Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 2
V i S1 R . Laugardagur 8. Júnf 1968. 2 ÍSLENDINGAR UNNU 3:2 - 5:0 HEFÐI EKKI VERIÐ ÓEÐLILEGT — Getci þessir skapvondu leikmenn verið atvinnumenn? ■ Svo þetta er atvinnu- mennska! Ég leyíi mér hér með að efast um að satt sé frá skýrt að SW Essen sé atvinnulið, - sé svo er stðrhætta á að Þjðð- verjarnir „kaupi“ ísl. landsliðið f heilu lagi eins og það danska fór f fyiTa til Bandaríkjanna. Leikur þessa þýzka liðs var fyr- ir neðan allar hellur. Hnefarétt- urinn virtirft að lokum þeirra eina vopn, óprúðmennskan var alls ráðandi, en knattspyrnan var ekki upp á marga fiskana. Leikurinn var lítið annað en siagsmál, sem dómarinn réð ekkert við. ísland vann þennan leik 3:2, en sigurinn átti raunar að vera miklu stærri, sennilega 5-6 gegn 2, eða 5-6 gegn engu, því að bæði mörk Þjóöverja voru hrein klaufamörk, sem Sigurður Dagsson hefði undir venjulegum kringumstæðum klárað sig á, en hann er meiddur á hendi og ætti ekki að vera með þess vegna í úrvalsleikjum. Þjóðverjar skoruöu fyrra markið á 26. mfn fyrri hálfleiks, laust langskot utan af velli undir Sigurð. Seinna mark þeirra, 2:0 kom á 2. min seinni hálfleiks, afar klaufalegt. Loks komu 3 viti á Þjóðverj- ana. Reynir Jónsson skoraði úr þeim öllúm. Fyrst var skorað á 15. min. vegna grófs brots á Eyleif þá á 25. mín að þvf er virtist vegna þess að Þjóðverji handlék boltann innan teigs, en í það skiptið mót- mæltu hinir æstu Þjóðverjar ekki jam (sroiiugiega ug aoui, ep vió fyrra piarkiö hefði einhver þeirra mátt fjúka út af. Sigurmarkjö kom á 43. min Reynir skoraði þá, Her mann komst innfyrir, lék á.mark- vörðinn, sem kastaði sér aftan á Hermann og skellji honum. Auðvit að' mótmæltu Þjóðverjar að hér væri vítaspyrna og virtist allt ætla í háaloft. Á síðustu minútu lét dómarinn einn Þjóðverja fá frí það sem eftir var vegna síendurtek innar ókurteisi. íslenzka liðið iék oft vel í þess- um ieik og það var talsverð spenna í leiknum. En þýzka liðið er varla atvinnulið. Gefi það sig út fyrir að vera slíkt, er ég viss um að það er á „fölskum pappírum". Alla vega ættum við ekki að gera okkur neitt sérlega bjartar vonir þó svo vel gangi gegn þessum jámhörðu Germönum úr stálborginni Essen við Ruhr, sem nú hafa lokið göngu sinni hér á landi. - jbp — TÁNINGA-jgiÍ SÍÐAN M SALTVÍK opnuð um helgina - MIKLAR ENDURBÆTUR VERÐA GERÐAR Á STAÐNUM 1 fyrrasumar var ákveðiö, að Reykjavíkurborg kæmi á fót helgarskemmtistað fyrir ungt fólk í Saltvik á Kjalarnesi, en þá !jörð keypti Reykjavfkurborg fyrir þremur árum, Hefur borg in falið Æskulýðsráöi Reykja- vikur framkvæmdir við staðinn og mun stefnt að því að taka liann í notkun nú um næstu helgi. Baldvin Jónsson hefur verið ráðinn af Æskulýðsráði Reykja víkur til að sjá um framkvæmd ir og skipulag í Saltvfk, ásamt nokkrum öörum ungmennum. 1 Saltvík er hlaöa — stór og góð, sem breytt var í danshús í fyrra og veróur þannig unnt að halda vikuleg hlöðuböll í orðs- ins fyllstu merkingu. Þá er á staðnum gamall sumarbústaður, þar sem veitingar verða seldar og birgðageymsla, sem notuö verður fyrir knattborðsleiki. — Einnig hefur verið komið fyrir útileikvelli, þar sem hægt er að iðka knattspyrnu, handknattleik o. fl. Auk þessa er á staðnum mjög góð aðstaða til sóldýrkun ar við sjávarströndina, og í sum ar er ráðgert að lagfæra strönd ina, svo að unnt verði að baða sig í sjónum. Einnig hefur kom ið til greina að hafa bátaleigu í Saltvík. en bó er þaö eigi fylli- lega ákveðið. Reynsla sú, sem fékkst við rekstur staðarins síðastliöið sum ar hefur verið lögð til grund vallar starfinu í sumar, og mun því allt verða samkvæmt vilja unga fólksins. Tilhögun skemmtananna verð ur, að ungt fólk geti komið í Saltvík á laugardögum, haft með sér tiöld og dvalizt þar yfir helgina. Unnt verður, að fá tjöld Ieigð i staðnum, og dans- að verður í hlööunni hvert laug ardagskvöld eða því sem næst frá kl. 21 til 02. Aðgangseyrir að staðnum verður svipaður og í fyrra, um 100 — 150 krónur, en innan staðarins verða öll skemmtiatriöi ókeypis. Til þess að grundvöllur fáist fyrir rekstri Saltvíkur verður áfengisneyzla á svæðinu stranglega bönnuð, og sé það bann brotið, er við- komandi hiklaust gerður brott- rækur . Táningasiöan náði tali af Hannesi J. S. Sigurðssyni, sem unnið hefur af atorku í Saltvík að undanförnu, ásamt öörum ungmennum, og fóru honum orö á þessa leiö: „Hugmyndin er, að ungt fólk leggi af mörkum vinnu við staöinn að einhvérju leyti — vinni að gróðursetningu og öðru slíku, sem viðkemur staðnum. Er það trúa min, að ungt fólk bregðist vel við og kunni að meta þá framkvæmd sem Æskulýðsráð og Reykja- víkurborg leggja nú i, og hygg ég, að mikill fjöldi unglinga verði þar staddur um helgar, enda er þangað margt að sækja — m.a. félagslegan þroska. Sætaferðir verða úr Reykjavik á klukkutíma fersti, laugardaga frá hádegi til kl. 19 á sunnudög um. Útvarpað verður tónlist við hæfi unga fólksins meðan stað- urinn er opinn, og verður há- tölurum komið fyrir í turni nokkrum, sem til staðar er.“ Stöðugar breytingar á Popp-tónlistinni Popp-hljómlistín svokallaða breytist með hverjum deginum sem líður. Daglega „fæðist" ný hljómlist, sem hrífur hugi unga fólksins jafnt og þeirra full- orðnu. Vorið 1967 gaf hljómsveitin Procol Harum út tveggjalaga hljómplötu meö laginu „A Whit er Shade Of Pale“ sem titil- lagi. Hinn æsandi beat taktur varð að víkja úr vegi fyrir þessu „nýfædda" lagi sem átti eftir að verða mánuð- um saman á vinsældalistanum i Bretlandi og vfðar. Hér heima gekk lagið til dæmis langt fram á sumar. Lög þau, sem siðan hafa skip að fyrsta sætið hafa mörg hver verið róleg, og má í því til- viki nefna „San Francisco“ og „Last Waltz“ Þó er ekki þar með sagt að þetta sé ’i fyrsta skiptiö, sem rólegt lag skipar efsta sætið — því fer fjarri — en engu að síður má eflaust með sanni segja, að ekkert lag hafi verið eins lengi á „toppinum" og „A White Shade Of Pale.“ Hljómsveitin Procol Harum skapaði sér miklar vinsældir með lagi þessu, er hún nú hátt skrifuð meðal táninga — já, og reyndar fullorðinna einnig. — Brezka hljómsveitin Move söng og lék lagið Homburg inn á hljómplötu í vetur leið. Lag þetta var i fyrsta sæti vinsælda listans alllengi, en því miður hefur ekkert heyrzt í þeim um skeið og vonum við að úr þvi rætist brátt. Meðfylgjandi skopmynd ér af Move en þann- ig koma þeir teiknara hljómlist arblaðsins Melody Maker fyrir sjónir. Vinsældalistínn 2 UCT 8jJMiM 3 HMONflAY* 4 *UN wrniooT uh* » m Oniai ■ mnHi* I DONT WANT Ot* LOVTNCTO MS u <» Her* (FMail CANT KF.KT MT KTBfl OFF TOU > <*) 1 TOUNG (HKL u <» IMa Gaa (C IF I ONLT HAD 4 <•> J«ka Bairtn (MCA> HONKT ’ ^ U> 7 • 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 JOANNA ■ a> Ml WKfccr (PMWe) 24 CAFTAIN or TOUfl «bi* 17 <» RepenU al TVt JENNIFEK BCCUS • (7) BaOks CONGKATULAHONfl I IRCM Itkku* iriVÉHill WHITK HOK8KS 1» (I) Urti IIKji) SOMETHINO HEflX IN MT HEAET II <*> P»»er nJu <Prr> ICANTLET MAGGIE GO • (■> Hatr Bas (Denuú DEULAH II <u> Tsat Jtaa (Deeea) aint nothw but A HOUSETABTT > U <t> lUeittwtn (Beaeatt CRT UKE A BABT U (» B*x Tepe <BeB> BAINBOW VALLET u <» Lare A«alr (CBB) UTTLE GBEÐi APPLES n (7) Beaar MUer IMM SOMEWHEBE IN THK COUNTHT 1> (» Geae Pttacr HELLO HOW AKE TOU H (» Fnrtttb IMM ArtUtn SLEEPT JOE m O) Benua'i I 25 LADY madomna * (t) (P1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.