Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 23.04.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 23. aprfl 1968. í> 9Sl VOR- HREINGERN- INGAR TTvort sem þið teljizt til þeirra sem vilja helzt vera með kústinn á lofti allan dag- inn eða þeirra, sem hata hrein- gerningarnar, þá er óhjákvæmi- legt að gera hreint á þeim árs- tíma sem nú gengur í hönd, vorinu. Fyrstu geislar vorsólarinnar eru oft dálítið miskunnarlaus- ir þvf þá kemur allt rykið í ljós, sem hefur verið dulið í vetrarmyrkrinu. Blettir og strik á gólfum og teppum, sem ekki sjást svo mikiö í rafmagnsbirtu, verða hræðilega áberandi þegar sólargeislamir ná inn á gólfið. Og á vorin tökum við allt f einu eftir því, að gluggatjöld- in eru orðin rykug og upplituð og við erum neyddar til að taka ærlega f gegn. Sumar húsmæður taka í gegn í allri fbúðinni í einu, en aðrar, og þá einkum þær, sem vinna úti, eða eiga erfitt með að gefa sér heilan dag frá morgni til kvölds, til að gera hreint, taka eitt herbergi í gegn f einu. Þaö sem ef til vill er þýðing- armest í vorhreingemingunum, er aö hafa alla glugga og hurð- ir opnar upp á gátt, svo að vorblærinn geti sópað burt sem mestu af vetrarrykinu. Bezt er að fara út með húsgögnin og láta þau standa úti meðanigert er hreint fyrir innan. Ef hægt er að koma því við, er mjög æski- legt að fara út meö allan fatn- aö úr fataskápnum, og bursta hann úti á snúru. Teppi, púðar, gluggatjöld, mottur, — allt á þetta helzt aö fara út f vor- sólina einn eftirmiðdag. Á meðan eru veggimir þvegn- ir, gluggamir, huröirnár og gólf- in og síöan er allt drifið inn hreint og ilmandi. Bezt er auðvitað að taka alla ibúðina, fyrir utan eldhús og bað, í gegn f einu, því það er óhjákvæmilegt að óhreinka eitt hvað þau herbergi, sem þegar hafa verið tekin í gegn, ef tekið er fyrir eitt herbergi í einu. Eldhús og bað er hægt að taka sér, því þá þarf í flestum tilfellum ekki að fara út meö neitt af húsgögnum. Glugga- tjöldin eru þvegin um leið, og allir skápar og hillur eru þvegn- ar rækilega með sápuvatni. Það er ákaflega þreytandi verk að taka eldhússkápana í gegn en það væri ekki úr vegi að athuga það, áður en hafizt eða Ijósgræn og getur þá ver- ið fallegt að nota dökkbláa eða dökkgræna liti á skáapana. . Svo við víkjum aftur að hrein gemingunni, þá er rétt að minna á að af öllum þeim ara- grúa af hreingerningarefnum og vökvum sem nú em fáanleg, eru tiltölulega fá, sem hægt er að nota á hvers kyns málningu. Sum em svo sterk, að þau eyöi- leggja t. d. vatnsmálningu, og í öllum tilfellum er ráð að lesa er handa, að það er álíka fljót- legt — eða seinlegt — að mála skápana að innan og að þvo þá. Þaö er mikið f tízku erlendis, að mála skápa í 'sterkum litum, að innan, og jafnvel að utan líka, þó að það sé raunar ekki fallegt nemt í einstaka eldhúsi. íslenzk eld'hús em oftast máluð í ljósum litum, en það getur veriö mjög fallegt að mála fram an á skúffurnar f eldhúsinu og innan í skápana í sama lit og eldhúsið er málað, nema all- miklu dekkri. Eru þá skáphurð- irnar málaöar að innan eins og málað er framan á skúffurnar og innan f sjálfa skápana. Til dæmis er mjög algengt að eldhús séu máluð Ijósblá vandlega leiðarvísana, sem eru utan á. Þegar gert er hreint í eldhús- inu, er gott að hafa stóran pappakassa á miðju gólfi, til að henda í því sem óþarfi er að geyma lengur. Auðvitað finnst okkur fljótt á litið að við þurfum engu að henda, en þegar við emm komn ar í gang með ao taka til i skápunum, finnum við áreiðan- lega eitt og annað, sem bezt er geymt úti f mslatunnu. Ýmiss konar .umbúðir og kassar, tómir eða háíftómir og ýmislegt fleira lendir í pappakassanum, og þeg- ar 'við förum að raða inn í skápinn aftur uppgötvum við okkur til mikillar ánægju að nú rúma skáparnir helmingi meira. HÚSEIGENDUR Framkvæmum hvers konar viðgerðir, ný- smíði og breytingar á húsum, ásamt málning- arvinnu og múrhúðun. Höfum á boðstólum vandað tvöfalt gler. Fagmenn í hverri grein. HUSAVERK Símar: 15166 21262 — 32630. FÉLAGSLÍF 60 ára afmælisfagnaður Knatt- spymufélagsins Víklngs, veröur haldinn í Sigtúni laugardaginn 27. apríl og hefst með borðhaldi. Fjöldi skemmtiatriða, m. a. munu Ómar Ragnarss. og hljómsveltin Emir sjá um fjörið. — Miöar fást i Söbecsverzlun og Bólstrun Helga Bergstaðastræti 48. Sími nr. 20730 er nú afgreiðslutími verksmiðjunnar. VERKSMIÐJAN VÍFILFELL, H.F. Reykjavík. Fyrir sumardaginn fyrsta Danskir drengjajakkar nr. 4—12. T elpnaregnkápur. Athugið okkar lága verð. Ó. L. Laugavegi 71. Frá Matsveina- og veitingaþjónaskólanum Sýning verður haldin á sveinsprófsverkefn- um matreiðslu- og framleiðslunemá í húsa- kynnum skólans í Sjómannaskólanum kl. 2—4 í dag. Lærlingur óskast í setningu. Félagsprentsmiðjan h. f. Spítalastíg 10. TIL SÖLU Fokheldár 100 ferm séríbúðir í tvíbýlishúsi við rólega götu í Hafnarfirði. Sími 10427 frá kl. 12—lVz og 6—10 e.h. Fyrir sumardaginn fyrsta Höfum mikið úrval af: Kjólum, drögtum, ullarkápum, terylene kápum, peysum, pilsum, stökum buxum, bunadrögtum og yfirleitt allt, sem meyna má prýða. KJÓLABÚÐIN MÆR Lækjárgötu 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.