Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 9
'VÍSIR . Föstudagur 24. maí 1968. (,J; .v.w{>v«vav^. J • ■■•■.y. »»WW>,V{»X^M -... .V • ..... •• • •VSSNS ERUFRAKKAR ORÐNIR LEIÐIR Á DE GAULLE? Cíðustu föstudagsgrein, sem fjallaði um nýafstaðnar stúdentaóeirðir lauk ég eitthvað á þá leiö að líklega væri de Gaulle forseti orðinn of gamall til að veita hinu unga Frakk- landi forustu, — myndi nú fara vaxandi tilfinning fyrir því, hve óeðlilegt það stjórnarfar væri, þar sem einn maður ríkti eins og einhver keisari. Ég hafði þá ekki rúm til aö rökstyðja nánar þessa skoðun. Auðvitað bj'ggðist hún einungis á ólátum stúdentanna. Þaö hefur lengi verið vitað, að með- al þeirra ríkti mikil og ramm- bitin óánægja, sem stafar fyrst og fremst af fádæma lélegri skólaaðbúð. En þau vandræði eru þó einkum erfðasyndir ráð- leysistímanna áður en de Gaulle komst til valda, þegar skóla- kerfi landsins komst í hinn mesta ólestur. En því ber hins vegar ekki að neita, að de Gaulle hefur ætíð síöan hann komst til valda verið gagnrýnd- ur fyrir aö verja ekki nægilegu fé til skólamála og hafa margar háværar raddir verið uppi um að nær væri að reisa nýjar há- skólabyggingar en að eyða fjár- munum í vetnissprengjugerð. Þannig var það ljóst fyrir- fram að óánægja sauð í brjóst- um Parísar-stúdenta, en það sem ég byggði skoöanir mínar fremur á, voru þó viðhorf fransks almennings til stúd- entaóeirðanna. Ég hafði fregnir af því, að allur almenningur í Frakklandi væri á bandi stúd- enta í þeim deilum, sem þá höfðu sprottið upp. Fólk virtist mjög hneykslað á harkalegum aðgeröum lögreglunnar, enda kom það á daginn skömmu síð- ar, að allsherjarverkföll brutust út í landinu til stuðnings stúd- entum, sem síöan tóku á sig mynd almennrar kjarabaráttu. Er ástandið í landinu enn mjög alvarlegt, þar sem allt atvinnu- líf og samgöngur hafa veriö lömuð marga daga. Tjað vildi svo einkennilega til, að einmitt um þær mundir sem stúdentaóeirðirnar f París stóðu sem hæst, eða þann 13. maí voru liðin 10 ár síöan de Gaulle kom til valda. I tilefni af því hefur margt veriö rætt erlendis um valdaferil hans og menn hafa reynt að gera upp reikningana, hvemig stjórn hans hafi reynzt og þá einnig hvort þaö stjórnarfar og stjórnarskrá, sem hann hefur gefið Frakklandi sé líkleg til frambúðar. Enginn getur neitað því f slíku uppgjöri, að de Gaulle getur talið sér margt til tekna hjá frönsku þjóðinni. Þær stað- reyndir verða aldrei máðar út úr sögu þjóðarinnar, aö hann hefur f’isvar komið þjóð sinni td biargar og oröið henni ó- skaplega sterkt sameiningar- tákn á hörmunga og vand- ræðatímum. Á þessum tíu ár- um, sem hann hefur v.erið viö völd hefur hann svo að segja bylt öl'u við í Frakklandi og það er erfitt aö ímynda sér, hvernig Frakkland liti út í dag, yfirhöfuð hvort land og þjóö heföi getað skrimt af, ef de Gaulie hefði ekki tekið forust- una með sinn sterka vilja og athafnakraft. Það þarf hug- myndaflug til þess að gera sér grein fyrir hvílíkt óendanlegt öngþveiti og hrun hefði orðið í Frakklandi, ef de Gulle heföi ekki komið fram á sviðið aftur. Það verður ekki boriö á móti því, að hið gamla algera þing- ræðisfyrirkomulag var á sínum tíma komið í strand og þess algerlega ómegnugt, að fást við vandamálin. Þar var um að ræða uppgjöf þingræðis og flokka- pólitíkur. Hið gamla þing var ekki fært um að taka ákvaðanir, sem voru óvinsælar. Hræöslan við kjósendafylgið gerði þing- mennina ófæra um að gegna skyldum sínum við þjóðina. Þannig voru þeir atburöir á- berandi ósigur fyrir þingræðis- hugsjónina. Tjegar de Gaulle komst til valda varö annaö hljóð í strokknum. Það má aö vísu minna á þaö, að hann komst til valda með stuðningi franskra landnema í Alsír, sem ímynd- uðu sér, að hann myndi veröa liöugt verkfæri þeirra til aö binda Alsír sem fastast við heimalandið og berja niöur frelsisbaráttu Serkja. En þeir urðu fyrir vonbrigöum, þvi að það reyndist víst, að de Gaulle var ekki kominn til aö vera verkfæri neinna. 1 stað þess reis hann upp sem ákaflega sterkur brautryöjandi og for- ustumaöur frönsku þjóðarinnar. Hann fór að vísu mjög kæn- lega að, en ekkert væri fjær sanni en að segja aö hann hafi sleikt franska kjósendur. Þvert á móti var hann svo' kröftugur, að hann gat valið hinar . örö- ugustu ieiðir, menn sundlaöi við djörfung hans, hann hreyfði við málum sem þingræöismenn hefðu aldrei þorað fyrir sitt litla líf að snerta við. Það hefur einmitt gengið eins og rauöur þráður í gegnum stjómarferil de Gaulle, að þaö væri nauö- synlegt, að „hafa vit fyrir“ al- þýðunni. Þannig hefur stjórn hans verið einræðiskennd og eins og bundin við persónu hans. Þetta hefur verið gott svo langt sem það hefur náð. Þaö er vissulega gagnlegt, að hafa styrka stjórn, þegar menn hafa um leið þótzt geta treyst þvi, að einræðið væri „upplýst“ og grandvarleiki í fyrirrúmi. En þrátt fyrir það er ekki hægt að forðast það að í ljósi nú- tíma-sjónarmiða er slíkt stjóm- arfar harla óeölilegt, þaö líkist einna helzt þjóðhöfðingjaveldi ..............II ■ . „ .... .. • .. .. w . u , ,, . , , ... 18. aldar, þegar talið var að góðviljaðir þjóðhöfðingjar ættu að tryggja velferð og framfarir þegna sinna. 1 nútímanum hlýt- ur að því að koma, að slíkt stjórnarfar komist í strand. í þróuðu nútímaþjóðfélagi geta menn ekki sætt sig við það til lengdar að einn maöur hugsi og geri allt fyrir þá. Og því fylgir alvarleg hætta, þegar sjálf meginskipun stjórnarfarsins er úrelt í augum alls almennings. Þá geta umskiptin orðiö æði snögg, hvenær sem á bjátar og ef stjómendumir missa tökin munu þeir áöur en við er litið hafa allan strauminn á móti sér. Þá er hætt við að rofni meö öllu sambandið milli valdhaf- ans og alþýöunnar. TJ’inmitt það virtist vera að gerast f siðustu viku í Frakklandi. Þar komu í ljós þeir erfiöleikar sem einvöld stjórn getur komizt í, þegar hún hefur afmáð þingræðisbrúna til alþýöunnar. Það var ekki vitað betur en að de Gaulle og stjóm hans hefðu öflugt fylgi meiri- hluta frönsku þjóðarinnar, þeg- ar svo smávægilegur atburður eins og stúdentaóeirðimar brauzt út og allt f einu virtist gervöll þjóðin orðin andvfg sfnum gamla leiðtoga. Nú er að vísu þjóðþing áfram í Frakklandi þrátt fyrir stjóm- arskrárbreytingar de Gaulles, en það er ákaflega rúið völd- um. Þegar bitið hefur þannig verið tekið úr egg þingræðisins er það ekki nema eðlilegt, að alþýöan taki upp nýtt vopn, sem er allsherjarverkföll. Sé ekki löggjafarþing þjóðar virkt, er alltaf hætt við því að þing götunnar rísi upp, en móti þingi götunnar hefur de Gaulle veriö vanur að beita þriðja þinginu, það er valdi þjóöaratkvæöa- greiöslu, sem allt verður að beygja sig undir. ^uðvitað býst ég við, aö de Gaulle sé enn nógu sterkur á svellinu til að fást við þessi vandamál, sem nú eru á döf- inni. Sjálft franska þingið er sem stofnun í mjög vandasamri aðstöðu, þegar það á nú aö greiða atkvæði um vantraust á ríkisstjómina. Ef afleiðingin yrði enn frekari vandræöi og uppla,usn myndi þingið verða aö bera ábyrgðina á því og á- liti þess enn verða stóríega hnekkt. Þaö er nú komið að því, að þjóðþingiö verður að keppa við þing götunnar sem birtist í allsherjarverkföllunum og það á yfir höfði sér þjóðar- atkvæðagreiðslu, eftir að de Gaulle hefur fært málin sér í hag. Forsetinn hefur meira að segja síðan hann kom heim frá Rúmeníu hafið viöræður vlð fulltrúa verkalýðssamtakanna á laun um lausn vandamálanna án tillits til þess hver ákvörðun þingsins verður. Þannig kemur það enn í ljós, aö stjórn hans virðist hafa styrk og athafna- kraft til að glíma við hin erfið- ustu vandamál. 'C'n þrátt fyrir það þó de •Gaulle takist að standa af sér þetta óveður, þá ætti það að geta orðið nokkur aðvörun um þaö, hvílík hætta er fólgin f því stjórnarfari, þar sem hina eölilegu þingræöisbrú skortir milli stjórnar og þjóöar. Sá van- kantur er ekki einungis fólginn f orðum þeirrar stjórnarskrár, sem de Gaulle gaf þjóð sinni, heldur fullt eins mikiö f túlkun þeirra og þeim starfsaðferðum sem hann hefur síðan tamið sér. Nafn hans og frægö hefur bók- staflega borið þjóðþingið ofur- liði. Það er vonandi að þessi mikilhæfi maöur sjái þau tím- anna tákn og reyni f framtíðinni fremur að reisa við viröingu þjóðþingsins en aö þurfa oftar að kljást við þing götunnar. Þorsteinn Thorarensen. Blaðið leitaði álits nokkurra ökumanna á spurningunni: „Ætlið þér að fara út að aka strax á H-dags- morgun?“ Sigurður Magnússon, rafvélanemi: Já, ég ætla aö fara strax og ég mögulega get. Annars er ég hræddastur um aö umferðin úti á landi verði hættuleg og þá sér- staklega um hvítasunnuna. Ég er algjörlega óhræddur og hiakka til að aka íhægri umferð. Ingólfur Böðvarsson, skoðunarmaður: Já, alveg ákveðinn. Ég fer um leið og ég vakna, þótt það geti nú væntanlega dregizt eitthvaö. Hvað hægri breytinguna varðar, held ég að allt veröi í lagi til að byrja með. ..___________r&A Ólafur Egilsson, múrari: Nei, ég æt'la ekki aö fara að hætta á neitt strax. Ætli maður Díði ekki átekta og sjái hvernig málinu framvindur og hvernig menn haga sér í hægri umferð. Að ööru leyti er ég gjörsamlega á móti þessari vitlevsu, en við verðum víst að sætta okkur við þetta. Sjöfn Hákonardóttir, skrifstofustúlka. Já, ég ætla að fara strax um morguninn út að aka. Ég held, að ég verði ekkert hrædd, en gömlu mennirnir og þeir sem lengi hafa ekið, veröa prfiðir í umferöinni að mfnu áliti. Ágúst Ögmundsson, gjaldkeri: Já, svo framarlega sem bfllinn neitar ekki, en hann er ekkert séf staklega hressandi á morgnariíi Annars ætla ég aö reyna aö vera ákveðinn og góður ökumaður í hægri umferð, en ég er hræddur um að eldri stofn kvenþjóðarinn- ar verði ekki upp á marga fiska.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.