Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 26. apríl 1968. 9 Hráskimaleikur um fuudarstað ■JVTeir en þrjár vikur eru liðn- ar síðan Johnson flutti sina frægu afsagnarræðu. Þar boðaöi hann samninga um frið í Viet- nam. Ræða hans hafði strax mik- il áhrif. Hún fyllti menn von og bjartsýni um að loksins myndi hinufti tilgangslausu manndráp- um austur í Vietnam ljúka. Þessi nýfengna bjartsýni flæddi yfir Bandaríkin og víða veröld. Loksins þóttust menn sjá fyrir endann á þessari vitfirringu, sem styrjaldir jafnan eru. Marg- ir ímynduðu sér, að nú yröi þetta méin skjótlega grætt, báðir aöilar myndu vera famir að skilja, að hvorugur gæti unnið neinn endanlegan sigur, það yrði að gera út um deilu- málið við samningaborðin. Undirtektir kommúnistastjóm arinnar í Norður-Vietnam voru einnig vænlegar. Það tók að vísu nokkra daga að fá fram hjá þeim nokkurn vilja til að mæt- ast við samningaborð. En þegar svar þeirra barst, gengu þeireins og Johnson forseti lengra fram til sátta en þeir höfðu gert nokkru sinni áður og þetta túlkuðu menn einnig í bjartsýni sinni sem vott um góðan vilja að lok- um. Nú var ekki aö sjá í sjálfri ræðu Johnsons forseta nein merki um uppgjöf. Hann tók það fram, að styrj- aldaraðgerðum yrði haldið á- fram, þar til samningar tækjust og ekki yrði um það að ræða, að Bapdaríkin hlypust frá skuldbindingum sínum. En bjart sýni manna byggðist einna helzt á lokakafla ræðu hans og hvernig hann túlkaði þá á- kvörðun að verða ekki aftur í framboði. Hann lýsti því ber- lega, aö meginástæðan fyrir því væri Vietnam-styrjöldin. Hann legöi þvílíka áherzlu á það að koma þar á friði, að hann myndi ekki unna sér hvíldar í friðar- viðleitni sinni. Hann yrði að einbeita sér aö þessu eina við- fangsefni og því vildi hann ekki eyöa tíma^ sínum. né sundra þjóðinni í þessu eina máli mál- anna með þátttöku í pólitískri innanlandsbaráttu. Slík skýririg hans var vissu- lega til þess fallin að vekja mönnum bjartsýni. Hann þótti sýna fagurt fordæmi, að fórna pólitískri framtíð sinni og völd- um t'il þess að geta einbeitt sér að friðarviðleitninni. Og þessi yfirlýsing var I fullu samræmi við fyrri loforð hans um það að Bandaríkin heföu ætíð verið reiðubúin að semja um frið gegn þvf einu, að komm- únistar stöðvuðu árásir sínar á Suður-Vietnam. Enn voru í fersku minni margítrekaðar yfirlýsingar Johnsons og ráðherra hans um að Bandaríkjamenn væru reiöu- búnir að koma og ræða við kommúnista í Vietnam um frið „hvar sem væri I heiminum, og. hvenær sem væri“. Cíðan eru liðnar rúmar þrjár ^ vikur og er það heldur ónotalegt eftir alla bjartsýnina og vonirnar, að á þessum tfma hefur ekkert gerzt f málinu. Eftir því sem tíminn líður leng- ur, verða menn æ meir undrandi á þeim hráskinnaleik og þrefi sem hindrar að nokkuð þokist frekar I samkomulagsátt. Og smám saman fara menn að lfta friðaryfirlýsingu Johnsons öðr- um augum. Eins og ég sagði hér fyrir nokkru f grein um ræðu John- sons, þá komu þær raddir fljótt upp, að friðartilboð hans kynni að vera aðeins til málamynda, það hefði átt að vera bragð f flækjum bandarískra stjóm- mála. Honum væri jafnve! eng- in alvara með að hætta sem forseti, heldur ætlaði hann að afla sér fylgis og fljóta á öldu- faldi nýrra vinsælda upp f for- setaembættiö enn á ný. Ég hef taliö aö þetta fengi vart stað- izt einfaldlega vegna þess, að hvað sem gerist f Vietnam virð- ist vonlaust að Johnson geti risið þannig upp á ný. En þar fyrir virðist nú mikil hætta á því, að hann geti ekki staðið við þau orð og loforð, sem hann setti fram ( ræðunni. Og það er vissulega mjög illa farið, ef friðarvonir manna era þannig glæddar að tilgangslausu. Þvi geta fylgt hinar alvarlegustu afleiðingar. Tjað mátti segja að Johnson hafði varla sleppt orðinu, þegar hann neyddist fyrst til að breyta lofuðum fyrirætlun- um í veigamiklu atriði. Hann hafði ákveðið að fljúga þegar í stað til Hawai-eyja „til þess að vinna að friði“ eins og hann orðaði það og voru strax nokkr- ar vonir bundnar v4ð þessa ferð hans. En hann neyddist til að fresta förinni, þegar morðið á Martin Luther King skall skyndilega yfir. Hann fór þessa för að vísu seinna, en árangur af henni er varla sýnilegur. Hún opinberaði þaö aðeins, hvílíka mótspymu er við að etja hjá sumum bandalagsþjóðum Banda ríkjanna. Og síðan hefur þrefið og þrasið staöið yfir um fundar- staðinn og er það hreinlega hneykslisvert, að slík forms- atriði skuli geta staðið f vegi fyrir samkomulagsumleitunum. Orðsendingar hafa sífellt gengið á víxl eftir ýmsum einkennileg- um krókaleiðum og er þessi deila eins og hjá óvitabörnum. pyrst buðu Bandaríkjamenn að halda samningafundi á ein- hverjum eftirgreindra staða: Genf, Vientiane, höfuðborg Laos, Rangoon höfuðborg Burma, Djakarta höfuöborg Indónesíu eða Nýju Delhi f Ind- landi. En kommúnistarnir í Hanoi höfnuðu þessu og bentu á tvo staði Phnompenh höfuðborg Kambodja eða Varsjá f Pól- landi, en þeirri tillögu höfnuðu Bandaríkjamenn. Nú kom U Thant framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna fram á sviðið f hlutverki sínu sem hlutlaus sáttasemjari og til- nefndi fjórar borgir, þrjár þeirra sem Bandaríkjapienn höfðu þegar boðið, — Genf, Rangoon og Nýju Delhi en bætti þar að auki við Parísarborg. Bandaríkjamenn voru þá fljótir að hafna París af ýmsum skiljanlegum ástæöum en bættu skömmu að upp um það komst að pólsk njósnayfirvöld höföu komið hljóðnemum fyrir í bandaríska sendiráðinu í borg- inni. Og þeir hafa einnig rök fyrir þvf, að það sé erfiöleikum háð að koma til Kambodju, sem þeir hafa ekki einu sinni stjórn- málasamband við og ekkert sendiráð né starfsliö á vett- vangi. Það er líka hægt aö skilja þaö, að Bandaríkjamenn kæri sig ekkert um að ganga til samninga undir hvftum uppgjafarfána, . eins og þeir gerðu á.sínum tíma í Kóreu. Og það er miöur farið að kommún- istar í Noröur-Vietnam og víða um heim hafa túlkað friðartil- boðið sem hernaðarlega uppgjöf Bandaríkjamanna í Vietnam, sem Johnson tók þó skýrt fram aö ekki væri. Þrátt fyrir þessi og ótal mörg fleiri rök virðist mér þetta reip- tog óafsakanlegt og það á báöa bóga. Ef vilji væri fyrir hendi, ættu ýmiss konar forms og fyr- irkojnulagsatriöi ekki aö þurfa að standa f veginum. En því miður er kannski enn hvorugu megin nokkur raunverulegur vilji til að koma á friði og sé svo, þá hefði tilfinningarík ræða Johnsons betur verið óhaldin, því að þá hefur hún byggt von- ir sem engar líkur voru til að rættust. Þá hefur eini tilgang- urinn verið að bjarga sínu eigin skinni f glfmu prófkosninganna. Það getur veriö aö kommún- istarnir í Hanoi séu staðráðnir í því að seiglast áfram fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, vegna þess að þeir ímyndi sér að Robert Kennedy sem nýr forseti muni gefast upp í styrjöldinni. Og þaö getur einnig veriö að örlagarík- :r hernaöarsigrar Bandaríkjanna við Khe Sanh og feikilegt tjón kommúnista í Tet-árásinni miklu gefi bandarískum yfirvöldum enn nýjár vonir um að komm- únistar séu aö sligast. Þorsteinn Thorarensen. nú við tíu löndum til viðbótar við fyrstu fimm, svu tilboð þeirra var farið að hljóða um fimmtán mismunandi staði, en löndin tfu sem þeir bættu við voru Ceylon, Japan, Afganistan, Pakistan, Nepal, Malasía, Ítalía, Belgía, Finnland og Aust- urríki. Þannig var úr nógu að velja fyrir kommúnistana í Hanoi, en þeir sátu fastir við sinn keip, höfnuðu nú öllum fimmtán stöð- unum og sögöu að engir fundar- staðir kæmu til greina nema Phnompenh eða Varsjá. Og þar við situr nú málið í sjálfheldu og er ekki vitað um ríeina leiö út úr því öngstræti heimskunn- ar og þverúðarinnar, sem það er nú komiö í. Auövitað geta báðir aðiljar fært fram óteljandi rök með og móti fundarstööum. Bandaríkjamenn benda til dæm- is á það, að útilokað sé aö halda samningafundi í Varsjá, . sem er í kommúnistaríki, þar sem það bættist nú líka við fyrir VÍSIR SPYR: Hvers vegna gerizt þér umferðarvörður? Baldvin Þ. Kristjánsson, 58 ára. félagsmálafulltrúl hjá Samvinnu- tryggingum: „Það er þjóðfélagsleg skylda hvers og eins að mínu áliti að stuðla að því að þetta gagnlega mál komist farsællega í höfn. — Þess vegna gerist ég umferöar- vörður við breytinguna, og tel það alls ekki eftir mér. Mér finnst aö fyrirtækin í landinu ættu aö stuðla að því að útvega menn til þessa starfa." Björn Þórhallsson, 37 ára, for- maður Niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur: „Ég vil stuðla að öryggi í um- feröinni, og ég er i féíagsskap. sem lætur m.a. þau mál til sín taka.Kiwanis, sem hafði samband við þá, sem sjá um umferöar- breytinguna og bauð fram aðstoö félagsmanna — og auðvitað þýðir ekki aö skerast úr leik.‘ Öm Ingólfsson, 28 ára, sölustjóri hjá Electric h.f.: „Þetta er svo sjálfsagt mál aö ég get varla svarað því hvers vegna ég gerðist umferðarvöröur Vitanlega eigum við aö standa saman um H-breytinguna. Þaö þýöir ekki lengur aö berja höfð- inu við stein, — breytingin á aö eiga sér stað nóttina 26. maí, — og þá verða íslendingar að taka höndum saman. Sjálfur var ég ekkert hrifinn af breytingunni, en nú veröum við aö standa saman Þaö er ekkert erfitt verk og ég tel að maöur geri rnargt vitlausara en að standa þessa vakt.“ Ásgeir Guðlaugsson, 22 ára for- stjóri hjá Timburverzlun Áma Jónssonar: „Ég er meðlimur Kiwanis- klúbbs, sem hefur ýmis svona hjálpar- og þjónustustörf á stefnu skrá sinni. T.d. máluðum við hús in í Engey á sínum tíma. og höf- um lagt fram okkar skerf f þágu heilsugæzlu í landinu. I klúotm-' um eru um 90 félagar og 40 — 50 munu leggja fram vinnu sína og aðstoö á H-dag.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.