Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 5
V í SI R . Föstudagur 24. maí 1968. 5 SKATTASKRÁ REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 1968 SKATTASKRÁ REYKJAVÍKUR áríð 1968 liggur frammi í Skattstofu Reykjavíkur frá 24. maí til 6. júní n.k., að báðum dögum með- töldum, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. Einnig verður skráin til sýnis í Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu, frá mánudegi 27. maí til 6. júní. í skránni eru eftirtalin gjöld: Krullujárnið ómissandi Ef hún nióðir ykkar skyldi einhvers staðar geyma gamalt ,,krullujám“ þá. ættuð þið að leita það uppi ef þið viljið fylgj- ast með tízkunni í hárgreiðslu, því það er eiginlega alveg ómiss andi til að ná reglulega falleg- um „hrokkinkolli." Ef þið hins vegar getið ekki grafið upp gam alt kruliujám, þá gera nýju raf- magnsjárnin svo sem alveg sama gagn. Það eru nú fyrir nokkru komin í verzlanir hér í Reykjavík og þykja hreint þarfa þing, en það þarf þó að gæta þess vel að þau séu ekki of heit, því þá geta þau auðveld- lega brennt hárið. *Þessi járn eru mjög góð bæði fyrir stutt hár og sítt. Þau eru notuð til að krulla hárið, þann- ig að hárinu er vafið upp á járn ið og þá kemur sterkur liður í hárið. Þau eru Iíka mjög góð til að nota neðan i sitt hár, eft- ir að rúllur hafa veriö í þvi, til að styrkja liðina. Ef um stutt hár er að ræða er bezt að krulla hárið jafnt allan hringinn og reyna að fá stutta „slöngulokka" í það, t.d. niður á ennið og í hliðarnar. Ef hárið er hins vegar sítt og á að vera slegið, þá er fallegast Thelma og Guðrún saman á forsíðu Marie claire'- að krulla hárið sem nemur, að eyrunum, og ef tii viil toppfhn. Við samkvæmisgreiðslur er krullujárnið alveg ómissandi. Er þá bezt að næla hárið fyrst upp eins og það á að vera og krulla síðan allt lausa hárið. Síðan er hárið tekið niður aftur og greitt varlega. Þá er það sett upp. eins og það á endan lega að vera og fest vel með spennum eða bandi. Slöngu- lokkar eru mjög mikið í tizku um þessar mundir og eru þeir sérlega fallegir á samkvæmis- greiðslum. Slöngulokkar verða yfirleitt lang fallegastir ef þeir eru kruill- aðir með krullujárni, en þá er járnið ekki látið snúa þvert í hárið eins og rúllurnar, held- ur beint inn að hársrótinni, en varið ykkur á að brenna ykkur ekki á endanum á járninu. Sumir segja að hárið þorni viö notkun krullujárns, en það ætti þá að vera góð lausn fvr- ir allar þær óteljandi konur, sem hafa of feitt hár. Það er líka auövelt að bera ofurlitla feiti í hárið, ef það vill verða of þurrt. Krullujárnin eru nú orðin svo vinsæl viða um Evrópu, að þvi er jafnvel spáð að þau muni leysa rúllurnar af hólmi. Það hlýtur þó að teljast heldur 6- sennilegt, að minnsta kosti með an tízkan er eins og hún er f dag, því aldrei er hægt að ná sams konar lyftingu í kollinn með krullujámi og með stórum rúllum. En hver veit nema þetta eigi eftir að breytast og krullu- jámið komi í staðinn fyriT plast vír og nælonrúllumar? 4. Sóknargjald. 5. Kirkjugarðsgjald. 6. Almannatryggingagjald. 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda. 9. Gjald til atvinnuleysistrj^ggingasjóðs. 10. Tekjuútsvar. 11. Eignarútsvar. 12. Aðstöðugjald. 13. Iðnlánasjóðsgjald. 14. Iðnaðargjald. 15. Launaskattur. 16. Sjúkrasamlagsgjald. Jafnhliða liggja frammi í Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykjavík. Aðalskrá um söluskatt í Reykjavík, fyrir árið 1967. Skrá um landsútsvör árið 1968. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskatt- ur og eignarútsvar er miðað við gildandi fast- eignamat nífaldað. Sérreglur gilda þó um bú- jarðir. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt ófangreindri skattaskrá og skattaskrá útlend- inga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu Skattstofunnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24.00 hinn 6. júní 1968. Reykjavík, 22. maí 1968. Borgarstjórinn í Reykjavík, Skattstjórinn í Reykjavík. Okkar íslenzku fyrirsætur láta sannarlega ekki að sér hæða í útlandinu, og fer nú ag verða vafamál hvort nokkuð land á eins margar myndir af sínum fyrirsætum í erlendum blöð- um og ísknd, — ja miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Þær Guðrún Bjarnadóttir, María Guðmundsdóttir og Thelma Ing- varsdóttir prýða nú hverja forsíðuna á fætur annarri í erlend- um tízkublöðum og núna síðast í maíhefti hins þekkta *ranska tízkublaðs „Marie ?laire“ er mynd af tveimur íslenzkum fyr- irsætum á forsíðu, þeim Thelmu Ingvarsdóttur og Guðrúnu Bjarnadóttur. Myndina hefur franskur ljósmyndari, Willy Rizzo tekið, og þær eru báðar klæddar stuttum pilsum og peysum í íslenzku fánalitunum, sem nú eru vinsælustu lit- irnir í tízkuheiminum. .■.v.v.v.v.v.v. TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS Vísir bendir áskrifendum sínum á að hringja • afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki tengið blað dagsins. Hringi þp fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- lega til sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta v<*itt á timanum 3.30 — 4 e. h. Munið að hringjn fyrir klukknn 7 í síntu 1-16-60 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Námsbókagjald.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.