Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 16
Föstudagur 26. aprfl 1968. Brutust inn til oð stela eplum ® Tveir drengir brutust inn í -jjnanasöluna í gærkvöldi og stálu þaðan tveim eplakössum. Kom lög- reglan að beim á Nóatúni norðan Laugavegar, þar sem þeir roguöust með annan kassann og voru þeir teknir og fluttir til yfirheyrzlu. Kinn kassinn fannst heima hjá öðrum drengjanna. -=S> Enn allgóður afli báta Verstöövar yfirleitt saltlausar eða saltlitlar Afli bátanna er enn nokkuð góður, þó að dregið hafi úr hon síðustu daga. Flestar ver- um stöðvar eru enn saltlausar, eins og skýrt var frá í blaðinu á mið vikudag. Saltskip þau, sem kom- ið hafa undanfarið eru iítil, og eru með lítið magn, og það er fljótt að kiárast. Bátaflotinn er nú dreifður um sjóinn suður og suðvestur af landinu, og nokkur brögð að því undanfarna daga, að bátarnir hafi flutt sig norður fyrir Reykjanes. Til Akraness komu í gær 9 bátar með 280 lestir, eöa rúmlega 30 lestir að meðaltali á bát. Þar hefur afiinn veriö góður og jafn síðustu daga . Heildarafli Grindavíkurbáta í gær var 300 Iestir og var hann sá sami og í fyrradag. Hefur dregiö úr afla þar undanfarna daga. Til Þorlákshafnar komu í gær 173 lestir af 13 bátum, aflahæst var Grótta, RE meö 34 lestir, en aflahæsti heimabáturinn var með 22 lestir. Annars hefur vertíð Þor lákshafnarbáta verið nokkuð góð, en misjöfn. Um ástand fiskvinnslu stöðva í Þorlákshöfn hvað viðvíkur salti, hefur Meitillinn salt, en aðr ar fiskivnnslustöðvar ekki. Afli Vestmanneyjabáta var mis jafn í gær en komst upp í 55 lest ir mest. Vestmannaeyjabátar eru dreifðir á miðunum fyrir sunnan og austan land, austur á bugt og suð ur með landinu aö Selvogsbanka. Geysileg umferð í bænum i gær • Gífurieg umferð var í bæn skólum borgarinnar, og skrúð- um í gær ,einkum fyrst eftir göngur bama fóru um göturnar. hádegið og svo aftur síöari Veður var sæmilegt með köfl- hluta dagsins en engin umferðar um, en fremur kait. Hátíðahöld slys urðu og gekk umferöin mjög greiðlega, eftir því sem Arnþór Ingólfsson varðstjóri sagði blaðinu í morgun. ® Skemmtanir voru í barna- voru með svipuðu móti úti á landi, en víða rigning og aðeins nokkurra stiga hiti. I dag hefur Iétt til og er spáð bjartviðri en gert ráð fyrir frosti í nótt. WWWVWV/WWWWW/VS/VAAA/VWWM^/VSA/WV Þriggja daga ráðstefna um íslenzka iðnþróun Dagana 2.—4. maí mun Fulltrúa- í Ijós vaxtarskilyrði núverandi iðn ráð Sjálfstæðisfélaganna f Reykja- vík gangast fyrir einni umfangs- mestu ráðstefnu um iðnaðarmál, sem haldin hefur verið hér á landi til þessa. Á ráðstefnunni verður fjallað um vandamál, stöðu og framtíð ís- lenzks iðnaöar, einkanlega með hliðsjón af hugsanlegri aðild lands ins að Fríverzlunarbandalaginu. Leitazt verður þannig við að leiða greina samfara athugun nýrra möguleika. Fjölmörg erindi verða flutt á ráð stefnunni og munu þau meðal ann- ars fjalla um hlutverk og aðstöðu stjórnvalda til áhrifa á iðnþróun- ina, aðild að EFTA og íslenzkan iðnað svo og þátt iðnaðarins í ís- lenzkri efnahagsþróun. Auk þess má geta viðfangsefna, er snerta io. síðu. Þannig endaði ökuferðir. — út af veginum — óg þarna yfirgaf ökumaðurinn bifreið sína. Drukkinn ökuþór veldur árekstri Skaðabætur vegna slyss dæmdar á aðra milljón kr. — lagoi á flótta, missti vald á bilnum I tvo daga leitaði lögregian að manni, sem stakk af frá á- rekstri, sem hann hafði valdið á gatnamótum Langholtsvegar og Álfheima á þriðjudagskvöld. Lék sterkur grunur á, að maður inn hefð: ekið ölvaður, en hann yfirgaf bifreið sína, þar sem hann hafði ekið henni út af á flóttanum. Hann haföi ekið norður Álf- heima og beygt inn á Langholts veg, þar sem hann hafði bið- skyldu aö gegna fyrir um-; feröinni sem ók norður Lang ] m~> 10. síða. I ..................... ........................| Skemmdir hins bílsins af árekstrinum urðu ekki miklar, eins og sjá má, en ökumaðurinn stakk þó af frá þeim. Dæmt var á þriðjudag í undir- rétti í skaöabótamáli þar sem Elli og hjúkrunarheimilinu Grund var gera að greiða stefnanda, Guðrúnu Guðmundsdóttur, f.h. dánarbús Jóns Guðjónssonar, vegna sjálfrar hennar persónulega og f.h. barna 1. milljón 144 þúsund krónur, auk vaxta og málskostnaðar. Þess má geta að vextirnir munu nema nær hálfri inillión kröna og er upphæð in því nálægt tveimur milljónum með vöxtum og málskostnaði Sam kvæmt upplýsingum Stefáns Más Stefánssonar fulltrúa borgardóm- ara sem dæmdi í málinu ásamt Agn ari Norðland skipaverkfræöingi og Norðland skiþaverkfræðingi og Gunnari Guðmundssyni yfirlækni, er mál þetta risið vegna slyss er varð árið 1952 en árið 1960 lézt sá er fyrir slysin • varð, Jón Guð- jónsson og hefur málið verið í gangi síðan. Munu þetta vera ein- hveriar allra hæstu skaðabætur sem dæmdar hafa verið hér á landi vegna slyss. Lögfræðingur Guð- rúnar Guðmundsdóttur er Sigurður Ólason, hrl., og lögfræðingur Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar i ús Thorlasíus í morgun, og sagði | Magnús Thorlacius. | hann að ákveðið hefði veriö að á- | Blaöiö haföi samband við Magn- í frýja málinu. SVR fer á Hlemm- torg næsta haust í morgun hafði Vfsir sam- band við skrifstofu borgarverk- fræðings, o" fékk þær upplýs- ingar hjá Guttormi Þormar, að á Hlemmtorgi væri verið að vinna að því að þreikka Hverfis götuna fyrir H-daginn. Bifreiða stöðin Ilreyfill hefur þarna að setur fyrir mikinn hluta start'- semi sinnar, og mun stöðvar- húsið ekki burfa að víkia úr vegi, þótt Strætisvagnar Rcykja víkur hafi þarna miðstöð SVR mun ekk’ flytja þangað fyrr en meo haustinu, og ekki hefur fyllilega verið gengið trá skipulagningu hins nýia leiða- kerfis ennþá. Stöðvarhús Hrevfils mun að líkindum fá að standa, en baðan er talstöð”í>rsamband við leigubifreiðimar. Leigubílstjór- arnir munu bó ekki fá að hafa barna stæöi fvrir bifreiðir sín ar í framtiöinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.