Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 10
70 V1SIR . Föstudagur 24. maí 1968. Alnafnar og kosningablað • Vegna ónæðis er rétt að taka fram, að það er alnafni minn, en ekki ég, sem er í ritnefnd kosn- ingablaðsins „30. júni“. Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Fyrsta síldin fundin Síldarrannsóknaskipið Árni Friðriksson fann í morgun fyrstu síldina á þessu sumri um 400 mfl- ur ANA af landinu eða nánar til- teldð milli fjórðu og fimmtu gráöu austlægrar lengdar og 67.15° norö- lægrar breiddar. Skipið varð vart við nokkrar torfur, sem stóðu mjög djúpt, en ætlunin er að skipið haldi sig á sömu slóðum f nótt og kanni hvort hún grynnki eitthvað á sér. Að því er Jakob Jakobsson, síldarsérfræðingur sagði Vísi í morgun, er síldin mun seinna á ferðinni en í fyrrasumar. Þá varð j vart við fyrstu síldina 7. maí. Hann ! sagði að ekki lægi ljóst fyrir hvers í vegna sfldin er seinna á ferðinni! nú en í fyrrasumar, en ljóst væri j að sjávarkuldinn hefði ekkert með i það að gera, þar sem hann nær j ekki eins langt austur og nú hefur i orðið vart við síldina. Húsnæði óskast Vill ekki einhver vinsamlegast leigja rólegum eldri manni litla íbúð eða tvö herb., eldhús og bað. Skilvís greiðsla. Uppl. 1 síma 15790 í dag og fram að hádegi á morgun. Húseignirnar Laugavegi 48 og 48b eru til sölu. Eignarlóð. í húsunum eru tvær verzlanir, tvær íbúðir og iðnaðarpláss. Góðar leigutekjur. Uppl. í síma 15390 frá kl. 5 e.h. Snyrtivörukynning Sölufyrirtæki óskar að ráða unga stúlku til að annast kynningu á nýjum snyrtivörum. Starfið hefst með stuttu námskeiði í Reykjavík. Umsækjandi þarf að hafa einhverja þekkingu á notkun snyrtivara, og áhuga á að hefja nám f snyrtingu. Eðlileg framkoma í návist ókunnugra nauðsynlegur eiginleiki. — Tilboo merkt „Snyrting — 4576“ sendist augl.d. Vísis. Á börnin i sveitina Gallabuxur, 4 gerðir, terylenebuxur í úrvali, regnfatnaður og úlpur á telpur og drengi, sokkar, hosur, nærföt, axlabönd, belti, húfur. Ó. L. Laugavegi 71 Tilkynning frá Rafveitu Hafnarfjarðar Innheimtuskrifstofa rafveitunnar verður framvegis opin alla virka daga nema laugar- daga kl. 8.30—16.30. Einnig í hádeginu. Athygli skal vakin á nýju innheimtufyrir- komulagi, meðal annars að greiða má raf- magnsreikninga í bönkum bæjarins. Nánari upplýsingar um hið nýja innheimtu- fyrirkomulag verða sendar öllum notendum með næsta rafmagnsreikningi. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR IKVEIKJA 'I NÓTT Lögreglunni leikur grunur á, að um íkveikju hafi verið að ræða í Tjarnargötu 3 í nótt, en þar var eldur farinn að Ioga í kjallara hússins, þegar leigubíl- stjóri, sem leið átti um götuna, vakti íbúa hússins upp af fasta- svefni. Klukkan var rétt rúmlega sjö í morgun og enginn farinn aö bregöa blundi þegar leigubílstjórinn sá eld í glugga í kjallaranum, Gerði hann viðvart úti á gömlu slökkv1 stööinni í Tjarnargötu og fór síðan og vakti íbúa í kjallaranum. Þegar lögregluþjónn kom þar aö, voru eldtungur farnar að teygja sig út um kja'llaragluggann, en þá var fólk ennþá sofandi á efri hæð húss ins. Brá lögregluþjónninn skjótt við og vakti þaö, en fékk einnig lánað handslökkvitæki í húsinu og réðist að eldinum, sem enn hafði ekki magnazt neitt að ráði. Fékk hann haldið eldinum í skefjum þar til slökkviliðið kom á vettvang, en þá var hann fljótlega slökktur. Skemmdir höfðu litlar orðið, en lögreglunni lék grunur á að elds- upptök hefðu orðið af mannavöld- um og er málið í frekari rannsókn. Sumir muldruðu eitthvað í barm- inn og hröðuðu sér út, aðrir ljóm- uðu og spígsporuðu síðan um gang ana upplitsdjarfir og hróðugir, og enn aðrir krotuðu töiur hjá sér í minniskompur áhyggjufullir á svip, með hattinn aftur á hnakka og tuggðu blýantsstúfinn. Eftirtaldir eru tekjuhæstu menn f Reykjavík. Tölurnar eru í þús- undum króna. Eignaskattur er ekki reiknaðar með. Tölurnar eru i þess- ari röð tekjuskattur, tekjuútsvar og eignaútsvar: Friörik A. Jónsson, Garðastr. II 625.082, 594.334, 65.766. Sveinbiörn Sigurðsson, Safamýri vr. 481 388, 526.786, 79.414. Kjartan Guðmss. Ásvallag. 44, 372.808, 357.991, 33.009. Kristján Pétursson, Safamýri 95, 369.399, 398.046, 20.454. Sigurgeir Svanbergsson, Safa- mýri 93, 304.987, 298.010, 19.890. Egill Hjálmarsson, Laugarnesv. 65, 301.224, 309.319, 8.181. Kristinn Auðunsson, Safamýri 87, 285.544, 259.302, 24898. Héöinn Elentinusson, Laugav. 65, 284.726, 296.800. Einar J. Skúlason, Bræðraborgar stíg 13, 268.636, 253.866, 10.234. Bjarni Jónsson, Gnitavegur 8, 251.483, 233.850, 19.450. Skaffskrdin — Sjómenn — 1. síðu. Skattskráin er fyrr á ferðinni heldur en venjulega, svo að prófum er ekki lokið í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti, þannig að grípa varð til þess ráðs að nota húsa- kynni Skattstofunnar á Hverfis- götu 8-10. Þar var margt um manninn, og fólk beið í rööum eftir að fá upplýsingarnar eftirvæntingarfullt á svipinn. Það var gaman að fylgj- ast með hinum ýmsu viðbrögðum, þegar tölurnar voru lesnar upp. Berco i BELTI og \ BELTAHLUTIK 1 áBELTAVÉLAR ©V> i. s(ðu. um upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér, verður erfitt fyrir marga utgeröarmenn að fá vana sjómenn á bátana i sumar. Sáttasemjari, Torfi Hjartarson, hefur boðað fulltrúa sildarsjó- manna og útvegsmanna til fundar næstkomandi þriðjudag klukkan fjögur síðdegis. Sjómenn hafa nú lagt fram kröfur sínar á fundi með útvegsmönnum, og mun talsvert bera á milli. Ekki er fyllilega kunn- ugt. hverjar kröfur sjómanna gagnvart. útvegsmönnum eru, en Samtök sildveiðisjómanna hafa beint til ríkisvaldsins tilmælum um, að sjómenn, sem stunda veiðar á fjarlægum miðum % þess tima, sem þær eru stundaðar, og eru á sjó átta mánuði ársins, verði und- anþegnir tekjuskatti. Fasfir í ís — H—> 1 síöu. BERCO >i Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara á hagstæðu verSi EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFELAGIÐf SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 rfítétí* PLAST ýöU*y'Ui»iUiM.! „itjffiwilbi'l ýtú&tUwu XM/tUiJýiU* 17 Simi togos möguleg á Breiðdalsvík og Djúpa- vog. Heldur hefur ísinn á Norð- firði gliðnað og komst varðskip í gegnum ísinn inn á höfnina f gær. Ekkert hefur frétzt frekar af ís- birninum sem sást á ísnum á Norð- firði fyrir nokkrum dögum. 1 ís- frétt frá Hornafirði í morgun segir ! að ísinn þar hafi þétzt í nótt, en engin ísfrétt hafði komið frá st.öð- um vestan við Hornafjörð í morg- un. Sr. Friðrik — m—> i6. sfðu. efna til hátíðahalda og verða þrjár almennar samkomur haldnar í húsi félaganna við Amtmannsstíg og verða allar helgaðar frásögnum af lífi og starfi sr. Friðriks. Á afmælisdaginn sjálfan verður lagð- ur sveigur að styttu sr. Friðriks við Lækjargötu. Kl. 2 e. h. fara yngri deildir félaganna í skrúðgöngu frá Amtmannsstíg og að leiði sr. Frið- riks í Gamla kirkjugarðinum. Kórsöngur og einsöngur verða á samkomunum og eingöngu sungin ljóð og lög, sem sr. Friðrik h fur gert. Það má að lokum taka fram, að herbergi það, sem sr. Friðrik bió ( hefur verið varðveitt óbreytt frá bví að hann bjó þar. Verður það til sýnis á lalugardag kl. 10—12 og 3—6. Einnig mun K.F.U.M. í Reykja- vík gefa út lióð eftir sr. Friðrik og var ætlunin, að bókin kæmi út á afmælisdegi hans. en það tefst eitthvað. Eru í henni frumsamdir sálmar og þýddir, svo og kvæði frumsamin og þýdd. BELLA Hugsaðu þér aöra eins kennslu — karlmennimir hafa ekki áhuga á neinu nema sköiabókunum. VEÐRIÐ I DAG Suðaustan gola og smáskúrir síð degis. Annars létt skýjað. VISIR umm fyrir ártzm Ferð til Austfjarða. — Það eru líkur til þess að ferð falli bráð- lega til Austfjarða. Þar býðst nóg atvinna. — Fólk snúi sér til Atvinnuskrifstofunnar, Kirkjustr. 12. Visir 24. mai 1918. Bridge — ©—> 1 síðu. var ekki góöur. En seinni hálf- leikinn spiluðu Benedikt og Jó- hann sérlega vel og nokkuð vannst inn aftur af punktum. en tvö smá óhöpp urðu tii þess. að leikurinn endaði 5-3.“ Staðan fyrir 6. umferð er þá þannig: Svíþjóö og ísland bæði með 44 st., Danmörk með 42 st.. Noregur með 40 st. o| Finnland með 29 st. Mótið fer þannig fram, að það er byrjað að spila kl. 10 að morgni og þeirri umferð lokið kl. 3, en síðan byrjað aftur kl. 6 um kvöldið og lokið um kl hálf tólf. 1 dag spiiar Island 1 við Mor eg I, en ísland II spilar við Svíþjóð II. Svíþjóð II er sú sveit in, sem hlotið hefur flest stig é mótinu. Tvær síöustu umferðirnar eiga að vera aðeins léttari fvr- ir okkar menn“. sagði Útfur .! kvöld spilar ísland II við Finn- land I og tsland I við Denmö’-' II, en á morgun spilar ísland- I við Finniand I og ísland II við Danmörku I.“ Úlfur bað fyrir kveðjur heim frá honum og spilamönnunum sem hann sagði, að væru hinir hressustu að vanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.