Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. - Laugardagur 18. maf 1968. - 108. tbl. Fjarskiptakerfi slökkvi- stöðvarinnar senn tilbúið Innanhúss'ima og bilageymsluhurhum stjómao frá sama skiptiborði ,Tilhlökkunarefni að koma til Reykjavíkur" —- segir Manlio Brosio, aðalframkvæmdastjóri NATO i viðtali v/ð Axel Thorsteinsson, aðstoðarritstjóra Visis i Brussel ¦ íslenzku fréttámennirnir, sem fóru til Brussel s.l. sunnudag í heimsókn til aðalstöðva Efnahags- bandalags Evrópu og Norður-Atlantshaf sbandalags ins, komu heim í gær. Þeir ræddu þar við Níels P. Sigurðsson ambassador fslands hjá Norður-Atlants hafsbandalaginu, Manlio Brosio, aðalframkvæmda- stjóra þess, Lemnitzer hershöf ðingja, yf irmann her- afla Norður-Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, Harlan Cleveland ambassador Bandaríkjanna hjá Norður-Atlantshafsbandalaginu, J. L. W. Price upplýsingastjóra Nato, Simonet, sérfræðing Efna- hagsbandalagsins á sviði fiskveiðimála o. fl. ráða- menn. Brosio orð á þessa leið: Oss er það mikið ánægjuefni að fara til Reykjavíkur til þess að sitja ráðherrafundinn og er ferðin okkur rnikið tilhlökkunarefni. Vér gerum oss grein fyrir, aö Reykjavík er ekki stór höfuð- borg, þótt hún sé mjög aðlað- andi, og skilyrði takmörkuð en íslenzka ríkisstjórnin hefir verið mjög hjálpsöm og sam- starf við hana til undirbúnings ins hið bezta, og vér erum í alla staði ánægðir, meö allar undir- búningsráðstafanir. Ég get ekki á þessu stigi gert ýtarlega grein fyrir dagskrá ráðstefnunnar, þar sem ekki er búið aö ganga frá henni til fullnustu — en á vorfundi ráð- herra bandalagsins, er ávallt rætt almennt um allt sem bandalagið varðar, ástand og horfur, og að sjálfsögðu meö tilliti til þess sem gerist og hversu horfir á alþjóðavettvangi Fyrir ráðherrafundinum munu liggja niðurstöður byggðar á Harmelskýrslunni. Þetta verður í fyrsta sinn, sem ráöherrafundurinn er hald- inn á Islandi, og eins og ég tók fram, er það okkur öllum til- hlökkunarefni að sitja fundinn þar. Þess er hér að geta, að Har- mel-skýrslan, hefir verið þýdd á íslenzku en í henni er endur- tekin sú fasta stjórnmálalega á- 1M» 10. síöa Unnið hefir verið á undan- gengnum tima að undirbúningi fundar utanríkisráðherra Norð- ur - Atlantshafsbandalagsland- anna, sem haldinn verður hér í Reykjavík 24. og 25. júni, og er það í fyrsta skipti, sem fundur utanríkisráðherranna er haldinn hér. Allir ráðamenn NATO, sem fréttamennirnir ræddu við, Iétu í Ijósi ánægju sína yfir, að fundurinn verður nú haldinn hér. Um þetta fórust Manlio Lítill árangur sjáanlegur af viðræðunum í París N-Vietnamar einstrengingslegir i krbfum sinum # í dag, þegar þeir hittast á nýjan leik yfirsamninga- mennirnir frá Norður-Víetnam, Xuan Thuy, og Averell Harriman frá USA, mun Thuy endurtaka hina skilyröislausu kröfu um, að Banda- ríkin hætti sprengjuárásum á Norður-Víetnam, að sögn talsmanns norður-vietnömsku sendinefndar- innar, Nguyen Van Sao. Þegar hann var spurður að því, hvort stjórn hans mundi reiðubúin að gera einhverjar álíka tilslakanir, svaraöi hann því, að hann vissi ekki til þess að sprengjuflugvélar frá Víetnam væru dág og nótt önnum kafnar við að fleygja nap- almsprengjum á bandarískt lands- svæði. Norðnr-Víetnamar voru • svo þverir í einhliða kröfum sínum um, að Bandarikjamenn hætti algerlega hernaðaraðgerðum sínum, að lítil von er um að samningar náist, þar sem báðir aðilar verða að láta und- an að einhverju Ieyti, ef nokkur von er til þess að bundinn verði endir á ófriðinn. Manlio Brosio. Uppreisnaralda gengur yfir Frakkland — Vibtækt verkfall — Forstjórar læstir inni — De Gaulle enn i Rúmeniu ¦ Þúsundir franskia stúdenta söfnuðust saman í gærkvöldi í latínuhverfinu í París, og síðan fóru þeir í göngu frá Sorbonne- háskóla að Renault-bifreiðaverksmiðjunum, þar sem þúsundir verkamanna sem eru í verkfalli hafa lagt undir sig verksmiðju- byggingarnar. Stúdentagangan var farin til aö undirstrika samstöðu Nstúdentanna og verkamannanna, sem eru í verkfalli. Eftir að forsætisráðherr- ann hafði á fimmtudagskvöld sent út í útvarpi og sjónvarpi yfirlýsingu þess efnis, að lögreglan mundi grípa til strangra refsiaðgerða til að uppihalda lögum og reglu, hélt hann í gær fund með æðstu for- ingjum lögreglunnar. Uppreisnaralda hefur gengið yf- ir Frakkland, síöan stúdentaóeirð- irnar brutust út, en þær leiddu til blóðugra átaka við lögregluna og í fyrri viku lögðu stúdentarnir há- skólabyggingarnar undir sig og í þessari viku „Theatre de France". Um það bil 40.000 af 60.000 verkamönnum við hinar ríkisreknu Renault-verksmiðjur fóru í yerk- fall á miðvikudag. Forstjóri Ren- aultverksmiðjanna í Cleon og for- stjóri flugverksmiöjanna í Nantes hafa verið læstir inni á skrifstof- um sínum. í Lyon hafa verkamenn yfirtekið verksmiöjur og for- stjórar hafa verið læstir inni í Bodeaux, Orleans og víðar. Mikill viðbúnaður lögregluliðs er nú 'í París og öörum borgum til aö fyrirbyggja óeiröir, og er hafður vörður um Signu-brýr til að varna stúdentum og uppreisnar- seggjum aö komast yfir á hægri- bakkann, þar sem flestar opinberar byggingar og stofnanir eru. Tals- menn de Gaulle forseta hafa þrátt fyrir allt þetta borið til baka orð- róm um, að hann muni binda endi á heimsókn sina til Rúmeníu til aö snúa heim og taka stjórnartaum ana í sínar hendur á nýjan leik. ¦ Senn líður að því, að öll starfsemi slökkviliðsins verði komin í nýju slökkvistöðina, en fram til þessa hefur hluti starfsins — lítill að vísu — verið unninn í gömlu stöð- inni. Nefnilega stjórn fjar- skiptakerfis slökkviliðsins. Undir fjarskiptakerfið fellur símasamband slökkviliðsins inn anhúss og utan, útkall slökkvi- bíla, útkall sjúkraflutningabila, boðunarkerfi varaliðs, viðvörun- arkerfi og fleira, og flestu af þessu hefur verið stjórnað frá Tjarnargötu, aðeins símaborðinu stjórnaö frá nýju slökkvistöð- inni. Nú er unniö að þvi að setja upp og ganga að fullu frá stjórn- borði í nýju slökkvistöðinni við Öskjuhlíð, þar sem svo öllu þessu margflókna kerfi verður svo stjórnað í framtíöinni af ein- um manni. „Við vonumst til þess, að það komist í gagnið í næsta mánuði. Það er unnið að því nú aö setja þetta upp," sagði Rúnar Bjarna- son, slökkviliðsstjóri, við Vlsi. Hann sagöi að inn á stjórnborð- ið yrði einnig tengt sjálfvirkt viðvörunarkerfi, sem nú væri þegar komið 1 nokkur hús í bæn um, en mundi væntanlega verða útbreiddara. Frá þessu stjórnborði yrði svo stjórnað jafnt fjarstýringu á bílageymsluhurðum, sem síma- samböndum innanhúss og utan. Sii tækninýjung verður einnig viö þetta stjórnborð, að þaðan mun slökkviliöiö einnig geta stjórnað götuljósum. Sá á bak þjófnum en gat gefið l'ógreglunni lýsingu á flóttabifreiðinni Lögreglan handtók í fyrrinótt eft ir töluverða leit, mann, sem grun- aður var um að hafa stolið rú- skinnsjakka úr ólæstri bifreið hér í bænum kvöldið áöur. Haföi eigandi jakkans skilið hann við sig í bíl sínum og brugðið sér frá, en sá til þjófsins úr fjarlægð, þar sem hann fór inn í bílinn og seildist i jakkann. Brá eigadinn við skjótt og hljóp til, en varð of seinn og sá þjófn- um ekið á brott í brúnni Chevro- letbifreið. Náði hann rétt að festa sér í minni svæðisnúmer bifreið- arinnar og tvo fyrstu stafi skrásetn ingarnúmersins. Tilkynnti hann síðan lögreglunni um atburðinn og var öllum eftirlits bifreiðum hennar gefin lýsing á bílnum. Kl. 1.30 eftir miðnætti, eða fjór- um klukkustundum eftir aö hnupl- ið átti sér stað, handtóku vegalög- gæzlumenn hinn grunaða og öku- mann Chevrolet-bifreiðarinnar, þar sem þeir óku suöur Keflavíkurveg „Vísir í vikulokin fylgir blaöinu i dag til áskrifenda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.