Vísir - 24.05.1968, Page 16

Vísir - 24.05.1968, Page 16
VISIR Föstudagur 24. maf 1968. s-x^SnSj;-; . ': wmmmm VEIDIÞJOFNADUR í STÓRUM STÍL VIÐ LÁR VA TN — Sterkur , grunitr beitiift uð nokkrum mönnum Það kom fram á aðal- fundi fiskiræktarfélags- ins Lárvík h.f. sem haldinn var nýlega, að veiðiþjófnaður hefur ver ið framkvæmdur í stór- um stíl í sjó með strönd- inni utar frá Lárósi, þar sem féíagið er með fisk- rækt sína. Reynt var að sporna við þessu m. a. með því að fara fram á, að lögregluyfirvöld rannsökuðu málið, en tveir menn voru lög- skipaðir til eftirlits. Ekkert sann aðist um ólöiglega laxveiði í sjó, en sterkur grunur beindist að nokkrum mönnum. Er talið full- vfst, að allmikið af laxi hafi veiðzt í sjó, sem annars hefði gengiOW Lárós. Hinir 190 hluthafar í Lár- létu í ljós mikla óánægju með að menn vildu vera að spilla fyrir framgangi nýrrar atvinnu- greinar í eigin heimabyggð, en félagið hefur lagt 7 milljónir króna í framkvæmdir við Lár- vfk. Einnig er laxveiði í sjó stranglega bönnuð og eru sömu viðurlög við því eins og við hvem annan veiðiþjófnað, þann ig er hér eiginlega um tvöfald- an veiðiþjófnað að ræða. Á Myndsjársíðu blaðsins í dag er skýrt frá starfseminni við Lárvatn. íslenzk stúlko hlýtur verðluun í Bunduríkjunum Islenzk stúlka, Þóra Mar- grét Pálsson, hefur nýlega hlot- ið tvenn verðlaun fyrir framúr- skarandi námsárangur við hjúkr unarkvennaskóla í Viktoríu í British Columbía í Bandaríkjun- um. Þóra Margrét er dóttir Har aldar Pálssonar, menntaskóla- kennara í Viktoria og konu hans, sem er ensk. 5. maí sl. lauk Þóra Margrét burtfarar- prófi frá Royal-Jubilee spítala og var hún hæst af 65 nemend um. Verðlaunin hlaut hún fyrir framúrskarandi dugnað í námi, bóklegu sem verklegu og auk þess fyrir prúða og elskulega framkomu og „skapgerðarkosti, sem ættu að vera einkenni þeirra, er gera hjúkrun að lífs starfi sinu." Hornfirðingar vilja kaupa síldar- verksmiðju frá Eskifirði — Samningar urfi kaupin standa yfir Fyrsta kirkjan í Hólmavík vígð • Ný kirkja var vígð f gær á Hólmavík, og er það í fyrsta sinn sem kirkja er reist þar á staðnum. Biskup íslands vígði kirkjuna, en sóknarpresturinn, séra Andrés Ól- afsson predikaði að vígslu lokinni og skírði eitt L>arn. Kirkja þessi hef ur verið í smíöum frá því á árinu 1957, og er nú að heita fulllokiö, nema hvað hlióðfæri, klukkur og fleira slfkt vantar ennþá. Mikið fiölménni var við kirkjuvígsluna oe veður hlð fegursta. Kirkjan er 1300 rúmmetrar og myndar grunnflöturinn kross. Til þessa hafa sóknarbörn Hólmavíkur prestakalls sótt kirkju að Stað í Steingrímsfirði, og ef um meiri háttar athafnir var að ræða Kolla- fjarðarneskirkju. Vígsluvottar við athöfnina voru þeir séra Þorsteinn Jóhannesson, séra Ingólfur Ást- marsson, báðir fyrrv. prestar í Staðarprestakalli (svo hét Hólroa- vfkurprestakall áður). sr Ingi Þ Árnason, Prestbakka og séra 1 Magnús Runólfsson, Árnesi. • Samningar standa nú yfir milli Síldarverksmiðju Hornafjarðar hf. og Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem Aðaisteinn Jónsson síldarkóngur á Eskifiröi er aöaleigandi að, um sölu á síldarverksmiðiunni á Eskifiröi til Hornafjarðar. — Að því er Ás- Alntenningi boðið að skoða skipin í NATO-flotanum Jvdmiral Frank B. Stone, yfir- foringi NATO á fslandi, tilkynnti í dag, fyrir hönd yfirforingja At- lantshafsherja NATO, að öllum Islendingum væri boðið að koma um borð og skoða skip fastaflota NATO, eftir því sem rúm leyföi. Skipin verða opin almenningi i Reykjavíkurhöfn frá kl. 14.30 til 18.00 í unnudag 26. maí. Rétt er að geta þess að skipin leggjast að hrvggju. Gestgjalar um borð í skipunum verða sjóliðar frá þeim fimm lönd- um, sem skipin koma frá, Þýzka- landi, HoIIandi. Noregi, Bretlandi | og Bandaríkiunum. Farið verður í með gesti um skipin og einnig gefst beim tækifæri til að spvrja spurninga um hlutverk og störf fastaflotans. grímur Jónsson, kaupfélagsstjóri á Hornafirði sagöi Vísi í morgun ber enn svo mikið á milli i sambandi við ríkisábyrgö vegna kaupanna og fleira, að ekki hefur enn verið hægt að semja um kaupin. Það er sízt vegna síldarinnar, sem við viljum kaupa verksmiðj- una, heldur er það aðallega vegna fiskúrgangs almennt og vegna loðnunnar, sem gengur hér upp að árvisst, sem við höfum hug á verksmiðjunni. Fiskimjölsverk- smiðjan hér er alveg að syngja sitt síðasta vers, en í fyrra stofnuðum viö nýtt hlutafélag til að kaupa nýja verksmiðju og til að reka hana. Auðvitað mun hin nýja verk- smiðja koma að gagni í sambandi við sfldina. Það yrði t.d. meiri von til þess að síldarbátarnir vHji sigla hingað með síld í salt, ef þeir geta losað sig við úrgangssíldina í bræðslu. Ekki hefur ennþá verið samið um endanlegt verð verksmiðjunnar, en láta mun nærri að vélar og tæki verksmiðjunnar muni kosta um 15 milljónir króna. Sildarverksmiðjan á Eskifirði var byggð 1964. Akiarafmæiis sr. Friðriks minnzt ■ Á morgun, laugardaginn 25. maí, er aldarafmæli séra Friðriks Friðrikssonar, hins þjóðkunna æskulýðsleiðtoga og stofnanda K.F.U.M. og K.F.U.K. Fyrir at- beina séra Friðriks var knatt- spvrnufélagið Valur stofnað ár- ið 1911. Telja fulltrúa einræðisríkja ekki eiga að fá aðgang að Háskólanum Stúdentar mótmæla ráðstefnu rikja Atlantshafsbandalagsins: E í ályktun, sem stjórn Stúdentafélags Háskóla ís- lands gerði síðast liðið mið- vikudagskvöld, er eindregið gagnrýnd sú ákvörðun rikis- stjómarinnar að taka' húsa- kynni Háskóla íslands undir ráðstefnu Atlanzhafsbanda- laesrikjanna. Stjórnin bendir á, að þátttaka íslands í Atlanzhafsbandalaginu sé umdeild meðal þjóðarinnar og megi jafnvel búast við mót- mælagöngum eða öðrum aðgerð- um vegna ráðstefnunnar. Æski- legast sé því að firra Háskólann þessu ráðstefnuhaldi. 1 öðru lagi vill stjóm Stúdentafélags Háskólans vekja athygli á, að meðal þeirra rfkisstjórna, sem munu eigá fulltrúa á hinni vænt- anlegu ráðstefnu, eru portú- galska fasistastjórnin og gríska herforingjastjórnin. íslenzku þjóðinni, sem öðru fremur vill halda í heiðri frelsi og lýðræði, sé bein minnkun að því að fá fulltrúum þvílíkra einræðis- stjóma afnot af æðstu mennta- stofnun sinni tii fundahalds. Er bent á ályktun stjórnar stúd- entafélagsins í Grikklandsmál- inu. sem samþykkt var með samhljóða atkvæðum í janúar s.l. F.nnfremur átelur stjórn stúd- entafélagsins harðlega alla þá röskun, sem hlýzt af nálega tíu daga algerri lokun háskóians, þrátt fyrir úrbótaýiðieitni varð- andi lestraraðstöðu af hálfu for- ráðamanna Háskólá Islands. Er meðal annars nefnt, að stúdent- a, verða að yfirgefa lesstofurn- ar í skólanum sjálfum, prófess- orar fá ekki aðgang að vinnu- herbergjum sínum þessa daga og háskólabókasafninu verður lokað. Hluti stúdenta les og vinnur að ritgerðum yfir sum- arið. I ályktunnni segir, að Stúd- entafélagið hafi tvo undanfarna vetur ekki fongið leyfi háskóla- yfirvalda til fundahalda innan veggja háskólans, nema um fundi ætlaða stúdentum einum væri að ræða. Er bent á hið mikla deilumál um komu sænska rithöfundarins Söru Lidman haustið 1966. Segir stjórnin ýmiss konar aðila hafa fengið húsakynni í skólanum til funda- halda. Hins vegar hafi þessu fundabanni gagnvart Stúdenta- lélagi Háskóla íslands verið af- létt íyrir skemmstu. Er þeirri ákvörðun fagnað, en talið vand- séð. að fulltrúar framan- greindra einræðisstjórna, er halda uppi skoðanakúgun f löndum sínum, eigi á sama tíma heima innan veggja Háskól- ans. 1 tilefni aldarafmælisins efnir knattspyrnufélagið Valur til stuttr- ar minningarathafnar við félags- heimili sitt að Hlíðarenda kl. 1.15 á morgun (laugardag). Þar verður flutt ávarp, ræða og upplestur. Þá verður blómsveigur lagður að styttu sr. Friðriks við félagsheimilið. Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar. Allir eru velkomnir og þess vænzt að sem flestir Valsmenn yngri og eldri verði viðstaddir athöfnina. Þá munu K.F.U.M. og K.F.U.K. >- 10. siðu. Sr. Friðrik Friðrtksson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.