna sérstak- lega að þessari eign sirini nú frek- ar en endranær, þótt því, eins og, öörum hluthöfum, hafi verið skilað um þaö bil 20-földu upprunálegu framlagi. Hafnarfirði, 20. apríl 1968. Axel Kristjánsson. AUGLÝSING UM ÁBURÐARVERÐ 1968 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtal- inna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1968: Við skipshlið á Afgreitt á ýmsum höfnum umhverfis land bíla í Gufu- nesi Kjami 23.5% N \ kr. 4.960.00 kr. 5.020.00 Þrífosfat 45% P,Os ” 4.220.00 ff 4.320.00 Kalí klórsúrt 60% K,0 ” 3.060.00 ff 3.160.00 Kalí brennist.súrt 50% K.O ” 3.980.00 » 4.080.00 Kaikammon 26% N ” 3.960.00 tf 4.060.00 Kalksaltpétur 15.5% N ” 3.040.00 ff 3.140.00 Garöáburður 9-14-14 ” 4.060.00 ff 4.160.00 Túnblanda 22-11-11 ” 4.560.00 ff 4.660.00 Tvígild blanda 26-14-0 ” 4.860.00 ff 4.960.00 Tvígild bianda 22-22-0 ” 5.020.00 ff 5.120.00 Tröllamjöl 20.5% N ” 6.040.00 ff 6.140.00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindum verðum fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og af- hendingargjald er hins vegar innifalið í ofan- greindum verðum fyrir áburð, sem afgreidd- ur er á bíla í Gufunesi. Meðalhækkun áburðar nemur 19.53% miðað við áburðarverð 1967. ÁBURÐAKSALA RÍKISINS — ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.