Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 12
12 V í SIR . Föstudagur 26. apríl 1968. Allt í einu var sem lýsti þar af morgni viö sjóndeildarhring. Bjarm inn varð óöum skærari, og þaö var eins og flöktandi norðurljós léku um himininn yfir sundinu. Og allt í einu kvaö við gífurleg sprenging úti þar og himininn virtist standa í björtu báli. Jörðin nötraði og skalf og hvítfextar flóöbylgjur æddu upp að ströndinni. Sprengjukúlnahríðinni úti fyrir slotaði skyndilega. Japönsku her- mennimir störöu orðlausir á öll þessi feikn. Japanski yfirforinginn gekk út að glugganum á skrifstofu sinni og horfði á þaö, sem fram fór, án þess nokkur dráttur breytt- ist á andliti hans. Hann leit á arm bandsúr sitt og vissi, að fyrirætlun in haföi mistekizt. Floti McArthurs mundi ekki sigla rakleitt í neina Helgildru, þegar hann lagði inn á sundið. Yfirforinginn gekk inn í svefn- klefa sinn og tók sverð sitt ofan af vegg. Settist með krosslagðar fætur á silkiábreiðuna. Tautaöi af- sökunarbæn til keisarans og rak sverðið f kviö sér. McArthur hershöfðingi horföi út yfir myrkt hafið úr brúnni á flagg- skipi innrásarflotans. Svo tók hann ofan einkennishúfuna, stakk reykj- arpípunni frægu í vasa sinn og þagði um hríð. Ef til vill hefur hann líka beðið og ef til vill hefur það verið svar við bæn hans, er myrkrið var skyndilega rofið framundan, og haf og himinn stóö allt f einu í björtu báli í grennd við eyjarnar. Það var í senn ótrúleg og tignarleg sjón, öllu fremur í ætt við það, sem tæknisnillingar í kvik | myndagerð geta manað fram á ! tjaldi fyrir sjónum áhorfenda, en ! það, sem gerzt getur í veruleikan- j um. Þessi furðusýn stóð nokkurt i andartak, en svo slokknuðu eldarn- ; ir smám saman og myrkrið varð myrkara fram undan en nokkru sinni fyrr. Innrásarflota-McArthurs hershöfðingja var opin leið inn sundin. Grenier ýtti við Corey liðþjálfa. „Hefurðu nokkurn tíma séð jafn fallegt?" spurði hann og það var ungæðisleg hrifning i röddinni. „Ég þori að bölva mér upp á . . .“ En Corey liöþjálfa virtist óhægt um svariö. .Stórkdstlegt...“ RAFVELAVERKSTÆÐI S. MELSTEÐS SÍMI 82120 TÖKUM AÐ OKKUR: ■ MÓTORMÍUNGAR. ■ MÓTORSTILLINGAR. ■ VIÐ6ERÐIR A' RAF- KERFI, DýNAMÓUM, 06 STÖRTURUM. ■ RAKAÞÉTTUM RAF- kerfið ■varahlutir á staonum stundi hann og brosti. Svo fékk hann ákaft hijstakast, hneig niður og þagnaði við. „Corey ...“ hvíslaði Grenier ráð þrota. ,,Er ekki allt 1 'iagi... Corey liðþjálfi. .“ Corey liðþjálfi svaraði ekki. Hann var dauður. Grenier laut að honum og hagræddi honum við vegginn, fullviss um það, að sjálf- ur ætti hann ekki nema skamma stund ólifaða. Japanska Iiðið úti fyrir hafði gert hlé á árás sinni á bygginguna meðan feiknin voru að gerast úti á sundunum. En nú hófst áhlaupið aftur af meiri heift og ákafa en nokkru sinni fyrr. 1 oömu andrá varð mikil spreng- ing inni í byggingunni sjálfri, og síðan önnur enn meiri, og um leið slokknuðu öll Ijós, bæði úti og inni og megna svæhi af bráðnuð- um einangrunarleiðslum lagði fyr- ir vit. Grenier þreifaði fyrir sér í myrkrinu og kleif upp stigann, upp á þakið. Allt var hulið niðamyrkri og umhverfis bygginguna heyrðust köll og öngþveiti hvarvetna. Þá heyrði Grenier að útidyrahurðin lét undan höggum og barsmíð, sem áhlaupasveitin lét dynja á 'henni í myrkrinu, og andrá síðar heyrði hann þrusk og raddir niðri f myrk um salnum. Hann leysti hand- sprengjurnar tvær frá belti sinu, | dró út snrengigikkinn og varpaði | þeim niður um stigagatið. Stökk ! síðan fram af þakbrúninni og kom síðan klakklaust niður í mjúk- an sand fyrir neðan. í mvrkrinu varð fjandmaður ekki greindur frá samherja. Allir voru á hlaupum og rákust hver á annan. Grenier tók stefnu til sjáv- ar, og innan stundar var hann kominn niður á klettótta, kjarri vaxna ströndina. Þaðan tók hann stefnuna út á nesiö, fjærst her- stöðinni. Það var kominn bjartur dagur, ! þegar hann náði fyrir nesið. f norðvestri gat að líta innrásar- flotann mikla og uppi yfir sá vart í heiðan himin fyrir orrustuflugvél- um og sprengjuflugvélum Banda- ríkjamanna. Grenier hafði aldrei á ævinni litið jafn glaðan dag, þrátt fyrir allt. Hann hélt áfram göngunni og kom að yfirgefnu loftvarnarbyssu- hreiðri. Það var auðséð, að skytt- urnar höfðu foröað sér í skyndi og ekkert með sér tekið. Grenier svip aðist þar um og kom auga á lítið, japanskt f^rðaútvarp, sem hann ákvað að „taka herfangi." í sömu svifum kom hann auga á bandarískan vélbysjsuhraðbát, sem skreið með ströndinni. Grenier stökk upp á sandpokana við hreiðr iö, kallaöi af öllum mætti og veif- aði höndunum. „Halló, strákar ... halló .. .** Stýrimaðurinn kom auga á hann og beygði upp að fjörinni. Grenier gekk, niður í flæðarmálið, settist þar á stein og beið. Ósjálfrátt dró hann af sér stígvélin og laugaði fætuma í svölum sjónum. Það var eins og hann heyrði stríðnisorð Maccones í eyrum sér — hvort hann vildi ilmandi fótapúður. Það var ótrúlega langt síðan, og þó svo ótrúlega skammt. Aðeins fjórir dagar og þó löng eilífö. Hann opnaði fyrir ferðaviðtækið, og heyrði rödd McArthurs hers- höfðingja. „Filippseyingar ... ég er kominn aftur. Svo er guði almáttugum fyr- ir að þakka ..,“ Corev liðþjálfi, hugsaði Grenier . .. þetta hefði verið honum stór stund. Þaö var hörmulegt óréttlæti, að honum skyldi ekki vera leyft að njóta hennar. Þaö var eins og reikningsskekkja hefði átt sér stað hjá þeim máttarvöldum, sem réðu örlögum manna. Sú gráthlægilega reikningsskekkja, að dómi Greni- ers, að það skyldi vera hann sem þarna sat, einn leíöangursmanna enn á lífi.. . hann, en ekki Corey. Það var þýðingarlaust að krefja máttarvöldin svars, og Grenier fór að huga að fleiörunum á tánum á sér ... Grenier, sem þau hin sömu máttarvöld höfðu útvalið til að breyta gangi mannkynssögunnar fyrir nokkrum klukkustundum, án þess hann gerði sér minnstu grein fyrir því. Sögulok. BÍLAKAUP Bílar við illra hæfi. - Kjör við allra hæfi. Opið kl. 9-21 alla virka daga. Opið f hádeninu. Opið á morgun, fimmtudag. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 • Sími 15812 KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR Dogbluðið VÍSIR Laugovegi 178 ÝMISLEGT ÝMISLEGT GlSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Simi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóðastandsetningar, gref hús- grunna, holræsi o. fl. SS^» 304 35 Tökum að okkur hvers konar múrbroi og sprengivinnu í húsgrunnum og ræs- um. Leigjum út loftpressur og víbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonar Álfabrekku viö Suðurlands- braut, sfmi 30435. TOU LOVE ME, TARZAN! VOU HAVE RETURNEP TO OPAR tostak wrrvi me forever* v TEU.ME n tSSO----- NO.LA! XCAME IN SEARCH OF MV MATE! > OH,TAKZAH_ PONT BE A FOOU VDU MUST SAVE us sotm; cadj MEANS TD£ACRIRCE VDU ANP MARRV ME! Evat IN THE FACE OF m PEOPLE‘5 ANÖER, I WOULD STOP J r---r H1M_IF ONLV VOU— „Þú elskar mig, Tarzan. Þú ert kominn tíl Cpar til aö vera hjá mér að eilífu, segðu að það sé satt — “ „Nei, La, ég kom til Opar í leit að kon- unni minni.“ „Tarzan, vertu ekki svona helmskur. Þú vercur að bjarga okkur báðum. Cadj æilar að fóma ykkur og giftast mér. Fyrir augliti allra borgara Opar skal ég bjarga þér, ef þú vilt aðeins ...“ „Nei, La.“ NÝJIIMn t TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- 'ð hleypur ekki Seynið viðskipt- :n. Uppl. verzl. Vxminster, sími 10676. ■ Heima- sími 42239. Auglýsið í VÍSI v . ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.