Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 2
VÍSIR . Fijstudagur 24. iwí Jf)P8, URVAL - FRAM 2:1 Úrvalsleikir eru ekki neinir úrvalsleikir Menn hljóta að spyrja sjálfa sig þeirrar spurning- ar hvart nokkur ástæða sé lengur að eltast við svo- kallaða úrvalsleiki, sem alls ekki standa undir nafni. Það hefur gerzt und anfarin ár æ ofan í æ að þessir leikir, sem félögin hafa reynt að efna til í á- góðaskyni, hafa verið gjör- samlega misheppnaðir á alla lund. Þetta gerðist einnig í gær, þegar úrval valið af blaðamönnum keppti við Fram. Það er eins og leikmenn beggja liðanna reyni lítiö sem ekkert til aö halda uppi eölilegri keppni. Hér er greinilega leikiö á hálfum hraða eða ekki þaö. Leikur liöanna l í gær var öllum til ama, og ekki hvað sízt keppendunum sjálfum. Allir urðu fegnir, þegar dómar- inn loks blés í flautu sína til merkis um aö leiknum væri lokið. Framarar höföu sannarlega átt skilið að vinna þennan leik, sem bauö hvaö eftir annað upp á stór- kostleg tækifæri til að skora mörk. Hvaö eftir annað rúllaði boltinn fram og aftur á og við marklínu úrvalsliðsins, en án árangurs, það vantaði hörkuna í Framara til að fylgja tækifærunum eftir. Orvalið skoraði eina markið í fyrri hálfleik. Seint í hálfleiknum skoraði úrvalsliðið 1:0 og var Ey- leifur þar að verki. í seinni hálfleik skoraöi Hermann Gunnarsson 2:0, lék laglega á varnarmann og markvörð og skor- aði í tómt markið. Mun skemmtilegri var leikur Harðjaxla KR og Bragðarefa Fram á undan ,,úrvals“leiknum. Sá leikur sýndi mun betri knattspyrnu og að auki mikla spennu. E.t.v. hafa úrvalsmennirnir fallið í skuggann af þessum gömlu stjörnum? Isafjörður — Siglufjörður 1:1 Siglfirðingar og ísfirðingar gerðu jafntefli i úrslitaleiknum um sætið í 2. deild, en leikur liðanna fór fram á Melavelli á föstudags- kvöldið. Vegna einhverra mistaka „sluppu" ísfirðingar vestur, en vit- anlega hefði verið reynt að koma á öðrum leik daginn eftir til að fá úrslit, en það er dýrt spaug fyrir liðin að þurfa e.t.v. að gera sér aðra ferð suður til Reykjavíkur, t. d. kostar það Siglfirðingana um 30 þús. krónur. Úrslit leiksins urðu þau að eftir eðlilegan leiktima var ekkert mark skorað, en í framlengingu skoruðu b .ði liðin sitt markið hvort. —^***-* * - KR vann í 1. flokki KR vann Þrótt í 1. flokki í knattspymu í gær með 3:2 og vinnur KR þá sennilega mótið, en j þessi félög voru jöfn fyrir leikinn. Þróttarar skoruðu sjálfir úrslita- markið, þegar tæp minúta var eftir af leiknum. í kvöld leika Valur og Fram á Valsvellinum kl. 20.30. 7 lið af Austurlandi með í 3. deild í sumar Austurland hefur til þessa ekki verið með t knattspyrnu mótum hér á landi, þ. e. lands mótunum, en í ár senda Aust- firðingar heilan riðil með hvorki meira né minna en 7 liðum til keppninnar í 3. deild. Liðin eru þessi: Umf. Stöðvfirð- inga, Leiknir, Fáskrúðsfirði, Hrafn- kell Freysgoði, Fljótsdalshéraði, Spyrnir, Fljótsdalshéraði, Austri, Eskifirði, Þróttur, Neskaupstað, Huginn, Seyðisfirði. Sigurvegari þessa riöils, mun leika við sigurvegara hinna tveggja riðlanna um sætið í 2. deild. Guðm. Óskarsson í hörkufæri i leik harðjaxla og bragðarefa í gær. MIDDEX. WANDERERS í 3. sinn hingað Middlesex Wanderers úrvals- lið brezkra áhugamanna í knatt- spyrnu,. er væntanlegt hingað til lands nú um helgina í boði K.R. Liðið mun leika hér þrjá leiki, hinn fyrsta gegn K.R. sunnudaginn 26. maí annan gegn Val þriðjudaginn 28. og hinn þriðja gegn Iandsliði fimmtudag- inn 30. mai. Ailir leikirnir verða háðir á íþróttaleikvanginum í Laugardal og hefjast kl. 20.30. Middlesex Wanderers eru sam- einingartákn allra áhugamanna á Bretlandseyjum, því að eins og kunnugt er, eiga Bretar ekkert sameiginlegt knattspyrnusamband, heldur fjögur sérstök fyrir hvert hinna fjögurra landa Bretlands, England, Skotland, Irland • og Wales. Brezkir áhugamenn tefla því aldrei fram úrvalsliði sínu nema á Olympíuleikum og undir merki Middlesex Wanderers. DÓMARA8 HÆTTA? — Þeir einir geta ekki fallizt á breyfingu á hinni furðulegu sóun á boðsmiðum — Skila inn kortum sinum og segjast hætta afskiptum að knattspyrnu — Barnaleg og óábyg afstaða Algjört vandræðaástand er að skapast í dómara- málunum í Reykiavík, I dag má búast við að meirihluti dómaranna í Reykjavík, sem eru 40 talsins skili inn boðsr kortum sínum og leggi niður störf sem dómarar. „Þetta er ekki verkfall“, sagði Ármann Pétursson form. knattspyrnudóm- * arafélagsins í gær. Við hittum hann ásamt fjöldamörgum dómurum og knattspymuáhuga- mönnum vestur á Mela- velli og var hiti í mönn- um vegna þessa ástands, er skapazt hefur af því að ÍBR-þing ákvað m. a. að taka annan miðann af dómurunum, en hingað til haía þeir haft tvo miða í stúku á alla leiki, hvernig sem á því hefur staðið. Vilja dómarar ekki hlíta því að vera hýrudregnir á þennan hátt, vilja óskert laun fyrir starf sitt, enda þótt mörgum finnist dómarar fá óeðlilega mikið fyrir lítið starf. Nú er t.d. .vitað að margir dómarar dæma aðeins 2 — 3 leil^i á sumri. sumir minna. og að launum fá þeir miða sem eru að verðmæti 7— 8 þúsund krónur. Ármann Pétursson sagði að engin samtök væru uppi af hálfu dómara í þessu máli. Hér gerði hver dómari eins og hon- um þætti réttast. Hins vegar væri enginn vafi á því að all- flestir mundu skila boðskortum sínum aftur, og strax í gær voru dómarar eíns og Magnús Pét- ursson og fleiri viðskiptavinir aðgöngumiðasölunnar í Laugar- dal, sem vildu ekki nota boðs- kortin. Á sunnudaginn stendur til að Middlesex Wanderers leiki við KR í Laugardal," en dómara- nefnd KSÍ mun hafa sagt af sér störfum og neita að til- nefna dómara á leikinn. Hefur nú verið talað um að fá dómara, sem löngu eru hættir störfum. t.d. Harald Gíslason, sem er einn af forráðamönnum KR, sit- ur m.a. í knattspyrnuráði fyrir félagið. Þess skal svo að lokum getið að margir fleiri en dómarar misstu hér annan miðann sinn, flestallir forystumenn félaga og sambanda létu af hendi annan miða sinn, mda urðu þeir fyrst- ir manna til að viöurkenna þá vitleysu, sem hér .‘hefur verið i sambandi við þessi mál. Hafa um 1400 boðsmiðar verið i gangi í sambandi viö hvern ieik og sér hver heilvita maður að slikt nær varla nokkurrí átt. — jbp — Lið Middlesex Wanderers leika aldrei opinberlega heima fyrir, heldur einungis erlendis og hafa þau um langt skeið ferðazt sem fulltrúar brezkra áhugamanna um allan heim, Þess má geta að heið- ursfélagi Middlesex Wanderers er Sir Stanley Rous, forseti alþjóða- knattspyrnusambandsins, F.I.F.A. Middlesex Wanderers hafa tvi- vegis áður sótt Islands heim, 1951 í boði K.R. og Vals og 1964 í boði Þróttar. Árið 1951 voru leiknir fjórir leikir og unnu Middlesex Wanderers þá alla, gegn K.R. 5—3, gegn Val 4—0, gegn sameiginlegu liði Fram og Víkings 3—0 og gegn úrvalsliði Reykjavíkur 2—1. Árið 1964 voru leiknir þrír leikir og lauk tveiuiur þeirra með sigri Middlesex Wanderers, gegn Þrótti 5—1 og gegn landsliði 6 — 1, en þriðja leikn- um gegn K.R. lyktaði með jafntefli 3—3. Leikmenn Middlesex Wanderers að þessu sinni eru 14 talsins og fara hér á eftir nöfn þeirra og félög: J. Swannell (Hendon), A. W. Fay (Alvechurch) fyrirliði, C. Gilmour (Queens Park), D. P. Jackson (Fin- (Queens Park). D. P. Jackson (Fin- chley), D. Moore (Dagenham), G. Ramshaw (Whitley Bay), M. Cannon (Barking), J. Cozens (Hayes). M. Mackay (Queens Park), P. Deadman (Barking), C. Gedney (Alvechurch), G. Lloyd (Llanolli), P. Collett (Walthamstow Avenue). Fararstjórar eru fimm, þeir W. R. C ayling, M. Partridge, J. E. Davies,' R. W. Rush og W. T. Nudd. Að lokum skal þess getið, að Þór- ólfur Beck, sem undanfarin sjö ár hefur leikið erlendis sem at- vinnuknattspyrnumaöur, hefur nú endurheimt áhugamannaréttindi sín. Þórólfur mun leika sinn fyrsta leik sem áhugamaður með félagi sínu K.R. gegn Middlesex Wand- erers n.k. sunnudag og verður hann jafnframt fyrirliði K.R. í leiknum. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.