Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoóarritstjóri: Axel Thorsteinsson FreCTastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf._________________________ Þjóðarauðurinn vex þrátt fyrir erfiðleika efnahagslífsins undanfarið hálft annað ár hefur þjóðarauðurinn haldið áfram að vaxa hröðum skrefum. Eignamyndun þjóðarinnar í fyrra nam tæpum átta milljörðum króna. Hafði hún aldrei áður verið meiri, þótt verðlagsbreytingar séu teknar með í reikninginn. Og nú er áætlað, að eignamynd- unin á þessu ári verði tæpir níu milljarðar króna. Þetta er ótrúlegt en satt. Áætlunin fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir, að ástandið í efnahagslífinu versni hvorki né batni að ráði á árinu. Reikna má með, að þjóðarframleiðslan aukist lítillega á árinu vegna bættra aflabragða og aukins iðnaðar, en hins vegar er ekki hægt að gera íáð fyrir, að hið lága útflutningsverðlag hækki neitt að ráði. Og samt má gera ráð fyrir, að þjóðin leggi á árinu til hliðar níu milljarða í fjárfestingu. Minnkun á neyzlu einstaklinganna og samdráttur í rekstri ríkisbáknsins stuðla að því, að eignamynd- unin í ár getur orðið jafn ör og undanfarin veltiár. Menn eru farnir að spara meira en áður og nýta pen- ingana betur en áður. Sama er að segja um ríkið Hjá því skipar nú sparnaður æðri sess en oftast áður. Þessi almenni sparnaður stuðlar verulega að því, að þjóðin getur haldið áfram að byggja upp atvinnulífið, þrátt fyrir áföll undanfarinna missera. Þess munu ekki vera mörg dæmi í heiminum, að þjóðir leggi þriðjung framleiðslu sinnar til kaupa á vélum, tækjum, húsum, mannvirkjum og öðrum til- tölulega varanlegum verðmætum. Á íslandi nam eignamyndunín í fyrra 33% af þjóðarframleiðslunni og má reikna með svipuðu hlutfalli í ár. En þessi mikla fjárfesting er nauðsynleg, því að þjóðinni liggur á að treysta sem beztundirstöður góðra lífskjara sinna. Fjármunamyndun þessa árs skiptist ekki á sama hátt og áður. Kaup fiskiskipa og ýmissa véla og tækja eru miklu minni en undanfarin ár. Og almennt er eigna myndun í atvinnuvegunum nokkru minni en undan- farin ár. En atvinnuvegirnir verða að jafna þetta með því að vanda fjárfestingu betur en nokkru sinni áður og gera hærri arðsemiskröfur til nýrrar fjárfestingar. Ríkisvaldið er einnig að draga saman fjárfestingu sína. Eignaaukning í íbúðarhúsnæði helzt lfklega ó- breytt frá fyrra ári. Á móti þessari minnkuðu fjármunamyndun koma svo hinar stórfelldu framkvæmdir við Búrfell og Straumsvík, sem nema hvorki meira né minna en rúmlega 20% allrar eignaaukningar í landinu á þessu ári. Þessar framkvæmdir hafa komið til sögunnar á réttu andartaki, einmitt þegar örðugleikar efnahags- lífsins voru farnir að draga úr þenslu á öðrum svið- um atvinnulífsins. Hin mikla aukping þjóðarauðsins á þessu erfiða ári er þjóðinni bæði styrkur og hvatning til frekari dáða. w « ; * I V1S IR . Föstudagur 24. maí 1968. SPJALLAÐ UM IÐNÞRÓUNINA Ottó Schopka: Framtíð bygging- ariðnaðarins Ðyggingariðnaöur og mann- virkjagerð er einn stærsti og þýðingarmesti þáttur iðnaðar hér á landi. Láta mun nærri að um 10 þús. manns starfi nú í þessum iðnaði og hefur hann verið í stöðugum vexti um margra ára skeiö. í fyrra og í ár hefur verið áframhaldandi vöxtur, ef litiö er á heildarmagn framkvæmda, en sú breyting hefur átt sér stað að minna er nú byggt af fbúðar- og atvinnuhúsnæði, en heildar- vöxturinn hefur allur átt sér stað vegna framkvæmda við ál- verksmiðjuna í Straumsvfk • og við Búrfellsvirkjun. Láta mun nærri að ails muni um 1500 manns vinna við þessar fram- kvæmdir á árinu, og gefur það góöa hugmynd um hve stór hluti af öllum byggingariðnaðinum fæst við þær. Þrátt fyrir verulegan vöxt í byggingariðnaðinum á undan- förnum árum, er þaö athyglis- vert, að ekki hefur veriö um þróun og vöxt stórra fyrirtækja að ræöa f þessari iðngrein. Þvert á móti má benda á, að á þessum tíma hafa stórir bygg- ingaraðilar hætt störfum. Þessi þróun er vissulega athyglisverð og rannsóknarefni. Þeir sem við byggingariðnað fást hafa bent á fjölmargar á- stæður fyrir þessari þróun og hafa um leið bent á leiðir til úrbóta. Eitt þeirra atriða, sem flestir benda á að hafi staðið stórum byggingarfyrirtækjum fyrir þrifum hér í Reykjavík, er lóöaskorturinn og úthlutunar- fyrirkomulag á lóðum. tJthluta þarf byggingarfélögum stórar lóðir og gera þeim kleift að halda áfram starfsemi ó- slitiö árum saman, þannig að ekki skapist eyður í milli eins og þvl miður hefur alltof oft komið fyrir á undanförnum ár- um. Nú horfir nokkuö til bóta í þessum efnum og hefur borgar- stjórinn í Reykjavík upplýst, að líkur séu á að takast megi aö fullnægja eftirspurn eftir bygg- ingarlóðum hér í Reykjavík í framtíðinni. Annað atriði, sem margir benda á, er fyrirkomulag í lána- málum, og hefur verið sagt, aö það gerði beinlínis ráð fyrir því, að íbúðarhúsabyggingar hér á landi væru heimilisiðnaður. Þannig hefur hið almenna veð- lánakerfi hingað til aðeins lán- að einstaklingum, en ekki þeim sem framleiða fbúðir, og hefur þetta að sjálfsögðu valdið þeim miklum fjárhagslegum erfiðleik- um. Skömmu fyrir þingslit nú í vor var lögunum um Húsnæðis- málastjóm breytt, þannig að nú er heimild til að veita byggingar meisturum og byggingarfélögum lán til byggingaframkvæmda á meðan hús þeirra eru í smíðum, gegn þvi að lánin fylgi áfram til kaupenda hinna einstöku íbúða. Ekki er vafi á því að þetta nýja fyrirkomulag mun verða til mikilla bóta, en þá verður að sjá til þess aö Húsnæðismála- stjórn hafi nægilegt fjármagn ti! umráða. Þriðja atriðið sem bent hefur veriö á eru ströng verðlags- ákvæöi á útseldri vinnu í bygg- ingariðnaðinum. Vegna mikillar spennu á vinnumarkaðinum mörg undanfarin ár og lítils að- halds í byggingariðnaðinum af frjálsri samkeppni hefur verið talin vera ástæða til að beita hann ströngum verölagsákvæð- um til þess að takmarka gróða einstakra meistara og bygging- arfyrirtækja sem mest. Afleiö- ing þessarar stefnu hefur hins vegar verið sú, að algjörlega hef- ur verið komiö í veg fyrir að raunveruleg fyrirtæki gætu þró- azt í þessari iðngrein og er tap þjóöfélagsins af þeim völdum sjálfsagt oröið miklu meira en (The Retum of Mr. Moto). Aðalhlutverk: Henry Silva. Amerísk, íslenzkur textl, Nýja Bíó. Þaö voru töluvert mikil von- brigði að sjá myndina „Mr. Moto snýr aftur", Á árunum 1937-9 lék Peter Lorre hlut- verk Motos í nokkrum glæpa- myndum, sem náðu miklum vinsældum, svo að ekki leit út fyrir annað en nú væri von á sæmilegri skemmtan. En þvi miöur kom annað á daginn. Það er því miður venjulega reglan. þegar eitthvað frumlegt kemur fram og vekur athygli, að þá er haldið áfram að hjakka í sama farinu, unz efnið er gjör- nýtt og jafnvel útjaskað. Söguþráðurinn f „Mr. Moto snýr aftur“ er svipaður og í hin um lélegri bókum um Basil fursta eða einhvern álíka kump- ána, sem sagt í gamla (ekki gamla og góöa) glæpamynda- stílnum. Henry Silva leikur aöalhlut- verkið og fellur afleitlega inn I það. Hann hefur áður getiö sér gott orð fyrir leið sinn f mörg- um myndum og í Nýia Bíói sást hann síðast í mynd Bourguign- ons „The Reward". Henry Silva Flugfélag íslands hefur nú hafið samvinnu við nýstofnað flugfélag á Akureyri, en þrír ungir menn á Akureyri stofn- uðu flugfélagið, sem þeir nefna Frev, < fvrra mánuði. Samstarfið er að vísu ekki stórvægilegt eins og er, en það gæti þróazt upp f meira sam- starf með tímanum til hagsbóta fyrir samgöngur á Norðurlandi Samvinna félaganna bvgeist á því að flugmenn Freys fljúga sem aðstoðarmenn DC-3 flugvél F.Í., sem staösett er á Akur- sá ágóði, sem átt hefur að nást með verölagsákvæöunum. Ein afleiðingin er sú, að hér f Reykja vík eru starfandi milli 250—300 byggingameistarar og gefur auga leið, að rekstur þeirra flestra hlýtur að vera f mjög smaum stíl, og hafa þeir þvf takmark- aða möguleika til þess að beita þeirri tækni, skipulagningu og hagræöingu við byggingarfram- kvæmdir, sem ætti að geta leitt til lækkaös byggingarkostnaðar. Þróun stórra byggingarfélaga er þjóöhagslegt nauðsynjamál. Laða þarf byggingameistara til samstarfs um stofnun og rekst- ur slíkra fyrirtækja. Dæmi frá fyrri tímum sanna, að samstarf þeirra um rekstur stórra fyrir- tækja til þess að leysa af hendi stór verkefni, er þeim sjálfum og þjóöinni allri til hagsældar. íslendingar búa í köldu og votviðrasömu landi, þeir gera því meiri kröfu til húsagerðar en flestar aðrar þjóðir. Bygg- ingariðnaðurinn er þvf ein þeirra iðngreina, sem á sér ör- ugga framtíð fyrir höndum, þar mun verkefnin vissulega ekki skorta. En nauðsynlegt er, að honum sé séð fyrir nægum lóð- um og fjármagni og annarri op- inberri fyrirgreiðslu, til þess að honum sé gert kleift að fram- leiða íbúðir fyrir landsmenn á sem hagstæðustu verði. er nú fertugur að aldri. Hann er kominn frá Suður-Amerfku, en vegna hins mongólska útlits síns, hefur hann oft verið Iátinn leika Indíána eða Austurlanda- búa. Helztu myndir hans eru „Viva Zapata", Ocean's Eleven“ „The Manchurian Candidate" og „Johnny Cool“. Aðrir leikendur í þessari fár- ánlegu mynd eru upp til hópa einstaklega fáránlegir, enda gef ur handritið ekki tilefni til mik illa tilþrifa. Til marks um hversu leik- stjómin er góð og mikið til myndarinnar vandað, má geta þess, að einu sinni þegar ó- þverrarnir eru búnir að láta aðal manninn i poka og ætla að drekkja honum í ánni Thames þá flýtur þar hátignarlegur gúmmf-svanur, sem að sjálf- sögðu deplar ekki auga, þótt manndrápin standi sem hæst við hliðina á honum. Ennfremur var það galli á myndinni, að mikill titringur var á henni. hvort sem það stafar frá galla á sýningarvél eða film unni, en vonandi hefur það ver ið lagfært nú, þvf aö satt að segja var ekki á ósköpin bæt- andi. Þráinn. eyri. Einnig sjá þeir að ein- hverju leyti um afgreiðslu flug véla F.í. á Akureyri, en þessi vinna er keypt af Frey. Flugfélagið Freyr hefur fjórar vélar til umráða. Tvær flug- vélanna eru nntaðar tff lelgu- flugs, en hinar tvær eru notað ar i kennsluflug en um 20 nem endur eru við flugnám hjá flug félaginu. Mennimir sem stofnuðu Frey eru: Jóhann Fossdal, Torfi Gunn lauesson og Amgrímur Jóhanns- son. Mr. Moto snýr aftur F.Í. hefur samstarf við nýtt flugfélag á Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.