Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 26.04.1968, Blaðsíða 4
Ætla Frank Sinatra og Ava Gardner að taka saman aftur ? Þeim var húrt gift ■ Frank Sinatra ætlar að kvænast aftur fyrrverandi eiginkonu sinni, Ava Gardner — segir almenningsálitið í Hollywood, og sameigin- legir kunningjar beggja kinka kolli og segjast lengi hafa haft grun um það. ■ Hvorugt þeirra hefur þó ennþá fengizt til þess að staöfesta þessar fréttir. Hvorki hinn 51 árs gamli Frank Sinatra, sem með ein- hverjum undursamlegum hætti heldur sér enn á toppnum í skemmtana- heiminum, — né hin 45 ára garnla Ava Gardner, sem eitt sinn var nefnd fegursta kona heims. Sá fyrsti: Mickey Rooney, gift 1942, skilin 1943. • v •••••••■,.............../ •/ •'"/ ••'/•/•'• •////£ Annar: Artie Show, gift 1945, skilin 1946. Þeim var hann kvæntur Samt er það margt, sem bendir til þess, að þessi tvö séu að draga sig saman á ný. Um þau var eitt sinn sagt, aö milli þeirra ríkti hin miklaiást, sem skáldin hafa lofsungið um aidaraðir. Það var Ava Gardner, sem Frank Sinatra dansaöi vangadans við í afmælisveizlu, sem hann hélt um daginn til heiðurs einum vina sinna. Alla veizluna sleppti hann ekki eitt andartak hendi hennar. Það var einnig Ava Gardner, sem rauf kvikmyndatöku mynd- arinnar „Mayerling" í Austurríki fvrir nokkrum vikum og flaug til Miami, þegár hún frétti, að Frank Sinatra hefði fengið lungnabólgu. Hún ók beinustu leið af fiugveilinum til sjúkra- hússins. Og þannig mætti lengi telja upp. , lVu eru fjórtán ár liðin síðan þau skildu, en sagt er, að þau hafi aldrei getað gleymt hvoru öðru. Það liðu níu ár, áður en Frank Sinatra kvæntist aftur 1966 Miu Farrow. Ava Gardner hefur aldrei gifzt aftpr. Þegar þau skildu eftir 23 mán- aða og 12 daga Iangt hjónaband, sagði Ava Gardner: — Frank er sá mest aðlaðandi maður, sem ég hef kynnzt. Hann er einfaldlega aðlöðunin sjálf holdi klædd og ekkert annað. En fjórtán ár eru langur tími og í'fyrra sagði hún: — Frank var ástarævintýri lífs míns. Eng- inn mun nokkurn tíma geta kom- ið í stað hans. Að vera gift hon- um var líkt bví að vera þátt- takandi í glaðværri veizlu, sem aldrei tók enda. Það var að lifa og elska á 150 kílómetra hraða á klukkustund. '17'arla vérður þó sagt, að Ava Gardner hafi lifað lífi sínu að öðru leyti hægt. Frank Sinatra var þriðji maður hennar. Árið 1942 giftist hún Mickey Rooney, „barnastjörnunni, sem aldrei varð fullorðin.“ Það hjónaband Ava Gardner — nú orðin 45 ára. entist í éitt ár. Árið 1945 gift- ist hún Artie Show, sem var ein hver frægasti persónuleiki síns tíma. Það entist einnig í eitt ár. Næst á eftir Frank Sinatra laðaðist Ava Gardner að Spáni — Spáni Hemingways, eins og hann Iýsti landinu. Hún hefur alla tíð verið hin dæmigerða Hemingway- stúlka og hún féll fyrir nauta- bönunum. Fyrst Louis Domingu- in, Síðan Antonio Ordonez, en með honum ætlaði hún að lifa eins og í „Sólin fer sína braut" — 20 árum eftir að sú bök var skrifuð. Frank Sinatra árs. nú orðinn 51 Gamt sem áður var það alltaf andlit Frank Sinatra, sem hún sá fyrir sér. — í hvert sinn sem ég hélt að ég hefði hrifizt af einhverjum manni og beið þess, að hann kyssti mig, þá var þaö andlit Franks, sem ég sá í hugskoti mínu — sagði hún sjálf í blaða- viðtali nýlega. Hún sagði einnig: — Ég óska mér eiginmanns — meir en nokk- urs annars í veröldinni. Ég er svo einmana, að hver einasta nótt er eins og heil vika að líða. Sú fyrsta: Nancy Barbota, gift 1939 skilin 1951. Sú þriðia: Mia Farrow, gift 19. júlí 1966, skilin 16 mánuðum siðar. Frank Sinatra og Ava Gardner, þegar þau voru nýgift á leið f brúökaupsferð. mánuöi og 12 daga. Það var hcnnar þriðja, en annað hjónabandið hans. Hjónabandið varði i 23 Þetta er ekki hægt Oft hefur verið á það minnst, að þrifnaði sé mjög ábótavant i iðnaði okkar og við fram- leiöslu, og einnig er afar oft talað um hversu bágborið hrein læti sé víða í matsölu- og veit- ingastööum. Stundum þykja blöðin vera of haröorð, þegar þau skrifa um skort á þrifnaði, en því miður, þá er óþrifnaður- inn of almennur og mistökin of mörg, þó að ljóst sé, að margt hafi áunnizt til bóta. Ég varð ekki lítiö undrandi, þegar kona ein sýndi mér plast- hring, sem var auðsjáanlega bjól af leikfangabfl, en það hafði hún fundið á botni Sinalco flösku, þegar innihaldið var úr flöskunni. Manni finpst næstum ótrúlegt að slíkt skuli ske, þar eð hringurinn var svartur og því augljós í flöskunni. Maður getur ekki annað en efazt um, að ekki geti skeð ýmis önnur mistök í sambandi viö þrifnað- inn og þvottinn á flöskunum, verksmiðjuna og fá aöra flösku, og fannst mér það virkiiega höfðinglega boðið. Með öðrum orðum: Þetta er ekki hægt. um út frá þvi. Heiibrigðisnefnd hvetur bíóstjóra til að sópa gólf in eftir sýningar. Mér þykir þetta stórfurðulegt að Ieggja svona fram. Það er alltaf verið að tala um menntaða, siðaða og Ipkndt&íGoút áður en tappaö er á þær aftur. Það virðist a. m. k. einhvers staöar vera misbrestur á þvott- inum og eftirlitinu á honum. Verksmiðjunni var tilkynnt um þennan hring, sem fundizt hafði í flöskunni, og var konunni þá boðið, að hún mætti koma i Bréf um þrifnað „Kæri Þrándur. Mig Iangar til að biðja þig að gjöra svo vel að koma þessu áleiðis til heilbrigðisnefndar. Ég las í Vísi ddgs. J8. 4. um poppkornsát og sóðaskap í bíó- hreinlega þjóð, okkur íslend- inga. Ég legg til, að okkur öll- um verði kennd hlýðni og skylda til að hætta að henda rusli á góifin. Það gæti hver og einn farið með bréfin utan af sæigætinu heim með sér og hent í ruslafötuna þar. Það vantar strangar og fastar reglur í þessum stóru húsum. Ekki líðst heimilisfólki að henda rusli á gólfin heima hiá sér. Ef allir leggiast á eitt um að gæta hreinlætis, yrðu öll sam- komuhús tii mesta sóma éftir stuttan tíma. Ég skora á alla landsmenn að stuðla að þessu kjörorði: ÞRIFALEG UM- GENGNI. Það þarf líka að kenna okkur stundvisi, bara að ioka dyrunum fyrir okkur á réttum tíma. — Sannið þiö til, við munum mæta stundvíslega framvegis.“ M. B. Ég þakka bréfið og tek vissu- lega undir þá hvatningu, að umgengnin sé bætt. Þrándur í Götu. Ipik- *♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.