Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 3
ITt S I R . Föstudagur 24, maí 1968. 3 Sumar sem ræður úrslitum Jón Sveinsson með tvo væna. Myndin er tekin í fyrrasumar, þegar fyrstu fiskarnir skiluðu sér eftir að hafa verið eitt ár í sjó. Sá stærri vó 9 pund. , . * * * ¥ >%# .> y ^ . ,.z- ■ Tjað verður sumarið í sum- ar og næsta sumar sem skera úr um hvort fiskiræktin í Lárvatni verður arðbær eða ekki. Þá fer að koma í Ijós hve mikið af laxaseiðunum, sem við höfum sleppt niður í' vatnið skil ar sér aftur eftir dvölina í sjón um, sagði Jón Sveinsson raf- virkjameistari, £~en er fram- kvæmdastjóri fiskiræktarfélags- ins Látravíkur h.f. Það er þó ekki aðeins Jón Sveinsson og hinir 190 hluthaf- ar í fiskiræktarfélaginu, sem bíða í eftirvæntingu eftir árangr inum, heldur allir þeir, sem á- huga hafa á fiskiræktarmálum, en þeir eru orðnir margir og fer sífellt fjölgandi. Ef starfsemi Látravíkur tekst vel, bætist ný atvinnugrein við okkar einhæfa atvinnulíf, en hluthafarnir í Látravík eru þvi næst sann- færðir um aö tilraunastarfsemi sú sem þeir hafa ráðizt í muni gefa góðan arð í framtíðinni og að fiskirækt eigi eftir að verða meginatvinnuvegur hér á landi. Mikið fé hefur verið lagt í framkvæmdir og eldi seiða við Lárós á Snæfellsnesi, eða yfir 7 milljónir króna, sem sýnir, að hluthafarnir eru bjartsýnir og eru ekki að gera þetta „svona bara upp á grín“. Ef tilraunin tekst vel hjá okkur er enginn vafi á því að margir munu koma á eftir, því að það eru hundruðir staða allt umhverfis landið, þar sem hægt er að finna jafnheppilegar að- stæður til fiskeldis eins og í Lárós. Um 250 þúsund seiðum hefur veriö sleppt í Lárvatn frá upp- hafi, en það er fyrst í sumar, sem búast má við að verulegur fjöldi laxa skili sér aftur eftir dvöl í sjó. Ef árangurinn verður eins góður og reynsla sl. árs gaf tilefni til að halda, er ekki fjarstæðukennt að 40—50 þús- und laxar, 4—15 pund að stærð muni ganga upp í vatnið í sumar en verði svo. er þegar orð ið ljóst að laxarækt getur orðið mjög þýðingarmikill atvinnu- vegur hérlendis. ;.?>• - - -W Sjórinn ber með sér ýmis næringarefni, þegar hann fossar inn í lónið. Myndin er tekin við stórstreymi og fossar sjór inr i vatnið. Fremst er laxagildran, sem lax- inn er veiddur í, þegar hann gengur upp í hið 160 hektara lón. OGREIDDIR l REIKNINGAR * LATIÐ OKXUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3l'mur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.