Vísir - 02.05.1968, Qupperneq 1
Húsvikingar notuðu hafisinn til að komast
Fóru á vélsleða til að
bjarga farmi úr „Hans Sif"
út að hinu strandaða skipi
Daglaun nægi
viSurværis
//
var aðalkrafa verkalýðsins I. mai
U Hátíðahöld 1. maí, frí-
dags verkamanna, fóru
fram í gær eins og venja er
til. Veður var gott, sólskin
og bjart yfir, þótt fremur
væri kalt. Klukkan háiftvö
tóku menn úr hinum ýmsu
verkalýðsfélögum að safnast
saman við Iðnó til að undir-
búa skipulag kröfugöngu
dagsins.
Um tvö Ieytið höfðu menn
síðan skipað sér undir kröfu-
spjöld og fána, íslenzka fán-
ann og rauða fánann. Merki
verkalýðsfélaganna voru bor-
in f göngunni, sem var fjöl-
menn.
Lúðrasveitir léku göngulög,
og í fararbroddi var aö sjálf-
til lífs-
sögðu Lúðrasveit verkalýðsins.
Fjölmargir höfðu komið sér
fyrir í góða veðrinu á Arnar-
hóli til þess að sjá kröfugöng-
una fara framhjá með spjöld
og borða. Menn horfðu niður á
endann á Hafnarstræti og biðu
þess, að göngumenn kæmu í
Ijós. Og innan skamms heyrðist
trumbusláttur og hinir fremstu
í kröfugöngunni birtust. Lúðra-
sveit Reykjavíkur hóf að leika
,,Sjá roðann í austri", þegar
gengið var upp Hverfisgötuna.
Á borðana og spjöldin, sem
borin voru í göngunni voru
letraðar ýmsar kröfur verka-
lýðsfélaganna, svo sem krafa
um, að daglaun nægi til lífs-
viðurværis, krafa um næga
vinnu o.s.frv.
Ýmsar áletranir voru einnig
bornar, þar sem komið var inn
á alþjóðastjórnmál, og virtist
Vietnam-stríðið vera efst á
baugi. Aftast í göngunni fór
hópur ungs fólks, sem æpti í
sífellu: „Hó, hó — Ho Chi
Minh“ eða þá „Kó kó - Kos-
»-»■ 10. síða
Húsavík farm hins strandaða skips,
en það hafði lestað síldarmjöli. —
Skömmu eftir strandið tókst Einari
að bjarga talsverðu magni af síld-
armjöli, svo að líklegt er, að hann
sé búinn að hafa upp í kostnað,
það er að segja, ef semst um sölu
á mjölinu.
Ingvar Þórarinsson, fréttaritari
Vísis á Húsavík, tjáði blaðinu, að
Einar væri þó ekki að baki dottinn
með björgunaraðgerðirnar. Þegar
hafísinn lá við land á dögunum og
10. síða
ALÞJÓÐLEGUR VARAFLUGVÖLLUR
Mikíll mannfjöldi safnaðist saman í Miðbænum í góða veðrinu í gær.
Þótt það kunni að virðast mót-
sagnakennt, er eins og danska skip-
ið Hans Sif hafi komi i örugga
höfn, þegar það strandaði í vetur
fyrir norðan land, því að hafís og
vetrarsjóir hafa ekki náð að hnika
þvi um set eða valda á því frek-
ari skemmdum.
Eins og kunnugt er keypti Einar
M. Jóhannesson verksmiðjustjóri á
VISIR
TEIKNAÐUR í AÐALDAL
— Flugvöllurinn myndi órva mjóg umferð um Keflavikurflugvöll og gera Loft-
leiðum kleift að taka um 4ra tonna meiri fragt i flugferð
■ Flugmálastjórnin hefur lát-
ið gera á því athugun, hvar
heppilegast væri að gera alþjóð-
legan varaflugvöll hér á landi
og hefur komizt að þeirri niö-
urstöðu, að Aðaldalur, þar sem
flugvöllurinn í Húsavík ei nú,
i væri heppilegasti staðurinn. —
5 Ólafur Pálsson flugvallarverk-
j fræðingur gerði í fyrrasumar at-
i huganir á stækkunarmöguleik-
1 um Húsavíkurflugvallarins og
j aðflugi að honum, en til saman-
I burðar var gerð athugun á Eg-
ilsstaðaflugvelli og Akureyrar-
flugvelli.
Aðflug er mjög erfitt bæði að
Egilstaðaflugvelli og Akureyrar-
flugvelli, en einnig væri mjög
dýrt að stækka báða þá flugvelli
í nauösynlega stærö fyrir alþjóð-
legt flug.
Flugmálastjórnin lét aö sjálf-
sögðu fyrst og fremst gera athug-
anir á þeim stöðum, þar sem flug-
vallargerð gæti komið að sem
mestu gagni fyrir innanlandsflug
og beindist því athugunin fyrst
og fremst að Egilsstöðum.
Þar þyrfti að skipta um jarðveg
á stórum svæðum, ef lengja ætti
núverandi flugbrautir, en einnig
má búast við að hækka þurfi allar
flugbrautirnar vegna fyrirhugaðrar
virkjunar Lagarfoss.
Vísir hafði samband í morgun
við Alfreð Elíassen, forstjóra Loft-
ieiða og Björn Friðfinnsson, bæjar-
10. síöa.
Óvíst að ísinn hverfi fyrr en um mitt sumar''
segir Páll Bergþórsson — eitt mesta maifrost i áratugi
— Enginn fiskur á grunnmiðum vegna sjávarkulda
□ „Það er óvíst, hve-
nær við verðum laus við
hafísinn. Hann getur
verið hér fram á mitt
sumar úr þessu,“ sagði
Páll Bergþórsson veður-
fræðingur í samtali við
biaðið í morgun. ísinn
hefur rekið að landinu
síðustu daga og er nú
landfastur víða við
Norð-Austurland. ísinn
fjarlægðist landið á
tímabili, en Iónaði þá
skammt undan strönd-
unum, og strax og gerði
norðanátt rak hann að
aftur. Er nú talsvert ís-
hrafl suður með Aust-
fjörðum og siglingaleið-
ir eríiðar.
Mikill kuldi er alls staðar þar
sem ísinn liggur að ströndinni
og komst frostið í 16 stig á
Raufarhöfn í fyrrinótt, og er
það eitt mesta maífrost sem vit-
að er um rá því mælingar hóf-
ust. Sjávarkuldi er einnig mjög
mikill og er enginn fiskur á
grunnmiðum við Norðurland.
Ieitar fiskurinn á meira dýpi, og
liggja t.d. hrognkelsaveiðar niðri
á Húsavík af þessum sökum.
Páll sagði ennfremur að ekki
væri óalgengt að ísinn kæmist
í hámark um þetta leyti árs, en
nú er ijóst að ísinn er orðinn
meiri en hann varð árið 1918.
Hefur jafnvel komið fyrir að ís-
inn hyrfi ekki fyrr en komið
er fram í ágúst, og hafa vorin
þá verið mjög köld og sumar-
koma miklu seinni en ella.
Ekkert útlit er fyrir hlýnandi
veður eins og stendur og er spáð
norðaustanátt og kólnandi
veðri.
Nýju eldspýturnur
komnnr til
Inndsins
Eldspýturnar nýju eru komn-
ar til landsins, oh verða eflaust i
margir fegnir því, vegna þess
að ekki eru ailir sammála um
ágæti þeirra eidspýtna, sem við
eigum nú að venjast, enda hafa
þær sett margan brunablettinn |
á nælonskyrtur.
í hinum nýju eldspýtnabréf-
um eru 20 eldspýtur, og fara I
bréfin ólikt betur í vasa, held-1
ur en heilir stokkar með 50 ,
spýtum. Utan á bréfin hafa
ýmis fyrirtæki látið prenta
auglýsingar frá sér.
Bréfin koma væntanlega a |
markað innan skamms, og er,
gert ráð fyrir að þau verði seld
jafnhliða stokkunum, svo að1
hver og einn geti valið að vild |
sinni.