Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 5
5 V f SIR . Föstudagur 26. apríl 1968. c^iMjyg Nýr rauðmagi er herramannsmatur — Fæst / flestum fiskverzlunum borgarinnar og kostar 25 krónur kilóið — jVýr rauðmagi fæst nú í all- flestum fiskbúðum borgar- innar og er yfirleitt hægt aö fá hann hreinsaöan (afhausaö- an og hreinsaðan að innan) í verzlunum. Rauðmaginn kostar 25 krónur kilóið og er hann sannkallaöur herramannsmatur bæði nýr, steiktur, í hlaupi eða í súpu. Rauðmaginn er hreinsaöur þannig, að hausinn er skorinn af og fiskurinn er ristur á kvið inn og hreinsað innan úrhonum. Þá er bakhveljan skorin af, en yfirleitt er fiskurinn soöinn með kviðhveljunni. Rauðmaginn er nú þveginn vel í köldu vatni og ef á að borða hann soðinn þá er vatnið saltað vel og dálítið af ediki sett í vatnið. Mörgum finnst fiskurinn beztur með edikblöndu og heitum kartöfl- um og er þá lifrin og hrognin yf irleitt soði., með fiskinum og borðuð meö. Bezt er að skera rauðmagann í sneiðar, áður en hann er settur í pottinn, en ekki á að sjóða hann nema í ca 5 mínútur. — Piparrótarsósa er ágæt meö rauðmaga, en hún er gerð á eftirfarandi hátt: 1 bolli af súr um rjóma er þeyttur saman við 1 tsk. edik og 2 tsk sykur. 2 msk af rifinni piparrót (fæst ný í nokkrum verzlunum í borg- inni) er blandaö saman við. — Hægt er að riota þurrkaða pipar rót ef ný er ekki fáanleg. Bragð ið á sósunni, til að finna hvort hún er mátulega sterk, þar sem piparrótin er misjafnlega bragð sterk. STEIKTUR RAUÐMAGI. Steiktur rauðmagi er líka mjög bragðgóöur og er hann matreiddur á eftirfarandi hátt: Fiskurinn er skorinn í sneiöar, sem velt er upp úr krydduðu hveití. Fiskurinn steiktur í heitri feiti, þar til hann fær fall egan Ijósbrúnan lit. Bezt er aö steikja fiskinn í jurtafeiti eða olíu. Gott er að borða kapers- sósu með rauðmaganum en hún er gerð þannig: Feitin af pönn- unni er hrærð út í hveiti og dá- lítilli mjólk bætt út í. Dálítið vatn eða fisksoö (t.d. soð af hrognum og lifrum úr rauðmag anum) er sett út í sósuna. Nokk ur kaperskorn ásamt ediki og salti sett aö lokum út í þar til sósan er mátulega sterk. Borðað með rauðmaga, steiktum eöa nýjum og heitum kartöflum. RAUÐMAGASÚPA. Fiskurinn skorin í sneiöar, en látinn hanga saman á brjóskinu. Stór pottur hálffylltur af vatni selt, edik og nokkur lárberja lauf sett út í vatnið. Suðan látin koma upp og rauðmaginn (ca. tvö stvkki) settur út í, soðið í 5 mínútur, froðan veidd ofan af. Soðið af fiskinum sett í pott, ör- lítið skilið eftir sem hrært er út í hveitijafning og gerð sósa. Út í súpuna eru nú settar nokkr ar mjúkar sveskjur og rúsín ur og bragðbætt með sykri og ediki, þar til súpan er mátulega sterk. Súpan borin fram með rauömaganum, hveitisósunni og heitum kartöflum. RAUÐMAGI í HLAUPI MEÐ GULRÓTUM. Pottur hálffylltur af vatni og vatnið saltað vel. Ediki og 2 lárberjablöðum bætt út í og suðan látin koma upp. Rauð- magi skorinn í sneiðar, er settur út í vatnið og látinn sjóða f 5 mínútur. Soðin gulrót (stór) er brytjuð í þunnar sneiöar og síðan er allt sem í pottinum er látið bíða dátitla stund. 6 blöð af matarlími eru leyst upp í vatni og blandað saman við soö iö í pottinum. ÖUu hellt í stórt form og látið kólna. Skreytt með gulrótarsneiðum, steinselju og sítrónu. Borðar með heitum kartöflum og góðri sósu t.d. pip- arrótarsósu eða gúrkusósu, en hún er gerð þannig: 1 agúrka er flysjuð og skorin í 6 ræmur eftir endilöngu og síðan í litla bita, sem soðnir eru í ediksblöndu örlitla stund. Búinn til jafningur úr hveiti og smjör- líki og þynnt út með fisksoði gúrkubitarnir og ediksblandan er sett út í og sósan krydduð eftir smekk og borin fram heit. Við getum ekki skilið við rauð magann, nema segja frá grá- sleppunni en hún er mest borð uð sigin. Grásleppa fæst nú í flestum fiskverzlunum og kost ar 15—25 krónur stykkið. Grá- sleppan er burstuð vel úr köldu vatni og bakhveljan skorin af. Kviðhveljan er þvegin og skafin. Grásleppan er skorin f sneiðar, sem fastar eru saman við brjóskið og soöin í ca. 7 ‘mínútur f miklu vatni. Borðuð með heitum kartöflum og smjöri. AUGLÝSING UM HÓPFERÐARÉTTINDl Þann 1. júní 1968 falla úr gildi réttindi til hóp- ferðaaksturs útgefin á árinu 1967. Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir árið 1968 —69 skulu sendar til Umferðarpiáladeildar pósts og síma í Umferðarmiðstöðinni í Reykja vík fyrir 15. maí n.k. I umsókn skal tilgreina árgerð, tegund og sætafjölda þeirra bifreiða, sem sótt er um hóp ferðaréttindi fyrir. 23. apríl 1968. Umferðarmáladeild pósts og síma Nemandi — Gleriðn ♦ Ungur r eglusamur maður getur gomizt að sem nemandi í gleriðn .Upplýsingar í skrif- stofu Ludvig Storr, Laugavegi 15. Óskum að kaupa Notaða prentvél (Digul). Ennfremur papp- írsskurðarhníf. — Tilboð sendist augld. Vísis fyrir þriðjudaginn 30 apríl merkt „Digull“. Skrifstofu- og lagerhúsnæði til leigu að Vesturgötu 2. Nánari upplýsingar gefnar í aðalskrifstofunni, Reykjavíkurflug- velli. WFTLEIDIR. SAAAAA/VAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA BCnattspyrnufélagið VÍKINGUR 60 ára afmælisfagnaSur í Sigtúni laugardaginn 27. aprll. Hefst með borðhaldi kl. 19.30. \ ' • i Fjöldi skemmtiatriða, m. a. Ómar Ragnarsson. Annáll. Þjóðlagasöngur — og hljómsveitin ERNIR. Aðgöngumiðar fást í Söbecsverzlun og Bólstrun Helga, Bergstaðastræti 48.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.