Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 8
S V f g IR ■ Föstudagur 26. aprfl 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands f iausasöiu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiöja Vfsis - Edda hf._________ Þjóðin vill efla iðnaðinn Ungmennafélag Hrunamanna samþykkti nýlega á 60 ára afmælisfundi sínum að hvetja menn til að styrkja íslenzkan iðnað eftir mætti. Félagsmenn sam- þykktu að stofna til samtaka ungs fólks um, að hver legði fram nokkra fjárupphæð til upplýsinga- og fræðslustarfs iðnaðarins á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda. Skömmu áður höfðu menntaskólanemar á lands- þingi sínu samþykkt að skora á almenning í landinu að taka íslenzkar framleiðsluvörur fram yfir erlendar, þegar þess væri frekast kostur. Þessar tvær ályktanir sýna, að þjóðin er að vakna til meðvitundar um gildi iðnaðarins, og að unga fólkið gengur þar fram fyrir skjöldu. Raunar er engin furða, þótt unga fólkið hafi frum- kvæðið. Sá sannleikur er að renna upp fyrir þjóðinni, að iðnaðurinn verður í framtíðinni höfuðatvinnugrein þjóðarinnar. Á hverju ári fjölgar vinnufæru fólki um margar þúsundir og allir sjá, að iðnaðurinn, einn ís- lenzkra atvinnuvega, hefur möguleika á að taka við miklu meiri mannafla í framtíðinni. Þetta snertir unga fólkið meira en hina eldri, því að það mun byggja land- ið, þegar iðnaðurinn vdrður meginstoð þjóðfélagsins. Mörg fleiri dæmi eru um vakningu þjóðarinnar gagnvart iðnaðinum. í vetur hafa verið miklar um- ræður um, að taka beri innlendum tilboðum, séu þau ekki meira en 5—10% hærri en erlend tilboð, og virð- ist þetta nú vera orðin almenn stefna. Þá hefur hinn ungi framkvæmdastjóri Landssambands íslenzkra iðnaðarmanna, Ottó Schopka, skrifað í föstudagsblöð Vísis undanfarna mánuði greinar um iðnþróunina, sem hafa vakið almenna athygli og verið endurprent- aðar í öðrum ritum. Þessar skýru og hnitmiðuðu grein- ar hafa sannfært margan manninn um, hvílíkt lykil- mál iðnþróunin er fyrir þjóðina. Árabilið 1960—1966 var mikii gróska í iðnaðinum og jókst framleiðsla hans um 4,6% á ári að meðaltali. Árið 1967 og það, sem af er þessu ári, hefur hins vegar verið stöðnun og jafnvel samdráttur í iðnaðinum, eins og í öðrum atvinnugreipum. Þótt illa gangi núna, ríkir ekki svártsýni eða örvænting í röðum iðnrek- enda og iðnaðarmanna. Fulltrúamir á ársþingi iðn- rekenda, sem nú stendur yfir, eru bjartsýnir á fram- tíðina, m. a. vegna hinnar almennu öldu, sem hér er að rísc. til stuðnings iðnaðinum. í næstu viku mun fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík halda þriggja daga ráðstefnu um iðnþró- anina. Og í sömu viku hefst svonefnd Iðnkynning, sem standa mun yfir mánuðum saman. Tilgangur hennar er að vekja athygli þjóðarinnar á íslenzkum iðnaðar- vömm. Enginn efi er á, að iðnkynningin kemur á rétt- um tíma, — hljómgrunnurinn hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Ottó Schopka: GILDI IÐNLÁNASJÓÐS 'C’in af forsendum hraöfara sóknar í átt til aukinnar iön- þróunar og alhliöa eflingar iðn- aðarins er greiður aögangur að nægilegu fjármagni. Tæknilegar framfarir og stækkun markaða kallar á aukið fjármagn og meiri fjárfestingu. 1 landi, þar sem fyrirtækin eru yfirleitt lítil og hafa takmarkaða möguleika til eigin fjármögnunar ti'I stækk- unar og uppbyggingar, veröur að treysta á aðstoð lánsf járstofn ana f ríkari mæli en í auöugum iönaðarlöndum. Þar veltur líka á miklu, að fyrir hendi sé skiln- ingur rfkisvaldsins á mikilvægi stofnlánasjóðanna fyrir framtíð- arþróun atvinnuveganna, og það leggi sitt að mörkum til efling- ar þeirra. Islenzkur iðnaður hefur að- gang að sérstökum stofnlána- sjóði, Iðnlánasjóði. sem veitir ián til nýbygginga, vélakaupa og hagræðingaraðgerða í iðn- fyrirtækjum. Sjóðurinn var 'stofnaður árið 1935 en lengst framan af var hann algerlega fjárvana og ófær um að gegna því hlutverki sem honum var aétlaö. En hin síðari ár hefur Iðnlánasjóður eflzt verulega, einkum eftir að farið var 'að leggja svojcallað iðnlánasjóðs- gjald á alltfn iðnrekstur I land- inu, en þáio gjáld rennur beint til sjóðsins. Nemur það nú um 20 millj. kr. árlega og hefur vaxið vorulega undanfarin ár, bæði vegna vaxtar iðnaöarins og ekki síður vegna hækkandi verðlags 1 landinu. Ennfremur hefur framlag ríkissjóð til Iðn- lánasjóðs verið hækkað veru- lega, þótt enn vanti talsvert á, að það nemi jafnmiklu og fram- lag iðnaðarins til sjóðsins. Ár- legt framlag ríkissjóðs er nú 10 millj. kr. í þessu tilefni er rétt að vekja athygli á því, aö framlag ríkis- sjóðs til Stofnlánadeildar land- búnaðarins er jafnhátt og fram- lag það, sem bændur greiða til Stofnlánadeildarinnar af and- virði afurða sinna, og er það áætlað 17 milljónir kr. á fjár- lögum yfirstandandi árs. Sama máli gegnir um Fiskveiðasjóð, ríkissjóði ber skv. lögum að leggja sjóðnum til sömu upp- hæð og sjávarútvegurinn greið- ir til sjóðsins af útflutnings- sjóðsgjaldinu. Samtök iðnaðar- ins, Félag ísl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna, hafa um langt skeið borið fran- óskir um að stofnlánasjóður iðn aðarins verði látinn njóta jafn- réttis við sjóöi annarra höfuð- atvinnuvega landsmanna, w, enn sem komið er hefur ekki þótt fært að koma til móts við þessar óskir. Þrátt fyrir verulega eflingu Iðnlánasjóðs að undanförnr, vantar mikið á, að sjóðurinn hafi getað satt hið gífurlega hungur í lánsfé, sem hér rlkir. Á síðustu 5 árum nam fjárfest- ing í þeim iönaði, sem sjóður- inn lánar til, um 2.100 millj. kr. Á sama tíma jukust útlán sjóðsins um 222 millj. kr. fúr 28 m. kr. f 250 m. kr.V eða aðeins rúmlega 10% af fjárfestingunni. Miðað við síðasta ár námu út- lán Iðnlánasjððs um 20% af fiárfestingunni f iðnaði. Til sam anburðar má benda á, að fjár- festing f landbúnaði nam það ár um 535 millj. kr. en ný út- lán stofnlánasióða landhúnaðar- ins námu um 147 millj. kr. op beinir fiárfestingarstvrkir tjl bænda á fiárlögum ársins um 105 milli. kr. Samtals eru betta vfir 250 mílli. kr. eða nær helm- ingur af fiárfestingunni f 1and- búnaðinum. Enn vantar talsvert á, að fiú’ ur iöfnuður rfki milli iðnaðar o" annarra atvinnugreina að bví p’- varðar lánsfiármasn til fiárfest- ingar. Iðnbróun framtfðarinnar mun f vaxandi mæli bvggiast á preiðum aðganei að ffármagni. fðplánasióður hefur eflzt veru- leea undanfarin ár. um bað eeta allir verið sammála. En betur má ef duea skal. Vilja auka ferðamannastrauminn til Bandaríkjanna Bjóða sérstök kostakjör — Efnt til kvikmynda- sýningar hér og kynningar á ferðum vestur ■ Bandaríkjamenn búast við auknum ferðamanna straumi til Dandaríkjanna í sumar og þessu ári, vegna ýmissa stórviðburða, svo sem heimssýningarinnar í San Antonio í Texas, 250 ára af- mælis New Orleans og jass- hátíðarinnar þar og fleira, og leggja þeir sig nú alla fram við að laða ferðamenn vestur um haf. Bjóða þeir sérstök kostakjör í t.d. lækkuðum fargjöldum (nú standa yfir samningar við flug- félög f USA um 50% afslátt á flugfargjöldum inan USA fyrir erlenda ferðamenn) og á næst- unni veröur á vegum Ferðaþjón ustu USA dreift svokölluðum „gestakortum", en með fram- vísun þeirra geta menn fengiö 10% til <40% afslátt hjá vissum hótelum, veitingahúsum, bílaleig um. verzlunum, í skoöunarferð- um og vfðar. ____Bandaríska sendiráðið og Upp- lýsingaþjónusta Bandaríkjanna efna hér á landi I þessu sam- bándi til kynningar á ferðum til Bandaríkjanna, sem hefst í dag með kvikmyndasýningu f Ame- ríska bókasafninu f Bændahöll- inni, þar sem sýndar verða 4 kvikmyndir — allar um New York, borg og rfki. Næsta föstu dag, 26. aprfl, verða sýndar kvikmyndir frá Washington og Philadelphia og fleiri stöðum frægum. Eftir*þessar kvikmynd ir getur fólk spurt spurninga eft- ir vild. Laugardaginn, 27. apríl, verð- ur kvikmyndasýning í Nýja Bíói en þann dag fer einnig fram kvikmyndasýning í Borgarbíói á Akureyri, og hefjast þær á báð um stöðunum kl. 2. Orðinri þreyttur — og aðrir líka? Hann er óneitanlega dálítiö þreytulegur — og ekki beint sig urstranglegur, þessi keppandi um að verða forsetaefni í for- setakosningunum f Bandarfkj- unum í nóvember. Maöurinn er fvrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, Richard Nixon, en fljótt á litið gæti allt virzt leika í lyndi fyrir honum, þar sem hann hefur enga keppinauta í sínum flokki um hnossið (ekki eins og sakir standa), en þessi ,,eins manns sókn“ er oröin til breytingarlítil, menn eru orðnir leiðir og kannski Nixon líka. Og athyglin beinist að öðru. Að demokrðtum — þar er óvissan — og spenningurinn. Athyglin beinist enn að Eugene McCarthv og þó enn meira að Kennedv og svo hefur verið óvissan um Hubert Humphrev og seinas’ en ekki sízt menn hafa aldrm verið alveg vissir um, að á- kvörðun Tohnsons forseta um að vera ekki í kjöri sé alve" „ófrávíkianieg" — og bað pf ekki ólíklegt. að bað muni p'' minnsta kosti örla á ðvissu margra hugum um þetta ba- til fiokksbingið er búið að tak" ákvörðunina um forsetaef’" flokksins. en það er haldið f á gúst, f Chicagoborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.