Vísir - 18.05.1968, Síða 7

Vísir - 18.05.1968, Síða 7
V1SIR . Laugardagur 18. maí 1968. 7 l*»’ ’ ~ w-ntrt’wm' UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGLAN í REYKJAViK í síðasta þætti var skýrt frá nokkrum varfrugaverðum atrið um sem sænskir vísindamenn benda á, að einkum geti valdið noKkrum erfiðleikum fyrst eftir aö hægri utnferð hefur verið tekin npp. í þessum þætti verður haMið áfram aö skýra frá þess- um atriðum, og hér tekin fyrir þrjfi atriði, akstur á hringtorg- am, akstur á mjóum vegum og akstur frá vegarbrún. Veljið réttar akreinar á hring- torgum. Það eru einkum tvö atriði f akstri á hringtorgum, sem koma ökumönnum til að bregðast við samkvæmt vinstri umferðarvenj um. 1 fyrsta lagi er það hin mikla umferð, sem oftast er á hringtorgum, sem veldur því, að ekki þarf mikið að bregöa út af f akstrinum til að ökumaðurinn missi stjörnina á umferðarað- stöðunni og þá vill hann oft við- hafa vinstri umferðarviðbrögð. Hitt atriðið er það aö stundum kemur fyrir í hringakstri að ekiö er fram úr öðru ökutæki hægra megin við það, sem getur minnt ökumenn á vinstri umferð. Það aftur á móti getur freistað öku- manna til að bregðast við sam- kvæmt vinstri umferðarvenjum einkum komi eitthvaö óvænt fyrir f akstrinum. Aðalboðorðiö í akstri á hring torgi er að velja akrein á torginu með tilliti til fyrirhugaðrar akst ursstefnu. Sjá mynd 15. en allar örvarnar á þeirri mynd sýna hvernig ekki á að aka á hring- torgum f h-umferð, þar sem akst ur á hringtorgum verður í öfuga stefnu miðað við akstursstefnu f vinstri umferð. Mæting á mjóum vegum. Við akstur á mjóum vegum freistast ökumenn til að aka inn að vegarmiðju og halda ökutæk- inu þar, einkum ef umferöin á veginum er þaö lítil, að þaö reynist unnt. Sé ökutækið komið inn á vegarmiöju, leiðir það oft til þess, að ökumaðurinn hneig ist til að aka yfir á vinstri veg- arbrún. Annaö er það í akstri á mjóum fáförnum vegum, sem getur or- sakað það, aö ökumenn bregðist við samkvæmt vinstri umferðar- venjum. Hafi ökumaður ekið bifreið sinni langtímum saman á mjóum vegi, án þess að mæta öðru ökutæki, freistast hann til að bregðast við samkvæmt vinstri umferðarvenjum, mæti hann ökutæki skyndilega. í þessu sambandi má geta þess að um 1400 áminningarmerkjum verður komið upp meðfram þjóðvegum landsins, og eiga merkin að vera stöðug áminrfing til ökumanna um að hægri um- ferð sé í gildi. Athugið myndir 20 hér að ofan, en á þeim báð- um merkja svörtu örvarnar ranga akstursháttu. Akstur frá vegarbrún. Sé ekið frá vegarbrún, eða frá ýmiss konar þjónustu- stöðvum, svo sem bensínaf- greiðslum, söluturnum og fleiru sem staðsett er á vegarbrún, getur það oft leitt til þess að ökumennirnir leiðist yfir á vinstri vegarhelming. Einkum getur þetta átt sér stað, sé ekið af stað af vinstri vegarbrún, eða séu þjónustustöðvamar staö- settar vinstra megin vegarins miðað við akstursstefnu ökutæk isins. Athugið mynd 19, en á henni sýnir svarta örin ranga akstursstefnu. Varhugaverð atr- iði í hægri umferð Kaupum hreinar léreftstuskur Dagblabið VISIR jwy k kveðiö hefur verið að fjölga þátttakendum í Reykjavík- urmótinu, um tvo. Verður ann- ar þeirra júgóslavneski alþjóða- meistarinn Ostojic, en hann afl- aöi sér þess titils á síðasta Hastingsmóti. Guðmundi Pájma- syni var boðin þátttaka, en hann sá sér ekki fært að taka boðinu. Þá hefur verið leitaö til Benónýs Benediktssonar, en svar hefur ekki borizt frá hon- um ennþá. Á skákmótinu í Monte Carlo sem er nýlokiö hélt Bent Larsen áfram sigurgöngu sinni. Fékk Larsen 9 y2 vinning af 13 mögu- legum. Botvinnik hlaut annað sætið með 9 vinninga en í 3.—4. sæti urðu Hort og Smyslov. Þeir R. Byrne og Uhlmann, sem munu tefla hér á Reykjavíkur- mótinu voru báðir meðal kepp- enda. Byrne hlaut 8 vinninga og var eini keppandinn sem sigraði Larsen. Uhlmann náði sér aldrei á strik og hlaut að- eins 5 y2 vinning. Faðir og sonur — I Bamberg í Þýzkalandi haföi P. Keres forystuna eftir 13 um- ferðir með 10 vinninga. Heims- meistarinn Petroshan var í 2. sæti með 9 vinninga og Schmid V. Þýzkalandi með 8]/2 vinning. Zinser, einn af þekktari skák- mönnum Frakklands, tók þátt í skákmóti í Moskvu, nú fyrir skömmu. Sovézku keppendurnir sýndu honum fljótlega þann reginmun sem er á sovézkum og frönskum skákstyrkleika og bjuggu kyrfilega um Zinser í neðsta sætinu. Eftirfarandi skák tefldi Zinser gegn sigur- vegara mótsins. Svart: Zinser. Hvítt: Zaitsev. Alechinesvörn. I.e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Rb6? Sjálfsagt var að láta hvítan hafa fyrir því að reka riddarann burt. 5. Rc3 g6 Svartur heldur áfram á hættu .V.V.V.V.V.W.W.V.WA1 legri braut. Kóngsstaða svarts verður nú opin gegn sókn hvíts. 6. Bf4 Bg7 7. Dd2 Bg4 8. Bh6! 0-0 Ef 8. ... BxB 9. DxB BxR 10. gxB dxe 11. dxe Dd4 12. Dg7 Hf8 13. Hdl og hvítur stendur mun betur. 9. h4! BxR 10. h5! Glæsilega teflt. Ef nú 10. ... Bxh? 11. HxB gxH 12. Dg5 Eða 10. ... Bc6 11. hxg fxg 12. BxB KxB 13. Dh6t Kf7 14. Dxhf Ke8 15. e6 Dc8 16. Dxgt Kd8 17. 0-0-0 d5 18. Df7! og hvít ur vinnur. 10. ... Bh8! Eina vörnin. 11. gxB dxe 12. BxH DxB 13. hxg hxg 14. dxe Bxe 15. f4 Bf6 16. Re4! Rc6? Svartur varð að reyna 16. ... Bxb 17. c3! BxH 18. Dd4 f6 19. Bc4f RxB 20. DxRt Kg7 21. Rc5 og hvítur ætti aö vinna. Eins og skákin teflist lendir svartur í vonlausu endatafli. 17. RxBf exR 18. 0-0-0 Hd8 19. Bd3 f5 20. De3 Dg7 21. Bxf! HxHf 22. HxH Rc4 Ef 22. ... gxB 23. De8f Kh7 24. Hhlf 23. De8f Df8 24. DxDt KxD 25. Be4 Rd6 26. BxR bxB 27. Hel Gefið. Jóhann Sigurjónsson. ’.VmWmWmWAWmWm'mWm 16 síðu. og Gylfi með 1469, 8. Jón og Stefán með 1467 stig. Átta efstu pörin spila aftur í meistaraflokki næsta ár og fjögur efstu í fyrsta flokki fá rétt til þess að spila f meistara- flokki þá. Þessir urðu efstir í 1. flokki: Jón Arason og Lárus Karlsson meö 1651 stig, Einar Þorfinns- son og Jakob Ármannsson með 1622 stig, Arnar Hinriksson og Jakob R. Möller 1594, Jón Hjaltason og Örn Arnþórsson 1586. UMFERÐAR- TAKMÖRKUN KL. 0300-0700 SÓLHEIMABÚÐIN AUGLÝSIR: ALLT 1 SVEITINA Nýkomið: Gallabuxur með tvöföldum hnjám í stærðum 4—14, kr. 160. Terylene drengjaskyrtur í stærðunum 6—16 kr. 158. Kahki, breidd 140 cm, margir litir, kr. 84.90 pr. m. Nælonstyrkt nankin, breidd 140 cm, kr. 115 pr. m. Stuttbuxur, stærð 4—10, kr. 40. Sportbolir á telpur og drengi, ódýrt. Nærföt á telpur og drengi. Hosur, sokkar, ullarhosur, belti, axlabönd og margt fleira. Allt á hagstæðu verði. SÓLHEIMABÚÐIN Sólheimum 33 — Sími 34479. Sveinspróf í húsasmíði Sveinspróf í húsasmíði hefjast laugardaginn 8. júní n. k. kl. 14 í Iðnskólanum í Reykjavík. Prófnefndin. [V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.Y.V.'.VAV.V.W.’AWAV.W.V.V.V.W.V ITIL ÁSKRIFENDA VÍSIS ■ |! Vísir bendir áskrifendum sínum á að hringja í afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ■! ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi þe fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- ■; lega til sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams I; konar símaþjónusta veitt á tímanum 3.30 — 4 e. h. Muníð að hringja fyrir klukkan 7 í sínra 1-16-60 i V.VV.V.V.V.V.V.V.-. . .■.■.V.V.V.V.V.V.V..,.V.V.,.V.V.".VrtV.V.V.V.V%V.V.,.SW.,.V.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.