Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 12
m V í SIR . Föstudagur 24. maí 1968. CAROL GAINE: vý'"' □ mmn rmT/r Mi nnrvnr jl o c HJuíi UHIL Hún leit á klukkuna á þilinu. Hún var að verða tólf. — Carlos er háttaöur, sagði hún og geispaði. — Stundum er ég að hugsa um, hvað hann hafi til þess unnið að eignast jafn duglega konu og mig. Þaö eru ekki margar kon ur, sem mundu leggja á sig að sitja yfir reikningunum langt fram á nótt. Ég brosti. — Þú ættir ekki að gera það ef þú ert þreytt. Geturðu ekki látið þaö bíða til morguns? — Nei, það fer að líða að mán- aðamótum. Ég vil helzt borga alla reikninga og hafa bókfærsluna í lagi. Sérstaklega þegar mikið er að gera... Ég beygði mig fram á afgreiðslu borðið. — Frá mánudeginum kemur verð ég aðstoðarstúlkan þín. — Við sjáum nú til. Eftir eina viku þar frá getur verið að ég hleypi þér að. Ég brosti og sneri frá til þess að fara upp og hátta. AFBRÝÐISAMUR MAÐUR MEÐ HNÍF Ég glaövaknaói við ógurlegan hávaða og settist upp í rúminu með hjartslátt. Þegar ég kveikti á nátt lampanum sá ég að klukkan var hálfþrjú Ég náði t mor^ro.kjóHnn og trítlaði herfætt yfir gólfið og opn- aði dymar Dymar beint á móti opnuðust og haus með mörgum krullunál- um kom í ljós. Og fleiri höfuð komu fram í gættirnar neðar í ganginum. Ég fór fram að stlganum og leit niður. Marcia kom út úr skrifstof unni. Hún virtist æst. — Þetta er allt í lagi, sagði hún. — Þetta var ekki annað en kötturinn, sem velti um stómm blómavasa. Það er leið inlegt að þetta skuli hafa vakið gestina. Hausarnir hurfu og dyrnar lokuð ust. Ég var í þann veginn að fara inn í herbergið mitt aftur, þegar ég tók eftir að Carlos stóð í stigan- um niður að salnum. Það var mann drápssvipur á andliti hans. Gegnum opnar skrifstofudyrnar sá ég Pet er. Ég leit á Carlos aftur og hugsaði með skelfingu til þess sem gæti komið fyrir. Ég mundi vel hvernig hann hafði talaö við mig um Marc iu fyrir nokkrum dögum. Carlos mundi verða óður þegar hann sæi ÝMISLEGT ■'' ■mm SLEGT Tökum aö okkur hvers konai uiUrbrut 08 sPreng'vinnu f húsgrunnuro og ræs -VoBSB um. Leigjuro út loftpressui og vfbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvat.s sonai Aifabrekku við Suðurlands braut, sími t0435 GÍSLl JÓNSSON Akurgeröi 31 Stmi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóðastandsetningai, gref hús- grunna. holræsi o. fi. • TtKUR ALLS KDNAR KL/TZl>NlNGAR FLJÓT OG VÖNOUÐ VINNA IJRVAL AF AklÆDÚM LAUGAVEG 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 S^tiC H BOLSTR U N Peter hjá Marciu, — en var hugs- anlegt að hann gripi til óyndisúr- ræða? Hann vatt sér niður stigann, liðugur eins og köttur, og Marcia hörfaði undan inn í skrifstofuna og hræðslan skein úr augum henn- ar. Ég heyrði rödd Carlos beiska og svíðandi: — Jæja, er það þetta sem þú kallar reikningsfærslu? — Ég er búin að því, Carlos, flýtti Marcia sér að svara. — Ég var að enda við það. Ég ætlaði eir. mitt. að fara að hátta. — Hefur herra Cobbold hjálpað þér? Það var fallega gert af hon- um. , Peter lét storkunartóninn ekki á j sig fá. Hann hallaði sér upp að I bilinu og brosti. En þetta virtist ■ æsa Carlos enn meir. Andlitið á honum afmyndaðist af reiði. — Hvemig dirfist þér að Iaum ■ ast hingað í húsið undir því yfir | skyni að þér séuð vinur Joyce, ; og reyna svo að fleka konuna i mína? spurði hann hamstola af ! reiði. ! — Enga vitleysu, sagði Peter I rólega. — Ég hef ekki gert mig : blt’ðan við konuna yðar — og . langar ekkert til þess að gera bað. ( Mér varð ofurlítil I.’iagim sS '• bessum orðum hans — þangað til ! ég skildi, að hann neyddist til að | segja þetta. En Carlos trtiði þeim auðsjáanlega ekki heldur. Nú kom ■ löng roka af spönskum gífuryrðum en ég gat aðeins ráðið í hvað hann sagði, af hreimnum í röddinni og örvæntingarsvipnum á Marciu. Og Peter stóð kv»- í sömu spor- um og horfði á hann. Allt í einu stakk Carlos hend- inni í vasann og ég sá að nú gljáði á stál i hendinni á honum. Hann vatt sér að Peter. Mér fannst ég verða eins og ís, og þegar ég reyndi að hljóða, kafn- aöi allt í kverkunum á mér. Ég sá ■ skelfinguna í andliti Marciu og ,’ heyrði hræðsluna í rödd hennar: ' — Carlos .. . ertu brjálaður! j Þetta var ekki nema sekúndu að gerast. Peter hafði varla hreyft sig. En hann brá hægri handleggnum skjótt, og Carlos lá kylliflatur á gólfinu og hnífurinn flaug langar leiðir burt. Carlos settist upp og hristi höf- ; uðið sneypulegur. Ég heyrði að hon- ■ um var erfitt um andardráttinn. j Marcia þrýsti lófunum að skrif- borðinu, eins og hún væri hrædd um að detta út af. Peter gekk yfir þvert gólfiö, tók upp hnifinn og fleygði honum til Carlos. Svo skálmaði hann fram hjá honum út úr skrifstofunni og upp í stigann. Allt í einu leit hann við og horfði á mig. Svipurinn á honum var orðinn annar. Þegar hann kom upp í ganginn lá við að hann rækist á mig. Hann gekk i veginn fyrir mig. — Ég vissi ekki að þú varst hérna! — Marcia bar við reikningunum, sagði ég fokreið. — Og þú barst við áríðandi bréfum. — Æ, góða mín — hlustaöu nú á mig. — Nei, ég vil ekki hlusta á þig. — Þú skalt hlusta á mig. Hann greip hastarlega í hand- legginn á mér og eldur brann úr b'láu augunum. — Vandkvæðin eru þau ... Nú voru opnaðar dyr í gangin- um og prófessorinn gægðist út. — Ég heyrði ekki betur en að einhver væri hávær þarna úti. Er nokkuð að? — Nei-nei, sagði Peter og sleppti ■nér strax. Ég sneri frá og flýtti mér inn i berbergið mitt, lokaði hurðinni og aílæsti eftir mér. Peter mundi reyn- ast erfitt að kjafta sig út úr þessu. Hann ætti að reyna það! Hreinskilni eða æra var hvorugt til í honum. Ég óskaði að ég hefði aldrei séð þennan mann. Og ég var staðráðin í að veröa ekki deginum lengur i Torremolinos. Það lá við að mér þætti vænt nm að ég tók þessu svona rólega. Ég var ekki sár — en mér fannst betta andstyggilegt. Þessi Peter Cobbold-þáttur hafði verið stut.tur — og skemmtilegur meðan bað var. Að minnsta kosti skemmti- legur aö sumu leyti. Ég var ekki fyrsta stúlkan sem lét flekast af töfrum og skjalli karlmanns. John var traustur og ég varð að meta roikils svikalausa ást hans til min. Eg ætlaði að skrifa honum á morg- un og segja honum að hann mundi sjá mig fyrr en hann hefði búizt við. MARCIA FREISTAR... Þegar ég vaknaði morguninn eft- ir, var ég staöráðin i að hvarfla ekki frá því að fara til Englands. En ég haföi ekki tekið það með í ÚTIHÖROIR SYALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIDJAN SF. AUDBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 Bardagaöpunum og villimönnunum tekst ekki að yfirbuga Tarzan og apa- maðurinn fellir þá hvemn af öðrum 0BFOKE THB WAK-APE /S AWAfiE OF TARXAN-S /N- TEMT/OHS /T/S CAUOHT pE „ W A BO//E-BKE/AK/N6 SEIP'l-Mlg-l| — þar til loksins hann getur farið til - og Tarzan nær dauðataki á apanum, að bjarga Jane frá apanum. árur en hann fær varizt. reikninginn, hve vel Marciu var lagið að telja manni hughvarf. Hún kom inn til mín áður en ég var komin á fætur, og spurði hvort httn mætti tala við mig. — Um hvað? — Um þig og Peter. Ég yppti öxlum. — Ég mundi ekki kæra mig um það, ef ég væri í þín- um sporum. — En hlustaðu á mig, Joyce, — ég verð að tala við þig um þetta. Hún settist á rúmstokkinn hjá mér og horfði á mig stórum, kvíðandi augum. — Þú hlýtur að vita, að hann alskar þig. Ég fussaði. — Þú skilur ekkert, sagði Marcra í vandræðum. — Nei, ég geri það liklega ekki. Ég káfaði eftir vindlingunum mín um í töskunni. Venjulega reykti ég aldrei fyrir morgunverð, en nú lang aði mig allt í einu í tóbak. UMFERÐAR- TAKMÖRKUN KL. 0300-0780 Nýia bílaþjónustan Lækkiö viðgerðarkostnaðinn með því aö vinna siálfir að viðgerö bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. Nýja bílaþjónustan Hafnarbraut 17. Simi 42530. Opið frá kl. 9—23.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.