Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 9
9 V í SIR . Laugardagur 8. júní 1968. ÞORSTEINN THORARENSEN SKRIFAR: TyjTanni verður tregt tungu að hræra, þegar slíkir ofboðs- viðburðir sem morðiö á Robert Kennedy skella yfir. Maður stendur skilningslaus og ráð- þrota gegn því þegar moröið verður að lokarökum í deilum öfgafullrar hugsjóna- og hags- munabaráttu. Því átakanlegra verður þetta, þegar hugleitt er, að hér hefur verið höggvið í annað sinn í sama knérunn, og þó þyrfti það ekki til. Tilhugs- unin um eiginkonu og ellefu saklaus böm, eitt þeirra ófætt, önnur á viðkvæmasta aldri ætti að verða nóg til að harmakvein og söknuður brytist út víös veg- ar um veröld. En við skulum þó gæta að því, að þessi atburður sem grimmdarverk er ekkert einstakt fyrirbæri á vorum tímum. Hvað sem líður framförum, bætt- um lífskjörum, auknu réttlæti og virðingu fyrir mannréttind- um, sem við nútímamenn þykj- umst geta stært okkur af, þá er það staðreynd að þessi öld er sú blóðugasta sem yfir hefur runnið. Hún hefur verið öld of- beldis og manndrápa. En við skulum jafnan hafa það í huga, að okkur ferst ekki að hneyksl- ast, því afbrotin eru ekki ein- ungis sök þeirra einstaklinga, sem verða þeir ógæfumenn að fremja þau, heldur eru þau með einhverjum hætti runnin upp úr aldarandanum, þessum takmarkalausu öfgum og of- beldishneigð sem einkenna tímabilið. jþegar ég skrifa hér nokkurs konar minningarorð um Robert Kennedy og hugleiði baráttu og hlutverk hans, er mér ómögulegt að hræsna svo að skrifa tómt lof um hann. Ég hef margsinnis minnzt á hann f vikulegum greinum mínum hér í blaðinu og stundum látið í ljósi andúð mína á ýmsu í stefnu hans og baráttuaðferð- um. Mér finnst að ég minnist hans bezt með því að rifja hreinskilnislega upp ýmsar fyrri hugleiðingar, láti hugann reika og geri mér grein fyrir því, hvaða stöðu hann skipar f ímynd okkar nútímafólks. Ég myndi ekki telja það af- farasælt, að sama persónu- dýrkunin endurtaki sig á hon- um eins og hreif veröld alla eftir morð Johns forseta bróður hans, þessir sefjunarstraumar sem æddu um öll lönd, svo menn sáu ekkert annað en hina ímynduðu táknmynd, sem oft var fjarri veruleikanum. jpyrst verð ég að rifja það upp, að ég lét í ljósi fyrr á þessu ári andúð á því, að mér fannst að Robert Kennedy notfærði sér styrjöldina í Vietnam um of til stjömmálalegs ávinnings. Það var eins og hann sæti um hverja breytingu á styrjöldinni og þróun til hins verra til þess að klekkja á Johnson forseta. Og mér fannst erfitt að sjá hug- sjónalegt samhengi í yfirlýsing- um hans. Þó hann væri fyrir löngu farinn að láta í ljósi gagnrýni á styrjöldinni, lýsti hann því yfir fram á þetta ár, að hann styddi Johnson sem áframhaldandi forsetaefni. Þetta fannst mér ekki hægt að skilja öðru vísi en svo, að hann væri að hugsa um eigin framamögu- leika í kosningum 1972. Meö það í huga var praktískt að styðja Johnson á þessu ári. En svo kom það í Ijós, aöal- lega í fyrstu framboðsbaráttu Eugene McCarthys, að andstað- an gegn Johnson innan hans eigin flokks reyndist miklu öfl- ugri en við hafði veriö búizt. Þá braut Kennedy í blað og herti stórkostlega á gagnrýninni á stefnu Johnsons. Hann gerði þetta einmitt þegar verst gegndi i Tet-árás kommúnista, þegar nauðsynlegt hefði verið að stuðla aö sem mestri samein- ingu og eindrægni og berjast gegn sundrungunni sem leiddi af brostnum vonum í þeim at- burðum. Ég gat ekki túlkað þessa afstöðu Kennedys öðru vísi en að hann væri þar fyrst og fremst að hugsa um eigin hag, í niðurlægingu og ósigrum var komið hans tækifæri til aö breyta um áætlun, stefna ekki að forsetaframboði 1972 heldur 1968. það var þetta, sem mér fannst erfiðast aö sætta mig við í baráttuaöferð Roberts, en sjálfsagt má líta þaö í ööru ljósi, svo sem því, að nú loksins hafi hann oröið endanlega sannfærö- ur um að Johnson væri á rangri braut. En jafnvel það virðist ELDHUGINN mér ekki sannfærandi, því að þó útlitið í Tet-árásinni væri ljótt til að byrja með og tjónið sem árásarmennimir ollu heföi orðið jífurlegt, þá æxlaðist þó úr henni á endanum mesti hern- aðarsigur Bandaríkjanna í allri styrjöldinni, og atburðirnir, höfðu einnig talsverð sálræn áhrif þeim 1 hag meðal annars í því, að almenningi i Vietnam ofbauð hryllingsverk kommún- ista t.d. í Hue og ennfremur varð árásin í sömu borg til að vekja skilning hinna „hlut- lausu“ Búddhatrúarmanna á því, að styrjöldin viö kommúnista er barátta þjóðarinnar fyrir til- vem sinni. lVú gaf Robert Kennedy skömmu síðar út sérstaka bók um styrjöldina í Vietnam og rætur hennar. Hún var mjög vel skrifuð og margt í henni sannfærandi. Ég gat ekki annaö en verið sammála honum í aðalatriðum á lýsingunni á stjórnmálaspillingunni í Suður- Vietnam og hinni vonlausu bar- áttu fyrir að koma þar á jarö- eignaskiptingu. Þetta var auðvitað harkaleg gagnrýni á þeim bandamönnum sem Bandaríkjamenn hafa valið sér í Suður-Vietnam og hefur í fréttafrásögnum verið einblínt á þaö, hve grátt Kennedy lék þar Vietnam-stefnu Johnsons. , En í bók hans standa einnig þessi viðbótarorð: „Vissulega er ógnaröld kommúnista ómann- legri og hræðilegri en nokkuö annáð í þessari styrjöld. Þeir misþyrma og drepa ekki aðeins þorpshöfðingja og heimavarn- arliða, heldur kennara, hjúkr- unarkonur, almenna borgara, eiginkonur þeirra og börn til þess að vekja skelfingu fyrir sér. Þeir sem beita sér fyrir styrjaldarþátttöku okkar hafa óvefengjanlega rétt fyrir sér, þegar þeir benda á siðferðislega blindu þess fólks sem einungis ákærir Bandaríkin en veigrar sér við að viðurkenna að ógnar- öld kommúnista viðgangist I landinu. Engin siðferðisleg af- sökun er til fyrir ofboðslegri ógnaröld Vietkongs". i~kg aftan við kaflann um til- raunir til jarðeignaskipting- ar í Suður-Vietnam bætti hann þessum orðum: „Stjórn Norður-Vietnam er margfalt ofbeldiskenndari og miskunnarlausari í aðgerðum sínum en nokkur ríkisstjórn í Suður-Vietnam hefur verið. Áætlun Noröur-Vietnam um landbúnaðarumbætur 1954—55 fól í sér nauðungareignarnám og stofnun samyrkjubúa eftir kínverskri fyrirmynd. Þegar þær aðgerðir kveiktu almenna smábændauppreisn var hún miskunnarlaust brotin á bak aftur af her Ho Chi-minhs og yfir 100 þúsund manns létu líf- iö. Nú sem stendur er ekkert til í Noröur-Vietnam, sem getur kallazt frelsi.“ JFjaö kemur mönnum kannski á óvart, að þessi ummæli skuli hafa staðið í bók Roberts Kennedys, af því að hitt hefur verið meira básúnað, þar sem hann greinir á við Johnson for- seta. En eftir að hann hafði lýst stjóm kommúnista þannig þá kom það mér sannarlega líka á óvart, að hann skyldi leggja til, að Vietkong-hreyfingin yröi viöurkennd sem samningsaðili og fengi jafnvel aðild að stjóm Suður-Vjetnam. Mér fannst slík niðurstaða sýna kalt skiln- ingsleysi á tilfinningum smá- þjóðar og ekki þyrfti annað en að draga samlíkingu við þræla- stríðiö í Bandaríkjunum fyrir einni öld. Hvenær heföi Abra- ham Lincoln fallizt á það, að taka Suðurríkjamenn þá upp í stjórn sína? Mér virtist aö Robert Kennedy beitti of ódýrum aðferðum til aö komast að þeirri niðurstöðu í bók sinni. Þar gerði hann yfir- höfuð aldrei ráð fyrir þvl, að neitt herlið frá Norður-Vietnam væri f suðurhluta landsins. Hann nefndi þá alltaf Vietkong, þó staðreyndin sé sú, að mikill þorri \herliðsins þar er kominn frá Hanoi. Hann fór líka víða háðulegum orðum um frammi- stöðu Bandaríkjahers án þess að geta þess í hve erfiðri að- stöðu hann berst, þar sem kommúnistar hafa fríar leiöir bakdyramegin inn í öll héruð Iandsins etfir svokölluðum hlutlausum landsvæðum. Og mér virtist sú skilgreining hans ekki hreinskilin, heldur áróðurs- kennd, þegar hann talaði um þaö, að um tvær leiðir væri að velja, samningaleið eða hernað- arleið, en að sjálfsögðu fer þetta tvennt saman í flestum styrjöldum, og oft opnast samn- ingaleiðin ekki fyrr en hamrað hefur verið á hernaðarleiöinni. TJér hef ég nú einkum rætt þau atriöi í stefnu Roberts Kennedys, sem ég hef verið andvígur, en hugleiðingum þess- um um Vietnam-stríðið vil ég þó Ijúka með að benda á það, að Robert Kennedy vildi örugg- lega ekki, að Bandaríkin hlypu frá skuldbindingum sínum í Vietnam, flyttu her sinn í burtu og eftirlétu kommúnistum það. Varði hann löngum kafla f bók sinni til að sýna fram á að slík uppgjöf væri ósæmileg og háskaleg, friði og öryggi f heiminum. Má líka minna á það í þessu sambandi, að skömmu áöur en Kennedy var myrtur, sló í brýnu með honum og McCarthy í kosningabaráttunni f Kalifomiu út af þessu. McCarthy vildi tafariausan brottflutning herliðsins frá Vietnam og sakaði Kennedy um að halda fast við Vietnam- stefnu Johnsons forseta! það sem mér virðist Robert Kennedy eigi skilið mest lof og þakkir fyrir í stjórnmála- ferli sínum er barátta hans í kynþáttamálunum og f þágu hinna fátækari. Hann var að vfsu stundum sakaöur um það af andstæðingunum, að þetta væru kosningaveiðar, og því var haldið fram að það væri leikaraskapur einn, þegar þessi auðmannssonur hélt inn í fá- tækrahverfi og steig jafnvel inn í hin aumustu hreysi til að hughreysta hina vesælu og sýna þeim samúð sína, eða þegar hann klappaði og kjassaði svertingjabömin. Ég held, að þær ásakanir hafi veriö rangar, því svo mikil hreinskilni og góðvild geislaði út frá honum á slfkum stundum, að ég get ekki ímyndað mér að það hafi verið uppgerð. Kynþáttavandamál Banda- ríkjanna eru lang risavaxnasta ,g ægilegasta þjóðfélagsvanda- mál sem við er að stríða í öllum hinum vestrænu rfkjum. Þar liggur við ekki aðeins þjóðar- sómi, að þau verði leyst hið bráðasta, heldur veltur öll fram- tíð og öryggi hins vestræna heims á því. Þess vegna er það sárgrætilegt, hve lftill skilningur hefur ríkt á þeirri nauðsyn heima í Bandaríkjunum, það hef- ur sannarlega verið furðulegt að koma þangað og kynnast þeim ríkjandi viðhorfum meðal hvítra manna þar, að það sé eðlilegt ástand, að einn kyn- þáttur hafi hlutverk þjónsins, kolamokarans og sorphreinsar- ans. Til skamms tíma hefur það alls ekki komizt inn úr þykkri höfuöskel hvítra manna þar, að það sé yfirhöfuð neitt bogið við það ástand, að litarháttur frem- ur en eiginleikar skipti mönnum niður f stéttir. Nú er loksins að verða nokk- ur breyting á þessu og þar eiga þeir Kennedy-bræður, báðir fallnir að jörðu fyrir morðingja- kúlu, stærsta þáttinn í að vekja þjóðina af þessum óhugnanlega svefni andvaraleysis. Það má að vísu benda á að Johnson forseta hafi orðið meira ágengt f laga- setningu og framkvæmd f straumröstinni sem fylgdi ógn- aratburðinum. í Dallas, en þaö breytir því ekki, að það voru fyrst og fremst þessir bræður. sem hrundu fleytunni af stað. 13. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.