Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 6
6
V I SIR . Fösíudagur 26. aprfl 1968.
TÓNAB90
— fslenzkur texti.
Heimsfræg og afbragðs vel
gerð, ný, ensk sakamálamynd
i algjörum sérflokki. Myndin
er gerð eftir samnefndri sögu
hins heimsfræga rithöfundar
IanFiemmings sem komiö hef-
ur út á Islenzku. Myndin er 1
litum.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
NYJA BIO
Ofurmennið Flint
COur Man Flint)
íslenzkur texti.
Bönnuð yngri en 12 ára.
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
BÆJARBIO
Simi 50184.
Engin sýning / dag
SAMSÖNGUR Karlakórsins
Þrestir í Hafnarfiröi kl. 9.
STJÖRNUBÍÓ
Lord Jim
Ný amerísk stórmynd meö:
Peter O’Toole
— tslenzkur texti.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
WÓÐLEIKHIÍSIÐ
^föIauíiöÉ’tuífdn
Sýning í kvöld kl. 20. f
MAKALAUS SAMBÚÐ
Sýning laugardag kl. 20.
Sýning sunnudag kl. 15.
Fáar sýningar eftir.
Þriðja sýning sunnud. kl. 20.
Litia sviðið Lirdarbæ:
TIU TILBRIGÐI
Sýning swnnudag kl. 21.
Næst síðasta sinn.
Aögöngumiðasalan opin frá
kl. 13.15 til 20. Sfmi 1-1200
|—Listir -Bækur -Menningarmál
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni:
Veggmyndin í Búnaðarbaiikanum
Ckreytingar meiri háttar bygg-
^ inga hafa lítið tíðkazt hér á
landi fram á þennan dag. AÖ
minnsta kosti getum við sagt
orðin hiklaust er við lítum til
frændþjóða okkar og granna
í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og
Finnlandi. Kennaraskólinn nýi
er að líkindum stærsta átakið
og um leið það, sem margir
telja aö sýni hvert stefni. Ég
hafði ekki hugsaö mér að gera
myndskreytingu hans aö um-
ræðuefni í þessari stuttu grein.
Ef til vill gefst tóm til þess síö-
ar. En áður en ég sný mér að
efninu langar mig til að láta þá
skoöun í ljós ,að viö ættum
um fram allt að flýta okkur
hægt þegar viö hugsum til
slíkra stórvirkja. Bráðnauösyn
legt er að vanda sem allra bezt
til undirbúningsins: Koma á
fyllstu samvinnu arkitekts og
málara, gera ráð fyrir skreyting
unni um leið og mannirkið er
teiknað.... og um fram allt að
gefa málaranum nægan tíma til
að vinna verkið. 1 mörgum til-
vikum dugir tæpast minna en
fjögur, fimm eða jafnvel sex ár.
Það er langoftast fráleit hug-
mynd að byggja stóra vegg-
mynd á stsékkun lítillar mynd-
ar. Betra er að sýna ofurlitla
þolinmæði fyrst í stað en sitja
uppi með misheppnaöa risa-
mynd um' áratugi eða jafnvel
aldir.
Þegar 4Íusturbæjarútibú Bún-
aðarbankans var opnað fyrir all
mörgum árum, var Hörður Á-
gústsson j fenginn til að gera
stóra mynd á einn vegg af-
greiöslurialarins. Hún hefur nú
svo lengi verið fyrir auguro
fjölmargra Reykvíkinga, að
mönnum ætti ekxi að verða
skotaskuld úr þvl að sjá kosti
hennar og galla. Fyfir mitt leyti
vildi ég segja, að veggmynd
Harðar er ein af þeim fáu, sem
sitja kyrrar á sínum stað. Og
það, sem meira er: hún hefur
vaxið með árunum. Um ástæð
urnar skal ég ekki hafa mörg
orð. Samt langar mig til að
benda á, að höfundurinn er
kunnugri byggingarlistinni og
regium hennar en títt er um
málara bæði hérlendis og víða
úti um heiminn. Sú þekking hef
ur vitaskuld komið aö góðu
gagni. Við sjáum skjótt að mál
verkiö vex ekki og dafnar á
kostnaö rúmsins í kring —
aftur á móti lyftir það rúminu,
salnum eilítiö hærra og gjörir
hann litríkari. Já . .. litir Harð-
ar? Þeir eru svalir, stundum
kaldir. Bláir. hvítir og grænir
tónar ráða langmestu um átök
og samleik á stóra fletinum. Ég
hygg, að sú staðreynd sýni, aö
málarinn hafi ekki viljaö
kveikja of stórt bál. Ég trúi
einnig, að einkum hafi vakaö
fyrir honum aö smíða listrænan
ramma. Örlítið meiri ylur hefði
þó vart getað skaðað myndina .
og ef til vill gefið henni sterkan
svip. Loks vildi ég geta þess,
línurnar og fletirnir, tengingar
þeirra og rásir eru án efa líf-
legasti þáttur veggmyndarinnar
í Búnaðarbankanum.
SÓLSTAFIR
Ólafsson myndhöggv-
ari opnaði sýningu í Unu-
húsi viö Veghúsastíg skömmu
fyrir hátíðarnar. Mörg listaverk
anna hef ég séð áður — geymt
f hugskoti mínu, krufið f vöku
og draumi, borið saman við
verk annarra myndhöggvara —
en ætíð komizt að sömu niður-
stöðu: Hreinni og fegurri söng
ur hljómar ekki á meöal okkar.
Myndhöggvarinn á jafnauðvelt
með að kveikja bál í greip
sinni og viö hin að draga and-
ann. Einatt smjúga frumstæð
öfl inn f belgina hans,. drumb
ana eða súlurnar og hrista
mesta siðmenningarkuskið af
yfirhöfnunum. Þó gleymir hann
ekki smáatriðunum, ef smáatr-
iði skyldi kalla. Hann veit full
vel, aö allir hlekkirnir í keðj
unni eru lifsnauðsyn ... hvort
sem þeir eru gullnir eöa gráir
rauf eða gap, örlítill tappi eöa
þykkur klumpur. Á röitinu um
salinn þótti mér einna minn?t
koma til súlnanna tveggja og
gipshandarinnar, sem Sigurjón
mótaði 1937. Aftur á móti er
eikarmyndin frá 1962 jafn stór
brotin, hrein og sönn.. . og fyrr
um. Hét hún ekki eldgos? Aö
minnsta kosti orkar hún á sak-
lausan áhorfanda eins og þúsund
ir glóandi hraunmola. Og svip
að má segja um flestar hinna
myndanna á sýningunni f Ragn
arssal: Sólstafina, orminn (tré
og járn 1958), Fjölskylduna,
Járnmynd, Lágmynd úr leir,
Samstæðu, Barnakarlinn, port-
rett Svövu Ágústsdóttur og
síðast en ekki sfzt nýju eikar-
myndina. Ég er að hugsa um
að seiða hana til mín er þokan
veltir þorginni í örmum sér.
ViGDÍS OG ELÍN
’Y/’igdis Kristjánsdóttir er löngu
kunn sem listvefari. Kunn-
áttumenn hafa sagt mér, aö hún
hafi einskis látið ófreistað tii
að kanna rækilega aðferðir og
efni þessarar frjóu greinár. —
Dúkarnir í Bog'salnum koma
ágætlega heim viö þvílíka upp
lýsingu. Gott . handbragð er
stýrkur þeirra. Hitt verður und
irritaöur að taka fram, að hann
á erfitt með aö koma auga á
nokkuð það í vexti forms og
litar, sem er frumlegt, ferskt
eða nýtt. Ýmislegt bendir til
þess að Vigdfs hafi látið undir
höfuð leggjast að taka klára af-
stööu.
Hvort vill hún heldur andlit
ytra heimsins eða blómaknippi
hugsýnarinnar? Hvíti galdur,
Bólstrar og Mósaik-eign Lista-
safns íslands — eru heillegustu
verk Vigdísar á þessari sýn -
ingu og benda á leið, sem hún
gæti farið.
Myndir Elínar Pétursdóttur
10. síöa.
KOPAVOGSBIO
Sfm* 41985
(Spies strike silentlv)
- tslenzkur texti.
Mjög vel gerð og örkuspenn-
andi ný, ítölsk-amerísl</ saka-
málamvnd f litum, er fjailar
um ,/ægðarlausar njósnir f Beir
ut.
Lane Jeffries.
Sýnd kí. 5,15 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
AUSTURBÆJARBÍÚ
Ný ,Angelique-mynd:“
Angelique i ánauð
Áhrifamikil, ný, frönsk stór-
mynd. — ís). texti.
Michéle Mercier
Robert Hossein
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5 og 9.
HÁSKÓLABÍÓ
Sim' 22140
Gamanmyndasafn MGM
(M.G.M. big Parade of Comedy)
Þetta eru kaflar úr heimsfræg-
um kvikmyndum frá fyrstu tíð.
Fjölmargir frægustu leikarar
heims fyrr og sföar koma
fram i myndinni. sem hvar-
vetna hefur hlotið metaðsókn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LAUGARASBIO
Maður og kona
Sýnd kl. 9.
íslenzkur texti.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
» :-v
Hver var Mr. X
Njósnamynd f litum og Cin-
emascope.
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
Miðasala frá kl. 4.
GAMLA BÍÓ
Blinda stúlkan
(A oath of blue)
Bandarísk kvikmynd.
Aðalhlutverk’r*- ,
Sidney Poitier.
Elisabeth Hartman
Sýnd ld. 5 og 9.
Bönnuð börnum únnán 12 ára
KAFNARBIO
Kynblenda stúlkan
Spennandi, ný amerísk kvik-
mynd með:
Lloyd Bridges
Joan Taylor
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
JŒYKJftyÍKDJO
Sýning í kvöld kl. 20.30.
Sýning laugardag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Hedda Gabler
Sýning sunnudag kl. 20.30.
Aðgöngumiðasalan fðnó er
opin frá kl 14 Sfmi 13191.